Snæfellsbær

Hreint haf

Grunnskóli Snæfellsbæjar - 13 klukkutímar 19 mín síðan
Við erum nemendur í 6. GJS í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Við höfum verið að vinna verkefni sem heitir Hreint haf og fengið fræðslu frá Margréti Hugadóttur hjá Landvernd.Við lærðum að plast getur haft mengandi áhrif á dýr og fugla og að rusl í náttúrunni getur haft skaðleg áhrif.Ef við tökum ekki plastið úr náttúrunni, verður mögulega meira af plasti en fiskar í sjónum árið 2050 en þá verðum við 44 ára.Plast var fundið upp á milli 1950 og 1960 og eyðist ekki heldur brotnar niður í litla búta. Okkur finnst skrítið að bleyjurnar sem við notuðum eru mögulega ennþá til, grafnar í jörðina.Plast er mjög snjöll uppfinning en við þurfum að passa að jörðin okkar fyllist ekki af plasti.Hægt er að sleppa einnota plasti, til dæmis plastpokar utan um ávexti, innkaupapokar, nota margnota umbúðir, sleppa plaströrum og plastlokum.Við skorum á bæjarbúa Snæfellsbæjar að:Henda ekki rusli í náttúrunaEndurvinna meiraTaka upp ruslið sem er sjáanlegt, t.d. á götum, í fjörum og á útivistarsvæðum, ám og vötnumNota minna plastBæta við ruslatunnum og endurvinnslutunnum hjá útivistarsvæðumSetja upp sameiginlega tunnu fyrir flöskur og dósir fyrir góð málefni
Flokkar: Snæfellsbær

Störf við grunnskólann

Snæfellsbær - Þri, 22/05/2018 - 09:08

Grunnskóli Snæfellsbæjar er heilsueflandi grunnskóli sem hlotið hefur umhverfisvottunina Grænfánann. Í skólanum eru um 250 nemendur og óskar samheldinn og öflugur hópur starfsmanna eftir vinnufélögum.

Eftirtalin störf eru laus til umsóknar við Grunnskóla Snæfellsbæjar:

 • Aðstoðarmaður matráðs í 75% starfi í Ólafsvík
 • Skólaliði í 50% starfi á Hellissandi

Starfsvið aðstoðarmanns matráðs

 • Aðstoð við matargerð
 • Leysa matráð af í veikindum og fríum
 • Frágangur og þrif
 • Önnur tilfallandi verkefni

Starfsvið skólaliða

 • Annast frímínútnagæslu, aðstoða- og undirbýr matar- og neyslutíma
 • Annast ræstingar, frágang og þrif
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði

Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga.

Umsóknarfrestur er til 7. júní 2018.
Hægt er að nálgast umsókn hér.

Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason, skólastjóri, í síma 894 9903 og umsóknir skal senda til skólastjóra í tölvupósti (hilmara@gsnb.is).

 

The post Störf við grunnskólann appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Lausar stöður

Grunnskóli Snæfellsbæjar - sun, 20/05/2018 - 22:36
Flokkar: Snæfellsbær

Framlagning kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga

Snæfellsbær - Fim, 17/05/2018 - 11:38

Kjörskráin liggur frammi til sýnis í fundarsal Ráðhúss Snæfellsbæjar  frá og með miðvikudeginum 16. maí 2018 til og með föstudeginum 25. maí 2018 á venjulegum opnunartíma.

Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá 5. maí 2018.

Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um hvar og hvort einstaklingar eru á kjörskrá.

Athugasemdir við kjörskrá.

Athugasemdir við kjörskrá skulu berast bæjarstjórn Snæfellsbæjar hið fyrsta.  Rétt er að taka fram að Á kjörskrá skal taka þá íbúa sveitarfélags sem uppfylla öll kosningarréttarskilyrði á viðmiðunardegi kjörskrár. Sjá nánar um kosningarrétt hér. Sveitarstjórn ber að gæta þess að taka ekki aðra einstaklinga á kjörskrá en ótvírætt eiga kosningarrétt samkvæmt ákvæðum laga. Rétt er að ítreka að ávallt skal miða við skráð lögheimili samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag. Hafi einstaklingur til dæmis flutt milli sveitarfélaga án þess að flytja lögheimili sitt fyrir viðmiðunardag kjörskrár er óheimilt að taka hann á kjörskrá í því sveitarfélagi sem hann flutti til.

Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ

The post Framlagning kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur

Snæfellsbær - Fim, 17/05/2018 - 08:19

Þema tónleikanna er “Íslenskt, já takk!” í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Tónleikarnir eru í dag, fimmtudaginn 17. maí, og hefjast í Ólafsvíkurkirkju kl. 20:00.

Aðgangseyrir: frjáls framlög.

The post Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Gunnar Helgason

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Þri, 15/05/2018 - 08:32
Við fengum frábæra heimsókn í dag. Gunnar Helgason rithöfundur kom og ræddi við nemendur og foreldra um mikilvægi lesturs og las upp úr verkum sínum. Um miðjan dag sýndum við bíómynd byggða á bók hans Víti í Vestamnnaeyjum. Heimsóknin tókst vel í alla staði og almenn ánægja með heimsóknina.
Flokkar: Snæfellsbær

Fiskaverkefni

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Þri, 15/05/2018 - 08:30
Við í 4. bekk höfum undanfarið verið að vinna að fiskaverkefni í Átthagafræði. Þar lærðum við um nýtjafiska, vinnuslu á þeim og veiðar. Við heimsóttum Fiskmarkað Íslands og Sjávariðjuna til að skoða hvað er gert þar. Við lærðum um fiskana og bjuggum til veggspjöld og glærukynningar og kynntum fyrir bekkjarfélögum okkar. Við enduðum svo verkefnið á að hafa “fræðslusýningu” þar sem við sýndum nemendum í 1. til 3. bekk fiskana ogfleiri sjávarlífverur og sögðum þeim frá. Fiskana á sýningunni fengum við frá sjómönnum hér á svæðinu. Verkefnið var mjög skemmtilegt og langar okkur að þakka þeim sem leyfðu okkur að koma í heimsókn og gáfu okkur fiskana.
Flokkar: Snæfellsbær

Lita tilraun

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Þri, 15/05/2018 - 08:29
3.bekkur gerði litatilraunir. Í tilraunina er notað: vatn, matarolía, blek eða matarlitur og salt. Vatni er helt í glas eða krukku, fyllt upp að 3/4. Síðan er matarolíu helt yfir þar til hún myndar lag ofan á vatnið. Þvínæst er litur settur út í með dropateljara. Best að byrja á einum dropa af hverjum lit sem er notað og bæta svo meiru í þegar á líður. Salt sett yfir en það "sprengir" litinn og hjálpar honum að komast í gegnum olíulagið niður í vatnið.
Flokkar: Snæfellsbær

Listaverk

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Þri, 15/05/2018 - 08:26
2.bekkur lét veðrið ekki stoppa sig við að skoða listina í okkar nánasta umhverfi. Við skoðuðum listaverkin og spáðum í sögurnar sem notaðar eru sem uppspretta fyrir sköpunarferlið. Ein af þeim er saga Jules Verne," Leyndardómar Snæfellsjökuls". Þegar við komum úr ferðinni skoðuðum við stiklu úr bíómynd sem gerð var eftir sögunni.
Flokkar: Snæfellsbær

Upphaf sumarlesturs

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 09/05/2018 - 09:30
Mánudaginn 14. maí fáum við góðan gest í heimsókn. Gunnar Helgason leikari, leikstjóri og rithöfundur kemur þá og fundar með nemendum og foreldrum til að ræða um mikilvægi lesturs. Jafnframt stefnum við að því að sýna kvikmynd sem byggð er á bók hans Víti í Vestmannaeyjum. Þessi viðburður er upphaf að Sumarlestrinum sem skólinn og Bókasafn Snæfellsbæjar standa fyrir líkt og tvö síðustu sumur.Myndin verður sýnd í félagsheimilinu Klifi kl. 15:00, aðgangseyrir er 500 kr. Sýningunni lýkur kl 16:30.Fyrirlestur og umræður um mikilvægi lesturs verður í skólahúsnæðinu okkar í Ólafsvík, hefst kl. 17:30 og stendur til 18:30. Hvetjum alla foreldra til að mæta.
Flokkar: Snæfellsbær

Framboðslistar 2018

Snæfellsbær - Þri, 08/05/2018 - 09:21
1 1

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara þann 26. maí n.k. rann út síðastliðinn laugardag, 5. maí. Tvö framboð bárust í Snæfellsbæ, D-listi Sjálfstæðismanna og J-listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar.

J-listann skipa:

 1. Svandís Jóna Sigurðardóttir, kennari
 2. Michael Gluszuk, rafvirkjameistari
 3. Fríða Sveinsdóttir, bókasafnsvörður
 4. Eggert Arnar Bjarnason, sjómaður
 5. Gunnsteinn Sigurðsson, þroskaþjálfi/kennari
 6. Ása Gunnarsdóttir, kennaranemi
 7. Monika Cecylia kapanke, túlkur
 8. Guðmundur Ólafsson, verkstjóri
 9. Drífa Skúladóttir, verslunarkona
 10. Adam Geir Gústafsson, sjómaður
 11. Óskar Þór Þórðarsson, matreiðslumaður
 12. Marta Pétursdóttir, sjúkraliðanemi
 13. Þórunn Káradóttir Leikskólaliði, leikskólaliði
 14. Kristján Þórðarson, bóndi

D-listann skipa:

 1. Björn Haraldur Hilmarsson, útibússtjóri
 2. Júníana Björg Óttarsdóttir, kaupmaður
 3. Auður Kjartansdóttir, fjármálastjóri
 4. Rögnvaldur Ólafsson, skrifstofumaður
 5. Örvar Marteinsson, sjómaður
 6. Þorbjörg Erla Halldórsdóttir, lögreglukona
 7. Jón Bjarki Jónatansson, sjómaður
 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen, bóndi
 9. Illugi Jens Jónasson, skipstjóri
 10. Lilja Hrund Jóhannsdóttir, matreiðslumaður
 11. Þóra Olsen, útgerðarkona
 12. Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri
 13. Kristjana Hermannsdóttir, skrifstofumaður
 14. Margrét Vigfúsdóttir, fyrrverandi afgreiðslustjóri

The post Framboðslistar 2018 appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Ný heimasíða

Snæfellsbær - mánud., 30/04/2018 - 12:32

Við bjóðum íbúa Snæfellsbæjar velkomna á nýja vefsíðu sveitarfélagsins. Það er von okkar að nýja vefsíðan stuðli að auknu upplýsingaflæði og gegnsærri stjórnsýslu. 

Lagt var upp með að einfalda aðgengi að upplýsingum og gera vefsíðuna notendavænni. Þá er hún bjartari yfirlitum og snjöll með eindæmum, þ.e. hún skynjar í hvaða tæki er verið að skoða vefinn og aðlagast í samræmi við skjástærð.

Þess má geta að vefsíður eru stöðugt í þróun og enn standa nokkur verk óunnin á nýju vefsíðu okkar. Það er óumflýjanlegt að einhverjar villur komi upp við stórar uppfærslur sem þessar og því biðjum við íbúa og aðra lesendur að sýna því skilning fyrst um sinn ef eitthvað kunni að koma skringilega fyrir sjónir.

Ábendingar um hvað betur má fara eru afar vel þegnar og hægt er að senda tölvupóst þess efnis á Heimi Berg, markaðs- og upplýsingafulltrúa Snæfellsbæjar, með því að smella hér.

Glaðlega myndin sem fylgir hér að ofan fannst í safni Snæfellsbæjar, en nafn hennar og ljósmyndara er þó á huldu. Myndin var sennilega tekin fyrir þremur til fjórum árum á tyllidegi hér í bæ. Er einhver sem þekkir fyrirsætuna?

 

The post Ný heimasíða appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Umferðaröryggi

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Fim, 26/04/2018 - 11:22
Nú er daginn tekið að lengja og þá fjölgar börnum í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan auk þess að kenna þeim lög og reglur sem eru í gildi.Núna fara fleiri nemendur að koma á reiðhjólum í skólann. Gæta þarf að því að öryggisbúnaður þeirra sé í lagi sem og notkun reiðhjólahjálma. Á þessari síðu er hægt að skoða fræðslumyndbönd um hjólreiðar http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/ og í þessum ágæta bæklingi er m.a. hægt að fræðast um atriði sem hafa ber í huga varðandi hjólreiðahjálma https://www.landsbjorg.is/assets/myndir/umferd/us-hjalmar%20baeklingur%20lok%202006.pdf.Á náms- og fræðsluvefnum www.umferd.is er svæði ætlað foreldrum/forráðamönnum. Hugmyndin er að leita eftir samstarfi við foreldra um leiðir sem þeir telja að komi sér vel í umferðarfræðslunni. Við þiggjum með þökkum allar hugmyndir og ábendingar frá ykkur. Hægt er að senda þær á netfangið hildur.karen.adalsteinsdottir@grundaskoli.is eða hafa samband við Hildi Karen í síma 8675602.Athygli er vakin á að:· samkvæmt 40. gr. umferðarlaga mega börn yngri en 7 ára ekki vera hjólandi í umferðinni nema í fylgd með 15 ára og eldri.· eigi má reiða farþega á reiðhjóli eða rafvespu. Þó má vanur reiðhjólamaður sem náð hefur 15 ára aldri reiða barn yngra en 7 ára en ber þó að nota viðeigandi öryggissæti og búnað.· best er að nota hjálm, það er eina vitið. Börnum yngri en 15 ára er skylt að nota reiðhjólahjálma og viðeigandi hlífðarbúnað þegar þau ferðast um á reiðhjólum, rafvespum, hjólabrettum og línuskautum.
Flokkar: Snæfellsbær

Opið hús

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 25/04/2018 - 10:52
Föstudaginn 20. apríl var opið hús í boði nemenda í 9. og 10. bekk. Nemendur kynntu verkefni sín sem þeir höfðu unnið í tímum sem við köllum Bland í poka. Í þeim tímum er leitast við að koma til móts við áhuga nemenda og efla sjálfstæð vinnubrögð hjá þeim. Jafnfram kynntu nemendur tækninýjungar sem nýttar eru í skólastarfinu, m.a. þrívíddar prentara, sýndarveruleika (VR), gagnaukin veruleika (AR), lítil vélmenni o.fl.Við þetta tækifæri var einnig opnuð ný heimasíða skólans í átthagafræði, vefslóðin að síðunni er https://www.atthagar.is/.Viðburðurinn var ágætlega sóttur af foreldrum og öðrum gestum.
Flokkar: Snæfellsbær

"Plokka"

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 25/04/2018 - 09:07
Á næstu dögum ætla Snæfellingar að taka höndum saman og „plokka“ í sínu nánasta umhverfi. Þetta er gert í tilefni að Degi umhverfisins 25. apríl, en átakið mun eiga sér stað 25.-29. apríl. Við hvetjum stofnanir sveitarfélaganna að taka þátt og plokka í kringum starfsemi sína og vernda náttúruna.Nemendur á miðstigi létu ekki sitt eftir liggja og tóku þátt í að fegra bæinn sinn.
Flokkar: Snæfellsbær

Árshátíð Lýsuhólsskóla

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 25/04/2018 - 09:02
Árshátíðin var haldin föstudagskvöldið 13. apríl. Af mikilli leikgleði, fyrir fullum sal áhorfenda, léku nemendur þau leikverk sem tilgreind eru hér að neðan og heppnuðust þau með ágætum. Að dagskrá lokinni bauð foreldrafélagið til kaffisamsætis að venju og var þetta hin ánægjulegasta kvöldstund. Við þökkum áhorfendum fyrir góðar undirtektir og samveru.
Flokkar: Snæfellsbær

Nýr vefur um átthagafræði

Snæfellsbær - Þri, 24/04/2018 - 09:19

Síðastliðin átta ár hefur átthagafræði verið fastur liður í skólastarfi Grunnskóla Snæfellsbæjar í öllum árgöngum. Síðastliðinn föstudag var opnuð ný heimasíða um átthagafræðina þar sem hægt er að kynna sér námskrá hennar auk fleiri þátta. Við hvetjum íbúa Snæfellsbæjar að líta við á þessum stórglæsilega vef og kynna sér eftirtektavert starf grunnskólans þegar kemur að átthagafræðum.

Slóðin á síðuna er: http://www.atthagar.is

Lesa má grein eftir Svanborgu Tryggvadóttur á vefnum Skólaþræðir með því að smella hér.

The post Nýr vefur um átthagafræði appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Heimasíða átthagafræðinnar opnuð

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 23/04/2018 - 09:42
Síðastliðin átta ár hefur átthagafræði verið fastur liður í skólastarfi Grunnskóla Snæfellsbæjar í öllum árgöngum. Í dag opnuðum við nýja heimasíðu um átthagafræðina þar sem hægt er að kynna sér námskrá hennar auk fleiri þátta.Við erum afskaplega stolt af síðunni okkar og gleður það okkur að gera öðrum fært að kynna sér starfið okkar í átthagafræðinni. Vefslóðin að síðunni er https://www.atthagar.is/ . Til að fylgja opnun hennar eftir birtist í dag grein í vefritinu Skólaþræðir um átthagafræðina. http://skolathraedir.is/2018/04/20/atthagafraedi-i-grunnskola-snaefellsbaejar/
Flokkar: Snæfellsbær

Hreint haf

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 23/04/2018 - 09:37
Við erum í samstarfi við Landvernd að vinna að þróunarverkefni sem heitir Hreint haf Ungt fólk á móti plasti. Stefnd er að því að það komi út námsefni fyrir grunnskóla eftir ár, um þetta efni. Margrét Hugadóttir verkefnastýra Skóla á grænni grein og sérfræðingur hjá Landvernd heldur utan um verkefnið. Hún kom í heimsókn til sjötta bekkjar í síðustu viku til fylgja verkefninu eftir.Hér er frétt sem birtist í Skessuhorni um verkefnið.
Flokkar: Snæfellsbær

Hringekja í 3.-4. bekk

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 23/04/2018 - 09:34
Við höfum verið að vinna með átthagafræði í hringekju í 3-4.bekk. Í síðustu tímum höfum við meðal annars unnið með minnismerkið "Beðið í von" eftir Grím Marínó Steindórsson. Við fórum í sögu minnismerkisins og við það vöknuðu margvíslegar spurningar, meðal annars mun á bátum við sjósókn fyrr á öldum miðað við skipakost í dag. Hvenær var farið að nota björgunarvesti og annan björgunarútbúnað við sjósókn og einnig var spáð í hvernig sundkunnáttu sjómanna var fyrr á tímum. Síðan notuðum við tækifærið þegar við fórum til baka að skoða listaverkin sem eru að spretta upp þessa dagana.
Flokkar: Snæfellsbær

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Snæfellsbær