Kirkjur í Þjóðkirkjunni

Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 24. júlí! / Lunchtime Concert Wednesday July 24 at 12 noon!

Hallgrímskirkja - 2 klukkutímar 52 mín síðan

Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 24. júlí.
Á tónleikunum verður flutt falleg, hátíðleg og skemmtileg dagskrá sem spannar vítt litróf frá miðöldum á Íslandi til vorra daga með viðkomu í íslenskum tvísöng auk þess sem nokkrar glæsilegar og þekktar perlur evrópskra tónbókmennta verða teknar til kostanna. Miðaverð er 2.700 kr. og það er posi á staðnum. Einnig er hægt að kaupa miða á

Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, var stofnaður árið 1996 af Herði Áskelssyni kantor í félagi við nokkra meðlimi úr Mótettukór Hallgrímskirkju. Allar götur síðan hefur kórinn gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku tónlistarlífi.
Frumflutningur á verkum íslenskra tónskálda hefur jafnan vegið þungt á efnisskrá kórsins en einnig fjölröddun endurreisnartímans auk þess sem Schola cantorum hefur flutt ýmis stórvirki barokksins ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju.

Schola cantorum verður með hádegistónleika á hverjum miðvikudegi í Hallgrímskirkju frá og með 26. júní til 28. ágúst kl. 12:00.

LUNCHTIME CONCERT WEDNESDAY JULY 24 AT 12 NOON

The Chamber Choir of Hallgrímskirkja, Schola cantorum will give a Lunchtime Concert at 12 noon on Wednesday July 17.

The repertoire varies from Icelandic folk songs to english songs. Hörður Áskelsson is the conductor of Schola cantorum.
Ticket price is 2.700 ISK.

About SCHOLA CANTORUM – CHAMBER CHOIR OF HALLGRÍMSKIRKJA.
Schola Cantorum Reykjavicensis was founded in 1996 by the conductor Hörður Áskelsson, the cantor at Hallgrímskirkja (Hallgrim’s Church) in Reykjavík. Schola Cantorum has from the very start played an important role in the Icelandic
music scene with a repertoire that consists mainly of renaissance, baroque and contemporary music including numerous premier performances of works by
Icelandic composers. Among the choir´s latest performances in 2019 are premiére of Hafliði Hallgrímsson’s oratorium Mysterum and Alfred Schnittke´s famous Requiem.

Schola cantorum will give a lunchtime concert in Hallgrímskirkja every Wednesday from the 26th of June until the 28th of August. The concert starts at 12 noon.

 

Árdegismessa miðvikudaginn 24. julí kl. 8.

Hallgrímskirkja - 2 klukkutímar 53 mín síðan

Árdegismessa miðvikudaginn 24. julí kl. 8.

Sr. Sigurður Árni Þórðarson messar ásamt messuþjónum.
Morgunmatur eftir messu.
Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma!

Allir hjartanlega velkomnir.

Útimessa við Reynisvatn sunnudaginn 21.júlí kl: 11:00.

Guðríðarkirkja - Fim, 18/07/2019 - 11:03
Útimessa við Reynisvatn (Sæmundarskólamegin). Hin árlega útimessa Árbæjar-Gragarholts- og Grafarvogskirkju. Prestar verða Karl V.Matthíasson og Sigurður Grétar Helgason. Ásbjörg Jónsdóttir, tónskáld leiðir söng og Daníel Helgason leikur á gítar. Eftir messuna verður boðið upp á grillaðar pylsur. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Lagt verður af stað frá Guðríðarkirkju kl: 10:30. Boðið verður upp á akstur frá Guðríðarkirkju. [...]

Samkirkjuleg Guðsþjónusta í Hvítasunnukirkjunni á sunnudag

Landakirkja - Fim, 18/07/2019 - 10:55

Næstkomandi sunnudag kl. 13:00 munu Hvítasunnukirkjan og Landakirkja hafa sameiginlega og samkirkjulega Guðsþjónustu í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar. Af þeim sökum verður engin Guðsþjónusta í Landakirkju þann daginn.

Hugmyndin er að hafa samkomu í hvítasunnukirkjunni núna á sunnudag þar sem prestar, tónlistarfólk og söfnuðir beggja kirkna sameinast í samkirkjulegri samkomu og gleðjast í trúnni með trúsystkinum sínum. Stefnt er að annarri sameiginlegri Guðsþjónustu í Landakirkju þann 25. ágúst.

Tilgangurinn er að gleðjast í trúnni með trúsystkinum okkar því að þrátt fyrir mismunandi skráningu, form eða upplifun nær kærleikur Guðs til allra.

Því viljum við bjóða alla velkomna í Hvítasunnukirkjuna næstkomandi sunnudag kl. 13:00 þar sem Guðni Hjálmarsson mun leiða og Viðar Stefánsson prédika. Tónlistarfólk beggja kirkna mun einnig taka þátt. Guðni Hjálmarsson, prestur Hvítasunnukirkjunnar og Viðar Stefánsson, prestur í Landakirkju.

Guðþjónusta í Lágafellskirkju

Lágafellskirkja - Fim, 18/07/2019 - 10:34

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju, sunnudaginn 21. júlí kl. 11:00. Sr. Arndís Linn leiðir helgihaldið og Þórður Sigurðarson sér um tónlistina.

Messa 21. júlí kl 11

Hallgrímskirkja - Miðv.d., 17/07/2019 - 14:00

Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Irmu Sjöfn Óskarsdóttir í messunni 21. júlí kl. 11. Kjartan Ognibene leikur á orgelið. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Útspil: Yves Rechsteiner. Hann leikur einnig á tónleikum kl. 17.

Sunnudagurinn 21. júlí

Lindakirkja - Miðv.d., 17/07/2019 - 13:57

11:00 Sunnudagaskóli, líf og fjör fyrir alla krakka.
20:00 Guðsþjónusta í kapellu Lindakirkju. Hjónin Regína Ósk og Svenni Þór leiða sönginn.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagur 21. júlí

Selfosskirkja - Miðv.d., 17/07/2019 - 10:59

Sunnudaginn 21. júlí verður ekki messa í Selfosskirkju vegna þátttöku í Skálholtshátíð.
Við viljum benda á hátíðarmessu í Skálholtskirkju þennan sunnudag kl. 14:00 og spennandi dagskrá í tilefni Skálholtshátíðar en hana má finna inn á heimsíðunni skalholtskirkja.is

Sameiginleg guðsþjónusta Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogssafnaða við Reynisvatn 21. júlí kl.11.00

Árbæjarkirkja - Miðv.d., 17/07/2019 - 10:27

Sunnudaginn 21. júlí kl. 11:00 verður sameiginlega messa safnaðanna þriggja Grafarvogs-, Árbæjar og Guðríðarkirkju við Reynisvatn.
Gengið verður frá Guðríðarkirkju kl. 10:30, en einnig verður hægt að mæta beint að Reynisvatni við upphaf guðsþjónustu kl. 11.
Tónlistarflutningur verður á vegum Ásbjargar Jónsdóttur og Daníels Helgasonar sem leikur á gítar.
Prestar safnaðanna þriggja þjóna.
Boðið verður upp á veitingar eftir messuna.

Frábærir orgeltónar í Hallgrímskirkju um helgina með Yves Rechsteiner konsertorganista frá Frakklandi / Wonderful organ music with Yves Rechsteiner concert organist from France in Hallgrímskirkja this weekend

Hallgrímskirkja - Miðv.d., 17/07/2019 - 09:55

Frábærir orgeltónar í Hallgrímskirkju um helgina með Yves Rechsteiner konsertorganista frá Frakklandi

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Laugardagur 20. júlí kl. 12.00 – 12.30

Yves Rechtsteiner, konsertorganisti frá Frakkland

Flytur verk eftir J. S. Bach og J. P Rameau.

 

Miðaverð 2500 kr

 

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Sunnudagur 21. júlí  kl. 17.00 – 18.00

Yves Rechtsteiner, konsertorganisti frá Frakkland

Á efnisskrá eru verk eftir Hector Berlioz, Mike Oldfield og Jehan Alain.

Miðaverð 3000 kr

 

Yves Rechsteiner lærði á orgel og sembal við Tónlistarháskólann í Genf í Sviss og sérhæfði sig í forte-piano og basso continuo í Schola Cantorum í Basel, Sviss.

Hann hefur unnið til verðlauna á alþjóðlegum vettvangi (í Genf, Prag, Bruges o.fl.). Yves hefur starfað sem basso continuo kennari við Tónlistardeild miðaldatónlistar í Conservatoire Supérieur í Lyon, Frakklandi frá árinu 1995.

Auk þess að vera virkur einleikari og meðleikari hefur hann gert margar útsetningar fyrir orgel og sembal.

Hann hefur hljóðritað ýmis tónverk allt frá barokki til sinfóníutónlistar og þá gjarnan í samstarfi við aðra tónlistarmenn.

Hann hljóðritaði verk J.S.Bach á sembal með pedal árið 2002, stofnaði Alpa- barokk hljómsveit tileinkaða svissneskri popptónlist árið 2005 og árið 2010 fékk hljómdiskurinn „Livre d’orgue de Rameau” viðurkenninguna „Diapason d’or”.

Árið 2013 hljóðritaði hann fyrsta hljómdiskinn sem tekinn var upp á Puget orgelið í Dalbade í Toulouse, þar sem hann lék eigin útsetningu á Symphonie Fantastique eftir Berlioz.

Hann stofnaði tríóið RCM Trio með slagverksleikaranum Henri-Charles Caget og gítarleikaranum Fred Maurin, sem tileinkað er endurgerð tónlistar eftir Frank Zappa sem og annarra framsækinna rokkhljómsveita.

Yves Rechsteiner hefur frá árinu 2014 verið listrænn stjórnandi orgelhátíðarinnar í Toulouse Frakklandi.

 

Laugardagur 20. júlí kl. 12.00

Johann Sebastian Bach 1685-1750 

From Partita BWV 1006 for violin arr. by Yves Rechtsteiner

Preludio Gavotte Menuet I and II Bourrée

Gigue

Jean-Philippe Rameau 1683-1764 

Suite en sol majeur:
arr. by Yves Rechtsteiner

Ouverture Musette Menuets Tambourins Air tendre Tambourins Les Sauvages

 

Sunnudagur 21. júlí kl 17.00

Hector Berlioz 1803-1869 

Symphonie Fantastique: arr. by Yves Rechtsteiner

Le Bal
Marche au Supplice

Mike Oldfield 1953- 

Tubular Bells 1
arr. by Yves Rechtsteiner

Jehan Alain 1911-1940 

Fantasmagorie Aria

Litanies

Wonderful organ music with Yves Rechsteiner concert organist from France in Hallgrímskirkja this weekend

 

International Organ Summer in Hallgrímskirkja

Saturday 20. July at 12:00 – 12:30

Yves Rechtsteiner, concert organist from France

Performing own arrangements of pieces by J. S. Bach and J. P. Rameau.

Tickets 2500 ISK

 

International Organ Summer in Hallgrímskirkja

Sunday 21. July at 17:00 – 18:00

Yves Rechtsteiner, concert organist from France

Performing pieces by Hector Berlioz, Mike Oldfield and Jehan Alain.

Tickets 3000 ISK

 

Yves Rechsteiner studied organ and harpsichord at the Geneva Conservatory,

and specialised on forte-piano and basso continuo at the Schola Cantorum of

Basel.

Prizewinner of several international competitions (Geneva, Prague, Bruges…), he

was appointed basso continuo teacher and head of the Early Music Department at the Conservatoire Supérieur of Lyon in 1995.

He is not only a soloist and accompanist, but makes regular arrangements and transcriptions for his instruments. His personal projects and recordings cover the baroque repertoire as well as the symphonic music, including collaborations with traditional players.

He recorded Bach on pedal-harpsichord in 2002, created Alpbarock ensemble dedicated to swiss popular music in 2005, and was awarded “Diapason d’or” in 2010 for his “Livre d’orgue de Rameau”.

In 2011 he made a first CD on the Puget organ of la Dalbade in Toulouse, where

he recorded his organ version of Berlioz Symphonie Fantastique in 2013.

He created with percussionist Henri-Charles Caget and the guitarist Fred

Maurin the RCM Trio, devoted to recreation of Frank Zappa’s music and other

progressive Rock groups.

He has been the artistic director of the festival Toulouse les Orgues since 2014.

 

Saturday 20th of July at 12 noon

Johann Sebastian Bach 1685-1750 

From Partita BWV 1006 for violin arr. by Yves Rechtsteiner

Preludio Gavotte Menuet I and II Bourrée

Gigue

Jean-Philippe Rameau 1683-1764 

Suite en sol majeur:
arr. by Yves Rechtsteiner

Ouverture Musette Menuets Tambourins Air tendre Tambourins Les Sauvages

 

Sunday 21st of July at 5 pm

Hector Berlioz 1803-1869 

Symphonie Fantastique: arr. by Yves Rechtsteiner

Le Bal
Marche au Supplice

Mike Oldfield 1953- 

Tubular Bells 1
arr. by Yves Rechtsteiner

Jehan Alain 1911-1940 

Fantasmagorie Aria

Litanies

 

Spennandi tónleikar á fimmtugaginn 18. Júlí kl.12 með Jóni Bjarnasyni dómorganista í Skálholti ásamt trompetleikurunum Vilhjálmi Inga Sigurðssyni og Jóhanni Ingva Stefánssyni

Hallgrímskirkja - Miðv.d., 17/07/2019 - 09:50

Spennandi tónleikar með Jóni Bjarnasyni dómorganista í Skálholti ásamt trompetleikurunum Vilhjálmi Inga Sigurðssyni og Jóhanni Ingva Stefánssyni

 Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Fimmtudagur 18. júlí kl. 12.00 – 12.30

Jón Bjarnason organisti Skálholti leikur verk eftir Vivaldi, Bach, Mouret, Þorkel Sigurbjörnsson, Sigfús Einarsson og Manuel Rodriguez Solano ásamt Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni og Jóhanni Ingva Stefánssyni á trompet.

Miðaverð 2500 kr

 Jón Bjarnason dómorganisti í Skálholti fæddist í Skagafirði 1979 þar sem hann hóf píanónám 7 ára gamall. Hann lauk 8. stigs prófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Skagafjarðas

ýslu árið 1998. Jón útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík með píanókennarapróf árið 2003. Hann útskrifaðist með Kantorspróf og einleiksáfanga frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2006. Veturinn 2011-2012 lauk hann diplómu í orgelleik frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Jón hefur starfað sem píanóleikari með Karlakór Selfoss frá árinu 2011. Hann hefur komið víða fram sem píanóleikari með kórum og einsöngvurum. Hann hélt einleikspíanótónleika í Aratungu vorið 2016 sem fengu frábærar viðtökur. Jón hefur reglulega komið fram sem einleikari á orgeltónleikum í Skálholtsdómkirkju, Selfosskirkju, Alþjóðlegu orgelsumri og Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Stykkishólmi og víðar. Jón hefur talsverða reynslu af kórstjórn og hefur starfað sem kórstjóri hjá mörgum kórum frá árinu 2003. Hann stjórnar Skálholtskórnum sem hefur meðal annars síðustu tvö ár tekið þátt í flutningi á kantötum eftir Johann Sebastian Bach en það er orðin hefð á Skálholtshátíð. Einnig stjórnar Jón Söngkór Miðdalskirkju

og er fastráðinn organisti við 10 kirkjur í Skálholtsprestakalli. Jón var ráðinn kantor í Skálholtsdómkirkju árið 2009. Hann hefur verið áberandi í tónlistarlífi á Suðurlandi síðustu tíu ár og hlotið styrki til tónleikahalds, m.a. frá Samtökum Sunnlenskra sveitafélaga. 

Vilhjálmur Ingi Sigurðsson fæddist á Akureyri 1980. Hann lærði á trompet við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og síðar við Tónlistarskóla Akureyrar. Vilhjálmur lauk blásara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2003. Aðalkennari hans þar var Ásgeir Hermann Steingrímsson. 

Vilhjálmur fór sama ár í framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Osló hjá prófessor Jan Frederik Christiansen, sem var 1. trompetleikari Fílharmoníusveitar Oslóar. Hann útskrifaðist með cand. magister gráðu vorið 2005. Vilhjálmur stundaði síðan meistaranám við Sibelíusarakademíuna í Helsinki hjá prófessor Jouko Harjanne og Touko Lundell. Meðfram

 náminu í Helsinki lék hann m.a. með Óperuhljómsveitinni í Helsinki, Sinfóníuhljómsveit Sibelíusarakademíunnar og fleiri kammerhópum.

Vilhjálmur hefur spilað með fjölda hljómsveita og kammerhópa og hefur jafnframt reglulega komið fram sem einleikari. Hann var fulltrúi Íslands í keppni ungra norrænna einle

ikara árið 2004 í Osló þar sem keppendur voru frá öllum Norðurlöndunum. Meðal hljómsveita sem Vilhjálmur hefur spilað með má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem hann er lausráðinn, Hljómsveit Íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kammersveitina Ísafold, Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveit æskunnar og Ungfóníu. Hann hefur einnig tekið þátt í Óperustúdíói Austurlands og sótt blásarasveitarnámskeið m.a. til Danmerkur og Finnlands á vegum Nomu. Hann er einnig meðlimur í brasshópnum Hexagon. 

Vilhjálmur hefur starfað sem hljóðfærakennari frá árinu 1999 við Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Tónlistarskóla Eddu Borg og við Skólahljómsveit Vesturbæjar. 

Hann starfaði við Tónlistarskólann á Akureyri frá árinu 2008-2013 og frá 

2013-2017 kenndi hann við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og við Skólahljómsveit Austurbæjar. Hann starfar núna við Tónlistarskóla Akureyrar. 

 

Jóhann Ingvi Stefánsson trompetleikari er fæddur og uppalinn á Selfossi og hóf tónlistarnám þar. Hann útskrifaðist úr blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1992. 

Jóhann hefur haldið tónleika í samstarfi við ýmsa tónlistarmenn og leikið með margvíslegum hljómsveitum og kammerhópum. Má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Stórsveit Reykjavíkur, Caput hópinn o.fl. Hann hefur einnig leikið í uppfærslum í Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni. 

Jóhann hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.

Hann er meðlimur í ýmsum hljómsveitum t.d. rokkhljómsveitinni Skjálftavaktinni og danshljómsveitinni Blek og Byttur.

Jóhann er aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga. Fimmtudagur 18. Júlí kl. 12.00

 

Antonio Vivaldi 1678-1741 

Concerto for two trumpets and strings 

Johann Sebastian Bach 1685-1750 

Triosonata in E flat minor BWV 525 Allegro 

Adagio Allegro 

Jean Joseph Mouret 1682-1738 

Rondeau 

Þorkell Sigurbjörnsson 1938-2013 

Heyr himnasmiður arr. Jón Bjarnason 

Sigfús Einarsson 1877-1939 

Draumalandið 

Manuel Rodriguez Solano 1977 

Fanfarria Bolero

 

English:

Organ concert with Jón Bjarnason organist in Skálholt Church, Iceland performs with trumpetists Vilhjálmur Ingi Sigurðsson and Jóhann Ingvi Stefánsson 

 

International Organ Summer in Hallgrímskirkja 

Thursday 18. July at 12:00 – 12:30

Jón Bjarnason organist in Skálholt, Iceland plays pieces by Vivaldi, Bach, Mouret, Þorkell Sigurbjörnsson, Sigfús Einarsson and Manuel Rodriguea Solano with Vilhjálmur Ingi Sigurðarson and Jóhann Ingvi Stefánsson on trumpet.

Tickets 2500 ISK

 

Jón Bjarnason was born 1979 in Skagafjörður, North Iceland. He started piano lessons when he was seven years old and graduated as a piano teacher in 2003 from The Reykjavík College of Music. Jón graduated as cantor from Tónskóli Þjóðkirkjunnar in 2006, as well as finishing his soloist diploma. 

He finished a diploma in Organ repertoire from the Royal Danish Academy of 

Music in Copenhagen 2012. Jón was organist in Seljakirkja in Reykjavik 2003- 2009. Since 2009 Jón is organist at Skálholt Cathedral in South-Iceland. 

Vilhjálmur Ingi Sigurðsson was born in Akureyri in North Iceland in the year 1980. He first studied trumpet in Akureyri Music School from age 10. He then attended Reykjavik Music College and studied with Ásgeir H. Steingrímsson and graduated in the year 2003. 

He then moved to Oslo and studied at the Norwegian College of Music 2003- 

2005 when he finished his Bachelor degree. 

His teacher there was Professor Jan Frederik Christiansen. 

Vilhjálmur studied further in Finland, where his teachers where Jouko Harjanne 

and Touko lundell and graduated with masters degree in the spring of 2008. 

 

During his studies in Helsinki he played with several orchestras including 

the Sibelius Academy orchestra , Helsinki opera and many chamber groups. 

Vilhjálmur moved back to Iceland and is solo trumpetist with the North 

Iceland Symphony Orchestra (SinfoniaNord) and is teacher at the Akureyri Music School. 

Vilhjálmur has also played with Iceland symphony Orchestra , Icelandic Opera and is a member of Ísafold chamber orchestra, Hexagon Brass ensemble and works freelance with many other groups. He has been very active as soloist and has attended trumpet competitions both in Oslo 2004 and in Lieksa 2012. 

Jóhann Ingvi Stefánsson was born in Selfoss and started his music education there. He graduated from the Reykjavík Music College as teacher in 1992. Jóhann has held concerts in collaboration with various musicians and played with various bands and chamber groups. These include the Iceland Symphony Orchestra, the North Iceland Symphony Orchestra, the Reykjavik Big Band and the Caput Group. He has also participated at the National Theater and the Icelandic Opera. Jóhann has appeared as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra and other orchestras. He is member of various bands e.g. the rock band Skjálftavaktin and the dance band Blek and Byttur. Jóhann is the Deputy Head of the Music School of Tónlistarskóli Árnesinga, South- Iceland. 

 

Thursday at 12 noon

Antonio Vivaldi 1678-1741 

Concerto for two trumpets and strings 

Johann Sebastian Bach 1685-1750 

Triosonata in E flat minor BWV 525 Allegro 

Adagio Allegro 

Jean Joseph Mouret 1682-1738 

Rondeau 

Þorkell Sigurbjörnsson 1938-2013 

Heyr himnasmiður arr. Jón Bjarnason 

Sigfús Einarsson 1877-1939 

Draumalandið 

Manuel Rodriguez Solano 1977 

Fanfarria Bolero

Útimessa við Reynisvatn

Grafarvogskirkja - Þri, 16/07/2019 - 23:32

Sunnudaginn 21. júlí kl. 11:00 verður sameiginlega messa safnaðanna þriggja Grafarvogs-, Árbæjar og Guðríðarkirkju við Reynisvatn.

Gengið verður frá Guðríðarkirkju kl. 10:30, en einnig verður hægt að mæta beint að Reynisvatni við upphaf guðsþjónustu kl. 11.

Tónlistarflutningur verður á vegum Ásbjargar Jónsdóttur og Daníels Helgasonar sem leikur á gítar.

Prestar safnaðanna þriggja þjóna.

Boðið verður upp á veitingar eftir messuna.

Hásláttur 2019 – Mæðgur með meiru

Húsavíkurkirkja - Þri, 16/07/2019 - 22:21

Sönghátíð Möggu Pálma í Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 18 júlí kl. 21.00. Aðalgestur er söngkonan, Berglind Björk Jónasdóttir. Píanisti er Jón Elísson. Kór eru söngkonur sem sungið hafa í sönghúsinu Domus Vox í Reykjavík. Einnig verður tónleikagestum boðið til samsöngs með sönghópnum.  Aðgangur er ókeypis.  Fjölmennum

Kvöldmessa í Kirkjuselinu 21. júlí kl. 20

Egilsstaðaprestakall - Þri, 16/07/2019 - 10:15

Ljúfir tónar á sumarkvöldi í Kirkjuselinu, Fellabæ.

Kvöldmessa á ljúfum nótum sunnudaginn 21. júlí kl. 20.
Øystein Magnús Gjerde leikur á gítar og leiðir söng.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. 
Kvöldkaffi að messu lokinni.
Komið fagnandi!

Fjölskyldu- og flugdrekahátíð í Skálholti

Skálholt - mánud., 15/07/2019 - 14:53
Laugardaginn 31. ágúst 2019 milli klukkan 14:00 og 17:00 verður fjölskyldu- og flugdrekahátíð í Skálholtsbúðum. Boðið verður upp á flugdrekasmiðju fyrir alla aldurshópa þar sem hægt verður að læra hvernig á að búa til einfaldan flugdreka úr endurnýtanlegum efnum. Einnig verður tendrað á grillinu en hver og einn getur komið með mat á grillið og drykki með því líka. Vonandi sjáum við sem flesta því það gæti verið að mikilfengleg sjón að sjá tugi flugdreka takast á loft.

Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 17. júlí! / Lunchtime Concert Wednesday July 17 at 12 noon!

Hallgrímskirkja - mánud., 15/07/2019 - 12:52
Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 17. júlí! / Lunchtime Concert Wednesday July 17 at 12 noon!

 

Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 17. júlí.
Á tónleikunum verður flutt falleg, hátíðleg og skemmtileg dagskrá sem spannar vítt litróf frá miðöldum á Íslandi til vorra daga með viðkomu í íslenskum tvísöng auk þess sem nokkrar glæsilegar og þekktar perlur evrópskra tónbókmennta verða teknar til kostanna. Miðaverð er 2.700 kr. og það er posi á staðnum. Einnig er hægt að kaupa miða á

Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, var stofnaður árið 1996 af Herði Áskelssyni kantor í félagi við nokkra meðlimi úr Mótettukór Hallgrímskirkju. Allar götur síðan hefur kórinn gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku tónlistarlífi.
Frumflutningur á verkum íslenskra tónskálda hefur jafnan vegið þungt á efnisskrá kórsins en einnig fjölröddun endurreisnartímans auk þess sem Schola cantorum hefur flutt ýmis stórvirki barokksins ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju.

Schola cantorum verður með hádegistónleika á hverjum miðvikudegi í Hallgrímskirkju frá og með 26. júní til 28. ágúst kl. 12:00.

LUNCHTIME CONCERT WEDNESDAY JULY 17 AT 12 NOON

The Chamber Choir of Hallgrímskirkja, Schola cantorum will give a Lunchtime Concert at 12 noon on Wednesday July 17.

The repertoire varies from Icelandic folk songs to english songs. Hörður Áskelsson is the conductor of Schola cantorum.
Ticket price is 2.700 ISK.

About SCHOLA CANTORUM – CHAMBER CHOIR OF HALLGRÍMSKIRKJA.
Schola Cantorum Reykjavicensis was founded in 1996 by the conductor Hörður Áskelsson, the cantor at Hallgrímskirkja (Hallgrim’s Church) in Reykjavík. Schola Cantorum has from the very start played an important role in the Icelandic
music scene with a repertoire that consists mainly of renaissance, baroque and contemporary music including numerous premier performances of works by
Icelandic composers. Among the choir´s latest performances in 2019 are premiére of Hafliði Hallgrímsson’s oratorium Mysterum and Alfred Schnittke´s famous Requiem.

Schola cantorum will give a lunchtime concert in Hallgrímskirkja every Wednesday from the 26th of June until the 28th of August. The concert starts at 12 noon.

 

Árdegismessa miðvikudaginn 17. julí kl. 8

Hallgrímskirkja - mánud., 15/07/2019 - 12:50

Árdegismessa miðvikudaginn 17. julí kl. 8.

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar ásamt messuþjónum.
Morgunmatur eftir messu.
Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma!

Allir hjartanlega velkomnir.

Sumarleyfi

Áskirkja - lau, 13/07/2019 - 10:21

Í sumarleyfi sóknarprests og starfsfólks Áskirkju frá 8. júlí til 19. ágúst 2019 liggur helgihald í kirkjunni niðri. Næst verður messað í Áskirkju sunnudaginn 25. ágúst kl. 11:00.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í Þjóðkirkjunni