Vísitasía biskups Íslands 16.-17. febrúar

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands vísiterar söfnuði Ólafsvíkur- og Ingjaldsprestakalli sunnudaginn 16. febrúar og mánudaginn 17. febrúar.
Með í för verður prófastur Vesturlandsprófastsdæmis, séra Þorbjörn Hlynur Árnason, og biskupsritari, séra Þorvaldur Víðisson.
 
 
Dagskrá vísitasíunnar er eftirfarandi: 
 
Sunnudagur 16. febrúar
  • kl. 14 Ólafsvíkurkirkja. Sameiginleg messa og kirkjukaffi.
  • kl. 16 kirkjuskoðun Ólafsvíkurkirkja
  • kl. 17:15 helgistund/kirkjuskoðun Brimilsvallakirkja og -garður
  • kl. 20 sameiginlegur fundur með sóknarnefndum: starf og framtíð
  • kl. 21 helgistund/kirkjuskoðun Ingjaldshólskirkja + -garður
 
 
Mánudagur 17. febrúar.
  • kl. 10 Grunnskólinn Ólafsvík
  • kl. 11 Dvalarheimilið Jaðar – heimsókn/helgistund
  • kl. 13 Grunnskólinn Hellissandi
  • kl. 14 Kirkjugarður og kapella Ólafsvík
  • kl. 15 Fundur með fulltrúum bæjarstjórnar Hellissandi
 
 
Allir eru velkomnir í messuna
Kirkjukaffi eftir messu.

Hljóðfæraleikari- Ólafsvíkursókn Snæfellsbæ

Ólafsvíkursókn óskar að ráða hljóðfæraleikara í 21% starf.

Messur eru tvisvar sinnum í mánuði og kóræfingar einu sinni í viku.

Um er að ræða tónlistarflutning við athafnir og undirleik á kóræfingum.

Í kirkjunni er orgel, píanó, hljómborð og gítar.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Allar nánari upplýsingar gefur sóknarprestur sr. Óskar Ingi Ingason s: 844-5858 eða formaður sóknarnefndar Gunnsteinn Sigurðsson s: 861-8582.

Sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju.

Lausar stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju

Stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju eru auglýstar lausar til umsóknar.

Í starfi fellst m.a. þrif á kirkju og safnaðarheimili, bókanir á sal og eftirlit. Um er að ræða tvær stöður sem eru 20% starf hvor. Skipta aðilar milli sín kirkjuvörslu eftir nánari samkomulagi.

Einn aðili getur einnig tekið bæði störfin að sér.

Allar frekari upplýsingar eru hjá Gunnsteinni Sigurðssyni, sóknarnefndarformanni (s: 861-8582), og Óskari Inga Ingasyni, sóknarpresti (s: 844-5858. Netfang: prestur (hjá) kirkjanokkar.is)

Sóknarnefnd Ólafsvíkursóknar.

Messa á Biblíudegi - vísitasía biskups Íslands

Sameiginleg messa Ingjaldshóls- og Ólafsvíkursafnaða verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 16. febrúar klukkan 14.  Biblíudagur. Vísitasía Biskups Íslands.

Í kaffinu verður fyrrum starfsmönnum þökkuð störf. 

 

 

2. sunnudagur í níuviknaföstu (sexagesimae) – Biblíudagurinn

Litur: Grænn.

Textaröð: A

Lexía: Jes 55.6-13

Pistill: 2Kor 12.2-9

Guðspjall: Lúk 8.4-15

Sálmar: 533, 3, 117; 812, 228, 586, 56.

Guðsþjónusta FELLUR NIÐUR í Ingjaldshólskirkju á sunnudag

Guðsþjónusta verður ekki  í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 9. febrúar kl. 14. 

GUÐSÞJÓNUSTAN ER FELLD NIÐUR VEGNA ÓVIÐRÁÐANLEGRA ÁSTÆÐNA.

 

Bænadagur að vetri (helgaður sjómönnum)

 

Síðasti sunnudagur eftir þrettánda – Ummyndun

Litur: Hvítur.

Textaröð: A

Lexía: 5Mós 18.15, 18-19

Pistill: 2Pét 1.16-21

Guðspjall: Matt 17.1-9

Sálmar: 504,29 (1.v.), 507; 182 (1. og 3. v.), 551.

Fjölskylduguðsþjónusta verður EKKI á sunnudag

Fjölskylduguðsþjónusta verður ekki í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 9. febrúar kl. 11. 

GUÐSÞJÓNUSTAN ER FELLD NIÐUR VEGNA ÓVIÐRÁÐANLEGRA ÁSTÆÐNA.

 

Bænadagur að vetri (helgaður sjómönnum)

Litur: Hvítur.

Textaröð: A

Lexía: 5Mós 18.15, 18-19

Pistill: 2Pét 1.16-21

Guðspjall: Matt 17.1-9

Sálmar: Daginn í dag, Ég vil líkjast Daniel, Djúp og breið; Tikki tikki ta og Gleði Gleði.

Guð gefi ykkur öllum gleðilegt nýtt ár

Kærar þakkir fyrir samfélagið á árinu 2019 og Guð gefi ykkur blessunarríkt ár og gefandi árið 2020. Megi nýtt ár vera ár þakklætis, auðmýktar og hjálpsemi. Guð veri með ykkur. ❤

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS