Kirkjur í Þjóðkirkjunni

Sunnudagurinn 27. maí

Lindakirkja - 7 klukkutímar 1 mín síðan

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 , líf og fjör að venju.

Kl. 20:00 verður guðsþjónusta þar sem kór Lindakirkju mun leiða söng undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar og verður boðið  upp á altarisgöngu. Allir hjartanlega velkomnir!

Þrenningarhátíð, 27. maí 2018:

Áskirkja - 7 klukkutímar 27 mín síðan

Messa kl. 11. Skírn. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018 verður haldinn í Ási, safnaðarheimili Áskirkju, strax að messu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kaffiveitingar.

Kvennakórinn Ljósbrot, frá KFUM og KFUK, syngur í messu 27. maí

Ástjarnarkirkja - 8 klukkutímar 33 mín síðan

Kvennakór KFUM og KFUK sem kallast Ljósbrot verður kirkjukórinn í messunni sunnudaginn 27. maí kl. 11:00 á þrenningarhátíð kirkjunnar.
Keith Reed, tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju stjórnar kórnum sem mun einnig syngja nokkur lög eftir hann við ljóð Lilju Kristjánsdóttur skáldkonu og sálmaskáld.
Kórinn hélt nýlega glæsilega tónleika í Grensáskirkju sem voru helgaðir minningu Lilju.

Sunnudaginn 27. maí Messa kl. 11:00

Fella- og Hólakirkja - 9 klukkutímar 2 mín síðan

Messa kl. 11:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar.

Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.

Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir.

Kaffisopi eftir stundina.

Verið velkomin

Guðsþjónusta Selfossprestakalls í Laugardælakirkju sunnudaginn 27. maí kl. 11:00

Selfosskirkja - 10 klukkutímar 11 mín síðan

Guðsþjónusta Selfossprestakalls verður í Laugardælakirkju sunnudaginn 27. maí kl. 11:00.  Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, almennur safnaðarsöngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Aðalsafnaðarfundur verður að lokinni guðsþjónustu.

Athugið að engin messa verður í Selfosskirkju þennan sunnudag.

Sunnudagurinn 27. maí 2018

Seltjarnarneskirkja - 10 klukkutímar 53 mín síðan
Hátíðarmessa kl. 11.

150 ár liðin frá fæðingu sr. Friðriks Friðrikssonar.

Allir sálmarnir í messunni eftir sr. Friðrik.

Sr. Kristján Búason, fyrrverandi dósent, prédikar.

Eyrún Rúnarsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari.

Kaffiveitingar og samfélag eftir messu í safnaðarheimilinu.

Siglfirðingamessa

Grafarvogskirkja - 11 klukkutímar 20 mín síðan

Siglfirðingamessa sunnudaginn 27. maí kl. 14 í Grafarvogskirkju – Hátíðarguðsþjónusta í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt siglfirsku prestunum séra Arnfríði Guðmundsdóttur prófessor við Háskóla Íslands, séra Kjartani Erni Sigurbjörnssyni sjúkrahúspresti og séra Díönu Ósk Óskarsdóttur sjúkrahúspresti. Einnig þjóna séra Eysteinn Orri Gunnarsson sjúkrahúsprestur og Snævar Jón Andrésson guðfræðinemi. Ritningarlestrar: Hermann Jónasson, Rakel Björnsdóttir, Kristján L. Möller og Jónas Skúlason. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Hákons Leifssonar. Einsöngur: Hlöðver Sigurðsson.

Siglfirðingakaffi eftir messu og hátíðardagskrá kl. 16 þar sem Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og alþingismaður flytur ræðu.

Dagskrá fyrir börnin kl. 16 á fyrstu hæð kirkjunnar – leikritið Karíus og Baktus verður sýnt.

Sunnudagur 27. maí

Akureyrarkirkja - 12 klukkutímar 33 mín síðan
Helgistund í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

MESSUÞJÓNAHÁTÍÐ 2018

Reykjavíkurprófastsdæmi vestra - 13 klukkutímar 27 mín síðan

Messuþjónahátíð verður haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju þriðjudagskvöldð 23. maí n.k. kl. 20.

Messuþjónar er hvattir til að koma og hitta messuþjóna úr öðrum kirkjum og eiga saman uppbyggilega og gleðilega kvöldstund.

Fjölbreytt dagskrá, við munum beina sjónum okkar að söng, lofgjörð og útgáfu nýju sálmabókarinnar, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Steinar Logi Helgason og séra Jón Helgi Þórarinsson munu fjalla um efnið.  Góðar veitingar verða fram bornar í boði prófastsdæmanna.

Verið hjartanlega velkomin!

 

Vinavoðir í Selfosskirkju og Lindakirkju

Lindakirkja - Þri, 22/05/2018 - 16:18

Vaskur hópur kvenna úr handavinnuhópnum Vinavoðum í Lindakirkju skrapp í sína árlegu vorferð, nú þriðja árið í röð, að heimsækja systurhóp sinn í Selfosskirkju. Þar hittist líka hópur kvenna vikulega og heklar og prjónar bænasjöl fyrir kirkjuna.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá sjöl í vinnslu og innpökkuð sjöl tilbúin til afhendingar til þeirra sem á þurfa að halda.

Vinavoðir

Sunnudagurinn 27. maí.

Glerárkirkja - Þri, 22/05/2018 - 14:40

Messa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 14:00. Sr. Gunnlagur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots oganista. Allir vekomnir.

Pílagrímaleiðin Strandarkirkja heim í Skálholt 2018

Skálholt - Þri, 22/05/2018 - 14:39
Fimm sunnudaga sumarið 2018 verður pílagrímaleiðin frá Strandarkirkju í Selvogi heim í Skálholt gengin. Skipuleggjendur eru Suðurprófastsdæmi og Skálholt.Fyrsti leggurinn verður farinn sunnudaginn 27. maí. Viltu koma? Viltu lesa frekar um? Sjá: www.pilagrimagongur.isÞátttakendur mæti á einkabílum á áfangastað hverrar göngu og skilja bíla eftir þar. Rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar og svo er gengið til áfangastaðar þar sem bílarnir bíða. Hægt að fara í stakar ferðir. Ganga þarf frá greiðslu fyrir kl. 15, fimmtud. fyrir ferð. Hver ferð kostar kr. 3.000 fyrir manninn en verður lækkað eftir því sem fleiri skrá sig. Gjaldið er fyrst og fremst fyrir rútubílinn.Göngulag pílagrímsins er með dálítið öðrum hætti en göngumannsins. Eitt er að fara af stað og ganga, en annað er að ganga í gleðisöng pílagrímsins. Þessar ferðir gætu því komið að gagni til að temja sér hugarfar pílagrímsins í henni veröld. Heimamenn mæta pílagrímum og kynna fyrir þeim sögur og sjónardeildarhringinn. Hugleiðingar, ritningarlestur, kyrrð og samtal ásamt altarissakramenti marka pílagrímagöngurnar.Fólk fer á eigin ábyrgð alfarið í þessa göngu, að öllu leyti. Umsjónarmaður er Axel Á Njarðvík héraðsprestur og veitir hann frekari upplýsingar í síma 8561574 eða axel.arnason@kirkjan.is.Viðurkenningarskjal afhent í Skálholti. Skráning: Skráning fer fram á: www.pilagrimagongur.isSjá meiri upplýsingar hér: Facebook síða er: pílagrímaleiðSjá einnig: www.pilagrimar.is

Laugardagurinn 26. maí.

Glerárkirkja - Þri, 22/05/2018 - 14:35

Fermingarmessa kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Stefanía G. Steinsdóttir þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista.

Sunnudagur 27. maí, messa og aðalsafnaðarfundur

Breiðholtskirkja - Þri, 22/05/2018 - 14:03

Sunnudaginn 27. maí er þrenningarhátíð. Messa kl. 11. Séra Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja undir stjórn Arnar Magnússonar organista.

Eftir messu er létt hressing.

Kl. 12:30 er aðalsafnaðarfundur í safnaðarsal kirkjunnar. Venjuleg aðalfundastörf.

Vortónleikar

Laugarneskirkja - Þri, 22/05/2018 - 13:09

Laugarnes á ljúfum nótum 27. maí og upphitun 26. maí

Laugarneskirkja - Þri, 22/05/2018 - 12:55

Við komum saman á Kaffi Laugalæk til að hita okkur upp fyrir hverfishátíðina Laugarnes á ljúfum nótum, laugardaginn 26. maí, kl.15:00 – 17:00.
Fram koma:
Anna Fanney
Lára og Matthildur
Klarinetthópur Skólahljómsveitar Austurbæjar
Keppendur úr stóru upplestrarkeppninni
… og fleira til!

Hverfishátíðin Laugarnes á ljúfum nótum verður haldin 27.maí við Laugarneskirkju milli kl.14:00-16:00.
Hoppukastalar, pylsur, vöfflur, lifandi tónlist, myndlistarsýningar, fjölskyldumyndabás og fleira stórskemmtilegt.
Eitthvað fyrir alla í þorpinu okkar sem hvílir í hjarta borgarinnar.
Verum öll hjartanlega velkomin!

Aðalsafnaðarfundur Breiðholtssóknar 27. maí 2018

Breiðholtskirkja - Þri, 22/05/2018 - 11:50

Aðalsafnaðarfundur Breiðholtssóknarverður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar

kl. 12:30 þann 27. maí 2018

Dagskrá:

 1. 1.     Fundarsetning, ritningarlestur og upphafsbæn.
 2. 2.     Kosning fundarstjóra og ritara.
 3. 3.     Skýrsla sóknarnefndar.
 4. 4.     Ársreikningur 2016.
 5. 5.     Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.
 6. 6.     Skýrsla sóknarprests.
 7. 7.     Skýrslur starfsmanna.
 8. 8.     Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra.
 9. 9.     Kosning sóknarnefndar.
 10. 10.  Kosning kjörnefndar.
 11. 11.  Kosning í aðrar nefndir og ráð.
 12. 12.  Önnur mál.
 13. 13.  Fundarslit og bæn.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í Þjóðkirkjunni