Uppfærðar sóttvarnarreglur

Vegna sóttvarnarreglna þarf að skrá sig í athafnir þar sem fleiri en 300 eru viðstaddir. Því þarf almennt ekki að skrá sig í athafnir í kirkjunum. Grímuskylda er í athöfnum þar sem ekki er hægt að halda meters fjarlægð milli aðila sem umgangast ekki náið.

Upplýsingarnar sem koma fram í mögulegri skráningueru geymdar tryggt og eytt eftir 2 vikur og eru samkvæmt sóttvarnareglum.

Hér fyrir neðan er skráningarform fyrir athafnir. Þar á að skrá alla þá sem eru í sama hóp samkvæmt sóttvarnarreglum og koma til athafnar. Þeir sitja saman í athöfninni. Ef hóparnir eru fleiri þá eru útbúin fleiri blöð og send. Sendandi skráir netfang sitt og verður sent á það netfang hvar hópurinn situr í kirkjunni.

Skráningin á að senda með tölvupóst til prestur@kirkjanokkar.is með nafni, kennitölu og símanúmeri þeirra sem koma, skrá á hverjir ætla að sitja saman og eins merkja sérstaklega ef börn eru yngri en 6 ára.

Fréttin var uppfærð 15. júní 2021.

Gestir:54376 Gestir í dag: 3 Gestir í allt: 1479559