Kirkjur í nágrenninu

Hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju í tilefni 90 ára afmælis Glaðs

Dalaprestakall - Þri, 14/08/2018 - 18:36

Á næstkomandi sunnudag, 19. agúst, kl. 14:00 verður hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs á þessu ári.

Athöfnin verður sniðin að tilefni dagsins með hressilegu yfirbragði. – Halldór Þorgils Þórðarson leiðir söng ásamt Kirkjukór Dalaprestakalls. Gissur Páll Gissurarson, stórtenor, syngur einsöng.

Hestamenn koma ríðandi til messu úr hesthúsahverfinu gegnum Búðardal í fánareið.  Bændur í Hjarðarholti ætla góðfúslega að láta í té hólf undir hrossin á meðan á athöfninni stendur.

Að messu lokinni er boðið upp á kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar.

 

Allir hjartanlega velkomnir, hestamenn sem og aðrir.

 

 

Sóknarprestur.

 

Sumarmessa í Skálmarneskirkju

Reykhólakirkja - Miðv.d., 08/08/2018 - 13:35

Sumarmessa verður í Skálmarnesmúlakirkju laugardaginn 18.ágúst kl.11.

Á eftir koma allir með eitthvað á borðið í messukaffi og við eigum góða og gefandi stund saman.

Sumarkveðja!

Guðfræðiráðstefna í Holti í tilefni 90 ára afmælis Prestafjelags Vestfjarða

Reykhólakirkja - sun, 05/08/2018 - 15:12

Guðfræðiráðstefna í tilefni af 90 ára afmæli Prestafjelags Vestfjarða
í Holti í Önundarfirði 19. – 21. ágúst 2018
Ráðtefnan nýtur stuðnings Biskups Íslands, Prestafélags Íslands, Vísindasjóðs PÍ og Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar
Fyrirlesarar:
Dr. Maria Leppakäri forstöðumaður sænsku guðfræðistofnunarinnar í Jesúsalem
Dr. Muntehr Isaac, sóknarprestur lútersku kirkjunnar í Betlehem
Rabbi Nir Cohen, guðfræðingur, mannfræðingur, félagfræðingur, kennari, alþjóðatengslafræðingur, sáttamiðlari og nemi í menningarfræðum.
Hátíðarkvöldverður og samvera í hrífandi umhverfi Vestfjarða með fyrirlesurum frá landinu helga.

Þátttökugjald 36.700 kr.

Hátíðarmessa í Flatey

Reykhólakirkja - sun, 05/08/2018 - 15:03

Hátíðarmessa verður í Flatey laugardaginn 11.ágúst kl.14.00.

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir þjónar og Ingimar Ingimarsson organisti og kór Reykhólaprestakalls leiða tónlist.

Messukaffi í boði sóknarnefndar er að lokinni messu.

Góðar stundir!

Sumarmessa í Dagverðarneskirkju 2018

Dalaprestakall - lau, 04/08/2018 - 10:23

Sunnudaginn 12. ágúst verður hin árlega sumarmessa í Dagverðarneskirkju og hefst hún  kl. 14:00. – Halldór Þorgils Þórðarson mætir með harmonikkuna og leiðir almennan safnaðarsöng ásamt Melkorku Benediktsdóttur og Sigrún Halldórsdóttur leikur með á klarinett.

Finnum hvíld og gleði í samfélagi við Guð og  hvert annað í þeirri fallegu náttúru sem Dagverðarnes hefur upp á að bjóða.

Eftir athöfnina er kirkjugestum boðið í kaffi á Ormsstöðum hjá Selmu.

 

Verið velkomin.

Sóknarprestur.

Tilhögun sumarsins

Reykhólakirkja - Fim, 05/07/2018 - 11:05

Heil og sæl,

Vegna veikindaleyfis sr.Elín Salóme mun hún ekki taka til starfa strax. Sr.Hildur Björk leysir af til 13.júlí og þá tekur við sr.Anna Eiríksdóttir s.897-4724 og sr.Arnaldur Máni s. 822-8318 og prófastur á Ísafirði og héraðsprestur á Þingeyri.

sr.Hildur Björk leysir svo af í ágúst og þjónar í hátíðarmessu í Flatey og Skálmanesmúla og fer með fermingarbörnin í Vatnaskóg og sinnir almennum preststörfum þann mánuð fyrir Reykhólaprestakall.

Góðar stundir!

Skráning í fermingarfræðslu

Reykhólakirkja - Þri, 26/06/2018 - 10:40

Skráning í fermingarfræðslu fyrir veturinn er hafin. Vinsamlegast hafið samband á netfangið hildur.horpudottir@kirkjan.is

Bestu bestu!

Sumarleyfi sóknarprests 2018

Dalaprestakall - Miðv.d., 20/06/2018 - 11:51

Sumarleyfi sóknarprests er frá 20.júní- 11.júlí, að báðum dögum meðtöldum. – Afleysingar þennan tíma annast:

Sr. Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur í Ólafsvík  (20.júní-8. júlí)
Símar; 844-5858 (gsm) – 434-6920 (heima)

Sr.Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur Stykkishólmi (9.-11. júlí)
Símar: 438-1560 (kirkjan) 438-1632 (h) 865-9945 (gsm)

 
Sóknarprestur.

 

Sumarleyfi

Reykhólakirkja - mánud., 04/06/2018 - 11:33

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir er komin í sumarleyfi og hættir svo þann 1.júlí.

Sr.Sigríður Óladóttir sóknarprestur í Hólmavík og sr.Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Búðardal leysa af til 1.júlí en þá tekur sr.Elín Salóme við sem settur sóknarprestur í Reykhólaprestakalli.

Góðar stundir!

 

Hvítasunnudagur 2018 – fermingarmessa í Hjarðarholtskirkju

Dalaprestakall - lau, 19/05/2018 - 19:56

Ferming í Hjarðarholtskirkju hvítasunnudag, 20. maí,  kl. 11:00. – Fermingarbarn: Sölvi Meldal Kristjánsson.

 

Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir söng. Soffía Meldal Kristjánsdóttir syngur við undirleik Kristjáns Arnarssonar.

 

 

 

Sóknarprestur.

Lokahátíð sunnudagaskólans

Reykhólakirkja - fös, 20/04/2018 - 20:36

Lokahátíð sunnudagaskólans er í Tjarnarlundi næstkomandi sunnudag kl.11. Þar verður dansað og sungið og Stoppleikhópurinn kemur og sýnir leikrit. Pulsur og svalar í boði eftir stundina.

Fermingaræfing verður í Staðarhólsskirkju kl.13.00 fyrir þau börn sem fermast 29.apríl.

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar verður í Tjarnarlundi næst sunnudag kl.13.30

Góðar stundir!

Veikindaleyfi

Reykhólakirkja - Miðv.d., 11/04/2018 - 22:15

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir er í veikindaleyfi frá og með fimmtudeginum 12.apríl til föstudagsins 21. apríl.

Afleysingar annast sr.Sigríður Óladóttir s. 862-3517 og sr.Anna Eiríksdóttir s.897-4724.

Góðar stundir.

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar

Reykhólakirkja - Miðv.d., 04/04/2018 - 17:28

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólsskónar verður haldinn sunnudaginn 22.apríl kl. 13.30 í Tjarnalundi.

Dagskrá:

  1. Gert grein fyrir starfsemi og rekstri sóknanna á liðnu starfsári.
  2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sókna og kirkjugarða fyrir s.l. ár.
  3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
  4. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
  5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs ásamt varamönnum þeirra til árs í senn.
  7. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
  8. Önnur mál (meðal annars um kirkjugarðinn).

Athafnir í dymbilviku og um páska 2018

Dalaprestakall - Þri, 20/03/2018 - 10:33

Pálmasunnudagur – 25. apríl 
Fjölskylduguðsþjónustua í Hjarðarholtskirkja, kl. 11:00
Helgistund með  fermingar- og sunnudagaskólabörnum.

Skírdagur – 29. mars
Fermingarmessa; 
Kvennabrekkukirkja, 13:00
Fermingarbarn: Atli Hjaltson

Lagugardagur fyrir páska – 31. mars
Fermingarmess
a; Staðarfellskirkja, kl. 11:00
Fermingarbarn; Daníel Rúnar Ármannsson

Páskadagur – 1. apríl
Fermingarmessa – Snóksdalskirkja, kl. 12:00
Fermingarbarn: Hafdís Inga Ásgeirsdóttir

Organisti í athöfnum er Halldór Þorgils Þórðarson – Félagar úr kirkjukór Dalaprestakalls leiða söng.

Verið velkomin.

Sóknarprestur

Fermingar um páska og vor 2018

Dalaprestakall - Þri, 20/03/2018 - 09:42

Skírdagur/ 29. Mars
Kvennabrekkukirkja , kl. 13
Fermingarbarn; Atli Hjaltason

Laugardagur f. páska /31. mars
Staðarfellskirkja, kl. 11:00
Fermingarbarn; Daníel Rúnar Ármannsson

Páskadatur / 1. apríl
Snóksdalskirkja, kl. 12:00
Fermingarbarn;  Hafdís Inga Ásgeirsdóttir

Sunnudagurinn 15. apríl
Snóksdalskirkja kl. 11:00
Fermingarbarn: Stefán Ingi Þorsteinsson

Sumardagurinn fyrsti / 19. apríl
Kvennabrekkukirkja kl. 11:00
Fermingarbarn; Hómfríður Tanja Steingrímsdóttir

Laugardagur / 28. maí
Kvennabrekkukirkja kl. 13:30
Fermingarbarn: Sæbjörn Helgi Magnússon

Hvítasunnudagur  / 20. maí
Hjarðarholtskirkja kl. 11:00
Fermingarbarn: Sölvi Meldal Kristjánsson

Sóknarprestur.

Helgihald um páska og vor í Reykhólaprestakalli

Reykhólakirkja - sun, 18/03/2018 - 21:33

Skírdagur 29.mars:

Messa í Reykhólakirkju kl.11.00 Fermdur verður Samúel Björnsson.

Skírnarmessa í Gufudalskirkju kl.14.00. Skírður verður sonur Hafrósar og Jóhanns.

Guðsþjónusta með altarisgöngu í Garpsdalskirkju kl.20.00

 

Páskadagur 1.apríl:

Hátíðarmessa í Reykhólakirkju kl.11.00

Hátíðarmessa í Staðarhólskirkju kl.13.00

Fermingarathöfn Söru Daggar Eyvindsdóttur fer fram laugardaginn 14.apríl kl.14.00 í Reykhólakirkju.

Sunnudaginn 22.apríl verður lokahátíð sunnudagaskólans kl.11.00 í Tjarnarlundi. Við ætlum að syngja og skemmta okkur saman og Stoppleikhópurinn mætir og sýnir leiksýninguna “Hans Klaufi” og á eftir verður boðið upp á grillaðar pulsur og svala.

Sunnudaginn 29.apríl er messa í Staðarhólskirkju kl.14.00 Fermd verða Albert Hugi Arnarsson, Nökkvi Már Sigurðarson og Ketija Kirke.

Sunnudaginn 20.maí er messa í Reykhólakirkju kl.13.00 Fermdur verður Sigurjón Árni Torfason.

Sunnudaginn 3.júní er messa í Reykhólakirkju kl.14.00 Fermdur verður Hlynur Hjaltason.

 

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur lei

Æskulýðsmessa, kóræfingar og fleira

Reykhólakirkja - mánud., 05/03/2018 - 10:08

Vert er að minna á kóræfingar á þriðjudagskvöldum kl.20.30 og barnakórsæfingar á fimmtudögum eftir skóla.

Æskulýðsfélagið hittist fimmtudaginn 8.mars. kl.20.00 í Reykhólakirkju.

Fermingarfræðsla verður laugardaginn 10.mars frá kl.12-14 í Reykhólakirkju.

Opnir tímar í sálgæslu eru bæði fimmtudag, föstudag og laugardag.

Helgistund verður í Barmahlíð sunnudaginn 11.mars kl.14.45.

Æskulýðsmessa verður sunnudaginn 11.mars kl.17.00 í Reykhólakirkju og grill á eftir. Verða það sunnudagaskólabörnin, fermingarbörnin og æskulýðsfélagið sem leiða messuna ásamt barnakórnum. (ATH.að ekki er sunnudagaskóli)

Góðar stundir!

 

 

Aðalsafnaðarfundur Hvammssóknar 2018

Dalaprestakall - lau, 24/02/2018 - 17:11

Aðalsafnaðarfundur Hvammssóknar verður haldinn að Skerðingsstöðum 5. mars kl. 20:00. – Venjuleg aðalfundarstörf.

f.h. sóknarnefndar Hvammssóknar

Sóknarprestur

Helgardagskrá

Reykhólakirkja - mánud., 19/02/2018 - 20:19

Kóræfing er á þriðjudag.

Barnakórsæfing er á fimmtudag.

Opnir sálgæslutímar á fimmtudag og föstudag.

Á föstudaginn 23.feb. er fermingarfræðsla í prestbústaðnum frá kl.15.00.00-17.00.

Gistinótt æskulýðsfélagsins “Andvaka með Jesú” verður föstudaginn 23.feb. kl.18.00. Allir koma með eitthvað í Pálínuboð, við borðum saman og förum í kariókí :) og verðum smá andvaka með Jesú. Gistinóttinni lýkur kl.10.00 á laugardeginum. Má koma með smá nammi og gos.

Á LAUGARDAGINN 24.feb. er laugardagaskóli kl.11.00 (sunnudagsskóli) með tilhlökkun en þá föndrum við með trölladeig, heyrum skemmtilega sögu og sjáum nýjan þátt með Hafdísi og Klemma.

Sunnudagaskólinn verður laugardagsskóli vegna fundar Prestafélags Vestfjarða sem hefst þennan laugardag í Heydölum kl.16.00 og stendur fram á sunnudag.

Á sunnudaginn 25.feb. er helgistund í Barmahlíð kl.14.45.

Góðar stundir!

Febrúar

Reykhólakirkja - mánud., 05/02/2018 - 10:45

Kóræfingar eru á þriðjudögum kl.20.30 í Reykhólakirkju.

Barnakórsæfingar eru á fimmtudögum kl.14.45 í Reykhólakirkju.

Gistinótt æskulýðsfélagsins “Andvaka með Jesú” verður föstudaginn 9.feb. kl.18.00. Allir koma með eitthvað í Pálínuboð, við borðum saman og förum í kariókí :) og verðum smá andvaka með Jesú. Gistinóttinni lýkur kl.10.00 á laugardeginum. Má koma með smá nammi og gos.

Á laugardaginn 10.feb. er fermingarfræðsla í prestbústaðnum frá kl.11.00-13.00.

Á sunnudaginn 11.feb. er sunnudagaskóli með tilhlökkun en þá föndrum við með trölladeig, heyrum skemmtilega sögu og sjáum nýjan þátt með Hafdísi og Klemma.

Á sunnudaginn 11.feb. er helgistund í Barmahlíð kl.14.45.

Góðar stundir.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í nágrenninu