Kirkjur í nágrenninu

Maí

Reykhólakirkja - Þri, 07/05/2019 - 11:49

Heil og sæl,

Prestastefna var dagana 29.apríl-2.maí.

Helgina 3.-5. maí var boðið upp á opna tíma í sálgæslu og átti að vera helgistund á Barmahlíð en því miður féll hún niður sökum veikinda heimilismanna.

Vikuna 11.maí -19.maí er sr.Hildur Björk Hörpudóttir í námsferð erlendis og sr.Sigríður Óladóttir leysir af. Síminn hennar er 8623517.

Vorkveðjur!

Páskar og fermingar

Reykhólakirkja - Miðv.d., 17/04/2019 - 13:06

Á skírdag er Hátíðarmessa með altarisgöngu kl.20.00 í Garpsdalskirkju.

Á annan í páskum er Hátíðarmessa í Staðarhólskirkju kl.13.00.

Á annan í páskum er helgistund á Barmahlíð kl.15.30.

Þann 25.apríl (sumardaginn fyrsta) er fermingarmessa í Gufudalskirkju kl.14.00.

Þann 27.apríl er fermingarmessa í Staðarkirkju kl.14.00.

Á sunnudaginn 28.apríl er lokahátíð sunnudagaskólans kl.11.00 í Tjarnarlundi. Leikfélagið Brúðuheimar mætir. (ATH.breytta dagsetningu)

Páskakveðjur!

Helgihald í Dalaprestakalli um dymbilviku og páska 2019

Dalaprestakall - fös, 12/04/2019 - 17:05

Laugardagur fyrir pálmasunnudag;

Hvammskirkja – Fermingarmessa kl. 11:00

 

Pálmasunnudagur;

Snóksdalskirkja – Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00

 

Skírdagur;

Hjarðarholtskirkja – Fermingarmessa kl. 11:00

 

Páskadagur ;

Kvennabrekkukirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

 

Sóknarprestur

Vikan..

Reykhólakirkja - Fim, 04/04/2019 - 16:56

Heil og sæl,

Minnum á kóræfingar sem eru öll þriðjudagskvöld og allir innilega velkomnir.

Á laugardag eru opnir tímar í sálgæslu.

Á sunnudag er sunnudagaskóli í Tjarnarlundi og ætla Spilavinir að koma og kenna okkur á ný spil, léttur hádegismatur í boði eftir stundina.

Á sunnudag er einnig helgistund á Barmahlíð kl.14.45 og eru allir velkomnir.

Með gleði í hjarta!

Á döfinni

Reykhólakirkja - Þri, 19/03/2019 - 10:53

Heil og sæl!

Föstudaginn 22.mars og laugardaginn 23.mars eru opnir tímar í sálgæslu.

Sunnudaginn 24. mars kl.11.00 verður bangsa og náttfata- sunnudagaskóli í Tjarnarlundi þar sem við ætlum að vinna með hvíld, ró og gleði, borða popp, drekka svala og kíkja á smá stuttmyndir.

Sunnudaginn 24.mars verður helgistund á Barmahlíð kl.14.45 og eru allir velkomnir.

Sunnudaginn 24.mars frá kl.16.00-18.00 verður áheitasöfnun fyrir vorferð æskulýðsfélagsins en þau ætla að halda dansmaraþon í sólarhring í Tjarnarlundi í apríl.

Góðar stundir.

Ný vika, ný tækifæri til að taka þátt í gefandi kirkjustarfi!

Reykhólakirkja - Miðv.d., 06/03/2019 - 10:27
Opnir tímar í sálgæslu föstudaginn 8.mars og laugardaginn 9.mars. Dala og Reykhólaprestakall heldur sameiginlegan sunnudagaskóla með tilhlökkun í Tjarnalundi í mars. Það verður föndrað, leikið, sungið og skemmt sér saman og í boði verður léttur hádegisverður eftir stundirnar. Sunnudaginn 10. mars kl.11.00 verður föndur-sunnudagaskóli þar sem við ætlum að vinna með umhverfisvernd og réttlæti. Helgistund verður á Barmahlíð kl.14.45 sunnudaginn 10.mars og eru allir velkomnir. Æskulýðsfélagið hittist kl.16.00 á sunnudaginn í prestbústaðnum á Barmahlíð og heldur út í söfnunarferð fyrir áheitum vegna dansnóttar og vorferðar í maí. Hlökkum til að sjá ykkur!

Febrúar

Reykhólakirkja - mánud., 04/02/2019 - 12:32
Sr.Hildur Björk verður í sumarleyfi frá 6 feb.-20.feb. Sr.Sigríður Óladóttir, sóknarprestur á Hólmavík, leysir af á meðan. Þann 22.feb er sameinaður sóknarnefndafundur Hólmavíkur og Reykhólaprestakalls. 22.feb frá kl.20.00-22.00 er æskulýðsfélagshittingur í sundlauginni með leikjum, tónlist og svo grilluðum pulsum og djús. Laugardaginn 23.feb. er fermingarfræðsla frá kl.10.00-12.00 í prestbústaðnum í Barmahlíð. Sunnudaginn 24.feb er helgistund í Barmahlíð kl.14.45 og allir velkomnir. Sunnudagaskólinn heldur svo aftur af stað eftir janúar og verður þematengdur í mars og apríl í Tjarnarlundi. Góðar vetrarstundir!

Náms og starfsferð

Reykhólakirkja - fös, 18/01/2019 - 13:46

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir verður í náms og starfsferð frá 20.jan-26.jan. Sr.Anna Eiríksdóttir leysir af og er með síma 8974724.

Önnur vikan í janúar

Reykhólakirkja - Miðv.d., 09/01/2019 - 12:45

Aðal safnaðarfundur í Staðarhólssókn fimmtudaginn 10.jan kl.17.

Opnir tímar í sálgæslu föstudaginn 11.jan og laugardaginn 12.jan

Sunnudagaskóli í Reykhólakirkju kl.11.00 sunnudaginn 13.jan.

Fermingarfræðsla kl.12.15-14.00 í Reykhólakirkju sunnudaginn 13.jan.

Helgistund á Barmahlíð kl.14.45. sunnudaginn 13.jan.

Hátíðarguðsþjónustur um jól og áramót 2018

Dalaprestakall - Þri, 18/12/2018 - 20:43

24. desember – Aðfangadagur jóla

Kl. 14:00 – Helgistund á Fellsenda

Kl. 18:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju

 

26. desember – Annar dagur jóla


kl. 14:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Stóra- Vatnshornskirkju

kl.20:00 -   Kertamessa í Hvammskirkju

 

28. desember – milli jóla og nýárs

kl.14:00 –  Helgistund á Silfurtúni

Kl. 20:00 – Kertamessa í Kvennabrekkukirkju

 

30. desember – Síðasti sunnudagur ársins 2018

kl. 14:00 –  Hátíðarguðsþjónusta í Snóksdalskirkju

Organisti í athöfnum er Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir söng.

Með ósk um gleðileg jól .

Sóknarprestur

 

Aðventa 2018

Dalaprestakall - fös, 30/11/2018 - 10:39

Aðventukvöld – Hjarðarholtskirkju

Á fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember, kveikjum við á fyrsta ljósinu á aðventukransinum á aðventukvöldi í Hjarðarholtskirkju kl. 20:00. – Kirkjukór Dalaprestakalls ásamt Kristey og Emblu syngja jólasálma undir stjórn Halldórs Þ Þórðarsonar. Einnig syngja þær Soffía Meldal, Helga Rún Hilmarsdóttir  og stúlkur úr Auðarskóla nokkur jólalög. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og bera ljósið um kirkjuna þegar sungið er Heims um ból. – Jóhanna Leopoldsdóttir flytur hugvekju. – Sérstakur gestur er Helga Möller, söngkona, sem kemur okkur í hátíðarskap.

 

Aðventukvöld í Staðarfellskirkju

Fimmtudaginn 6. desember, kl. 20:00, er aðventukvöld  í Staðarfellskirkju – Þorrakórinn ásamt kirkjukór Dalaprestakalls syngur jólasálma.  Fermingarbörn lesa ritningarlestra og  bera ljósið um kirkjuna. Eftir afhöfnina er kirkjugestum boðið upp á veitingar. -Allir velkomnir.

Eigum hátíðlega samveru á aðventunni.

Sóknarprestur.

Vikan 29.okt-5.nóv

Reykhólakirkja - mánud., 29/10/2018 - 17:02

Kóræfing kl.20.30 á þriðjudaginn 30.okt í Reykhólakirkju.

Æskulýðsfélagið hittist kl.20.00 í Reykhólakirkju á fimmtudagskvöldið og heimsækir Barmahlíð í spilakvöld.

Opnir tímar í sálgæslu á fimmtudag, föstudag og laugardag.

AA fundur og sálgæsluhópur um fíkn og meðvirkni er kl.20.00 á föstudagskvöldið 2.nóv í Reykhólakirkju.

Sunnudagaskóli er kl.11.00 í Reykhólakirkju sunnudaginn 4.nóv og er bangsablessun! (Allir að mæta með uppáhalds bangsann sinn eða dúkku)

Helgistund á Barmahlíð er kl.14.45 á sunnudeginum, allir velkomnir.

Góðar og ljúfar hauststundir!

Safnaðarstarfið vikuna 15.okt-21.okt.

Reykhólakirkja - mánud., 15/10/2018 - 11:07

Kóræfing kl.20.30 í Reykhólakirkju þriðjudaginn 16.okt.

Æskulýðsfélagið Kirkjulubbar heldur gistinótt sem byrjar kl.19.oo fimmtudaginn 18.okt. Allir að muna að koma með hlý náttföt, sæng, dýnu og kodda :)

Opnir tímar í sálgæslu á föstudaginn 19.okt.

Ljósamessa kl.18.00 í Reykhólakirkju föstudaginn 19.okt. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið.

AA fundur og sálgæsluhópur um meðvirkni og fíkn kl.20.00 í Reykhólakirkju föstudaginn 19.okt.

Opnir tímar í sálgæslu laugardaginn 20.okt.

Bíósunnudagaskóli kl.11.00 í Reykhólakirkju sunnudaginn 21.okt. Popp og svali í boði sóknarprests og allir koma með teppi og púða :)

Fermingarfræðsla kl.12.00 í Reykhólakirkju sunnudaginn 21.okt.

Helgistund í Barmahlíð kl.14.45 sunnudaginn 21.okt.

Góða stundir!

Á döfinni

Reykhólakirkja - mánud., 01/10/2018 - 15:50
Kóræfing kl.20.30 í Reykhólakirkju á þriðjudaginn 2.okt. Opnir tímar í sálgæslu fimmtudag, föstudag og laugardag og eftir óskum. Á fimmtudaginn 4.okt hittist æskulýðsfélagið kl.20.00 í Reykhólakirkju og skipuleggur veturinn sinn saman. Allir krakkar í 7, 8, 9 og 10 bekk eru innilega velkomin! AA fundur og sálgæsluhópur um meðvirkni og fíkn byrjar á föstudagskvöldið 5.okt kl.20.00 í Reykhólakirkju. Á sunnudaginn 7.okt er svo föndurstöðva sunnudagaskóli með hval, svala og kexi :) Allir krakkar innilega velkomnir! Helgistund verður í Barmahlíð á sunnudaginn 7.okt kl.14.45. Góðar stundir.

Safnaðarstarf í Reykhólaprestakalli fram að jólum

Reykhólakirkja - sun, 09/09/2018 - 15:02

Sunnudagaskólinn verður annan hvern sunnudag og byrjar 23.sept kl.11.00 í Reykhólakirkju. Þar munum við dansa, föndra og skemmta okkur!

Fermingarfræðsla verður einu sinni í mánuði á föstudögum og hófst með Vatnarskógarferð dagana 20-24 ágúst.

Æskulýðsfélagið hittist tvisvar í mánuði á fimmtudagskvöldum í Reykhólakirkju kl.20.00 og brallar ýmislegt skemmtilegt saman.

Kirkjukórinn mun æfa kl.20.30 öll þriðjudagskvöld í Reykhólakirkju. Allir eru hjartanlega velkomnir og það vantar í allar raddir.

AA-fundir verða alla föstudaga kl.20.00 í Reykhólakirkju og boðið verður upp á sérstaka sálgæsluhópa í vetur sem miða að því að losna undan fíkn og meðvirkni.

Helgistundir á Barmahlíð verða kl.14.45 annan hvern sunnudag og eru opnar öllum.

Opnir tímar í sálgæslu eru annan hvern fimmtudag, föstudag og laugardag og einnig er ávallt hægt að panta tíma hjá sóknarpresti.

Messað verður einu sinni í mánuði í kirkjum prestakallsins yfir vetrarmánuðina, auk þess sem fleiri messur verða yfir jól og páska ásamt aðventukvöldum.

Helgihald og safnaðarstarf er leitt af sr.Hildi Björk Hörpudóttur og tónlist og kórstjórn er í höndum Ingimars Ingimarssonar organista.

Góðar stundir!

Dagskrá Reykhólaprestakalls í september

Reykhólakirkja - Miðv.d., 29/08/2018 - 08:39

Dagskrá Reykhólaprestakalls í september er eftirfarandi.

Þann 2.sept er héraðsfundur á Suðureyri sem hefst með messu kl.11.00. Sóknarnefndir hvattar til að mæta.

Dagana vikuna 6.-12 sept er settur sóknarprestur í endurmenntunarferð og sr.Anna Eiríks leysir af.

Þann 20.sept. er fyrsti æskulýðsfundur vetrarins kl.20.00 í Reykhólakirkju.

Þann 21.sept er opinn tími í sálgæslu en ávallt er þó hægt að hringja í sóknarprest og fá tíma þegar hentar.

Þann 23.sept er sunnudagaskóli kl.11.00 í Reykhólakirkju.

Þann 24.sept. er helgistund á Barmahlíð kl.14.45, allir velkomnir.

Einnig minnum við á AA fundi sem eru í kirkjunni á öllum föstudagskvöldum kl.20.00.

Kóræfingarnar eru á sínum stað kl.20.30 á þriðjudagskvöldum í Reykhólakirkju.

Góðar stundir með ósk um gott og gefandi haust!

 

 

Héraðsfundur 2.september

Reykhólakirkja - Miðv.d., 29/08/2018 - 08:29

Héraðsfundur Vestfjarðaprófastsdæmis verður haldinn á Suðureyri við Súgandafjörð sunnudaginn 2. september næstkomandi.  Fundurinn hefst með guðsþjónustu í Suðureyrarkirkju kl. 11:00 þar sem sr. Kristján Arason, sóknarprestur á Patreksfirði predikar en sr.Fjölnir Ásbjörnsson þjónar fyrir altari.  Eftir guðsþjónustuna verður snæddur hádegisverður á veitingastaðnum Talisman á Aðalgötu 14 á Suðreyri en sjálfur héraðsfundurinn verður haldinn í félagsheimilinu, sem er á móti þessum ágæta veitingastað. Vegna hádegisverðar og kaffiveitinga er nauðsynlegt að fólk láti vita af því hvort það hyggist mæta á héraðsfundinn svo að veitingamaðurinn viti hvað hann á að gera ráð fyrir mörgum.  Vinsamlegast látið sóknarprestinn ykkar vita eigi síðar en miðvikudaginn 29. ágúst.

Prófastur hefur síðan samband við prestana og fær hjá þeim upplýsingar um fjölda þátttakenda.

Héraðsnefnd hefur veitt þeim ferðastyrk, sem aka um langan veg til að sækja héraðsfund og er þá miðað við að safnast sé saman í bíla.  Sé næg þátttaka þá er hugsanlegt að skipuleggja rútuferð.

 

Dagskrá héraðsfundar:

1.        Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.        Skýrsla héraðsnefndar

3.        Ársreikningar héraðssjóðs

4.        Starfsáætlun héraðsnefndar

5.        Hjálparstarf kirkjunnar

6.        Starfsskýrslur sókna, nefnda og annarra starfsmannstofnana prófastsdæmisins lagðar fram

svo og ársreikningar sókna og kirkjugarða.  Skýslur skulu helst vera skriflegar og er hægt að

skoða þar til gert eyðublað á heimasíðu prófastsdæmisins en slóðin þangað er: http://kirkjan.is/vestfjardaprofastsdaemi/.

7.        Erindi frá Kirkjuþingi og biskupafundi:  Sameiningar prestakalla

8.        Samþykktir Prestastefnu og Leikmannastefnu kynntar

9.        Ákvörðun um greiðslur til kjörinna héraðsnefndarmanna fyrir störf þeirra á liðnu ári

10.      Kosningar:

a) Kjósa þarf til héraðsnefndar úr hópi presta; einn aðalmann til tveggja ára og annan til vara.

b) Kjósa þarf fulltrúa héraðsfundar í stjórn friðarsetursins í Holti; einn aðalmann til tveggja ára og annan til vara.

11.      Aðrar kosningar eða tilnefningar sem heyra undir héraðsfund.

12.      Önnur mál.

 

Aðalefni þessa fundar er kynning á Hjálparstarfi kirkjunnar.  Tveir fulltrúar frá Hjálparstarfinu munu kynna fyrir okkur

helstu þætti í utanlands- og innanlandaatðstoðinni og svara fyrirspurnum.

 

Eins verður rætt um sameingar prestakalla.  Fyrir liggur tillag frá biskupafundi um að sameina Hólmavíkurprestakall og

Reykhólaprestakall í eitt.  Áfram yrðu tveir prestar á svæðinu og prestssetur á Hólmavík og á Reykhólum.

 

Gert verður kaffihlé á fundinum.  Fundarslit verða síðdegis.

Hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju í tilefni 90 ára afmælis Glaðs

Dalaprestakall - Þri, 14/08/2018 - 18:36

Á næstkomandi sunnudag, 19. agúst, kl. 14:00 verður hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs á þessu ári.

Athöfnin verður sniðin að tilefni dagsins með hressilegu yfirbragði. – Halldór Þorgils Þórðarson leiðir söng ásamt Kirkjukór Dalaprestakalls. Gissur Páll Gissurarson, stórtenor, syngur einsöng.

Hestamenn koma ríðandi til messu úr hesthúsahverfinu gegnum Búðardal í fánareið.  Bændur í Hjarðarholti ætla góðfúslega að láta í té hólf undir hrossin á meðan á athöfninni stendur.

Að messu lokinni er boðið upp á kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar.

 

Allir hjartanlega velkomnir, hestamenn sem og aðrir.

 

 

Sóknarprestur.

 

Sumarmessa í Skálmarneskirkju

Reykhólakirkja - Miðv.d., 08/08/2018 - 13:35

Sumarmessa verður í Skálmarnesmúlakirkju laugardaginn 18.ágúst kl.11.

Á eftir koma allir með eitthvað á borðið í messukaffi og við eigum góða og gefandi stund saman.

Sumarkveðja!

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í nágrenninu