Snæfellsbær

Velferðarstefna Vesturlands

Snæfellsbær - Þri, 22/01/2019 - 15:04

Velferðarstefna Vesturlands liggur nú til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi og hjá öðrum hagsmunaaðilum með umsagnarfresti til 15. febrúar næstkomandi. Velferðarstefnan var kynnt á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar þann 10. janúar síðastliðinn og verður afgreidd á fundi bæjarráðs eða bæjarstjórnar undir lok janúarmánaðar.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér stefnuna og skila áliti sínu fyrir mánaðarmót með því að senda tölvupóst á snb@snb.is.

The post Velferðarstefna Vesturlands appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Frístundastyrkur / Dotacja do hobby

Snæfellsbær - Þri, 22/01/2019 - 13:37

Rada miejska Snæfellsbær zatwierdziła na ostatnim posiedzeniu zeszłego roku wprowadzenie dotacji do hobby od 2019 r. Dotacja wynosi 20 000 kr. rocznie. Jest ona przeznaczona na obniżenie kosztów związanych z udziałem w zorganizowanych zajęciach sportowych i innych hobby dla dzieci oraz młodzieży w wieku od 5 do 18 lat.

Celem dotacji do hobby jest zachęcenie dzieci i młodzieży do udziału w zorganizowanej działalności rekreacyjnej w Snæfellsbær i umożliwienie im tego, niezależnie od warunków ekonomicznych i społecznych.

Nie jest tu mowa o bezpośrednich wypłatach dla opiekunów, lecz mają oni prawo do dysponowania określoną kwotą na obniżenie poniesionych kosztów za dane zajęcia.

Realizacja zwrotu dotacji na hobby jest wciąż w toku. Rodzice proszeni są o uiszczenie opłaty za dane zajęcia i złożenie wniosku o refundację w wysokości dotacji u sekretarki w Urzędzie Miasta.

Więcej informacji można uzyskać od Lilja Ólafardóttir, sekretarki Urzędu Miasta, tel. 433 6900 lub mailem lilja@snb.is.

The post Frístundastyrkur / Dotacja do hobby appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Hafnarstarfsmaður óskast til afleysinga

Snæfellsbær - mánud., 21/01/2019 - 10:01

Hafnir Snæfellsbæjar auglýsa eftir hafnarstarfsmanni til afleysinga við Rifshöfn. Viðkomandi mun einnig þurfa að vinna við aðrar hafnir Snæfellsbæjar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Dala- og Snæfellssýslu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2019 og skulu umsóknir berast til hafnarstjóra.

Nánari upplýsingar gefur hafnarstjóri í síma 433 6922, 863 1153 og í netfanginu bjorn@snb.is.

The post Hafnarstarfsmaður óskast til afleysinga appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Grænfáni

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 21/01/2019 - 10:00
Grunnskóli Snæfellsbæjar hefur verið þátttakandi í Grænfánaverkefninu til fjölda ára. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem menntar nemendur víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Skólar sem uppfylla viðmið verkefnisins fá afhentan Grænfána til tveggja ára í senn en Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir umhverfismenntun í skólum.Þannig flaggaði starfstöðin okkar í Lýsuhólsskóla fána í áttunda sinn en við fengum fánann afhentan 24. nóvember síðastliðinn.Grænfánverkefnið, á starfstöðvunum okkar norðan Heiðar eru í umsóknarferli og er stefnt að því flagga Grænfána þar í vor, þá í sjötta skiptið.Það eru umhverfisnefndir starfandi sem halda verkefninu lifandi. Allir úr skólasamfélaginu eiga sína fulltrúa í nefndinni, þ.e. nemendur, kennarar, almennt starfsfólk, stjórnendur og foreldra. Okkur vantar fulltrúa foreldra í nefndina. Áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við skólastjóra.
Flokkar: Snæfellsbær

Menningin þrífst í Snæfellsbæ

Snæfellsbær - fös, 18/01/2019 - 15:57

Sigrún Ólafsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar, Kári Viðarsson, listamaður með meiru, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, við undirritun samningsins í Ráðhúsi Snæfellsbæjar í dag.

Í dag gerðu Snæfellsbær og Frystiklefinn með sér samstarfssamning til fjögurra ára sem byggir á því að Snæfellsbær greiðir Frystiklefanum fasta árlega upphæð sem nýtast skal til ýmissa viðburða og auðga þannig menninglíf og bæta lífsgæði íbúa Snæfellsbæjar.

Báðir aðilar samningsins vilja með þessu styrkja stoðir í því mikilvæga menningarstarfi sem unnið er í Frystiklefanum og ber hann um leið vott um það traust sem bæjarstjórn Snæfellsbæjar ber til Kára og starfsmanna Frystiklefans.

Þess má geta að nýtt verk sem hefur verið í þróun í Frystiklefanum undanfarið hálft ár hlaut í síðustu viku verkefnastyrk og starfslaun úr launasjóði listamanna fyrir árið 2019. Er þetta í annað skipti sem Frystiklefinn hlýtur slíkan heiður, en í fyrra skiptið var það vegna söngleiksins Journey to the Centre of the Earth sem var sýndur 70 sinnum yfir tveggja ára tímabil.

Innifalið í samning: 

Samningurinn felur í sér að Frystiklefinn haldi alþjóðlegar hátíðir á sviði kvikmynda-, tónlistar- og götulistaverka sem íbúar Snæfellsbæjar geta sótt sér að kostnaðarlausu. Um er að ræða kvikmyndahátíðina Northern Wave Film Festival, tónlistarhátíðina Tene-Rif og götulistahátíðina Snæfellsbær Street Art Festival.

Á samningtímanum fá nemendur í 8. – 10. bekk í grunnskóla Snæfellsbæjar ársmiða sem gildir á alla viðburði Frystiklefans og er liður í því að virkja unglinga og hvetja til þátttöku í menningarlífi bæjarins.

Á samningstímanum verða fjölbreytt námskeið í Frystiklefanum fyrir börn í 1. – 10. bekk með faglærðum leikurum og dönsurum sem hafa það að markmiði að auka leikgleði, samhæfingu, sköpunargleði og sjálfstraust. Námskeið standa nemendum til boða þeim að kostnaðarlausu.

Á samningstímanum sinnir Frystiklefinn einnig verkefnum með elstu og yngstu íbúum Snæfellsbæjar, m.a. í gegnum viðburði og námskeið á leikskóla Snæfellsbæjar og dvalarheimilinu Jaðri og þá heimsækir Frystiklefinn einnig Smiðjuna, dagþjónustu og vinnustofu fyrir fólk með skerta starfsgetu, með það að leiðarljósi að styrkja vináttubönd og auka þátttöku í menningarlífi bæjarins.

 

The post Menningin þrífst í Snæfellsbæ appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Snæfellsk fyrirtæki áberandi á Mannamótum

Snæfellsbær - fös, 18/01/2019 - 12:14

Mannamót, árleg ferðasýning sem Markaðsstofur landshlutanna halda í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, fór fram í Kórnum í Kópavogi í gær. Markmið Mannamóta er að veita ferðaþjónustuaðilum á landsbyggðinni vettvang til að kynna þjónustu sína og vöruframboð fyrir ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu og koma á fundum fagaðila í greininni.

Mannamót eru ætíð vel sótt af ferðaþjónustufyrirtækjum frá Vesturlandi, en rúmlega fjörutíu vestlensk fyrirtæki voru í Kórnum í gær. Tæpur helmingur þeirra kom frá Snæfellsnesi og sjö úr Snæfellsbæ. Mikill samhugur var í snæfellskum ferðaþjónum fyrir sýninguna og ákveðið var í undirbúningi hennar að snæfellsk fyrirtæki kæmu fram undir sameiginlegum formerkjum til að undirstrika þá grósku sem er að finna á svæðinu og koma þeim skilaboðum áleiðis að hér sé hægt að dvelja allt árið um kring. Má segja að Snæfellsnes hafi vakið mikla athygli gesta og ferðaskipuleggjenda og höfðu ófáir á orði að svæðið hefði með þessu sameiginlega kynningarátaki verið hvað mest áberandi af landshlutunum öllum og „sigurvegarar dagsins,“ eins og góður hópur manna að norðan vildi meina.

Snæfellsk fyrirtæki á Mannamótum:

Sjávarpakkhúsið, Sæferðir, Ocean Adventures, Sker restaurant, Bjarnarhöfn, Frystiklefinn, Langaholt, Rjúkandi, Norska húsið, Sagnaseiður, Söðulsholt, Go West, Narfeyrarstofa, Summit Adventure Guides, Hjá Góðu fólki, Stóri Kambur, Snæfellsnes Excursions, Sjóminjasafnið á Hellissandi, Lúðvík Karlsson, Fosshótel Stykkishólmi og Kontiki Kayaking.

The post Snæfellsk fyrirtæki áberandi á Mannamótum appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Breyting deiliskipulags frístundahúsa á Hellnum

Snæfellsbær - Þri, 15/01/2019 - 10:56

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 3. maí 2018 að auglýsa tillögu að breyttu deililiskipulagi frístundahúsa á Hellnum, Snæfellsbæ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gerð var breyting árið 2015 vegna vegslóða sem lagður var að Nesi sem öðlaðist ekki gildi. Því er unnið að frágangi hennar nú. Breytingin er fólgin í að breyta lóðarmörkum Þórdísarflatar, Bálhóls og Búðarbrunns að vegslóðanum og þar verður kvöð um aðkomu að Nesi. Auk þess er afmörkun byggingarreita breytt á Búðarbrunni og Bálhóli.

Tillagan mun liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, á opnunartíma frá og með 10. janúar 2019 til og með 21. febrúar 2019.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 21. febrúar 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is.

The post Breyting deiliskipulags frístundahúsa á Hellnum appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Breyting deiliskipulags Hellisvalla á Hellnum

Snæfellsbær - Þri, 15/01/2019 - 10:49

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 8. nóvember 2018 að auglýsa tillögu að breyttu deililiskipulagi Hellisvalla á Hellnum, Snæfellsbæ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Árið 2011 var sótt um breytingu á deiliskipulaginu og gert ráð fyrir að fjölga um 8 lóðir í þyrpingunni. Í fyrsta áfanga voru 17 lóðir á svæðinu, en aðeins ein þeirra er óbyggð og áhugi er á frekari uppbyggingu. Tillagan frá 2011 var samþykkt með fyrirvara um vatnsöflun, svo auglýsingu tillögunnar var frestað. Bæjaryfirvöld Snæfellsbæjar hyggjast koma að vatnsveitumálum á Hellnum og því er tillagan tekin til afgreiðslu nú.

Tillagan mun liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, á opnunartíma frá og með 10. janúar 2019 til og með 21. febrúar 2019.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 21. febrúar 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is

The post Breyting deiliskipulags Hellisvalla á Hellnum appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Sorphirða á Hellissandi og Rifi tefst vegna veðurs

Snæfellsbær - Þri, 15/01/2019 - 10:26

Sorphirða á Hellissandi og Rifi tefst um einn dag samkvæmt tilkynningu frá Gámaþjónustunni. Áætlað var að rusl skyldi hirt í dag. Það verður gert á morgun, miðvikudaginn 16. janúar. Ástæðan er slæmt veður.

Þá verður Gámastöðin einnig lokuð í dag. Verður næst opin á fimmtudag frá kl. 11:00 – 15:00.

The post Sorphirða á Hellissandi og Rifi tefst vegna veðurs appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Vesturland valið vetraráfangastaður Evrópu

Snæfellsbær - mánud., 14/01/2019 - 12:57
Annað árið í röð hlýtur Vesturland viðurkenningu í tímaritinu Luxury Travel Guide. Árið 2017 var það valið sem myndrænasti áfangastaður Evrópu og árið 2018 sem vetraráfangastaður Evrópu.    Luxury Travel Guide valdi Vesturland ,,Winter Destination of Europe” 2018. Luxury Travel Guide sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira en blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. Vesturland var valið vegna mikillar náttúrufegurðar og þá sérstaklega heillandi yfir vetrarmánuðina. 

Í grein Luxury Travel Guide er stiklað á stóru yfir það sem er að finna á Vesturlandi og þar kemur paradísin Snæfellsnes að sjálfsögðu við sögu með sínar „töfrandi hraunbreiður, eldgíga og litlu fiskiþorpin“ eins og segir í blaðinu.

Nánar má lesa um málið hjá Markaðsstofu Vesturlands.

The post Vesturland valið vetraráfangastaður Evrópu appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – kynning á sjóðnum

Snæfellsbær - mánud., 14/01/2019 - 09:54

Ráðgjafar á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með kynningu á Uppbyggingarsjóði Vesturlands á næstu dögum þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um gerð umsókna, styrkhæfni verkefna o.fl.  Viðvera verður á eftirtöldum stöðum:

 •  Stykkishólmur, mánudaginn 14. janúar kl.10.00-12.00 í ráðhúsinu í Stykkishólmi.
 •  Grundarfjörður, mánudaginn 14. janúar kl.13.00-15.00 í ráðhúsinu í Grundarfirði.
 •  Ólafsvík, mánudaginn 14. janúar kl.16.00-18.00 í Átthagastofu í Ólafsvík
 •  Búðardalur, þriðjudaginn 15. janúar kl.13.00-15.00 í ráðhúsinu í Búðardal
 •  Akranesi, þriðjudaginn 15. janúar kl.10.00-13.00 í Landsbankahúsinu við Akratorg 2. hæð
 •  Hvalfjarðarsveit, þriðjudaginn 15. janúar kl.13.15-15.00 í ráðhúsinu á Hagamel
 •  Borgarnesi, miðvikudaginn 16. janúar kl.10.00-12.00 á skrifstofu SSV að Bjarnabraut 8

Að þessu sinni verða veittir styrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar í atvinnulífi, menningarmála og stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála.

 Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, en umsóknarfrestur rennur út 20. janúar n.k.

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi http://ssv.is/ má nálgast ýmsar upplýsingar og þar er einnig að finna umsóknarformið http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands/.  Notaður er íslykill til innskráningar.

The post Uppbyggingarsjóður Vesturlands – kynning á sjóðnum appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Kúttmagakvöld á Hellissandi

Snæfellsbær - fös, 11/01/2019 - 16:56

Þrjú félög í Snæfellsbæ, Lionsklúbbur Nesþinga á Hellissandi, Leikfélag Ólafsvíkur og Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir á Hellissandi, standa sameiginlega að mikilli fiskréttaveislu ár hvert þar sem kúttmagi er í hávegum hafður. Er nú svo komið að áratugahefð hefur myndast fyrir Kúttmagakvöldinu og er það fyrir löngu síðan orðinn fastur liður í menningarlífi bæjarins.

Kúttmagakvöldið verður haldið í félagsheimilinu Röst annað kvöld og hefur undirbúningur fyrir herlegheitin staðið yfir alla vikuna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mátti sjá vaska og vana menn Lionsklúbbs Nesþinga undirbúa og hreinsa kúttmaga í vinnslusal Hraðfrystihúss Hellissands í gærkvöldi.

Þess má geta að kvöldið er opið öllum þeim sem hafa náð sextugsaldri og eru miðar enn til sölu.

The post Kúttmagakvöld á Hellissandi appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Bæjarstjórnarfundur 10. janúar

Snæfellsbær - Miðv.d., 09/01/2019 - 09:21

Vakin er athygli á því að 316. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má sjá með því að smella hér.

Dagskrá fundar:

 1. Umræða um nýbúakennslu.  Hilmar Már Arason, skólastjóri, mætir á fundinn.
 2. Fundargerðir 178. og 179. fundar menningarnefndar, dags. 4. og 22. desember 2018. 
 3. Fundargerð 121. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 13. desember 2018. 
 4. Fundargerð 178. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. desember 2018. 
 5. Fundargerð 865. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2018. 
 6. Fundargerð 866. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. desember 2018. 
 7. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 3. janúar 2018, varðandi aukafjárveitingu til að endurnýja heitan pott í sundlaug Snæfellsbæjar. 
 8. Gjaldskrá Félagsheimilisins á Lýsuhóli árið 2019. 
 9. Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 21. desember 2018, varðandi slökkvivatn á Arnarstapa og Hellnum. 
 10. Bréf frá Bryndísi Hlöðversdóttur, dags. 19. desember 2018, varðandi starfshóp um endurskoðun kosningalaga. 
 11. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2018, varðandi vinnumansal og kjör erlends starfsfólks. 
 12. Bréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 30. nóvember 2018, varðandi fjölgun hjúkrunarrýma á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík. 
 13. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 14. desember 2018, varðandi tilnefningu fulltrúa frá Snæfellsbæ í vatnasvæðanefnd. 
 14. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. desember 2018, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Ennisbrautar 1 ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Ennisbraut 1 í Ólafsvík, Snæfellsbæ. 
 15. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. desember 2018, varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. 
 16. Bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 17. desember 2018, varðandi Leigufélagið Bríeti ehf. sem hefur yfirtekið eignarhald og rekstur á fasteignum sjóðsins.
 17. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 3. janúar 2019, varðandi velferðarstefnu Vesturlands. 
 18. Minnispunktar bæjarstjóra. 

The post Bæjarstjórnarfundur 10. janúar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Frístundastyrkur til barna og unglinga

Snæfellsbær - Þri, 08/01/2019 - 15:56

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á síðasta fundi nýliðins árs að taka upp frístundastyrk frá og með árinu 2019. Frístundastyrkurinn hljóðar upp á 20.000 krónur á ári og gildir til niðurgreiðslu þátttökugjalda í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna og unglinga á aldrinum 5 – 18 ára.

Markmið með frístundastyrknum er að hvetja börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu frístundastarfi í Snæfellsbæ og veita þeim tækifæri til þess óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.

Ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð til niðurgreiðslu af því æfingagjaldi sem til fellur.

Framkvæmd á endurgreiðslu frístundastyrks er enn í vinnslu. Fyrst um sinn er óskað eftir því að foreldrar greiði æfingagjald og sæki um endurgreiðslu sem nemur styrknum til bæjarritara. Nánari upplýsingar fást hjá Lilju Ólafardóttir, bæjarritara, í síma 433 6900 og lilja@snb.is.

Sjá nánar:

Reglur um frístundastyrki í Snæfellsbæ

The post Frístundastyrkur til barna og unglinga appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Jólatré sótt 7. janúar

Snæfellsbær - mánud., 07/01/2019 - 09:18

Snæfellsbær vill minna á að jólatré verða hirt í Ólafsvík, Rifi og á Hellissandi eftir kl. 19:30 mánudaginn 7. janúar.

Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir að setja trén út að lóðamörkum.

The post Jólatré sótt 7. janúar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Umhverfisstofnun auglýsir landvarðarnámskeið 2019

Snæfellsbær - Fim, 03/01/2019 - 14:22

Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2019. Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur. Það hefst 31. janúar og lýkur 24. febrúar.

Í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli starfa nú þrír einstaklingar allt árið um kring, auk þess sem ráðið er í nokkur sumarstörf ár hvert. Ganga nemendur sem ljúka landvarðarnámskeiði fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum um land allt.

Nánar má lesa um námskeiðið á vef Umhverfisstofnunar.

Frekari upplýsingar um námskeiðið gefur Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í síma 591 2000 eða á netfanginu kristinosk@ust.is

The post Umhverfisstofnun auglýsir landvarðarnámskeið 2019 appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Lokað á gámaþjónustu vegna veðurs

Snæfellsbær - Fim, 03/01/2019 - 09:49

Starfsstöð Gámaþjónustunnar undir Enni í Ólafsvík er lokuð í dag, 3. janúar, vegna veðurs.

Opið næst á laugardag frá kl. 11 – 15.

The post Lokað á gámaþjónustu vegna veðurs appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Jólakveðja

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Fim, 20/12/2018 - 10:18
Sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.Þökkum gott samstarf á árinu sem senn er liðið.Kær kveðja,Starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar
Flokkar: Snæfellsbær

Skóli á nýju ári

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 19/12/2018 - 11:41
Skóli mun hefjast að nýju samkvæmt stundatöflu mánudaginn 7. janúar.Tíminn sem nú fer í hönd er tími þar sem fjölskyldur og vinir koma saman, gera sér dagamun í mat og drykk, gefa gjafir og njóta samvista hver með sínum hætti. Njótum þessa tíma og minnumst þess af hverju við höldum jólin hátíðleg.Að lokum vil ég minna á mikilvægi lesturs, haldið lestri að börnum ykkar, verið styðjandi í lestranámi þeirra og góðar fyrirmyndir. Að því sögðu sendi ég starfsfólki, nemendum og fjölskyldum þeirra mínar bestu jólakveðjur, megið þið eiga gleðileg jól.
Flokkar: Snæfellsbær

Opnunartímar yfir jólahátíðina

Snæfellsbær - Þri, 18/12/2018 - 10:10

Opið verður í stofnunum Snæfellsbæjar yfir jólahátíðina sem hér segir:

Ráðhús Snæfellsbæjar

20. desember er opið 9 – 15:30
21. desember er opið 9 – 15:30
22. desember Lokað
23. desember Lokað
24. desember Lokað
25. desember Lokað
26. desember Lokað
27. desember er opið 10 – 15:30
28. desember er opið 10 – 15:30
29. desember Lokað
30. desember Lokað
31. desember Lokað
1 janúar Lokað
2. janúar er opið 9 – 15:30

Grunnskóli

Grunnskóli Snæfellsbæjar er lokaður yfir jólahátíðina. Litlu jólin eru haldin 20. desember sem jafnframt er síðasti skóladagurinn fyrir jól. Kennsla hefst að nýju mánudaginn 7. janúar 2019.

Leikskóli

Leikskóli Snæfellsbæjar er opinn yfir jólahátíðina fyrir utan rauðu dagana. Opið verður á milli jóla og nýárs fimmtudaginn 27. desember og föstudaginn 28. desember. Hefðbundið skólastarf hefst að nýju miðvikudaginn 2. janúar.

Sundlaug

20. desember er opið 7:30 – 21:00
21. desember er opið 7:30 – 21:00
22. desember 10:00 – 17:00
23. desember 10:00 – 17:00
24. desember 10:00 – 12:00
25. desember Lokað
26. desember Lokað
27. desember er opið 7:30 – 21:00
28. desember er opið 7:30 – 21:00
29. desember 10:00 – 17:00
30. desember 10:00 – 17:00
31. desember 10:00 – 12:00
1 janúar Lokað
2. janúar er opið 7:30 – 21:00

Íþróttahús

20. desember er opið 12:00 – 22:00
21. desember er opið 12:00 – 22:00
22. desember Lokað
23. desember Lokað
24. desember Lokað
25. desember Lokað
26. desember Lokað
27. desember er opið 12:00 – 22:00
28. desember er opið 12:00 – 22:00
29. desember Lokað
30. desember Lokað
31. desember Lokað
1 janúar Lokað
2. janúar er opið 8:00 – 22:00

Bókasafn

20. desember er opið 10:00 – 13:00
21. desember er opið 13:00 – 15:00
22. desember Lokað
23. desember Lokað
24. desember Lokað
25. desember Lokað
26. desember Lokað
27. desember er opið 10:00 – 13:00
28. desember er opið 13:00 – 15:00
29. desember Lokað
30. desember Lokað
31. desember Lokað
1 janúar Lokað
2. janúar er opið 16:00 – 18:00

The post Opnunartímar yfir jólahátíðina appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Snæfellsbær