Afmælisviðburður: 500 ára afmæli siðbótar

Haldið verður upp á 500 ára afmæli siðbótar og hinnar lútersku kirkju okkar með guðþjónustu í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 29. október kl. 20.

Afmælisviðburður.  

Eftir guðsþjónustu, í kaffinu, verður kynning á möguleikum varðandi að bæta aðgang fyrir alla í Ólafsvíkurkirkju.

Í kjölfarið verður boðið upp á skoðunnarkönnun meðal sóknarbarna um hvaða möguleika eigi að velja.

Sú könnun fer fram hér á heimasíðunni.

 

Siðbótardagurinn (31. október) – síðasti sunnudagur í október.

Lexía: Jer 31.31-34

Pistill: Róm 3.21-28

Guðspjall: Jóh 8.31-36

Sálmar: 

 

Minningu um Kristinn bætt við minnismerkið á Hóli

Bætt hefur verið við stein í minnismerkið um horfna sjómenn í Ingjaldshólskirkjugarði.

Minnismerkið er um Kristinn Ragnarsson sem fórst 9. febrúar 1946 í Keflavíkurvör.  Hann var 21. árs.

 

Halldór Forni Gunnlaugsson, myndhöggvari á Eyrarbakka sá um að velja steininn, merkja hann og koma fyrir.

 

Starfsmaður/starfsmenn í barna- og æskulýðsstarf

Nú er tækifærið að vera virk í starfinu í kirkjunni okkar!

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar starfsmann til að hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall

Þetta er heimasíða Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.

Titill heimasíðunnar er kirkjan okkar.

Prestur er Óskar Ingi Ingason.

Fastir viðtalstímar á veturnar eru á þriðjudögum (í Ingjaldshólskirkju, s:436-6970), miðviku- og fimmtudögum (í Ólafsvíkurkirkju, s:436-1375) klukkan 11-12 í síma 844-5858.  Aðrir viðtalstímar eru eftir nánari samkomulagi. Neyðarsími er 844-5858.

Predikanir og pistlar sóknarprests á trú.is.

 

Kirkjur og bænhús:

Prestar sem hafa þjónað í prestakallinu:

Prestakallið hét áður Nesþing og síðar Ólafsvíkurprestakall.  1994 skiptist það í tvennt, Ólafsvíkurprestakall og Ingjaldshólsprestakall.  Þau sameinuðust aftur 1. desember 2009 sem Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall.

Kærleiksmaraþon: kaffihús, bingó og bílaþvottur.

Kærleiksmaraþon æskulýðsfélagsins stendur yfir þessa viku.
Miðvikudaginn 18. október kl. 20 er boðið upp á opið hús og kaffihús í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju.
Boðið upp á bílaþvott, ef veður leyfir, bingó, andlitsmálningu, veitingar og gott skap. Allt að kostnaðarlausu.
Gengið verður um og gerð góðverk þriðjudag og miðvikudag.
Safnað hefur verið áheitum fyrir maraþonið til að fara á landsmót á Selfossi.
Enn er hægt að styrkja þau með því að leggja á reikning (194-05-401623, kt 430111-0350).

Ekki missa af þessum sannkallaða kærleiksdegi í kirkjunni okkar!  Ekki gleyma að taka þátt og vinna kærleiksverk!

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar (áður kallaðir mömmumorgnar) verða nú á miðvikudagsmorgnum kl. 10-12 í Ólafsvíkurkirkju.

Fyrsti fundurinn er 27. september. Umsjónarmaður er ......

Foreldrarmorgnar eru sameiginlegir fyrir báða söfnuðina.

 

Fésbókarhópur fyrir foreldramorgnana.

 

Komum saman og eigum góða stund með börnunum okkar.

Dóra Sólrún og 700 ára afmæli kirkjustaðar á Hóli

Minnst verður að fyrsta kirkjan á Ingjaldshóli, sem vitað er um vígsludag, hefði orðið 700 ára þann 13. október.

Tónlist úr söfnuðinum og Sæmundur Kristjansson verður með sögukynningu. Afmæliskaffi.

Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni, frá Rifi, mun prédika.

 

Um kirkjuna:

Gunnar Hauksson bjó á Ingjaldsshóli og átti jörðina.  Lét hann gera kirkju á staðnum, en áður hafði þar staðið bænhús.  Vígslumáldagi kirkjunnar er frá 13. október 1317, en kirkjan var vígð af Árna Helgasyni, Skálholtsbiskupi, Guði til lofs og dýrðar, sánkti Maríu og öllum heilögum mönnum.  Sumir segja að elsta kirkja hafi verið reist 1262.

 

 

17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Lexía: Jes 1.16-17

Pistill: Gal 5.1-6

Guðspjall: Mrk 2.14-28

Sálmar: Vertu hans kraftaverk, 535; lag; 317 (Bjargið alda), 518.

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS