Snæfellsbær

Námskeið um tölvu- og skjánotkun barna

Grunnskóli Snæfellsbæjar - 2 klukkutímar 43 mín síðan
Til stendur að bjóða upp á námskeið um tölvu- og skjánotkun barna, ef næg þátttaka fæst.Þeir sem hyggjast mæta/taka þátt vinsamlega skrái sig hér, fyrir föstudaginn 20.09.https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSemfFdDe18L6h6hEaGEQNVGwuCj1MMHp83Tvt69GE6ZeP46YQ/viewform?usp=pp_urlNámskeiðið yrði þriðjudaginn 2. október frá kl 17:00 – 19:00.Það verður foreldrum að kostnaðarlausu hér í Snæfellsbæ.Kennarar námskeiðisins eru: Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og ráðgjafi hjá Mikils virði, og Lovísa María Emilsdóttir, félagsráðgjafi, MA og ráðgjafi hjá Mikils virði.Námskeiðið er sniðið að foreldrum og öðrum sem koma að málefnum ungmenna og vilja fræðast um einkenni óheilbrigðrar tölvu- og skjánotkunar þeirra og læra aðferðir til að sporna gegn henni. Spurningarnar sem við byrjum með eru eftirfarandi:Ert þú við stjórn á þínu heimili, eða vilt þú fá betri yfirsýn þegar kemur að skjá- eða tölvunotkun barnsins þíns?Vilt þú vita hvað eru heilbrigð viðmið og fá verkfæri til að stuðla að hóflegri skjá- og tölvunotkun barnsins þíns?Vilt þú læra leiðir til að takast á við vanda tengdan skjá- og tölvunotkun barnsins þíns?Ef þessar spurningar vekja athygli þína þá er þetta námskeið mjög líklega eitthvað fyrir þig.Rannsóknir benda til þess að óhófleg skjánotkun barna og unglinga geti haft alvarlegar afleiðingar eins og þessar:Barnið eyðir stórum hluta af frítíma sínum við skjá.Barnið kýs tölvuleiki fram yfir samverustundir með fjölskyldu og vinum.Barnið segir ósatt um þann tíma sem það hefur verið í tölvunni og laumast til að fara í hana.Minnkaður áhugi hjá barninu á öðrum tómstundum og íþróttum.Barnið á erfitt með að fara eftir reglum heimilisins um tölvutíma.Barnið getur orðið dapurt og pirrað þegar það er ekki í tölvunni.Svefntruflanir
Flokkar: Snæfellsbær

Námskeið um tölvu- og skjánotkun barna

Snæfellsbær - 7 klukkutímar 53 mín síðan

Þann 2. október næstkomandi er fyrirhugað að bjóða upp á námskeið í Grunnskóla Snæfellsbæjar um tölvu- og skjánotkun barna. Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra og aðra sem koma að málefnum ungmenna og vilja fræðast um einkenni óheilbrigðrar tölvu- og skjánotkunar og læra aðferðir til að sporna gegn henni.

Kennarar námskeiðisins eru þær Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og ráðgjafi hjá Mikils virði, og Lovísa María Emilsdóttir, félagsráðgjafi, MA og ráðgjafi hjá Mikils virði.

Við vekjum athygli á því að fáist næg þátttaka á námskeiðið verður það foreldrum að kostnaðarlausu hér í Snæfellsbæ. Almennt verð á námskeiðið er 9900 krónur.

Þeir sem hyggjast mæta/taka þátt eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á meðfylgjandi skjal fyrir föstudaginn 20. september. Skráning á námskeið.

Nánar má lesa um námskeiðið á heimasíðu Mikils virði. Smella hér.

The post Námskeið um tölvu- og skjánotkun barna appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Ofnæmi / óþol

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 17/09/2018 - 13:12
Talið er að um það bil 5-8 % barna séu með ofnæmi eða óþol fyrir einni eða fleiri fæðutegundum. Mörg þeirra vaxa frá ofnæminu og því eru um það bil 2-3 % fullorðinna með ofnæmi eða óþol.Nemendur með fæðuofnæmi eða fæðuóþol eiga kost á máltíðum í skólamötuneytum skólans sem innihalda ekki þau efni sem þeir eru með óþol eða ofnæmi fyrir.Hafi nemendur ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma því á framfæri með vottorði á skrifstofu skólans og foreldrar fylli út eyðublað þar um.
Flokkar: Snæfellsbær

Skólastarfið

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 17/09/2018 - 13:05
Skólastarfið fer mjög vel af stað, nemendur og starfsfólk vel stemmd til að takast á við verkefni sem bíða þeirra. Kynningarfundir eru búnir, og var mjög misjöfn mæting á þá, en þegar á heildina er litið var vel mætt.Í upphafi nýs skólaárs vil ég hvetja nemendur til að koma sér upp góðum og heilbrigðum venjum sem markist af því að gera alltaf sitt besta og hafa gaman af þeim verkefnum sem þeir glíma við hverju sinni. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigt líferni, svo sem nægur svefn, góð hreyfing, hollt mataræði, góð tengsl við vini og vandamenn geta skipt sköpum svo manni líði vel og nái að blómstra. Sálfræðingar og heimspekingar hafa á síðastliðnum áratugum sýnt fram á að fólk sem kann að meta það góða í lífi sínu er hamingjusamara og verður síður leitt. Það er hægt að þjálfa og tileinka sér þakklæti með því að meta fólkið í kringum sig og það sem við höfum nú þegar í höndunum.
Flokkar: Snæfellsbær

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Snæfellsbæ

Snæfellsbær - Miðv.d., 12/09/2018 - 15:49

Atvinnuráðgjafi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður með skipulagða viðtalstíma í ráðhúsi Snæfellsbæjar fjórða miðvikudag í hverjum mánuði í allan vetur utan desembermánaðar.

Atvinnuráðgjafi SSV í Snæfellsbæ er Margrét Björk Björnsdóttir og verða viðtalstímar sem hér segir:

26. september 2018 kl. 13:00 – 15:00.

24. október 2018 kl. 13:00 – 15:00.

28. nóvember 2018 kl. 13:00 – 15:00.

23. janúar 2019 kl. 13:00 – 15:00.

27. febrúar 2019 kl. 13:00 – 15:00.

27. mars 2019 kl. 13:00 – 15:00.

24. apríl 2019 kl. 13:00 – 15:00.

22. maí 2019 kl. 13:00 – 15:00.

 

The post Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Snæfellsbæ appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Alheimshreinsun 15. september

Snæfellsbær - Miðv.d., 12/09/2018 - 13:53

Þann 15. september verður haldinn í fyrsta skipti Alheimshreinsunardagurinn sem leggur áherslu á að allir íbúar þessarar jarðar nýti daginn til þess að hreinsa sitt umhverfi. Landvernd, Blái herinn, Plastlaus september, JCI Ísland og plokkarahreyfingin sjá um undirbúning alheimshreinsunar á Íslandi, en þennan dag munu tugmilljónir sjálfboðaliða í 150 löndum taka höndum saman og hreinsa umhverfi sitt um allan heim í nafni átaksins Let´s Do It! World.

Snæfellsbær vill hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna, fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og leggja sitt að mörkum í mikilvægu og verðugu verkefni með því að minnka rusl og draga úr notkun einnota plastumbúða. Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað.

Hópar, einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að og skipuleggja eigin hreinsun og skrá hana hana á vefsíðu Hreinsum Ísland, þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um verkefnið.

The post Alheimshreinsun 15. september appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

Snæfellsbær - Miðv.d., 12/09/2018 - 13:38

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Nánari upplýsingar í síma 433-2310 eða senda fyrirspurn á netfangið: uppbyggingarsjodur@ssv.is

Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 2. október 2018.

The post Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Mánudaginn 17. september, fáum við góða gesti

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 10/09/2018 - 21:48
Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson munu koma og halda kynskipta fyrirlestra þar sem þau fara m.a. yfir hugtakið sjálfsmynd, hvernig nemendur geta lært að þekkja sína eigin sjálfsmynd og svo leggja þau til leiðir til þess að fyrirbyggja að sjálfsmyndin þróisti neikvæða átt.Kristín og Bjarni eru bæði sálfræðimenntuð og byggja fræðsluna sína á bókum sem þau hafa skrifað um efnið ætlað unglingum. Kristín hefur skrifað bækurnar Stelpur (2010), Stelpur A-Ö (2011), Stelpur geta allt (2012), Strákar (2013), Stelpur 10 skref að sterkari sjálfsmynd (2015) og Sterkar Stelpur (2017). Bjarni hefur skrifað bækurnar Strákar (2013) og Öflugir strákar (2016) en frá honum er væntanleg ný bók um jólin.Að loknum nemendafyrirlestrum haldur Kristín erindi fyrir foreldra og fagfólk þar sem hún fer yfir góð ráð til þess að fylgja fyrirlestrunum eftir. Sá fyrirlestur hefst kl. 18:00 og verður í skólanum í Ólafsvík
Flokkar: Snæfellsbær

Sumarlestur

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 10/09/2018 - 08:51
Í sumar stóðu Grunnskóli Snæfellsbæjar og Bókasafn Snæfellsbæjar fyrir sumarlestri þar sem nemendur voru hvattir til lesturs yfir sumarið. Þetta er þriðja árið sem þessir aðilar standa sameiginlega fyrir sumarlestri. Þátttakan var svipuð og í fyrra, rúmir 30 nemendur tóku þátt. Rétt er að þakka þeim foreldrum fyrir að halda lestri að börnum sínum sem það gerðu. Nemendur þurftu að skrá í lestrarpésa stutta umsögn um bækur sem þeir lásu og skila inn í lok ágúst. Tveir nemendur voru dregnir úr hópi þeirra sem skiluðu lestrarpésunum, Arnar Valur Matthíasson úr yngri deild (1.-5. bekk) og Sesselja Lára Hannesdóttir úr eldri deild (6.-10. bekk). Fengu þau iPada í verðlaun.Það er gríðarlega mikilvægt að nemendur lesi í fríum, s.s. jóla-, páska- og sumarfríum. Rannsóknir sýna að það taki þá nemendur sem ekki lesa yfir sumarið langan tíma að komast á sama stað og þeir voru um vorið í lestri á meðan þeir sem lesa yfir sumarið taka góðum framförum.
Flokkar: Snæfellsbær

Heimgreiðslur til foreldra

Snæfellsbær - fös, 07/09/2018 - 16:00

Snæfellsbær vill minna foreldra ungbarna á að frá árinu 2016 hefur verið hægt að sækja um heimgreiðslur til sveitarfélagsins. Með þeim greiðir Snæfellsbær tiltekna upphæð beint til foreldra barna eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær innritun á leikskóla Snæfellsbæjar, oftast við tólf mánaða aldur.

Til að sækja um heimgreiðslur þarf að fylla út meðfylgjandi umsóknir og skila þeim í afgreiðslu Ráðhúss Snæfellsbæjar.

Viðhengi:

Umsókn um vistun í leikskóla Snæfellsbæjar
Umsókn um heimgreiðslur

The post Heimgreiðslur til foreldra appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Bókasafnsdagurinn

Grunnskóli Snæfellsbæjar - fös, 07/09/2018 - 08:43
Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur árlega þann 8. september. Markmið bókasafnsdagsins er tvíþætt; annars vegar að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í lýðræðissamfélagi og hins vegar að vera hátíðisdagur starfsmanna safnanna. Bókasafnsdagurinn í ár er tileinkaður vísindum af öllum toga.
Flokkar: Snæfellsbær

Réttir í Snæfellsbæ haustið 2018

Snæfellsbær - Þri, 04/09/2018 - 16:58

Skv. upplýsingum frá landbúnaðar- og fjallskilanefnd Snæfellsbæjar verður réttað í Snæfellsbæ eins og fram kemur hér að neðan:

Réttað verður laugardaginn 15. september 2018: 
1) Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæfellsbæ 
2) Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi, Snæfellsbæ 
3) Hellnarétt í Breiðuvík, Snæfellsbæ

Réttað verður laugardaginn 22. september 2018: 
5) Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæfellsbæ 
6) Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæfellsbæ 
7) Grafarrétt í Breiðuvík, Snæfellsbæ

Fjallskilaboð hafa þegar verið send út.

 

The post Réttir í Snæfellsbæ haustið 2018 appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Bæjarstjórnarfundur 6. september

Snæfellsbær - Þri, 04/09/2018 - 16:50

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 6. september n.k. Fundurinn hefst kl. 16:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar.

Smella hér til að sjá dagskrá fundar.

 

The post Bæjarstjórnarfundur 6. september appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Lýðheilsugöngur í Snæfellsbæ

Snæfellsbær - Þri, 04/09/2018 - 13:34

Snæfellsbær stendur fyrir lýðheilsugöngum á miðvikudögum í september í samstarfi við Lýðheilsufélag Íslands. Göngurnar, sem eru fjölskylduvænar og henta öllum aldurshópum, hefjast kl. 18:00 og taka u.þ.b. 60-90 mínútur. Tilgangur þeirra er að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Lögð er áhersla á náttúru, vellíðan, sögu og vináttu.

Í Snæfellsbæ verður dagskráin á þessa leið:

Miðvikudagurinn 5. september kl. 18:00

Lagt af stað frá íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Gengið upp í Ennið og farið brúnirnar. Komið niður í Krókabrekku. Leiðsögumaður er Árni Guðjón.

Miðvikudagur 12. sept kl. 18:00

Göngugarpar hittast við íþróttahús Snæfellsbæjar, safnast saman í bíla og aka út á Hellissand. Lagt af stað í göngu frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl. 18:10 og gengið út í Krossavík.

Miðvikudaginn 19. sept kl. 18:00

Lagt af stað frá íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Gengið upp í skógræktargirðingu.

Miðvikudaginn 26. sept kl. 18:00

Göngugarpar hittast við íþróttahús Snæfellsbæjar, safnast í bíla og aka út að Svöðufossi. Gengið verður upp fyrir fossinn.

 

The post Lýðheilsugöngur í Snæfellsbæ appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Skólakór Snæfellsbæjar

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 03/09/2018 - 08:53
Kóræfingar verða á MÁNUDÖGUM kl. 13:50 til 14:20 á Hellissandi fyrir nemendur í 2.-4. bekk og kl. 14:30 til 15:10 fyrir nemendur í 4.-10. bekk í Ólafsvík.Þar sem 4. bekkur er í Ólafsvík þetta skólaárið þá geta nemendur bekkjarins valið um það hvort þau eru í kór með 2. og 3. bekk á Hellissandi eða í kór með 5. – 10. bekk í Ólafsvík. Ef þau kjósa að fara út á Hellissand þá taka þau rútuna þangað að lokninni kennslu en ef þau vilja vera í Ólafsvík þá bíða þau til kl. 14:30 á bókasafninu í Ólafsvík.Kórinn kemur fram við ýmis tækifæri s.s. Æskulýðsmessur, Aðventuhátiðir og við höldum einnig sjálfstæða tónleika og förum í kórferðalag um vorið.Allir nemendur í 2. – 10. bekk eru velkomnir í skólakórinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Ekki þarf að greiða fyrir þátttökuVið hlökkum til að sjá sem flest mæta í kórinn.
Flokkar: Snæfellsbær

Upplýsinga- og samráðsfundur um endurheimt votlendis

Snæfellsbær - fös, 24/08/2018 - 11:56

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til fundar í félagsheimilinu Breiðabliki fimmtudagskvöldið 30. ágúst kl. 20.30 þar sem fjallað verður um endurheimt votlendis. Rætt verður um málefnið út frá vísindalegri þekkingu, verklegum framkvæmdum, regluramma og sjónarhóli bænda.

Fundurinn er opinn og því allir velkomnir. Þó er því beint sérstaklega til landeigenda, bænda og bæjar- og sveitarstjórnenda og annarra hlutaðeigandi að mæta. Umræður verða vonandi líflegar.

Dagskrá fundar:

Loftlagsmál, endurheimt votlendis og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes.
Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri Svæðisgarðsins.

Vísindin á bak við endurheimt votlendis.
Dr. Hlynur Óskarsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hvernig er votlendi endurheimt?
Sunna Áskelsdóttir og Iðunn Hauksdóttir, sérfræðingar Landgræðslunnar

Reglur og lög um framræsingu lands.
Árni Bragason, landgræðslustjóri.

Kaffihlé.

Sauðfjárbændur og loftlagsmál.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.

Hlutverk Votlendissjóðsins fyrir landeigendur.
Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins.

Umræður.

Meðfylgjandi mynd: Facebook síða Votlendis

The post Upplýsinga- og samráðsfundur um endurheimt votlendis appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Lokanir á vegum 24. ágúst vegna Íslandsmótsins í rallý

Snæfellsbær - Fim, 23/08/2018 - 09:23

Fjórða umferð Íslandsmótsins í rallý fer fram á suðvestur- og vesturhluta landsins dagana 23.-25. ágúst n.k. og fer annar keppnisdagur að miklu leyti fram í Snæfellsbæ. Keppnum af þessu tagi fylgja lokanir fyrir almenna umferð á keppnisleiðum og er fólk beðið að virða lokanir af öryggisástæðum.

Föstudaginn 24. ágúst n.k. verður ekið um Jökulháls og Eysteinsdal og almenn umferð óheimil á þessum slóðum á milli 10:00 og 14:30. Sama dag verður ekið um Berserkjahraun í Helgafellssveit og lokað fyrir almenna umferð frá 14:00 – 18:00.

Nánari upplýsingar um keppnisleiðir og tímasetningar má finna á vef Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.  Starfsfólk keppninnar vill koma því á framfæri að lokanir eru gerðar í samráði við yfirvöld og landeigendur. Þá má geta þess að keppnisbílar verða til sýnis og skoðunar við söluskála Ó.K. skömmu fyrir hádegi og aftur um tvöleytið.

Til upplýsingar birtum við hér tímasetningar allra lokana á vegum vegna mótsins:

23. ágúst

Hvaleyrarvatn: 15:30 – 17:30
Djúpavatn: 16:15 – 18:30
Kvartmílubrautin: 18:30 – 21:00

24. ágúst

Jökulháls: 10:00 – 14:30
Eysteinsdalur: 10:00 – 14:30
Berserkjahraun: 14:00 – 18:00
Skíðsholt: 16:00 – 18:30

25. ágúst

Kaldidalur: 08:00 – 11:00
Skjaldbreiðarvegur: 09:00 – 14:00
Tröllháls: 12:30 – 15:00
Djúpavatn: 14:00 – 16:30

 

The post Lokanir á vegum 24. ágúst vegna Íslandsmótsins í rallý appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Skólasetning Grunnskóla Snæfellsbæjar

Snæfellsbær - Þri, 21/08/2018 - 16:30

Grunnskóli Snæfellsbæjar verður settur á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst.

Fer skólasetning fram í sölum starfstöðvanna áður en nemendur hitta umsjónarkennara sína. Foreldrar og velunnarar skólans eru boðnir velkomnir.

Nemendur mæta sem hér segir:

Nemendur í 4. – 7. bekk mæta kl. 10:00 í Ólafsvík.
Skólabíll fer frá Hellissandi kl. 9:40.

Nemendur í 8. – 10. bekk mæta kl. 11:00 í Ólafsvík.
Skólabíll fer frá Hellissandi kl. 10:40.

Nemendur í 2. og 3. bekk mæta kl. 12:00 á Hellissandi.
Skólabíll fer frá Ólafsvík kl. 11:40.

Allir nemendur á Lýsu mæta kl. 14:00.
Þeir sem vilja nýta skólabíla hafi samband við skólabílstjóra.

Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar, norðan heiðar, verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara sinna barna þriðjudaginn 21. ágúst og miðvikudaginn 22. ágúst.

Skóli hefst síðan samkvæmt stundarskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Nemendur og forráðamenn geta nálgast stundatöflur inn á Mentor.

Meðfylgjandi mynd var tekin af útskriftarnemum við skólaslit síðasta vetrar. Hægt er að smella á myndina til að sjá hana í betri upplausn.

 

The post Skólasetning Grunnskóla Snæfellsbæjar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Laust starf í leikskólanum Krílakoti

Snæfellsbær - fös, 17/08/2018 - 14:44

Leikskóli Snæfellsbæjar óskar eftir starfsmanni til ræstingar í Krílakoti.

Um er að ræða 91% starf. Vinnutími frá 8:00 – 15:00. Starfið felur í sér þrif í leikskólanum og þvotta. Starfið krefst þrifnaðar, sjálfstæðis og skipulagningar.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningum SDS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingigerður Stefánsdóttir, leikskólastjóri.

Hægt er að skila umsóknum til hennar í netfangið leikskolar@snb.is. Vinsamlegast tilgreinið nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og fyrri störf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Vinsamlega athugið að í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir í 3. mgr. 6. gr:  „Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningar­laga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild leikskólastjóra til að afla upplýs­inga úr sakaskrá.

The post Laust starf í leikskólanum Krílakoti appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Snæfellsbær