Jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur

Kirkjukór Ólafsvíkur og pólskir vinir syngja saman í tónleikum sem kallast "pólsk-íslensk jól".

Fögnum saman 100 ára fullveldi Póllands og Íslands 2018.

Stjórnandi: Veronice Osterhammer
Meðleikari: Elena Makeeva

Enginn aðgangseyrir - allir velkomnir!!

Barmmerki Ólafsvikurkirkju

Nýtt barmmerki Ólafsvíkurkirkju hefur verið gefið út.

Það er til í gylltri og silfurlitaðri útgáfu.

 

Merkið er selt til styrktar aðgengismálum kirkjunnar á 2.500,- stykkið.

Starfsmaður/starfsmenn í barna- og æskulýðsstarf

Nú er tækifærið að vera virk í starfinu í kirkjunni okkar!

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar launaðan starfsmann til að hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.

Um er að ræða kirkjuskóla, sex til níu ára (STN), tíu til tólf ára starf (TTT) og unglingastarf (æskulýðsfélagið).

Hægt er að taka að sér allt frá einum upp í alla hópana eða að þem sé skipt á milli fleiri aðila. 

TTT er einu sinni í viku í október fram í desember og febrúar fram í apríl, kirkjuskólinn í Ingjaldshólskirkju á sunnudögum kl. 11 í október og fram í nóvember, unglingastarfið annað hvert miðvikudagskvöld í Ólafsvíkurkirkju á sama tímabili, nema að það byrjar í september. 

Ekki þarf að binda sig í kirkjuskólann allar helgar.  

Gott er einnig að fá sjálfboðaliða til að aðstoða frekar við starfið.  

 

Allar upplýsingar eru hjá sóknarpresti í síma 844-5858 og netpósti prestur@kirkjanokkar.is

Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 9. desember kl. 14

 

2. sunnudagur í aðventu – Frelsarinn kemur

Litur: Fjólublár.
Dýrðarsöngur/lofgjörð ekki sungin.

Textaröð: B

Lexía: Jes 35.1-10

Pistill: Heb 10.35-37

Guðspjall: Mrk 13.31-37

Sálmar: 560, 70, 59 (1,2,6 og 8v.); 805, bráðum koma.

 

Aðventuhátíð í Ingjaldshólskirkju

Aðventuhátíð verður í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 9. desember kl. 18.

Notaleg stemning undir stjórn kirkjukórsins. Ekki missa af!  

Boðið verður upp á veitingar eftir stundina.

Aðventuhátíð Kvenfélags Ólafsvíkur

Aðventuhátíð Kvenfélags Ólafsvíkur verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 2. desember klukkan 20.

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 25. nóvember kl. 14.

 

Síðasti sunnudagur kirkjuársins

Litur: Grænn eða hvítur.

Textaröð: A

Lexía: Jes 65.17-19

Pistill: Róm 8.18-25

Guðspjall: Matt 25.31-46

Sálmar:  864, 875, 63; 912, 847.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS