Kynningarfundur vegna kjörs til vígslubiskups í Skálholti

Kjörnefndamenn prestakalla kjósa vígslubiskup ásamt meðal annars prestum. Til að geta kynnt sér þá þrjá aðila sem eru í kjöri að þá er haldinn fundur í Borgarnesi á mánudaginn 25. september kl. 20 í Menntaskólanum í Borgarnesi.
 
Fundurinn er opinn öllum, en kjörnefndarmenn sérstaklega hvattir til að mæta.
Um er að ræða póstkosningu sem hefst þann 28. september nk. og lýkur þann 9. október nk.
 
 
 
Hér er frétt Þjóðkirkjunnar um þetta:
 

Kynningarfundir vegna kjörs til vígslubiskups í Skálholti

Mánudaginn 28. ágúst sl. lauk tilnefningum til kjörs vígslubiskups í Skálholti. Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar hlutu eru í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Þeir eru í stafrófsröð séra Axel Árnason Njarðvík, séra Eiríkur Jóhannsson og séra Kristján Björnsson. Kynningarfundir með þremenningunum verða haldnir sem hér segir:

Mánudaginn 18. september kl. 17:30 – Reykjavíkurprófastsdæmi eystra í Breiðholtskirkju.

Þriðjudaginn 19. september kl. 20:00 – Suðurprófastsdæmi í Safnaðarheimilinu á Hellu.

Fimmtudaginn 21. september kl. 17:30 – Kjalarnesprófastsdæmi í Strandbergi, Hafnarfjarðarkirkju.

Mánudaginn 25. september kl. 20:00 – Vesturlandsprófastsdæmi í Menntaskólanum í Borgarnesi.

Miðvikudaginn 27. september kl. 20:00 – Reykjavíkurprófastsdæmi vestra í Safnaðarheimili Háteigskirkju.

Allir eru velkomnir til þátttöku á fundunum en þeir eru sérstaklega ætlaðir þeim einstaklingum sem njóta kosningarréttar í kjörinu. Um er að ræða póstkosningu sem hefst þann 28. september nk. og lýkur þann 9. október nk.