Landsmót ÆSKÞ í Snæfellsbæ og guðsþjónusta

Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar verður haldið í Snæfellsbæ helgina 25.-27. október. Mikið verður um að vera á þessu stærsta móti ársins í þjóðkirkjunni. Vel á þriðja hundrað unglingar taka þátt. Mótið verður sett í Klifi á föstudagskvöld af biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttir. Mótinu verður slitið með glæsibrag í guðsþjónustu í Ólafsvíkurkirkju klukkan 11, sunnudaginn 27. október. Vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, prédikar. Félagar úr hljómsveitinni Melophobia sjáum um tónlistina. Allir velkomnir í guðsþjónusta.

Dagsetning: 
Sunnudagur, 27 október, 2019 - 11:00