Snæfellsbær

Kvennahlaup ÍSÍ á morgun, 15. júní

Snæfellsbær - fös, 14/06/2019 - 15:58

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður í Ólafsvík 15. júní og verður hlaupið frá Sjómannagarðinum kl. 11:00.

Í ár er 30 ára afmæli Kvennahlaupsins en þetta er í 29. skiptið sem það er haldið í Ólafsvík.

Vegalengdir sem eru í boði eru 2,5 km. og 5 km. Forsala í sundlauginni. Þátttökugjald fyrir 12 ára og yngri er 1.000 kr. og fyrir 13 ára og eldri er gjaldið 2.000 kr. Kvennahlaupsbolur, buff, Kristall og Nivea vörur fylgja þátttökugjaldi og einnig verður frítt í sund. Að auki verður ávaxtaveisla í boði eftir hlaup og glæsilegir happdrættisvinningar dregnir út.

Elfa E. Ármannsdóttir og Sigríður Þórarinsdóttir sjá um hlaupið.

The post Kvennahlaup ÍSÍ á morgun, 15. júní appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Fjallkonur í Snæfellsbæ

Snæfellsbær - fös, 14/06/2019 - 10:33

Fjallkonan kemur fram við hátíðlega athöfn þann 17. júní ár hvert hér í Snæfellsbæ og að neðan má sjá lista yfir fjallkonur ársins allt til ársins 1998. Eins og sjá má vantar nokkur ár í heimildir bæjarins og leitar Snæfellsbær því til íbúa eftir upplýsingum um þau ár sem standa auð.

Upplýsingar um fjallkonur og myndir (frá öllum árum) má senda á snb@snb.is eða í gegnum skilaboð á Facebook síðu Snæfellsbæjar.

Fjallkonur í Snæfellsbæ:

Fyrir 1998: ??

1998: Erla Kristinsdóttir

1999: Svanhildur Egilsdóttir

2000: Klara Bragadóttir

2001: Kristín Arnfjörð

2002:

2003:

2004: Íris Jónasdóttir

2005:

2006: Elfa Magnúsdóttir

2007:

2008: Irma Dögg Þorgrímsdóttir

2009: Hjördís Björnsdóttir

2010: Kolbrún Ívarsdóttir

2011: Marta Pétursdóttir

2012: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir

2013: Alda Dís Arnardóttir

2014: Sigurbjörg Jóhannesdóttir

2015: Kolbrún Halla Guðjónsdóttir

2016: Rakel Sunna Hjartardóttir

2017: Thelma Kristinsdóttir

2018: Birgitta Rún Baldursdóttir

2019: ???

Ljósmynd: Frá 17. júní 2013 /af

The post Fjallkonur í Snæfellsbæ appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Laust starf á Krílakoti

Snæfellsbær - Fim, 13/06/2019 - 09:40

Snæfellsbær auglýsir til umsóknar laust starf á leikskólanum Krílakoti.

Auglýst er eftir starfsmanni sem hefur áhuga á að vinna með börnum, er skapandi og ábyrgðafull/ur í starfi. Viðkomandi starfsmaður þarf að vera námsfús og sveigjanlegur með fullt af þolinmæði. Hann/hún þarf að geta stýrt samverustundum sem og hópastarfi, lesið og sungið. Því þarf íslenskukunnátta að vera viðunandi.

Starfshlutfall er 100% og vinnutími frá 8:00 – 16:00 alla virka daga. 

Umsóknarfrestur er til 21. júní 2019. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 14. ágúst n.k.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu.

Frekari upplýsingar veita Inga Stefánsdóttir og Hermína Lárusdóttir í síma 433 6925 á milli 9:00 – 12:00. Umsóknarform má finna á meðfylgjandi hlekk:

Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir í 3. mgr. 6gr: „Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakarvottorð eða heimilid leikskólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.“

The post Laust starf á Krílakoti appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Laus staða á höfninni

Snæfellsbær - Fim, 13/06/2019 - 09:27

Hafnir Snæfellsbæjar auglýsa hér með eftir hafnarstarfsmanni til starfa við Ólafsvíkurhöfn. Viðkomandi mun einnig þurfa að vinna við aðrar hafnir Snæfellsbæjar. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst og vera orðnir 20 ára gamlir.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu og Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2019 og skulu umsóknir sendar til hafnarstjóra.

Nánari upplýsingar gefur hafnarstjóri í síma 433-6922 og 863-1153, netfang bjorn@snb.is.

Ljósmynd: Ólafsvíkurhöfn, Sindri Snær Matthíasson

The post Laus staða á höfninni appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Sumarfrí :-)

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 12/06/2019 - 22:28
Við óskum öllum gleði- og sólríkra daga í sumar um leið og við þökkum fyrir ánægjulegt og viðburðaríkt skólaár. Skólinn verður settur á ný fimmtudaginn 22. ágúst og mun kennsla hefjast samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.Hafið það sem best í sumar.
Flokkar: Snæfellsbær

Laus staða við GSnb

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 12/06/2019 - 22:27
Flokkar: Snæfellsbær

Laus staða við Grunnskóla Snæfellsbæjar – Lýsuhólsskóla

Snæfellsbær - Miðv.d., 12/06/2019 - 09:31

Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir eftir starfsmanni í eldhús í 70% starf við Lýsuhólsskóla. Vinnutíminn er frá kl 7:45 – 15:00.

Starfsvið:

 • Skipuleggur matseðil hvers mánaðar.
 • Annast aðdrátt á matvörum.
 • Eldar og ber fram mat.
 • Sér um frágang og þrif í eldhúsi.
 • Tekur þátt í öðrum verkefnum innan skólans.

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
 • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði.

Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 23. júní, umsóknareyðublað má finna með því að smella hér.

Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason, skólastjóri, í síma 894 9903 og Rósa Erlendsdóttir í síma 863 8328. Umsóknir skal senda til skólastjóra hilmara@gsnb.is.

The post Laus staða við Grunnskóla Snæfellsbæjar – Lýsuhólsskóla appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Jöklarar koma heim í bronsi

Snæfellsbær - fös, 07/06/2019 - 09:53

Á næstu dögum kemur styttan Jöklarar, sem er í eigu SVD Helgu Bárðardóttur og staðið hefur í Sjómannagarðinum á Hellissandi, heim frá Þýskalandi. Hún var flutt utan sl. vetur þar sem hún var sett í brons og er nú komin í varanlegt efni.

Styttan hefur ávallt sett sterkan svip á Sjómannagarðinn og er minnisvarði um sjómenn frá Hellissandi og Rifi sem farist hafa á sjó. Styttan er eitt af elstu verkum listamannsins Ragnars Kjartanssonar og jafnframt hans hugstæðasta verk, en hann fæddist og ólst upp við sjósókn á Snæfellsnesi.

Verkefni sem þetta er kostnaðarsamt og hefur Slysavarnadeildin leitað styrkja hjá fyrirtækjum og menningarsjóðum. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið er bent á eftirfarandi bankareikning:

Banki: 0190-15-380046
Kennitala: 661090-2009

Með fyrirfram þakklæti,

SVD Helgu Bárðard.

Mynd: Sjóminjasafnið á Hellissandi. 

The post Jöklarar koma heim í bronsi appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Átthagafræði

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Fim, 06/06/2019 - 11:32
Ný námskrá í átthagafræði fyrir skólaárið 2019-2020 hefur nú verið birt á heimasíðu átthagafræðinnar ( https://www.atthagar.is/ ). Við hvetjum ykkur til að skoða síðuna okkar þar sem hægt er að sjá ýmislegt sem nemendur hafa tekið sér fyrir hendur í átthagafræðinni í vetur og hvernig námskráin er uppbyggð.Alls hafa verið birt 34 verkefni þetta skólaár og vonandi hafið þið gaman af því að kynna ykkur þau. Við sendum öllum sem veittu okkur lið í vetur kærar þakkir fyrir þeirra þátt í að uppfræða nemendur um bæinn okkar, sögu hans, náttúru, landafræði og atvinnulíf.Átthagafræði er fræðsla um grenndarsamfélagið þar sem lykilþættir eru náttúra, landafræði og saga bæjarfélagsins. Námsgreinin snýst ekki síður um að nemendur kynnist samfélagi nútímans og þeim möguleikum sem þar búa til framtíðar. Í átthagafræði er áhersla lögð á vettvangsferðir, kynningar, viðtöl, miðlun, tjáningu og sköpun.
Flokkar: Snæfellsbær

Skóladagatal

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 05/06/2019 - 11:30
Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2019-2020 liggur nú fyrir. Það tekur mið af óskum og ábendingum fulltrúa skólasamfélagins og var lagt fram til kynningar og samþykktar hjá fræðslunefnd sveitarfélagsins, starfsfólki og skólaráði skólans.Það eru tilmæli skólastjóra að foreldrar nýti frídaga á skóladagatali til fría ef stefnt er að þeim á skólaárinu. Munum að góð skólasókn eru hagsmunir barnsins og að skólinn gengur að öllu jöfnu fyrir öðrum verkefnum.
Flokkar: Snæfellsbær

322. fundur bæjarstjórnar

Snæfellsbær - Þri, 04/06/2019 - 11:19

Vakin er athygli á því að 322. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Félagsheimilinu á Lýsuhóli fimmtudaginn 6. júní 2019 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má sjá með því að smella hér.

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins: 

 1. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
 2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
 3. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.
 4. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 20. mars og 15. maí 2019.
 5. Fundargerð 86. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 16. maí 2019. 
 6. Fundargerð 183. fundar menningarnefndar, dags. 21. maí 2019. 
 7. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 27. maí 2019. 
 8. Fundargerð 127. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 31. maí 2019. 
 9. Fundargerð 182. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. maí 2019. 
 10. Fundargerð 413. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. maí 2019. 
 11. Fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. maí 2019. 
 12. Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 24. maí 2019, varðandi leyfi til að láta mála vegglistaverk á einn af bakveggjum Félagsheimilisins Rastar á Hellissandi. 
 13. Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 23. maí 2019, varðandi upplýsingaskilti á Hellissandi. 
 14. Bréf frá Félagi eldriborgara í Snæfellsbæ, dags. 14. maí 2019, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna jólabasars þann 24. nóvember n.k. 
 15. Bréf frá Árna Guðjóni Aðalsteinssyni og Laufeyju Helgu Árnadóttur, varðandi Sáið í Ólafsvík. 
 16. Bréf frá Þórði Runólfssyni, f.h. Ferðamálasamtaka Snæfellsness, dags. 3. júní 2019, varðandi Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki. 
 17. Bréf frá Forum Lögmenn, dags. 22. maí 2019, varðandi ósk um afturköllun á stöðuleyfi fyrir Möns ehf. á Arnarstapa. 
 18. Bréf frá verkefnisstjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 13. maí 2019, varðandi Framkvæmdaáætlun 2019-2023. 
 19. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélags, dags. 24. maí 2019, varðandi samstarfsvettvang sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. 
 20. Bréf frá UNICEF, dags. 22. maí 2019, varðandi hvatningu til sveitarfélaganna til að að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. 
 21. Þakkarbréf frá HSH, dags. 20. maí 2019. 
 22. Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 15. apríl 2019, varðandi svar við beiðni um fjölgun hjúkrunarrýma á Jaðri. 
 23. Bréf frá byggingarfulltrúa, dags. 8. maí 2019, varðandi afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar á erindi frá Breiðafjarðarnefnd sem vísað var til nefndarinnar frá bæjarstjórn. 
 24. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar. 
 25. Minnispunktar bæjarstjóra. 

 

Snæfellsbæ4. júní 2019 

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri 

The post 322. fundur bæjarstjórnar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Ærslabelgir í Ólafsvík og á Hellissand

Snæfellsbær - Þri, 04/06/2019 - 10:26

Haustið 2018 var samþykkt í fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2019 að fjárfesta í tveimur ærslabelgjum og finna þeim stað, einum í Ólafsvík og öðrum á Hellissandi. Um er að ræða leiktæki sem notið hefur gríðarlegra vinsælda meðal barna á öllum aldri og stuðlar að aukinni útivist og hreyfingu.

Nú hefur verið ákveðið hvar ærslabelgir verða staðsettir og undirbúningur hafinn við að koma þeim fyrir. Ærslabelgirnir eru hvor um sig um 100 fermetrar að stærð og fylgir því töluverð framkvæmd að koma þeim haganlega fyrir og þarf m.a. að huga að stærð svæðis, undirlagi og aðgengi að rafmagni.

Í Ólafsvík verður belgurinn staðsettur á opna svæðinu fyrir neðan heilsugæslustöðina. Á Hellissandi verður hann við Munaðarhólinn. Sjá meðfylgjandi myndir (ærslabelgir merktir með rauðum punkti).

Í gær hófst uppsetning í Ólafsvík og í kjölfarið verður farið á Hellissand. Vonast er til að uppsetningu verði lokið á báðum stöðum í næstu viku og er því ekki langt að bíða þess að þeir verði teknir í notkun.

Staðsetning nærri heilsugæslustöð í Ólafsvík.

Staðsetning við Munaðarhól á Hellissandi.

The post Ærslabelgir í Ólafsvík og á Hellissand appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Sjómenn heiðraðir á Sjómannadaginn

Snæfellsbær - mánud., 03/06/2019 - 11:26

Kristján Jóhannes Karlsson með blómvönd og heiðursmerki.

Sjómannadagurinn var að venju haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ um helgina og sjómenn heiðraðir fyrir störf sín í gegnum tíðina.

Heiðrunin fór fram í sjómannagörðum sveitarfélagsins; í Sjómannagarðinum í Ólafsvík voru Sigurður Höskuldsson og Björn Erlingur Jónasson heiðraðir en þeir hafa báðir verið til sjós í nær 50 ár og skipsverjar í 38 ár á Ólafi Bjarnasyni SH-137.

Í Sjómannagarðinum á Hellissandi var það Kristján Jóhannes Karlsson sem var heiðraður. Kristján er nýhættur til sjós eftir að hafa verið vélstjóri á ýmsum bátum í rúma hálfa öld, fyrst á Sveinbirni Jakobssyni SH-10 og síðar öðrum bátum.

Lesin voru ágrip um heiðurssjómennina áður en þeir fengu heiðursmerki í barminn og fallegan blómvönd. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við þetta tilefni.

Björn Erlingur Jónasson og Sigurður Höskuldsson voru heiðraðir í Ólafsvík. Hér eru þeir með eiginkonum sínum Kristínu Vigfúsdóttur og Guðmundu Wiium.

Myndir: Alfons Finnsson og úr einkasafni.

The post Sjómenn heiðraðir á Sjómannadaginn appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Leikjanámskeið Víkings Ó. 2019

Snæfellsbær - fös, 31/05/2019 - 16:52

Leikjanámskeið Víkings Ólafsvíkur hefst mánudaginn 3. júní 2019 kl. 9:00. Námskeiðið stendur í tvær vikur og verður ýmislegt brallað, m.a. farið á hestbak, í sund, heimsókn til björgunarsveitarinnar o.fl. Því er beint til foreldra og forráðamanna að klæða börn eftir veðri og senda þau með hollt og gott nesti með sér á námskeiðið.

Dagskrá fyrri viku leikjanámskeiðsins:

Mánudagur 3. júní – Skráning og leikir

Þriðjudagur 4. júní – Fossa- og skógarferð

Miðvikudagur 5. júní – Sund

Fimmtudagur 6. júní – Hestbak

Föstudagur 7. júní – Heimsókn til björgunarsveitarinnar

Dagskrá seinni viku leikjanámskeiðsins:

Mánudagur 10. júní – FRÍ / Hvítasunnuhelgi

Þriðjudagur 11. júní – Sveitaferð

Miðvikudagur 12. júní – Fjöruferð

Fimmtudagur 13. júní – Ratleikur

Föstudagur 14. júní – Lokahóf og grill

The post Leikjanámskeið Víkings Ó. 2019 appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Útskrift

Grunnskóli Snæfellsbæjar - fös, 31/05/2019 - 13:35
Útskrift 10. bekkjar fór fram í Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn 29. maí. Yndislegur árgangur 2003 hefur þar með stigið sitt lokaskref í GSnb. Bestu óskir um bjarta og gæfuríka framtíð :-)
Flokkar: Snæfellsbær

Byggingarútboð vegna Þjóðgarðsmiðstöðvar

Snæfellsbær - fös, 31/05/2019 - 09:49

Ríkiskaup hafa auglýst byggingarútboð vegna framkvæmda við Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Upplýsingar um framkvæmd og helstu stærðir má finna hér að neðan en þess má geta að skilafrestur er til 19. júní n.k. hyggist verktakar sækja um framkvæmdina.

Verkið felst í uppbyggingu nýrrar Þjónustumiðstöðvar í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi. Bygging gestastofunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi þjóðgarðsins. Húsgrunnur nýbyggingar samanstendur af tveimur megin byggingum er tengjast með miðrými.  Hluti byggingar kragar út yfir grunna, þar sem ekki má valda yfirborðsskemmdum á landi umfram það sem óhjákvæmilegt er. Húsið er á einni hæð staðsteypt og stálvirki að hluta, klætt með lerki og cortens stáli.

Búið er að grafa fyrir húsi, grafa og fylla í bílastæði og setja upp heildargirðingu fyrir svæðið. Jarðvinna í þessu verki felst í að fylla í sökkla, fylla að húsi, grafa og endurfylla í lagnaskurði undir og meðfram húsi ásamt lóðarfrágangi. Um alla jarðvinnu gildir að lágmarka skal allt jarðrask, þannig að yfirborð lands umhverfis mannvirkin verði eins óhreyft eða ósnortið og mögulegt er. Í fyrra útboði var vinnusvæðið girt af. Verktaki tekur við þessum girðingum, sér um að viðhalda þeim til að hindra óviðkomandi umferð fari um svæðið. Verktaki tekur á sama hátt við aksturshliði og gönguhliði og sér til þess að þau séu lokuð utan vinnutíma. Byggingarreiturinn er á hornlóð og liggur þjóðvegur í þéttbýli, Útnesvegur, með henni að norðanverðu. Norðan við þjóðveginn er íbúðabyggð Hellissands.

Helstu stærðir:

Lóð: 11.340 m²

Brúttó flötur byggingar: 698 m²

Brúttó rúmmál: 2.400 m³,

Bílastæði á lóð: 55 stæði

Útboðsgögn má finna á nýjum útboðsvef Ríkiskaupa með því að smella hér.

Mynd tekin 5. apríl 2019 þegar framkvæmdir við jarðvinnu á lóð Þjóðgarðsmiðstöðvar hófust.

The post Byggingarútboð vegna Þjóðgarðsmiðstöðvar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Skólaslit Grunnskóla Snæfellsbæjar

Snæfellsbær - fös, 31/05/2019 - 09:25

Skólaslit í Grunnskóla Snæfellsbæjar verða föstudaginn 31. maí og hefjast kl. 12:00 í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Athugið að ekki er kennt skv. stundatöflu, en nemendur mæta í íþróttahúsið kl. 11:50.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma og fylgja börnum sínum.

Rúta fer frá Hellissandi kl. 11:40 og til baka frá Ólafsvík að athöfn lokinni.

Vonumst til að sjá sem flesta,

Starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Á mynd er hópurinn sem útskrifaðist 2018.

The post Skólaslit Grunnskóla Snæfellsbæjar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Skólaslit

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Þri, 28/05/2019 - 13:27
Skólaslit í Grunnskóla Snæfellsbæjar verða föstudaginn 31.maí og hefjast kl. 11:50 í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Athugið að ekki er kennt skv. stundatöflu, en nemendur mæta í íþróttahúsið fyrir kl. 12:00.Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma og fylgja börnum sínum.Rúta fer frá Hellissandi kl. 11:40 og til baka frá Ólafsvík að athöfn lokinni.Vonumst til að sjá sem flesta,Starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Flokkar: Snæfellsbær

Lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi vegna nýs golfvallar

Snæfellsbær - mánud., 27/05/2019 - 14:53

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 – 2031 í samræmi 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin er gerð í samræmi við 30. grein skipulagslaga vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Snæfellbæjar 2015 – 2031. Fyrirhuguð breyting varðar nýjan golfvöll sunnan Rifs, en í gildandi aðalskipulagi var gert ráð fyrir golfvelli sunnan Hellissands. Talið er að ný staðsetning verði til þess að framkvæmdir verði mun minni að umfangi og hagkvæmari en sunnan Hellissands. Gert er ráð fyrir að á svæðinu sunnan Hellissands verði æfingasvæði fyrir golfáhugamenn. Hið nýja fyrirhugaða svæði fyrir golfvöll var óbyggt svæði í gildandi aðalskipulagi en breytist í íþróttasvæði.

Hægt er að skila ábendingum vegna lýsingarinnar til skipulags- og byggingarfulltrúa til 27. júní 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is

The post Lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi vegna nýs golfvallar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi vegna skógræktarsvæðis í Ólafsvík

Snæfellsbær - mánud., 27/05/2019 - 14:35

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 – 2031 í samræmi 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin er gerð í samræmi við 30. grein skipulagslaga vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 – 2031. Fyrirhuguð breyting varðar skógræktarsvæði í Ólafsvík. Annars vegar er áætlað að stækka skógræktarsvæði austast í bænum þannig að SL-1 verði samfellt svæði. Hins vegar er fyrirhugað nýtt skógræktarsvæði SL-2 í Enni. Í báðum tilvikum breytist landnotkun úr opnu svæði í skógræktarsvæði.

Hægt er að skila ábendingum vegna lýsingarinnar til skipulags- og byggingarfulltrúa til 27. júní 2019.

The post Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi vegna skógræktarsvæðis í Ólafsvík appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Snæfellsbær