Snæfellsbær

Jól í skókassa

Grunnskóli Snæfellsbæjar - 4 klukkutímar 11 mín síðan
"Jól í skókassa” er alþjóðlegt verkefni á vegum KFUM og KFUK sem felst í því að gleðja fátæk börn í Úkraínu. Útbúnar eru sérstakar jólagjafir þar sem ákveðnir hlutir eru settir í skókassa. Lisa yfir hvað á að fara í skókassana má nálgast á heimasíðu verkefnisins. Nemendur í 1. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar tóku þátt í verkefninu eins og undanfarin ár. Hver bekkur safnaði í 5 skókassa og sendu því alls 20 skókassa. Flesta munina komu börnin með að heiman utan tannkrem og tannbursta sem Tannlæknastofa Ara Bjarnasonar hafði útvegað. Þau unnu svo saman að því að raða í kassana og merkja þá með kyni og aldri barns. Séra Óskar Ingi Ingason sóknarprestur koma svo í skólann og tók formlega á móti skókössunum frá nemendum og sá um í samvinnu við skólann að koma þeim til flutningsaðila sem sáu um að flytja þá til Reykjavíkur skólanum að kostnaðarlausu. Vildi skólinn koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við þetta verkefni
Flokkar: Snæfellsbær

Rannsókn Háskólans á Akureyri um stöðu fjölmenningar

Snæfellsbær - fös, 16/11/2018 - 11:40

Háskólinn á Akureyri vinnur nú að stórri rannsókn um stöðu innflytjenda og fjölmenningar á Íslandi þar sem Snæfellsbær skipar sérstakan sess sem eitt af samanburðarsveitarfélögunum.

Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og afla þekkingar svo betur sé hægt að skilja þau vandamál og áskoranir sem innflytjendur standa frammi fyrir á Íslandi. Áhersla er lögð á þætti er varða tungumál, atvinnu, menntun, menningu og lífshamingju. Mikill skortur hefur verið á rannsóknum af þessu tagi og því standa vonir til að þátttaka verði góð.

Könnunin er rafræn og er notast við „snjóboltaúrtak“. Það þýðir að fólk má dreifa könnuninni meðal vina eða ættingja og geta notað sama hlekk mörgum sinnum, jafnvel um sömu IP tölu. Það er því auðvelt að deila könnuninni meðal vina og ættingja, t.d. á samfélagsmiðlum. Þátttaka er frjáls og öll svör algerlega nafnlaus.

Smella hér til að taka rannsókn.

How is your life in Iceland?

In the past two decades, the number of immigrants in Iceland has doubled. Still little is known about this group of people or their status in Iceland. The purpose of this survey is to examine the living conditions of immigrants within the Icelandic society, so we can better understand the problems and challenges that immigrants face in Iceland.

The study is conducted by the University of Akureyri in collaboration with foreign experts. Participation in this survey is completely voluntary and all of your responses are anonymous. None of the responses will be connected to identifying information. Your participation counts in order to help understanding your situation in Iceland, and to improve the status of other immigrants in Iceland.

Therefore, we would very much appreciate your response to this survey; it should not take you more than 15 minutes to complete.

Thank you very much for your time and cooperation.

Click here

Jak oceniasz swoje życie w Islandii?

W ciągu ostatnich dwudziestu lat liczba imigrantów w Islandii podwoiła się. Nadal niewiele wiadomo na temat tej grupy ludzi oraz ich statusu w Islandii. Celem tej ankiety jest zbadanie warunków życia imigrantów w społeczeństwie islandzkim, abyśmy mogli lepiej zrozumieć problemy i wyzwania, jakie imigranci napotykają w tym kraju.

Badanie prowadzi Uniwersytet w Akureyri we współpracy z zagranicznymi ekspertami. Udział w ankiecie jest całkowicie dobrowolny, a wszystkie Twoje odpowiedzi będą anonimowe. Żaden z respondentów nie zostanie powiązany z informacjami umożliwiającymi identyfikację. Twój udział jest ważny, ponieważ pomoże nam poznać Twoją sytuację w Islandii, a także poprawić status innych imigrantów, którzy tutaj przebywają.

Dlatego będziemy bardzo wdzięczni za udzielenie odpowiedzi w tej ankiecie. Jej wypełnienie nie powinno zająć więcej niż 15 minut.

Bardzo dziękujemy za współpracę i poświęcony czas.

Kliknij tutaj

The post Rannsókn Háskólans á Akureyri um stöðu fjölmenningar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Gestkvæmt í skólanum

Grunnskóli Snæfellsbæjar - fös, 16/11/2018 - 08:40
Það var gestkvæmt í Grunnskóla Snæfellsbæjar fimmtudaginn 8. nóvember síðastliðinn og því mikið uppbrot á deginum hjá öllum nemendum. Dagurinn hófst á því að allir nemendur skólans hittust í Félagsheimilinu Klifi til að hlýða á tónleika sem voru á vegum verkefnisins „List fyrir alla”. Að þessu sinni var boðið upp á „Músík og sögur” þar sem þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Páll Eyjólfsson gítarleikari og Esther Talia Casey leikkona fluttu nemendum sögur og tónlist víðsvegar að úr heiminum í um það bil hálftíma dagskrá. Náðu tónlistarmennirnir mjög vel til nemenda og höfðu á orði að þau hefðu upplifað mjög góða stemmningu hjá nemendum.Þegar tónleikadagskránni lauk og nemendur voru komnir aftur í skólann tók 10. bekkur á móti Þorgrími Þráinssyni, en hann heimsækir skólann reglulega. Að þessu sinni var hann með fyrirlesturinn sinn “Verum ástfangin af lífinu” og náði hann vel til 10.bekkinga. Eftir hádegishlé var Þorgrímur svo með “Skapandi skrif” fyrir nemendur í 8. til 10. bekk. Gekk það einnig mjög vel og nemendur mjög áhugasamir.8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti og GSNB tók að sjálfsögðu þátt í því. Á hverju ári er eitthvað gert í tilefni af deginum og hafa nemendur undanfarin ár útbúið plaköt sem þau gengu með og dreifðu í fyrirtæki í bænum, útbúið hjörtu sem þau skrifuðu falleg orð á og hengdu á öll hús bæjarins. Hefur þetta mælst vel fyrir í bæjarfélaginu. Að þessu sinni föðmuðu nemendur og starfsfók skólann sinn með því að búa til keðju utan um hann, eldri nemendur í Ólafsvík og yngri nemendur á Hellissandi.
Flokkar: Snæfellsbær

Jólatónleikar í Ólafsvíkurkirkju

Snæfellsbær - Miðv.d., 14/11/2018 - 14:39

Söngkonan Guðrún Árný heldur jólatónleika ásamt barnakór Snæfellsbæjar í Ólafsvíkurkirkju þann 28. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og fæst aðgangur að tónleikum gegn greiðslu miðaverðs upp á 1000.- krónur. Miðasala við innganginn að kvöldi tónleikanna.

Það er menningarnefnd Snæfellsbæjar sem stendur að jólatónleikunum og býður Guðrúnu Árnýju hjartanlega velkomna í bæinn.

The post Jólatónleikar í Ólafsvíkurkirkju appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Jólaþorp í Átthagastofu 1. desember

Snæfellsbær - Miðv.d., 14/11/2018 - 14:04

Menningarnefnd Snæfellsbæjar stendur í fyrsta sinn fyrir Jólaþorpi í Átthagastofu Snæfellsbæjar. Jólaþorpið verður haldið laugardaginn 1. desember frá kl. 13 – 17.

Að sjálfsögðu verður jólastemming í hávegum höfð með lifandi jólatónlist, jólasveinum og hinu víðfræga jólaglöggi Ragnheiðar Víglunds.

Nú þegar hafa veitingarstaðir í bænum boðað komu sína ásamt nokkrum fyrirtækjum og einyrkjum. Eins er stefnt að því að afhending á vegum REKO Vesturland verði á sama tíma í Snæfellsbæ.

Enn eru laus pláss svo ef þú vilt vera með og gera frábæra skemmtun enn betri er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á menningarnefnd@snb.is.

The post Jólaþorp í Átthagastofu 1. desember appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Starfsmaður óskast vegna jólaopnunar í Pakkhúsinu

Snæfellsbær - Þri, 13/11/2018 - 14:44

Snæfellsbær auglýsir eftir starfsmanni yfir jólaopnun Pakkhússins. Starfið er á tímabilinu 1. desember-23. desember. Unnið allar helgar aðventunnar og hverjum degi frá frá 11.-23. desember.

Viðkomandi starfsmaður sér um að selja veitingar og söluvörur, þrif og önnur tilfallandi störf. Viðkomandi getur einnig tekið að sér bakstur fyrir Pakkhúsið en ekki nauðsynlegt.

Umsækjandi þarf að vera 18 ára, hafa góða íslenskukunnáttu og enskukunnátta kostur, þjónustulund og unnið sjálfstætt.

Laun reiknast skv. kjarasamningi SDS og Samband íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Rebekka í síma 433-6929 eða á rebekka@snb.is.

Umsóknarfrestur er til 22. nóvember.

The post Starfsmaður óskast vegna jólaopnunar í Pakkhúsinu appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Samsýning listamanna fyrirhuguð á Snæfellsnesi næsta sumar

Snæfellsbær - mánud., 12/11/2018 - 16:20

Listasýningin Nr. 3 Umhverfing á vegum Akademíu skynjunarinnar er fyrirhuguð á Snæfellsnesi næsta sumar. Sýningin er hluti af röð samsýninga sem settar verða upp víða um land á næstu árum. Sams konar sýningar hafa verið haldnar á Sauðárkróki og Fljótsdalshéraði við góðan orðstír og verður Snæfellsnes þriðji viðkomustaður.

Hugmyndin að baki verkefninu er að setja upp myndlistarsýningar í óhefðbundnum rýmum þar sem ekki er hefð fyrir nútíma myndlistarsýningum. Að sýningunni stendur félagsskapur fjögurra myndlistakvenna sem nefnist Akademía skynjunarinnar og er skipaður af Önnu Eyjólfsdóttir, Ragnhildi Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdísi Öldu Sigurðardóttir.

Það sem sýningarnar eiga allar sameiginlegt er að skipuleggjendur leitast eftir því að fá heimamenn með sér í lið og er því óskað eftir að einstaklingar sem eiga rætur að rekja á Snæfellsnes eða búa þar í dag og hafa áhuga á þátttöku setji sig í samband við skipuleggjendur.

Áhugasamir hafi samband fyrir 15. nóvember með því að senda tölvupóst á academyofthesenses@gmail.com.

The post Samsýning listamanna fyrirhuguð á Snæfellsnesi næsta sumar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Pólland

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 12/11/2018 - 15:56
Í gær var þess minnst að 100 ár voru liðin frá því að Pólland varð sjálfstætt ríki. Í tilefni tímamótanna er flaggað við skólahúsnæði skólans í Ólafsvík og nemendur af pólskum uppruna, sem eru tæplegs 20% nemenda skólans, merktu uppruna sinn inn á landakort af Póllandi.
Flokkar: Snæfellsbær

Piparkökudagurinn!

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 12/11/2018 - 15:42
Hinn árlegi piparkökudagur fyrir 1.-10.bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar verður haldinn laugardaginn 24.nóvember í húsnæði grunnskólans í Ólafsvík og á Hellissandi.Bakað verður frá kl. 9-13.Ekki þarf að skrá sig, heldur mætir hver og einn á þeim tíma og á þann stað sem hann óskar. Piparkökudagurinn er hefðbundinn. Fjölskyldan mætir í skólann með svuntur, kökukefli, piparkökumót, spaða, kökubox og góða skapið.Hver skammtur af kökudeigi kostar 500 kr eins og áður. Boðið er upp á glassúr til að skreyta með og gott er að koma með ofnskúffu til að setja piparkökurnar í á meðan glassúrinn er að þorna.Bekkjarráð sér um að baka kökurnar og aðstoða eftir þörfum.Boðið verður upp á kaffi og djús.Sjáumst öll í jólaskapi!! JForeldrafélag GSNB
Flokkar: Snæfellsbær

Auglýst útboð vegna endurbyggingar á Fróðárheiði

Snæfellsbær - Fim, 08/11/2018 - 14:47

Fyrir síðustu helgi auglýsti Vegagerðin eftir tilboðum í endurbyggingu á 4,8 km leið yfir Fróðárheiði, frá núverandi slitlagsenda við Valavatn að vegamótum við Útnesveg. Snæfellsbæingar hafa beðið eftir þessari framkvæmd síðan árið 1994 svo við getum ekki annað en fagnað því að nú, eftir öll þessi ár, sé loksins að koma bundið slitlag á alla Fróðárheiðina.

Áætlað er að verkinu skuli lokið að fullu eigi síðar en 1. ágúst 2020.

Helstu magntölur verksins:

Bergskeringar 86.000 m3
Fyllingar 105.000 m3
Fláafleygar 55.000 m3
Styrktarlag 19.000 m3
Burðarlag 6.500 m3
Tvöföld klæðning 39.200 m2
Ræsalögn 500 m

Ljósmynd: Guide to Iceland

The post Auglýst útboð vegna endurbyggingar á Fróðárheiði appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Laust starf félagsráðgjafa hjá FSS

Snæfellsbær - Miðv.d., 07/11/2018 - 16:59

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir stöðu félagsráðgjafa lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf.

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Eyja-og Miklaholtshrepps.

Í sveitarfélögunum búa tæplega 3.900 íbúar.

Hjá FSS starfa auk forstöðumanns, skólasálfræðingur, tveir félagsráðgjafar, tveir þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafi, talmeinafræðingur auk starfsfólks dagþjónustu- og hæfingarstöðva og stoðþjónustu sveitarfélaganna.

Umsækjandi skal hafa starfsréttindi félagsráðgjafa.

Verkefni félagsráðgjafa taka til almennrar félags- og skólaþjónustu, barnaverndar og stoðþjónustu sveitarfélaga.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélag Íslands.

Skrifleg umsókn tilgreini  menntun, starfsferil, 1-2  umsagnaraðila ásamt prófskírteinum,  starfsleyfi og sakavottorði berist Sveini Þór Elinbergssyni, forstöðumanni sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um starfið í  síma 430-7800, 861-7802 og  tölvupósti sveinn@fssf.is

 Umsóknarfrestur er til 15. desember

The post Laust starf félagsráðgjafa hjá FSS appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Skapandi skrif

Grunnskóli Snæfellsbæjar - fös, 02/11/2018 - 08:56
Nú á haustdögum fengum við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, rithöfund og teiknara, í heimsókn. Hún var með námskeið um skapandi skrif fyrir nemendur í 3. – 7. bekk. Markmið námskeiðsins var að auka áhuga barna á lestri bóka og ritun. Hún fékk góð viðbrögð frá nemendum og skildi hún eftir hugleiðingar um mikilvægi lesturs fyrir nemendur sem sendar voru til foreldra á þrem tungumálum, þ.e. íslensku, pólsku og ensku.Menntamálastofnun og Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda (SÍUNG) buðu upp á námskeiðið fyrir valda skóla á Vesturlandi.
Flokkar: Snæfellsbær

Sjálfsmat

Grunnskóli Snæfellsbæjar - fös, 02/11/2018 - 08:54
Tilgangurinn með sjálfsmati skóla er fyrst og fremst að vera umbótamiðað, þ.e. greina stöðuna, finna hvað vel er gert og hvað má betur fara, vinna áætlun um úrbætur og hrinda henni í framkvæmd.Skólar geta valið hvaða aðferðum þeir beita í sjálfsmatsvinnunni. Ákveðin viðmið, sem skólum er ætlað að uppfylla í sjálfsmatsvinnunni, eru gefin út á vegum ráðuneytisins svo og leiðbeiningar um sjálfsmat. Til að mat teljist uppfylla viðmið laga þarf það að vera formlegt, altækt, áreiðanlegt, samstarfsmiðað, umbótamiðað, árangursmiðað, stofnana- og einstaklingsmiðað, lýsandi, greinandi og opinbert.Sjálfsmatsskýrslan sem nú lítur dagsins ljós er önnur í röðinni sem byggð er á líkani sem Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga gáfu út árið 2012. Líkanið er kynnt í bæklingnum Viðmið um gæði í skólastarfi fyrir ytra mat á grunnskólum.Í heildina má segja að niðurstöður matsins séu jákvæðar fyrir skólann. Af tíu þáttum sem voru metnir komu fjórir mjög vel út þar sem meðaltalið var yfir fjórum, og flestir eða allir undirþættir þeirra þátta sterkir. Telst það mjög gott verklag sem samræmist fyllilega lýsingu á gæðastarfi. Hinir sex þættirnir hafa fleiri styrkleika en veikleika. Það telst gott verklag og flestir þættir í samræmi við lýsingu á gæðastarfi.Skólinn getur vel við unað en alltaf má gera betur og gera gott starf enn betra. Fram koma þættir þar sem hægt er að gera enn betur og er þeirra getið í umbótaáætluninni.Sjálfsmatsskýrlsuna er hægt að nálgast á heimasíðu skólans.
Flokkar: Snæfellsbær

Læsi og læsistefna

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Fim, 01/11/2018 - 13:11
Lestur og læsi í víðum skilningi þess orð er gríðarlega mikilvæg færni í nútímasamfélagi svo einstaklingar geti verið virkir samfélagsþegnar, geti skilið betur það umhverfi sem þeir lifa og hrærast í. Læsisteymi skólans lauk við samningu læsisstefnu nú í sumar og eru þeim sem komu að þeirri vinnu hér með færðar þakkir fyrir vel unnin störf.Lestur er lykill að ævintýrum lífsins er yfirskrift læsisstefnu Grunnskóla Snæfellsbæjar. Hún vísar til þess að skapa tækifæri fyrir einstaklinginn til þess að hverfa inn í heim ævintýra með lestri góðra bóka og leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Slík upplifun getur haft áhrif á nýsköpun, framfarir og færni í að leita lausna í daglegu lífi. Við leggjum áherslu á að læsi er ekki stök námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Lestrarþjálfun er samstarfsverkefni heimilis og skóla og er grunnur að farsælli lestrarfærni.
Flokkar: Snæfellsbær

Tölvu- og skjáfíkn

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Fim, 01/11/2018 - 12:49
Í byrjun október fengum við við góða heimsókn frá Mikils virði, þær Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur félagsfræðing og Lovísu Maríu Emilsdóttur félagsráðgjafa. Þær voru með námskeið um tölvu- og skjánotkun barna.Byrjuðu þær á því að hitta nemendur í 7.- 10. bekk og ræddu m.a. um þann tíma sem þeir verðu fyrir framan skjái, tölvu- og skjáfíkn, að vera besta útgáfan af sjálfum sér, mikilvægi þess að þeir gerðu sér grein fyrir við hverja þeir væru að spila og að það sem þeir settu á netið væri þar. Þær unnu stutt verkefni með nemendum og svöruðu fyrirspurnum úr sal.Seinna, þennan sama dag, funduðu þær með foreldrum og var góð mæting foreldra. Nálgunin var önnur í þetta sinn. Fjölluðu þær almennt um skjánotkun, hvað væri jákvætt við hana og helstu afleiðingar tölvufíknar (líkamlegar og sálrænar). Þær fengu foreldra til að meta tölvunotkun barna sinna og meta hvort um tölvufíkn væri að ræða hjá þeim. Í framhaldinu bentu þær foreldrum á hagnýt ráð til að takast á við fíknina og semja aðgerðaáætlun. Lýstu þær sig reiðubúnar til að koma aftur og aðstoða einstaka foreldra væri þess óskað.Almenn ánægja var með umfjöllun þeirra meðal foreldra, nemenda og starfsfólks skólans. Umfjöllunin var bæði fræðileg og áhugaverð. Þær náðu vel til fundargesta og gáfu hagnýt ráð um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir fíknina og aðstoða þá sem væru orðnir háðir skjánotkuninni
Flokkar: Snæfellsbær

Rútuferðir á Halloween ball

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 24/10/2018 - 13:07
1. til 4. bekkur getur tekið rútu kl 16:50 frá Hellisandi og til baka 18:20 eða verið sótt af foreldrum þegar ballið er búið kl 18:30.5. til 7. bekkur getur tekið rútu kl 19:00 frá Hellisandi og heim kl 20:30 eftir ball.
Flokkar: Snæfellsbær

Halloween ball

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 24/10/2018 - 13:05
Flokkar: Snæfellsbær

Kvennafrídagur 24. okt

Snæfellsbær - Þri, 23/10/2018 - 12:38

Snæfellsbær styður konur í að taka sér frí frá störfum frá kl. 14:55 á morgun, miðvikudaginn 24. október, mæta á samtöðufund og taka þátt í samstöðu um kröfuna um kjarajafnrétti. Snæfellsbær mun ekki skerða laun hjá þeim konum sem taka sér frí frá vinnu vegna þessa.

Forstöðumenn stofnana eru beðnir um að haga skipulagi starfsins þennan dag á þann hátt að konum sem starfa hjá sveitarfélaginu verði gert kleift að taka þátt í þessum táknræna viðburði.

Þess má geta að Kvenfélag Ólafsvíkur hefur skipulagt hitting í tilefni dagsins. Sjá nánar með því að smella hér.

The post Kvennafrídagur 24. okt appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Fiskiréttakeppni á Northern Wave kvikmyndahátíðinni

Snæfellsbær - Þri, 23/10/2018 - 11:38

Kannt þú að elda frábæran fiskirétt eða fiskisúpu?

Fiskiréttakeppnin er einn vinsælasti og best sótti viðburður Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin verður í Frystiklefanum helgina 26.-28. október næstkomandi.

Fiskiréttakeppnin fer þannig fram að hver keppandi mætir með sinn rétt í Frystiklefann og býður gestum hátíðarinnar að bragða á réttinum. Það eru svo gestir hátíðarinnar sem skera úr um hvaða fiskiréttur þykir bestur.

Keppnin fer fram á laugardagskvöldinu og er opin bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Þátttakendur geta óskað eftir fiskmeti frá skipuleggjendum hátíðarinnar.

Allir þátttakendur í keppninni fá tvö armbönd á hátíðina og flösku af Himbrimi, íslensku gæðagini. Sigurvegari keppninnar fær verðlaunagrip frá Lavaland, gjafabréf á einn af veitingastöðum Hrefnu Sætran og ferð í Buublees á Íslandi.

Skráning á heimasíðu hátíðarinnar

Meðfylgjandi mynd var fengin á Facebook-síðu Frystiklefans og sýnir þátttakendur í fiskiréttakeppninni í fyrra.

The post Fiskiréttakeppni á Northern Wave kvikmyndahátíðinni appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram um helgina

Snæfellsbær - Þri, 23/10/2018 - 11:11

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram í ellefta sinn helgina 26. – 28. október næstkomandi í Frystiklefanum.

Á hátíðinni í ár verða sýndar 60 alþjóðlegar stuttmyndir, hvort tveggja rjómi nýrra íslenskra stuttmynda og það besta sem gerist erlendis í stuttmyndagerð. Á dagskrá er fjöldi verðlaunamynda og mynda sem hlotið hafa mikið lof á virtum hátíðum á borð við Cannes, Sundance og Tribeca Film Festival.

Á ári hverju tilnefnir hátíðin, í samstarfi við Albumm.is, íslensk tónlistarmyndbönd til verðlauna. Í ár var mikil gróska í tónlistarmyndbandagerð og eru 20 tónlistarmyndbönd tilnefnd, þar af 11 sem leikstýrð voru af konum. Tónlistarmönnum myndbandanna hefur verið boðið að spila fyrir gesti hátíðarinnar og nú þegar hafa KiraKira, MIMRA og Hafdís Bjarnadóttir tilkynnt að þær ætli að fylga sínum tónlistarmyndböndum eftir með tónleikum.

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er stundum kölluð “the first lady of Sci fi”, en það er engin önnur en Gale Anne Hurd, framleiðandi í Hollywood​ og eigandi Valhalla Entertainment. Gale var m.a. meðhöfundur og framleiðandi hinnar goðsagnakenndu Terminator, auk þess sem hún hefur komið að framleiðslu á kvikmyndunum Aliens, Hulk og Armageddon og sjónvarpsþáttunum The Walking Dead. Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem situr í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Ottó Geir Borg handritshöfundi og Nanna Frank Rasmussen frá Jyllands Posten í Danmörku, mun stýra spjalli við Gale um feril hennar.

Hátíðin skipuleggur að auki, í samstarfi við Wift og bandaríska sendiráðið, sérstaka sýningu á heimildarmyndinni Mankiller frá 2017 sem Gale framleiddi og fjallar um baráttu fyrsta Cherokee-kvenhöfðingjans í Bandaríkjunum, Wilma Mankiller, fyrir auknum réttindum indjána. Myndin verður sýnd samtímis í Frystiklefanum á Rifi og í Bíó Paradís, sunnudaginn 28. október klukkan 20.00.

Umfjöllun Mannlífs um hátíðina í ár

Meðfylgjandi mynd var fengin af Facebook-síðu Frystiklefans. Á henni má sjá Eddu Björgvins ræða við gesti hátíðarinnar í fyrra.

The post Kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram um helgina appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Snæfellsbær