Staða kirkjuvarðar er auglýst laus til umsóknar.
Í starfi fellst m.a. þrif á kirkju og safnaðarheimili, bókanir á sal og eftirlit. Um er að ræða hlutastarf.
Hægt er að skipta starfinu á milli fleiri aðila.
Staða hljóðfæraleikara er auglýst laus til umsóknar.
Messur eru tvisvar sinnum í mánuði og kóræfingar einu sinni í viku.
Um er að ræða tónlistarflutning við athafnir og undirleik á kóræfingum.
Í kirkjunni er orgel, píanó, hljómborð og gítar. Um er að ræða hlutastarf.
Allar frekari upplýsingar eru hjá Óskari Inga Ingasyni, sóknarpresti (s: 844-5858. Netfang: prestur (hjá) kirkjanokkar.is)
Sóknarnefnd Ólafsvíkursóknar.