Áklæði á kirkjubekkjum í Ingjaldshólskirkju eru orðið lélegt og er það rifið sumstaðar. Einnig er svampurinn ónýtur. Síðast var skipt um áklæði á 75 ára afmæli kirkjunnar 1978.
Þess vegna hefur sóknarnefnd ákveðið að skipta um áklæði og svamp á bekkjum. Eins verða slitnir bekkir slípaðir og lagaðir til.
Verkefnið kostar sitt og er velunnurum kirkjunnar sem vilja styrkja verkefnið bent á að hægt er að leggja inn á reikning númer 0190-05-000948 (Kt er 660169-5209).
Hægt er að hafa samband við Hafþór, formann sóknarnefndar, til að fá upplýsingar (sími: 896-6328).