Yfirlýsing vegna samkomubanns í október


Vegna Samkomubanns fyrir 20 og fleiri út af Coronavírusinum eru eftirtaldar breytingar í starfi kirknanna í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli. Gæta þarf sérstaklega að 2 metra reglunni.

(Uppfært 19. október.)

Almennar guðsþjónustur verða helgistundir án kórs, samkvæmt plani, en með fjöldatakmörkunum. Að sjálfsögðu verður hlýtt öllum tilmælum sóttvarnalæknis vegna þeirra og annara athafna. Leitað leiða til að streyma athöfnum.

Félagsstarf takmarkast af tilmælum sóttvarnarlæknis, en er að öðruleiti hefðbundið fyrir börn.

Skírn og hjónavígsla geta farið fram, en samband þarf að hafa við sóknarprest.

Jarðarför fer fram í kirkju. Kirkjugestir þurfa að verða færri en 50. 2 metri þurfa að vera á milli ótengdra kirkjugesti í öllum athöfnum og því þarf að takmarka fjöldann jafnvel enn frekar. Í báðum kirkjum geta menn einnig setið niðri og fylgst með athöfn á mynd, þar er hægt að koma allt að 20 í viðbót samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Jarðarfarir geta farið fram í kyrrþey. Hægt verður að taka upp athafnir í Ólafsvík og fá afrit af athöfn. Kistan er ekki snert.

Fermingar fara fram með fjöldatakmörkunum og tilmælum sóttvarnalæknis. Altarisganga fer fram í sérathöfn.

Kirkjan lokar ekki.

Hún býður upp á þjónustu. Munið að við erum kirkjan, fólkið sem tilheyrir henni. Það erum við sem höldum henni uppi og hverju öðru með fyrirbænum. Við skulum styrkja og efla bænagjörðir okkar á þessum reynslutímum.

Hægt er að koma fyrirbænarefnum til sóknarprests í síma 844-5858 og í netfang prestur@kirkjanokkar.is.

Einnig er hægt að fá viðtalstíma, bæði í síma og í kirkjunni.

Förum varlega og umvefjum hvert annað í bænum og kærleika.

Sóknarnefndir Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssókna og Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur.

Gestir:4507 Gestir í dag: 6 Gestir í allt: 782719