Kristniboðsdagur í Ingjaldshólskirkju og skólakór

Fjölskylduguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 11. nóvember kl. 11.

Sambland almennrar guðsþjónustu og sunnudagaskóla/barnaguðsþjónustu.

Skólakór Snæfellsbæjar syngur.

 

Kristniboðsdagurinn – Annar sunnudagur í nóvember

Textaröð: A

Lexía: Jes 12.2-6

Pistill: Róm 10.8-17

Guðspjall: Matt 28.16-20

Sálmar: Shalom chaverin, Hallelú, 942; Ég vil líkjast, Rock my soul.

 

Barmmerki Ólafsvikurkirkju

Nýtt barmmerki Ólafsvíkurkirkju hefur verið gefið út.

Það er til í gylltri og silfurlitaðri útgáfu.

 

Merkið er selt til styrktar aðgengismálum kirkjunnar á 2.500,- stykkið.

Sunnudagaskóli í vetur

Munum eftir sunnudagaskólanum í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknum, sem verður þrjá eða fjóra sunnudaga fyrir jól í Ingjaldshólskirkju kl. 11.

Takið frá dagana 21. og 28.  október, 4. nóvember, 25. nóvember og 2. desember.

 

Ekki gleyma þeim fjársjóð sem börnin hafa aðgang að í sunnudagaskólanum og mömmur og pabbar með.

Starfsmaður/starfsmenn í barna- og æskulýðsstarf

Nú er tækifærið að vera virk í starfinu í kirkjunni okkar!

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar launaðan starfsmann til að hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.

Um er að ræða kirkjuskóla, sex til níu ára (STN), tíu til tólf ára starf (TTT) og unglingastarf (æskulýðsfélagið).

Hægt er að taka að sér allt frá einum upp í alla hópana eða að þem sé skipt á milli fleiri aðila. 

TTT er einu sinni í viku í október fram í desember og febrúar fram í apríl, kirkjuskólinn í Ingjaldshólskirkju á sunnudögum kl. 11 í október og fram í nóvember, unglingastarfið annað hvert miðvikudagskvöld í Ólafsvíkurkirkju á sama tímabili, nema að það byrjar í september. 

Ekki þarf að binda sig í kirkjuskólann allar helgar.  

Gott er einnig að fá sjálfboðaliða til að aðstoða frekar við starfið.  

 

Allar upplýsingar eru hjá sóknarpresti í síma 844-5858 og netpósti prestur@kirkjanokkar.is

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti og kynferðisofbeldi

Kirkjuklukkum verður hringt fimmtudaginn 8. nóvember til að kalla okkur til að berjast í umhverfi okkar gegn einelti og kynferðisofbeldi.

„Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“ segir í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011, á degi gegn einelti.

Árlegur dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum á heimsvísu hjá 193 aðildarfélögum Sameinuðu Þjóðanna verður haldinn skv. venju 8. nóvember n.k.  

Hér er um íslenskt frumkvæði að ræða.  Er fólk um allan heim hvatt til að sýna samstöðu í baráttunni gegn einelti og kynbundnu ofbeldi með því að hringja alls konar bjöllum kl. 13 að staðartíma hvers lands.

 

Kirkjuklukkum skal hringt í sjö mínútur kl. 13 – 13:07, í eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar.

Einelti er því miður staðreynd víða og afleiðingar þess skelfilegar.  Það sama á við um kynferðisofbeldi.  Markmiðið er að uppræta hvorutveggja og þátttaka í klukknahringingu um heim allan þennan dag er liður í því.  Þjóðkirkjan boðar trú á kærleiksríkan Guð sem elskar öll sín börn og hefur þéttriðið þjónustunet í kringum landið.  Látum hljóm klukknanna hringinn í kringum landið minna okkur á vonina um betra líf og sigur hins góða. 

Kirkjuklukkum verður líka hringt í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli, það er í Ólafsvíkurkirkju klukkan 13 í 7 mínútur.
Ekki verður hringt í hinum kirkjunum, en þar mundu fáir heyra í þeim, en klukkur Ólafsvíkurkirkju hljóma fyrir þær einnig.
Leggjumst öll á eitt og berjumst gegn einelti og kynferðisofbeldi .

Jesú bænin – bæn hjartans

Jesú bænin – bæn hjartans.  Námskeið verður í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju mánudagskvöldið 28. janúar kl. 20.  Allir velkomnir, skráning óþörf.

Jesú bænin er bæn Austurkirkjunnar og hefur verið stunduð í margar aldir.  Undanfarin ár hefur hróður hennar aukist mjög og er hún stunduð í öllum kirkjudeildum.  Hennar algengasta form er “Drottinn, Jesús Kristur, Sonur Guðs, miskunnaðu mér.”  Hún er notuð stundum í formlegum bænastundum en oft utan þeirra.  Námskeiðið er byggt á fræðslu og bókum Kallistos Ware, metropolitan af Diokleia í grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Englandi.  Hann hefur skrifað margar bækur um Jesú bænina og Austurkirkjuna.  Á námskeiðinu er fræðst um sögu bænarinnar.   Leitast verður við að svara spurningum um bæn og hjarta og hvernig við getum beðið af hjarta.  Einnig kennd praktísk notkun bænarinnar. Umsjón með námskeiðinu hefur Óskar Ingi Ingason.

Allra heilagra/sálna messa í Ólafsvíkurkirkju

Allra heilagra messa og allra sálna messa í Ólafsvíkurkirkju kl. 14 sunnudaginn 4. nóvember.  

 
Í messunni verður sérstaklega minnst látinna ástvina og kveikt á kertum, í tilefni allra heilagra messu og allra sálnamessu.  Nefnd verða nöfn þeirra sem látist hafa á undanförnum 3 árum og skráðir í kirkjubækur prestakallsins.
Hægt er að nefna fleiri við sóknarprest svo nöfn þeirra verði einnig lesin eða setja nafn í box í forkirkjuna fyrir athöfn.
Altarisganga

Kaffi í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Allir velkomnir.

 

Allra heilagra messa.

1. nóvember – fyrsti sunnudagur í nóvember.
Litur: Hvítur eða rauður.

 

Textaröð: A

Lexía: Jes 60.19-21

Pistill: Opb 7.9-12

Guðspjall: Matt 5.1-12

Sálmar: 865, 2 (1v), 523; kveðja, 891, 893.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS