Guðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju

Guðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju kl. 14 sunnudaginn 4. september.
Komum saman í húsi Drottins, biðjum og þökkum.

Foreldramorgnar hefjast að nýju

Foreldramorgnar hefjast að nýju í dag og verða í vetur á miðvikudögum klukkan 10-12.

Skráning í fermingarfræðslu

Hægt er að skrá sig í fermingarfræðslu hér.
Hún hefst með guðsþjónustu á Brimilsvöllum á sunnudag kl. 14. 

Starfsmaður óskast

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar launaðann starfsmann/-menn til að hafa umsjón með barnastarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.
Um er að ræða kirkjuskóli (sunnudagaskóli), tíu til tólf ára starf (TTT) og æskulýðsstarf (8.-10. bekk).

Afmælisnefnd Ólafsvíkurkirkju

Á aðalfundi Ólafsvíkursóknar 18 apríl 2016 var skipuð afmælisnefnd vegna 50 ára afmælis Ólafsvíkurkirkju 19. nóvember á næsta ári.
Nefndina skipa:

  • Auður Böðvarsdóttir
  • Björn Arnaldsson
  • Erla Gunnlaugsdóttir
  • Pétur Jóhannsson
  • Sigrún Ólafsdóttir.

Við óskum nefndinni velfarnaðar í störfum sínum og hlökkum til að fá að taka þátt í afmælinu.  

Guðsþjónusta í Brimilsvallakirkju

Guðsþjónusta verður í Brimilsvallakirkju sunnudaginn 28. ágúst kl. 14.

Skráning fermingarbarna og stutt kynning fyrir þau og forráðamenn eftir guðsþjónustu.

 

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall

Þetta er heimasíða Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.
Titill heimasíðunnar er kirkjan okkar.
Prestur er Óskar Ingi Ingason.
Fastir viðtalstímar á veturnar eru á þriðjudögum (í Ingjaldshólskirkju, s:436-6970), miðviku- og fimmtudögum (í Ólafsvíkurkirkju, s:436-1375) klukkan 11-12 í síma 844-5858.  Aðrir viðtalstímar eru eftir nánari samkomulagi. Neyðarsími er 844-5858.
Predikanir og pistlar sóknarprests á trú.is.
 
Kirkjur og bænhús:

Prestar sem hafa þjónað í prestakallinu:

Prestakallið hét áður Nesþing og síðar Ólafsvíkurprestakall.  1994 skiptist það í tvennt, Ólafsvíkurprestakall og Ingjaldshólsprestakall.  Þau sameinuðust aftur 1. desember 2009 sem Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall.

Síður