Aðgengi í Ólafsvíkurkirkju. Upplýsingar eru um leiðir í ummælum

Skila auðu
0% (0 atkvæði)
Leið 1: Rampur frá stæði hreyfihamlaðra og meðfram palli að kirkjunni. Full brattur.
0% (0 atkvæði)
Leið 2: Rampar með palli að kirkjunni. Halli um 5%, sem er löglegur.
33% (7 atkvæði)
Leið 3: Lyfta upp á pallinn.
57% (12 atkvæði)
Finna aðrar leiðir.
10% (2 atkvæði)
Fjöldi atkvæða: 21

Starfsmaður/starfsmenn í barna- og æskulýðsstarf

Nú er tækifærið að vera virk í starfinu í kirkjunni okkar!

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar starfsmann til að hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall

Þetta er heimasíða Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.

Titill heimasíðunnar er kirkjan okkar.

Prestur er Óskar Ingi Ingason.

Fastir viðtalstímar á veturnar eru á þriðjudögum (í Ingjaldshólskirkju, s:436-6970), miðviku- og fimmtudögum (í Ólafsvíkurkirkju, s:436-1375) klukkan 11-12 í síma 844-5858.  Aðrir viðtalstímar eru eftir nánari samkomulagi. Neyðarsími er 844-5858.

Predikanir og pistlar sóknarprests á trú.is.

 

Kirkjur og bænhús:

Prestar sem hafa þjónað í prestakallinu:

Prestakallið hét áður Nesþing og síðar Ólafsvíkurprestakall.  1994 skiptist það í tvennt, Ólafsvíkurprestakall og Ingjaldshólsprestakall.  Þau sameinuðust aftur 1. desember 2009 sem Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall.

Föstuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju klukkan 14 sunnudaginn 18. febrúar. Skírt verður í guðsþjónustunni.

 

1. sunnudagur í föstu (invocavit)

Textaröð: A

Lexía: 1Mós 3.1-19 (20-24)

Pistill: 2Kor 6.1-10

Guðspjall: Matt 4.1-11

Sálmar: 130, 252, 124, 712, 912.

 

Minningarkort Ólafsvíkurkirkju

Þeir sem vilja styrka Ólafsvíkurkirkju og senda minningarkort eru beðnir um að senda tölvupóst með upplýsingum til Jóhannesar Ólafssonar í steinprent@simnet.is og leggja inn á reikning kirkjunnar 0194-26-76, kt. 500269-4999, endilega senda kvittun fyrir greiðslu á sama netfang.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram er nafn og heimilsfang þess sem fær kortið, nafn þess sem minningargjöfin er gefin vegna, frá hverjum kveðjan er og upplýsingar um símanúmer eða netfang ef þarf að hafa samband einhverja hluta vegna við viðkomandi.

Biblíudagsmessa í Ingjaldshólskirkju

Messa verður í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 4. febrúar klukkan 14.  Altarisganga. Biblíudagur.

 

2. sunnudagur í níuviknaföstu (sexagesimae) – Biblíudagurinn

 

Litur: Grænn.

Textaröð: A

Lexía: Jes 55.6-13

Pistill: 2Kor 12.2-9

Guðspjall: Lúk 8.4-15

Sálmar: 533, 6, 302 (1-3,7-9 v); 812, 47, 586, 848.

 

Biblíudagsmessa í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 4. febrúar klukkan 11.  Biblíudagur.

 

2. sunnudagur í níuviknaföstu (sexagesimae) – Biblíudagurinn

 

Litur: Grænn.

Textaröð: A

Lexía: Jes 55.6-13

Pistill: 2Kor 12.2-9

Guðspjall: Lúk 8.4-15

Sálmar:  533 (1-3 v), 6, 302 (1-3 og 7-9 v); 812, 848.

 

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS