Afleysing sóknarprests

Sóknarprestur verður í leyfi út janúar.

Séra Arnaldur Máni Finnsson, sóknarprestur Staðastaðaprestakalls, leysir af á meðan.

Símanúmer hans er 822-8318.

Neyðarnúmer presta á svæðinu er 896-8990.

Hljóðfæraleikari- Ólafsvíkursókn Snæfellsbæ

Ólafsvíkursókn óskar að ráða hljóðfæraleikara í 21% starf.

Messur eru tvisvar sinnum í mánuði og kóræfingar einu sinni í viku.

Um er að ræða tónlistarflutning við athafnir og undirleik á kóræfingum.

Í kirkjunni er orgel, píanó, hljómborð og gítar.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Allar nánari upplýsingar gefur sóknarprestur sr. Óskar Ingi Ingason s: 844-5858 eða formaður sóknarnefndar Gunnsteinn Sigurðsson s: 861-8582.

Sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju.

Lausar stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju

Stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju eru auglýstar lausar til umsóknar.

Í starfi fellst m.a. þrif á kirkju og safnaðarheimili, bókanir á sal og eftirlit. Um er að ræða tvær stöður sem eru 20% starf hvor. Skipta aðilar milli sín kirkjuvörslu eftir nánari samkomulagi.

Einn aðili getur einnig tekið bæði störfin að sér.

Allar frekari upplýsingar eru hjá Gunnsteinni Sigurðssyni, sóknarnefndarformanni (s: 861-8582), og Óskari Inga Ingasyni, sóknarpresti (s: 844-5858. Netfang: prestur (hjá) kirkjanokkar.is)

Sóknarnefnd Ólafsvíkursóknar.

Guð gefi ykkur öllum gleðilegt nýtt ár

Kærar þakkir fyrir samfélagið á árinu 2019 og Guð gefi ykkur blessunarríkt ár og gefandi árið 2020. Megi nýtt ár vera ár þakklætis, auðmýktar og hjálpsemi. Guð veri með ykkur. ❤

Hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Á gamlársdag, 31. desember, kl. 16 verður hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.

 

Gamlárskvöld – við aftansöng

Litur: Hvítur.

Textaröð: A

 

Lexía: Hlj 3.21-26, 40-41

Pistill: Róm 8.31b-39

Guðspjall: Lúk 13.6-9

Sálmar: 104 (1.-3. og 6. v.), 106, 105 (1.-2., 7.-8. v.), 98, 516

Helgihald á jólum

Helgihald í söfnuðunum um jólin:

Á aðfangadagskvöld, 24. desember, verður:

Á jóladag 25. desember, verður:

Á annan í jólum, 26. desember, verður kl. 14 jólaguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju.

Á gamlársdag, 31. desember, verður kl. 14 hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.

Eigum saman góðar stundir á jólum, þökkum og fögnum.

Gleðileg jól

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól  !

"Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. ".

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS