Kirkjur í Þjóðkirkjunni

Prestur við Langholtssókn umsóknarfrestur til 1.6.

Langholtskirkja - 1 klukkutími 14 mín síðan

Nú eftir örfáa daga rennur út frestur til að sækja um prestsembætti við Langholtssókn 50%.

Upplýsingar um embættið gefa Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur svo og sóknarnefnd kirkjunnar en formaður nefndarinnar er Elmar Torfason.

Sóknarnefndin vill bjóða áhugasömum umsækjendum að koma og ræða við sóknarnefndina um starfið á næsta sóknarnefndarfundi, sem haldinn verður klukkan 17:30 mándudaginn 27. Maí.  Lysthafendur setji sig í samband við formann sóknarnefndar :  elmar@elmarinn.net

The post Prestur við Langholtssókn umsóknarfrestur til 1.6. appeared first on Langholtskirkja.

Breytingar í sóknarnefndum í Hrunaprestakalli

Hrunaprestakall - 4 klukkutímar 44 mín síðan

Á nýafstöðnum aðalsafnaðarfundum sókna í Hrunaprestakalli urðu lítilsháttar breytingar á skipan sóknarnefndarfólks.  Guðjón Vigfússon lét af störfum eftir langt og farsælt starf sem formaður sóknarnefndar Ólafsvallasóknar en við formennskunni tók Jóhanna Valgeirsdóttir.  Harpa Dís Harðardóttir kemur ný inn í sóknarnefnd Ólafsvallasóknar og er ritari.  Að auki er í nefndinni Ásmundur Lárusson gjaldkeri.   Þá er Árdís Jónsdóttir ritari sóknarnefndar Stóra-Núpssóknar og starfar við hlið Kristjönu H. Gestsdóttur formanns og Ámunda Kristjánssonar gjaldkera.  Sóknarnefnd Hrepphólasóknar er óbreytt:  Magnús H. Sigurðsson, formaður, Arnfríður Jóhannsdóttir gjaldkeri og Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir ritari.  Guðjón Bjarnar Gunnarsson kemur nýr inn í sóknarnefnd Hrunasóknar við hlið Mörtu E. Hjaltadóttur formanns, Jóhönnu B. Ingólfsdóttur gjaldkera, Jóhanns Marelssonar ritara og Lilju Helgadóttur sóknarnefndarfullrúa.

Messa sunnudaginn 25. maí kl. 11:00

Ástjarnarkirkja - 7 klukkutímar 52 mín síðan

Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra.
Prestur er sr. Kjartan Jónsson.
Hressing og gott samfélag á eftir.

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 26.maí – fimmti sunnudagur e.páska.

Háteigskirkja - 8 klukkutímar 30 mín síðan

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.

Kór Ísaksskóla syngur undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur og fiðlusveit Allegro tónlistarskólans í Reykjavík leikur undir stjórn Gróu Margrétar Valdimarsdóttur.

Mikill almennur söngur.

Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Grillað í garði kirkjunnar að guðsþjónustu lokinni, í boði sóknarnefndar.

Allir hjartanlega velkomnir.

Ensk messa / English Service, Sunday at 14 pm, may 26.

Hallgrímskirkja - fös, 24/05/2019 - 16:16

English below:

Ensk messa með altarisgöngu í Hallgrímskirkju kl. 14, 26. maí.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Þorgeir Lawrence les ritningalestra og bænir. Messuþjónn er Guðlaugur Leósson.

Kaffisopi eftir messu.

Allir velkomnir.

 

Service – with Holy Communion – in Hallgrimskirkja may 26.14 am. Rev. Bjarni Þór Bjarnason will preach and celebrant. Organist is Friðrik Vignir Stefánsson. Coffee after service.

Welcome.

Messa 26. maí 2019, kl. 11.

Hallgrímskirkja - fös, 24/05/2019 - 15:19

HALLGRÍMSKIRKJA  

  1. sunnudagur eftir páska – Hinn almenni bænadagur
Messa 26. maí 2019, kl. 11.

Irma Sjöfn prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson.

Ritningarlestrar: Slm 163, Róm 8.24-27. Guðspjall: Lúk 11.5-13

Allir hjartanlega velkomnir

Guðsþjónusta og ferming sunnudaginn 26. maí

Árbæjarkirkja - fös, 24/05/2019 - 13:40

Guðsþjónusta og ferming kl. 11:00. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Kaffisopi og spjall eftir stundina.

Uppstigningardagur – kirkjudagur aldraðra í Laugarneskirkju, 30. maí 2019

Áskirkja - Fim, 23/05/2019 - 15:47

Sameiginleg guðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða í Laugarneskirkju kl. 14:00. Séra Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og séra Sigurður Jónsson prédikar. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Veglegar kaffiveitingar eftir guðsþjónustu í boði Kvenfélags Laugarneskirkju og Safnaðarfélags Ásprestakalls. Guðsþjónustan markar lok sameiginlegs vetrarstarfs eldri borgara í sóknunum tveimur.
Vinsamlegast látið messuboðin berast, komið sjálf og bjóðið vinum með ykkur til kirkju.

5. sunnudagur eftir páska, 26. maí 2019:

Áskirkja - Fim, 23/05/2019 - 15:44

Messa kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffi eftir messu.

Guðsþjónusta í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð

Lágafellskirkja - Fim, 23/05/2019 - 12:00

Sunnudaginn 26. maí kl:14:00 verður guðsþjónusta í Mosfellskirkju. Hún er haldin í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð og verður hópreið frá Tungubökkum. Í guðsþjónustunni flytur Margrét Dögg Halldórsdóttir búfræðingur hugvekju, karlakórinn Stefnir syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista  Kirkjuvörður er Hildur Salvör Backman. Sr. Arndís Linn leiðir helgihald. Allir Mosfellingar hjartanlega velkomnir.

Messuþjónahátíð

Reykjavíkurprófastsdæmi eystra - Fim, 23/05/2019 - 11:31

Til messuþjóna í Reykjavíkurprófastsdæmum

Verið öll hjartanlega velkomin á sameiginlega messuþjónahátíð í Grafarvogskirkju

fimmtudaginn 23. maí kl. 20 – 22.

Við byrjum samveruna með helgistund í umsjá prestanna í Grafarvogskirkju og þeir munu einnig sjá um stutta fræðsludagskrá um uppbyggingu og tilgang guðsþjónustunar.

Einnig munu 2-3 aðilar deila með okkur reynslu sinni af því að vera messuþjónar og segja frá starfinu í sinni kirkju.

Þá syngjum við öll saman og

góðar veitingar verða fram bornar í boði prófastsdæmanna.

Við viljum hvetja ykkur til að koma og hitta messuþjóna úr öðrum kirkjum og eiga

saman uppbyggilega og gleðilega kvöldstund.

Við prófastarnir hlökkum til að sjá ykkur og viljum með þessari samveru láta í ljós

örlítinn þakklætisvott fyrir trúfasta messuþjónustu ykkar á liðnum vetri.

Gísli Jónasson

Helga Soffía Konráðsdóttir

Kyrrðarstund 23. maí kl. 12

Hallgrímskirkja - Fim, 23/05/2019 - 10:50
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 23. maí kl. 12

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Íhugunarguðsþjónusta 26.maí

Laugarneskirkja - Fim, 23/05/2019 - 10:41

Verið velkomin í íhugunarguðsþjónustu í Laugarneskirkju, 26. maí kl.20:00.

Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, söng, þátttöku og kyrrð.
Sr. Henning Emil Magnússon, sr. Hjalti Jón Sverrisson og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða þjónustuna.

Stundin getur reynst tilvalinn undirbúningur og næring fyrir komandi viku. Verið velkomin.

Sumarnámskeið í Glerárkirkju.

Glerárkirkja - Fim, 23/05/2019 - 10:35

Í borði eru þrú sjáfstæð námskeið fyrir börn í 1.- 3. bekk með spennandi dagskrá. Bæjarferð, íþróttadagur náttúrudagur, grill og margt fleira. Vinsamlega klikkið á myndina hér til vinstri til að fá frekari upplýsingar.

Sunnudagur 26. maí.

Glerárkirkja - Fim, 23/05/2019 - 10:31

Messa kl. 11:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. Allir velkomnir.

Guðsþjónusta sunnudaginn 26.maí kl: 11:00.

Guðríðarkirkja - Fim, 23/05/2019 - 10:27
Guðsþjónusta. Prestur sr. Leifur Ragnar Jónsson. Organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur.Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir.

Batamessa á sunnudag

Landakirkja - Fim, 23/05/2019 - 09:15

Á sunnudaginn nk. 26. maí kl. 11.00 verður árlega Batamessa í Landakirkju þar sem félagar í Vinir í bata koma að messunni með dágóðum hætti. Vinir í bata er hópur fólks sem í samstarfi við kirkjuna hafa tileinkað sér 12 sporin sem lífsstíl.

Sr. Viðar verður með trúfræðslu og einn vinur í bata verður með vitnisburð.

Hér má finna frekari upplýsingar um Vini í bata.

Guðsþjónusta 26. maí kl. 11:00

Kópavogskirkja - Miðv.d., 22/05/2019 - 16:43

Sr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Ferðatónleikar

Kópavogskirkja - Miðv.d., 22/05/2019 - 16:41

Mótorhjólamessa í Digraneskirkju 10. júní

Digraneskirkja - Miðv.d., 22/05/2019 - 14:49

Hin árlega mótorhjólamessa í Digraneskirkju verður á sínum stað annan í hvítasunnu 10.júní.

Tónleikar klukkan 19:00
Messa klukkan 20:00

Fram koma: Axel Ómarsson, Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Gospelkór Smárakirkju undir stjórn Matta sax ásamt einsöngvurum og hljómsveit. Tónlistarþemað verður Rokk, Kántrí og Gospel !

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í Þjóðkirkjunni