Kirkjur í Þjóðkirkjunni

Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund

Lindakirkja - mánud., 18/11/2019 - 15:28
Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund á miðvikudagskvöldum. kl. 20 í safnaðarsal Lindakirkju.

Þetta eru hugljúfar og notalegar stundir þar sem sungin eru lofgjörðarlög, flutt hugvekja og/eða vitnisburður og í lok stundarinnar er boðið upp á fyrirbæn.

Þann 20. nóv. mun Sr. Guðni Már Harðarson stjórna stundinni.

Allir hjartanlega velkomnir.

Eldri borgarasamvera fimmtudaginn 21. nóvember.

Glerárkirkja - mánud., 18/11/2019 - 12:24

Eldri borgarasamvera verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 15:00. Gestur samverunnar verður Sr. Hildur Sigurðardóttir prestur. Kaffiveitinar eru í umsjá Kirkjukórs Glerárkirkju. Allir hjartanlega velkomnir. Ath.: Sætaferðir verða frá Lindarsíðu og Lögmannshlíð.

Námskeið um Fagnaðarbæn laugardaginn 23. nóvember kl 9 – 17

Hafnarfjarðarkirkja - mánud., 18/11/2019 - 12:21

Námskeið um Fagnaðarbæn (Welcoming prayer) verður haldið í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 23. nóvember 2019 frá kl. 09:00 til 17:00. 
Umsjón með námskeiðinu hafa: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, söngkona og fræðslu- og æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar. Skráning og nánari upplýsingar hjá Sigurbjörgu í síma 861-0361 og/eða á netfangi: sigurth@simnet.is eða Bylgju Dís í síma 661-7719 og/eða á netfangi: bdgsopran@gmail.com.

Hvað er Fagnaðarbæn?
Fagnaðarbæn er leið/aðferð til að samþykkja nærveru og verkan Guðs í líkamlegum og tilfinningalegum viðbrögðum okkar gagnvart atburðum og aðstæðum í daglegu lífi.Tilgangur Fagnaðarbænarinnar er að dýpka samband okkar við Guð með því að játast nærveru hans og verkan í hversdagslegum athöfnum okkar. Fagnaðarbænin hjálpar okkur til að sleppa tökunum á ýmsu því sem íþyngir okkur og veitir okkur þannig aukið innra frelsi. Fagnaðarbænin er frábær aðferð til að styðja við umbreytinguna sem hefst í Kyrrðarbæninni (Centering prayer).

Námskeiðsgjald kr. 5.000,-. Innifalið: Námskeið, námskeiðsgögn og matur.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Sigurbjörgu í síma 861-0361 og/eða á netfangi: sigurth@simnet.is eða Bylgju Dís í síma 661-7719 og/eða á netfangi: bdgsopran@gmail.com.
Vinsamlega staðfestið þátttöku með því að greiða inná reikning Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi: 0114-26-1513 kt. 450613-1500

Morgunmessa miðvikudaginn 20. nóvember kl 8.15 – 8.45

Hafnarfjarðarkirkja - mánud., 18/11/2019 - 12:18

Sálmar, ritningarlestur, samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunverður á eftir. Verið velkomin.

Fermingarfræðsla 19. og 26. nóvember

Hafnarfjarðarkirkja - mánud., 18/11/2019 - 12:17

 

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 19. nóvember. Kl 16 mætir hópur 1, þ.e. fermingarbörn úr Öldutúnsskóla (o.fl). Kl 17 mætir hópur 2, þ.e. fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla (o.fl).
Þriðjudaginn 26. nóvember. Kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl). Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl).
Fermingarbörnin þurfa að koma með Nýja testamentið í næstu fermingartíma en þá skoðum við Biblíuna, ræðum um hvers konar bók hún er og lærum að fletta upp í Nýja testamentinu. Fermingarbörnin fengu Nýja testamentið að gjöf í haust frá Gideonfélaginu. Mörg skildu það eftir hjá okkur í kirkjunni en þau sem fóru með sitt heim þurfa að koma með það í næsta tíma. Þau börn sem ekki hafa fengið Nýja testamentið fá það í næsta tíma.

Helgihald 24. nóvember

Egilsstaðaprestakall - mánud., 18/11/2019 - 10:30

Helgihald á síðasta sunnudegi kirkjuársins, 24. nóvember:

Séð ofan á klukkuturn Egilsstaðakirkju í vetrarbyrjun 2019

Egilsstaðakirkja:

Sunnudagaskólinn kl. 10:30.

Messa kl. 14:00. Sr. Þorgeir Arason. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde.Kaffisopi eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 15:30.

Seyðisfjarðarkirkja:

Sunnudagaskólinn kl. 11:00.

Við erum

Laugarneskirkja - sun, 17/11/2019 - 19:55

1.

Kæru vinir, ég heilsa ykkur í Jesú nafni.       

Í hugvekjubókinni Út í birtuna skrifar Arnfríður Guðmundsdóttir um kærleika Guðs:   
Við skulum hugsa um kærleika Guðs, um umhyggju Guðs fyrir okkur, eins og móðurástina. Kannski munum við eftir þeirri huggun sem við sóttum í móðurfaðm. Kannski eigum við lítil börn sem sækja huggun til okkar. Þannig vill Guð mæta okkur; eins og móðir sem breiðir út faðminn á móti barni sínu; eins og móðir sem býður barni sem leitar huggunar brjóst sitt; eins og móðir sem leitast við af öllum mætti að mæta þörfum barnsins, að hugga það og styrkja, uppörva og hvetja.
Þessi orð kallast á við lexíu dagsins sem við heyrðum lesin úr Jesaja:

Því að svo segir Drottinn:
Ég veiti velsæld til hennar eins og fljóti        
og auðæfum þjóðanna eins og bakkafullum læk.    
Brjóstmylkingar hennar verða bornir á mjöðminni og þeim hossað á hnjánum.
Eins og móðir huggar barn sitt, 
eins mun ég hugga yður. 
(Jes.66:12-13)

Það er ríkari hefð en okkur mörg grunar í kristinni trúararfleið um myndina af Guði sem móður og þar sem stuðst er við kvenlægt orðfæri. 

Allt tal um Guð er aðeins viðleitni okkar til að orða eitthvað sem við megnum ekki að orða. Myndmál okkar mun alltaf rekast á takmarkanir.       
Í gyðing-kristinni hefð er föður- og móðurmyndin afar sterk.         
En þær eru margar fleiri myndirnar sem birtast; hirðirinn, kletturinn, vindurinn, konungurinn… áfram mætti upp telja.         
Það sem mestu skiptir er að myndin þjóni okkur, að táknið tali til okkar og eigi einhverja heimleið með skilningi okkar og skynjun, að hún hlúi að og styðji heilbrigði okkar, styðji okkur í að eiga heilbrigt samband við sjálf okkur, við aðra og við Guð.      
Sem dæmi: Fyrir barn sem á föður sem hafnaði því gæti það gerst að föðurmyndin verði sár og ekki gagnleg í trúarlífi viðkomandi.          

Þegar við hugleiðum þetta sjáum við hve ríkt samband okkar er við guðsmyndina og hver við sjálf erum.  
Allt tal okkar um andans mál er mótað af því hver við erum, hver standa okkur næst, mótuð af tíðarandanum sem hefur óhjákvæmileg áhrif á okkur.               
Hver er Guð fyrir þér?    

2.

Það er því óhjákvæmilegt verkefni fyrir hvert og eitt okkar þar sem við leitumst við að þroskast og vaxa sem andlegar verur að fara inn í okkur og eiga samtal við okkur um mynd okkar af Guði og um samband okkar við æðri mátt í okkar lífi.    
Það er ekki óalgengt og afar eðlilegt að hugmyndir okkar breytist, trúarþroski er ferðalag. Við erum gjarnan hrædd við breytingar og við getum fundið fyrir ótta þegar við förum í gegnum tímabil endurskoðunar í trúarlífi okkar.     

Mér þykir alltaf gott að hugsa til sögunnar sem er að finna í 2. Mósebók af því þegar Móse mætir Guði upp á fjalli, en fjallið er auðvitað algengt trúartákn; ekki bara í hinni gyðing-kristilegu trúararfleið heldur t.a.m. í hinni japönsku Shinto trúarhefð og mér þykir ég sjá glitta í þessa spiritual tengingu hjá íslendingum afar oft. 
Íslendingar virðast sækja mikið sína andlega tengingu, sitt samband við Guð ef svo má segja, út í náttúruna. Við höfum lifað í svo nánu samfélagi við náttúruöflin alla tíð, það virðist vera okkur, eða mörgum okkar, eðlislægt að mæta Guði þar.          

En aftur að frásögninni.   
Móse mætir Guð upp á fjalli sem brennandi þyrnirunna.  
Móse spyr: “Hver ertu?” og Guð svarar: “Ég er sá sem ég er. Og svo skalt þú segja Ísraelsmönnum: “Ég er” sendi mig til yðar.”
Ég er sá sem ég er.          
Guð er sú sem Guð er.    

Þá vaknar einnig spurningin; en hver erum við?     
Hver ert þú?

3.

Í guðspjalli dagsins segir Kristur:       
“Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.”

Má vera að það sem okkur ber að læra af Jesú í guðspjalli dagsins sé ekki síst að vera þau sem við erum og vera þar sem við erum stödd?    
Má vera að lítillátt hjarta og hógværð eigi uppsprettu sína í því að gangast við því hver við erum og hvað við gerum og taka ábyrgð á því?
Hver sem við erum, þá eru skilaboðin til okkar: Komið til mín.  

Jesús segir þetta í 11.kafla Matteusarguðspjalls, kafla sem er uppfullur af fordæmingum, þar sem Jesús er að gagnrýna og skammast, alveg óvæginn segir hann sannleikann sem hann sér birtast sér en svo endar hann á huggunarorðum.
 
,,Komið til mín, þér sem erfiðið og þungar byrðar berið”
– Jesús segir ekki: Komið til mín en passið bara að líta rétt út, vera af “réttum kynþætti.”
– Jesús segir ekki: Komið til mín þegar þið eruð komin með aðeins meira inn á bankabókina.         
– Jesús segir ekki: Komið til mín en passið að laðast að “rétta kyninu”.      
– Jesús segir ekki: Komið til mín en gætið að því að hafa engin mistök gert. 
– Jesús segir ekki: Komið til mín en plís, vinsamlegast vertu í stuði og góðum filing.
– Jesús segir ekki: Komið til mín fullviss um að þið séuð nú alveg með’etta, getið borið byrðar og þunga lífsins ein, því ekkert okkar getur það.   
         
Jesús segir: Komið til mín með reynsluheim ykkar, ljúfan og leiðan, komið til mín með erfiði ykkar og þunga og ég mun veita ykkur hvíld.  

4.

Komið til mín, segir Kristur.     
Þetta er köllun kirkjunnar: Að vera staður þar sem við getum komið og átt skjól, staður þar sem við erum örugg, þar sem við getum treyst því að vera ekki lítillækkuð eða dregin í dilka.
Köllun kirkjunnar er að vera samfélag þar sem við getum verið þau sem við erum. 

Síðastliðið fimmtudagskvöld sagði ég unglingum í æskulýðsfélaginu smá sögu af fyrsta vetrinum mínum í Laugarneskirkju, þegar ég áttaði mig á því einu sinni við messu að ég hafði mætt í skærgrænu kósýbuxunum mínum.         
Ég hugsaði með mér: Mikið hefur mér liðið vel. Því ég get verið sjálfsmeðvituð týpa og hugsa að ég hefði ekki mætt í þessum buxum hvenær sem er og hvar sem er.       
Það hefur verið eitthvað í menningunni hér í Laugarneskirkju sem gerði það að verkum að ég upplifði að ég gat hvílt í sjálfum mér.

Undanfarnar vikur hafa verið miklar umræður um sögu kirkjunnar hér á landi hvað viðkemur málefnum samkynhneigðra. Ólík sjónarhorn hafa komið fram og fólk hefur ekki alltaf verið sammála, enda væri það fáranleg krafa.         
Mitt mat er að mikilvægt sé fyrir kirkjuna að halda áfram að hlusta, að heyra sögur af fólki, að spurja; hver er veruleiki þinn? Og vera tilbúin til að hlusta, að mæta fólki eins og það er, þar sem það er statt, sátt eða ósátt, hvort sem það er í skærgrænum buxum eða ekki.  

Eins og segir í laginu:     
Þetta er eitt líf, þetta er eina lífið sem við eigum
eitt líf og það verður ekkert líf í leynum.
Ljúft verður það líf að láta það flakka,
ég er eins og ég er.             
ég er eins og ég er.          

Ég er eins og ég er    
hvernig á ég að vera eitthvað annað
hvað verður um mig    
ef það sem ég er er bölvað og bannað.
Er þá líf mitt að fela mig og vera feiminn
mitt líf var það til þess sem ég kom í heiminn.
fúlt finnst mér það líf, að fá ekki að segja
ég er eins og ég er. 

Þegar Móse spurði Guð hvað hún héti, þá var svarið: “Ég er sú sem ég er.”       

Það er undur. Það er leyndardómur.    
Það er blessaður veruleiki.        

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilagri önd, einn sannur Guð, um aldir alda. Amen.        

Prédikun flutt í Laugarneskirkju, 17. nóvember 2019


Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa á sunnudag

Landakirkja - fös, 15/11/2019 - 15:34

Sunnudaginn 17.nóvember er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa.  Af því tilefni verður Guðsþjónusta dagsins í Landakirkju helguð þessu málefni.

Fólk er hvatt til að leiða hugann að fórnfúsu og óeigingjörnu starfi viðbragðsaðila og þeirri ábyrgð sem við öll berum í umferðinni.  Beðið verður sérstaklega fyrir fórnarlömbum umferðarslysa og við munum hlusta á frásögn fulltrúa viðbragðsaðila í guðsþjónustunni.

Kór Landakirkju mun syngja undir stjórn Kitty Kovács og að lokinni Guðsþjónustu býður Slysavarnardeildin Eykyndill uppá kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu.

Hausferð í Hveragerði

Laugarneskirkja - fös, 15/11/2019 - 12:58

Haustferð OPNA HÚSSINS,
 fimmtudaginn 21. nóvember 2019

Lagt verður af stað frá Áskirkju kl. 11:30 og er áætluð heimkoma um kl. 16:00.

Farið verður til Hveragerðis.
Hádegisverður snæddur á veitingahúsinu Skyr. Hveragerðiskirkja heimsótt þar sem sr. Gunnar Jóhannesson sóknarprestur tekur á móti hópnum. Stutt viðkoma í Álnavörubúðinni áður en haldið er heim á leið.

  • Kostnaður er 4.000 krónur.
  • Tekið er við greiðslu við brottför.
  • Innifalið er rútuferð og hádegisverður.

Skráning í ferðina er hjá Berglindi kirkjuverði í Áskirkju í síma: 581 4035 og
Önnu Siggu í síma: 861 3843

Messa og sunnudagskóli á Seyðisfirði 17. nóvember kl. 11

Egilsstaðaprestakall - fös, 15/11/2019 - 10:36

Sunnudaginn 17. nóvember er messa kl. 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili. Prestur er sr. Sigrðíður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. 

Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimil (byrja í kirkjunni). Biblíusaga, söngur og kirkjubrúður. Umsjón hefur Guðrún Ásta Tryggvadóttir ásamt aðstoðarleiðtogum.

Kaffi, djús og litablöð í safnaðarheimili eftir stundina. 

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 17. nóvember kl 11

Hafnarfjarðarkirkja - fös, 15/11/2019 - 10:16

Sr Þórhildur Ólafs messar, Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og stýrir söng félaga í Barbörukórnum.
Bylgja Dís, Sigríður og Jasper sjá um fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum.
Hressing á eftir. Verið velkomin.

Fjölradda tónlist frá endurreisn til rómantíkur laugardaginn 16. nóvember kl. 14:00

Hallgrímskirkja - Fim, 14/11/2019 - 14:56

Listaháskóli Íslands og Listvinafélag Hallgrímskirkju hafa undanfarin misseri haldið tónleika í Hallgrímskirkju þar sem fjölbreytt kórtónlist frá öllum tímabilum hefur prýtt efnisskrána.

Nú er komið að tónleikum haustmisseris en laugardaginn 16.nóvember mun kór tónlistardeildar LHÍ, Camerata LHÍ ásamt fleirum flytja verk eftir Barböru Strozzi, Claudio Monteverdi, Thomas Morley, William Lawes, Clöru Schumann, Johannes Brahms o.fl.

Tónleikarnir bera yfirskriftina ,,Fjölradda tónlist frá endurreisn til rómantíkur“ og hefjast kl 14:00.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Sunnudagurinn 17. nóvember

Seltjarnarneskirkja - Fim, 14/11/2019 - 12:34
Fræðslumorgunn kl. 10

,,Tíminn skundar burt." Saga Guðrúnar Lárusdóttur, alþingismanns og rithöfnundar.
Málfríður Finnbogadóttir talar, en hún hefur skrifað bók um líf og störf Guðrúnar.

Guððsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari.
Sigurður Már Hannesson, guðfræðinemi, prédikar. Þórdís æskulýðsleiðtogi sér um sunnudagaskólann.
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti og leikur á harmóníum í athöfninni.
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennnan safnaðarsöng.
Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Guðsþjónusta með Karlakór Kópavogs

Digraneskirkja - Fim, 14/11/2019 - 11:34

Sunnudaginn 17. nóvember kl. 11:00 verður Guðsþjónusta í Digraneskirkju. Sr Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari og Karlakór Kópavogs hefur umsjón með tónlist.

Verið hjartanlega velkomin að eiga notalega stund með okkur í kirkjunni. Súpa og brauð í safnaðarsal að messu lokinni. 

Sunnudagaskóli Digranes- og Hjallakirkju er í Hjallakirkju á sama tíma.

Eldriborgarastarf þriðjudaginn 19. nóvember

Fella- og Hólakirkja - Fim, 14/11/2019 - 11:04

Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Boðið upp á súpu og brauð eftir stundina á vægu verði.

Félagsstarf eldriborgara kl. 13. Gestur okkar er Una Margrét Jónsdóttir dagskrágerðakona á Rás 1. Una Margrét gaf nýverið út bókina Gull­öld reví­unn­ar.

Í bókinni er sagt frá mörgum geysivinsælum revíum svo sem Spánskar nætur, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi. Reví­ur segja mikla sögu um stjórn­mál og tíðaranda, og revíu­söngv­ar eins og „Ég hef elskað þig frá okk­ar fyrstu kynn­um“ og „Það er draum­ur að vera með dáta“ hafa verið vin­sæl­ir fram á þenn­an dag.
Una Margrét les upp úr bók sinni og segir okkur frá nokkr­um helstu reví­um gull­ald­ar­inn­ar og flutt­ar verða hljóðrit­an­ir af göml­um revíu­söngv­um.

Messa sunnudaginn 17. nóvember klukkan 11:00

Garðasókn - Fim, 14/11/2019 - 11:03
Messa sunnudagsins er klukkan 11:00 Sr. Henning Emil Magnússon sér um helgihaldið ásamt messuþjónum. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja. Organisti er Jóhann Baldvinsson . Sunnudagaskóli á sama tíma. Að stund lokinni verður messukaffi, allir velkomnir.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í Þjóðkirkjunni