Starfsmaður óskast

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar launaðann starfsmann/-menn til að hafa umsjón með barnastarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.
Um er að ræða kirkjuskóli (sunnudagaskóli), tíu til tólf ára starf (TTT) og æskulýðsstarf (8.-10. bekk).

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall

Þetta er heimasíða Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.
Titill heimasíðunnar er kirkjan okkar.
Prestur er Óskar Ingi Ingason.
Fastir viðtalstímar á veturnar eru á þriðjudögum (í Ingjaldshólskirkju, s:436-6970), miðviku- og fimmtudögum (í Ólafsvíkurkirkju, s:436-1375) klukkan 11-12 í síma 844-5858.  Aðrir viðtalstímar eru eftir nánari samkomulagi. Neyðarsími er 844-5858.
Predikanir og pistlar sóknarprests á trú.is.
 
Kirkjur og bænhús:

Prestar sem hafa þjónað í prestakallinu:

Prestakallið hét áður Nesþing og síðar Ólafsvíkurprestakall.  1994 skiptist það í tvennt, Ólafsvíkurprestakall og Ingjaldshólsprestakall.  Þau sameinuðust aftur 1. desember 2009 sem Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall.

Allra heilagra messa í Ingjaldshólskirkju

Allra heilagra messa  í Ingjaldshólskirkju kl. 20 sunnudaginn 6. nóvember.  
 
Í messunni verður sérstaklega minnst látinna ástvina og kveikt á kertum, í tilefni allra heilagra messu og allra sálnamessu.  Nefnd verða nöfn þeirra sem látist hafa á undanförnum 3 árum og skráðir í kirkjubækur prestakallsins.
Hægt er að nefna fleiri við sóknarprest svo nöfn þeirra verði einnig lesin eða setja nafn í box í forkirkjuna fyrir athöfn.
Altarisganga
Kaffi í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Allir velkomnir.
 

Minnst látinna í Ólafsvíkurkirkju

Allra heilagra messa  í Ólafsvíkurkirkju kl. 14 sunnudaginn 6. nóvember.  
 
Í messunni verður sérstaklega minnst látinna ástvina og kveikt á kertum, í tilefni allra heilagra messu og allra sálnamessu.  Nefnd verða nöfn þeirra sem látist hafa á undanförnum 3 árum og skráðir í kirkjubækur prestakallsins.
Hægt er að nefna fleiri við sóknarprest svo nöfn þeirra verði einnig lesin eða setja nafn í box í forkirkjuna fyrir athöfn.
Altarisganga
Kaffi í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Allir velkomnir.

Kærleiksverk og kærleiksmaraþon á sunnudag

Frá klukkan 15 á sunnudag verður ókeypis dagskrá í kirkjunni fyrir alla í boði unglinganna okkar í æskulýðsfélaginu.  
Þau eru með kærleiksmaraþon til að safna áheitum fyrir ferð á landsmót ÆSKÞ  á Akureyri 21.-23. október.
Maraþonið endar með dægurlagaguðsþjónustu kl. 17 þar sem leikin verða dægurlög og stemningin létt.
 
Boðið verður upp á kaffi í safnaðarheimilinu frá klukkan 15 og eins upp á bingó og andlitsmálun.
Kökubasar til styrktar ferðinni.
Ýmislegt annað verður brallað og meðal annars bankað upp á hjá ýmsum og boðist til að hjálpa við létt heimilsverk.  
 

Hægt er að heita á þau enn, með því að koma með í bauk í kirkjunni eða leggja inn á reikning (194-05-401623, kt 430111-0350).
Ekki missa af þessum sannkallaða kærleiksdegi í kirkjunni okkar!  Ekki gleyma að taka þátt og vinna kærleiksverk!

Dægurlagaguðsþjónusta og kærleiksmaraþon

Dægurlagaguðsþjónusta / poppguðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 16. október kl. 17.
 
Frá klukkan 15 verður dagskrá í kirkjunni fyrir alla í boði unglinganna okkar í æskulýðsfélaginu.  Þau eru með kærleiksmaraþon til að safna áheitum fyrir ferð á landsmót ÆSKÞ á Akureyri 21.-23. október.
Maraþonið endar með guðsþjónustu kl. 17 þar sem leikin verða dægurlög og stemningin létt.
 
Boðið verður upp á kaffi í safnaðarheimilinu frá klukkan 15 og upp á bingó og andlitsmálun. Ýmislegt annað verður brallað og meðal annars bankað upp á hjá ýmsum og boðist til að hjálpa við létt heimilsverk.  Allt er ókeypis í maraþoninu, nema kökubasarinn til styrktar ferðinni.
 
Ekki missa af þessum sannkallaða kærleiksdegi í kirkjunni okkar!

Guðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju

Guðsþjónusta verður í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 9 október kl. 14. 
Kökubasar eftir athöfn til styrktar ferðar æskulýðsfélagsins á Landsmót ÆSKÞ á Akureyri 21.-23. okt.
Allir velkomnir eins og ávallt.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS