Jesú bænin – bæn hjartans

Jesú bænin – bæn hjartans.  Námskeið verður í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju mánudagskvöldið 28. janúar kl. 20.  Allir velkomnir, skráning óþörf.

Jesú bænin er bæn Austurkirkjunnar og hefur verið stunduð í margar aldir.  Undanfarin ár hefur hróður hennar aukist mjög og er hún stunduð í öllum kirkjudeildum.  Hennar algengasta form er “Drottinn, Jesús Kristur, Sonur Guðs, miskunnaðu mér.”  Hún er notuð stundum í formlegum bænastundum en oft utan þeirra.  Námskeiðið er byggt á fræðslu og bókum Kallistos Ware, metropolitan af Diokleia í grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Englandi.  Hann hefur skrifað margar bækur um Jesú bænina og Austurkirkjuna.  Á námskeiðinu er fræðst um sögu bænarinnar.   Leitast verður við að svara spurningum um bæn og hjarta og hvernig við getum beðið af hjarta.  Einnig kennd praktísk notkun bænarinnar. Umsjón með námskeiðinu hefur Óskar Ingi Ingason.

Fyrsta guðsþjónusta ársins í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 20. janúar kl. 14. 

Fallegir sálmar, falleg kirkja.

Reynum að gera okkar innra fallegra á nýju ári.

 

 

2. sunnudagur eftir þrettánda

Litur: Grænn.

Lexía: 1Sam 3.1-10

Pistill: Róm 1.16-17

Guðspjall: Lúk 19.1-10

Sálmar: 712, 2, 113, 913, 523

Foreldramorgnar á nýju ári

Foreldramorgnar hefjast að nýju í vikunni og verða í vetur á miðvikudögum klukkan 10-12 í kirkjukjallaranum í Ólafsvíkurkirkju.

 

Velkomin.  :-)

Ljós á leiði á aðventu og um jól

Margir vilja setja ljós á leiði ástvina á hátíðum. Sá siður verður sífellt algengari. Til að koma til móts við hann hefur kirkjugarðsnefndir Ingjaldshólskirkjugarðs og Ólafsvíkurkirkjugarða lagt í mikinn kostnað til að gera aðstöðuna sem besta. Ákveðið hefur verið að taka gjald vegna þjónustunnar.  
 
Ingjaldshólskirkjugarður:  Kveikt er á ljósum aðventuna og heim að þrettánda. Gjald vegna þessa er 2.000 krónur sem greiðast á reikning garðsins: 0190-05-0948. Kennitala garðsins er 660169-5209.
 
Ólafsvíkur- og Brimilsvallakirkjugarður: Þeir sem ætla að nota rafmagn úr kirkjugarði til að lýsa upp leiði fyrir jólin, greiði 2.000 krónur inn á reikning kirkjunnar fyrir 15. desember: 0194-26-76.  Kennitala garðsins er 500269-4999.  Bent er á að nauðsynlegt er að nota vatnsheldar seríur.

Gleðilegt nýtt ár

Kærar þakkir fyrir samfélagið á árinu 2018 og Guð gefi ykkur blessunarríkt ár og gefandi árið 2019.

 

Megi nýtt ár vera ár þakklætis og hamingju.

Guð veri með ykkur.

Hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Á gamlársdag, 31. desember, kl. 14 verður hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.

 

Athugið breyttan messutíma.

Gleðilega hátíð!

Megi góður Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og fögnuð í hjarta!

Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS