Kirkjur í Þjóðkirkjunni

Verði ljós

Hallgrímskirkja - 1 klukkutími 55 mín síðan

Í Hallgrímskirkju er ljósberi með sætum fyrir bænakerti. Þangað leitar fólk og kveikir á kertum, vitjar ástvina í huganum og biður bænir. Á hnattlaga ljósberanum eru sæti fyrir 61 bænakerti. Í honum miðjum er stórt kerti sem er tákn fyrir heimsljós Guðs, Jesú Krist.

Hallgrímskirkja er ekki aðeins mest myndaða hús og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, heldur helgistaður alls heimsins. The Guardian útnefndi Hallgrímskirkju sem eitt af tíu mikilvægustu íhugunar- og bænahúsum veraldar. Alla daga situr fólk í kyrru kirkjunnar og íhugar og biður. Bænahnötturinn í kirkjunni laðar að og fljótlega eftir opnun kirkjunnar að morgni loga ljós í öll sætum ljósberans. Þá hefur fólk tyllt kertum sínum á aðra hluta ljósberans. Vegna fjöldans, sem reynir að koma ljósum fyrir, hafa kerti fallið niður á gólf. Það er fólki sárt að sjá bænaljósin sín hrynja. Og það er líka mikil vinna fyrir starfsfólk kirkjunnar að þrífa gólf og stjaka. Spurningarnar hafa oft leitað á starfsfólkið. Var bænahnötturinn orðinn of lítill?

Velgerðarfólk Hallgrímskirkju gaf kirkjunni ljósberann í ársbyrjun 1996. Hönnuður var Gunnsteinn Gíslason, myndlistarmaður og Þuríður Steinþórsdóttir, járnsmiður, vann stjakann. Ígjafabréfi segir: „Víða höfum við ferðast og ávallt á feðrum okkar leitum við til kirkju og hlýðum messu eða sitjum í kyrrð og þökkum þá miklu gleði sem börnin okkar þrjú hafa veitt okkur. Á þessum stundum höfum við kveikt á litlum kertum og látið á bænastjaka sem þar hafa verið. Við hjónin höfum margt að þakka. Því gleður það okkur mikið að ljósberinn fái að standa í Hallgrímskirkju sem þakklætisvottur okkar fyrir þá miklu gæfu sem börn okkar hafa fært okkur. Við biðjum þess jafnframt að margir finni sér stund til að tendra ljós á stikum hans og að þessi litlu ljós megi veita birtu í sál á tímum sorgar og hlýju þakklætis á tímum gleði.“

Ljósberar eru víða til í kirkjum og fólk staldrar við og hugsar um líf sitt og sinna og biður fyrir fólki. Hnattlaga ljóshnettir þjóna sama hlutverki og ljósberi Hallgrímskirkju.

Ljósberinn er Hallgrímskirkjufólki kær og enginn hefur viljað breyta honum þótt aðsókn og hreingerningavinnan væri mikil. Til að þurfa ekki að láta gera stærri ljóshnött smíðaði Járnsmiðja Óðins járnbaug undir stjakann. Hlaðbær Colas gaf marga poka af ljósum mulningi sem var hellt í bakkann. Flestum kom á óvart hve ljósberinn naut þessa nýja samhengis, eiginlega lyftist í rýminu. Sandbaugurinn rímaði vel við fótstykki Kristsstyttu Einars Jónssonar.

Hvernig brást fólk svo við sem kom í kirkjuna? Það var spennandi að fylgjast með hvernig ljósafólkið færi að. Þegar flest kertasætin voru fullnýtt var enginn sem tyllti aukaljósum á ljósberann eins og áður var. Kertunum var komið fyrir í sandinum. Sumir mynduðu handarfar og komu ljósinu sínu þar fyrir. Aðrir teiknuðu hjarta í sandinn sem varð eins og amen við bænirnar. Hin nýja undirstaða ljóshnattarins kemur til móts við þarfir ljóssækins bænafólks. Fleiri ljós, fleiri bænir, aukið þakklæti og meiri birta. Velkomin í Hallgrímskirkju. Verði ljós.

Rafmagnslaust í Digraneskirkju

Digraneskirkja - 2 klukkutímar 32 mín síðan

Fimmtudaginn 20. september er rafmagnslaust í Digraneskirkju og í Hvömmum í Kópavogi.
Þar með liggur bæði tölvukerfi okkar niðri og sömuleiðis símsvörun.
Við verðum því gjörsamlega tengslalaus við umheiminn. 

Sjá hér upplýsingar frá Veitum

Sunnudagur 23. september.

Glerárkirkja - 2 klukkutímar 42 mín síðan

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Sunna Kristrún djákni þjóna. Barna-og æskulýðskór syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur kórstjóra. Organisti: Valmar Väljaots. Allir velkomnir. Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Ath.: Eftir fjölskylduguðþjónustuna og kvöldmessuna verður létt spjall við foreldra fermingarbarna um tilhögun fermingarfræðsunar í vetur. Foreldrar sem eiga börn sem fermast í vor eru hvött til að mæta.

17. sunnudagur eftir trínitatis, 23. september 2018:

Áskirkja - 4 klukkutímar 54 mín síðan

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sunnudagur 23. september

Akureyrarkirkja - 6 klukkutímar 46 mín síðan
Messa í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Jakobskór Akureyrarkirkju syngur. Organisti er Petra Björk Pálsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00. Bangsablessun, allir bangsar velkomnir í sunnudagaskólann. Umsjón Sonja Kro æskulýðsfulltrúi og Jón Ágúst Eyjólfsson.

Helgihald sunnudaginn 23. september

Grafarvogskirkja - 7 klukkutímar 11 mín síðan

Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og Hákon Leifsson stjórnar.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar, sögur og ærslagangur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón.

Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Sunnudagur til sælu 23. september

Seljakirkja - 7 klukkutímar 34 mín síðan

Sunnudagaskóli kl. 11

Bára og Malla leiða stundina
Rebbi kemur í heimsókn og
kíkt verður í fjársjóðskistuna
ávaxtahressing í lokin og mynd til að lita.

Guðsþjónusta kl. 14
Bryndís Malla Elídóttir þjónar
Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel
Kór Seljakirkju syngur
Kaffisopi að messu lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Félagsstarf eldri borgara miðvikudaginn 19.sept. kl: 13:10.

Guðríðarkirkja - 7 klukkutímar 36 mín síðan
Félagsstarf eldri borgara. Helgistund og söngur. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir fjallar um drauma og merkingu þeirra. Spjall kaffi og meðlæti á kr. 500.-  Hlökkum til að sjá ykkur. sr. Leifur Ragnar, Hrönn og Lovísa.

Messa sunnudag 23. september

Skálholt - 7 klukkutímar 37 mín síðan
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJAMessa sunnudag 23. september kl. 11.00.Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna.Organisti er Jón Bjarnason.Vinsamlega sýnið tillitsemi þegar athafnir eru í kirkjunni. Please be considerate if there is a service in the church. Egill Hallgrímsson sóknarprestur Skálholtsdómkirkju, sími / phone: 894-6009Skálholtsstaður sími / phone: 486-8870

Opið hús og kynning á Safnaðarfélaginu

Grafarvogskirkja - 8 klukkutímar 2 mín síðan

Fimmtudaginn 20. september kl. 20:00 verður Safnaðarfélagið með opið hús og kynningu á félaginu og starfi þess hér í Grafarvogskirkju. Prestarnir koma og segja frá því helsta sem verður á döfinni í vetur. Kaffi og með því að hætti Safnaðarfélagsins! Verið hjartanlega velkomin og takið endilega með ykkur gesti!

Fermingarfræðslan er að fara af stað

Skálholt - mánud., 17/09/2018 - 16:24
Ungmenni úr Bláskógaskóla á Laugarvatni, Bláskógaskóla í Reykholti og Kerhólsskóla í Grímsnesi sækja fermingarfræðsluna í Skálholtsprestakalli. Í vikunni fór sóknarprestur í skólana og afhenti börnum blað með spurningum sem þau eiga að svara. Þau börn sem ætla að fermast í vor skila blaðinu svo til sóknarprests þegar hann kemur aftur í skólana. Foreldrar þeirra barna sem ætla að fermast munu fá bréf með upplýsingum um fermingarfræðsluna og boð um sameiginlegan fund með börnunum og sóknarpresti.

Barnastarfið í Skálholtsprestakalli er í Skálholtsdómkirkju á laugardagsmorgnum kl 11.00

Skálholt - mánud., 17/09/2018 - 16:19
ÞAÐ ER FYRIR FORELDRA OG BÖRN Í ÖLLUM ÁTTA SÓKNUNUM SEM MYNDA SKÁLHOLTSPRESTAKALL.Umsjón með þessu mikilvæga starfi hefur Bergþóra Ragnarsdóttir, djáknakandídat en með henni í starfinu er Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti.Tilkynningar sem varða barnastarfið birtast á Facebook hópnum "Barnastarf í Skálholti". Þetta er opinn hópur og gott fyrir þá sem vilja fylgjast með barnastarfinu að skrá sig í hann og fá tilkynningar um hvað er á döfinni. Börnin fá bók til eignar og límmiða til að safna i bókina. Þau heyra sögur úr Biblíunni, læra skemmtileg lög, föndra og gera allt mögulegt fleira.

Unglingastarfið í Skálholtsprestakalli er hafið

Skálholt - mánud., 17/09/2018 - 16:11
MOLARNIR ERU ÆSKULÝÐSFÉLAG ALLRA SÓKNANNA Í SKÁLHOLTSPRESTAKALLIUnglingastarfið í Skálholtsprestakalli er hafð. Fundir eru í Skálholtsbúðum á mánudagskvöldum kl. 20.00 til 21.45.Þetta starf er opið öllum ungmennum í 8., 9., og 10. Bekk grunnskólanna og í fyrsta bekk framhaldsskólanna.Koný Björg Jónasdóttir hefur yfirumsjón með unglingastarfinu. Með henni eru aðrir frábærir æskulýðsleiðtogar sem hafa séð um þetta farsæla starf með Konnýju á undanförnum árum.Helgarferð til Egilsstaða, á Landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar er framundan mjög fljótlega. Nauðsynlegt er að sækja fundi áður en farið er á landsmótið og því gott að byrja strax að koma á fundi.Þeir sem vilja taka þátt í Molastarfinu geta óskað eftir að gerast meðlimir í lokuðum hópi á Facebook. Þar birtast allar tilkynningar sem varða starfið. Allir unglingar í 8., 9., 10., bekk og á fyrsta ári í framhaldsskólum - og sumir foreldrar - geta fengið aðgang að Facebook hópnum. (Skrifið Molar! í gluggann efst á facebook síðunni ykkar og ýtið á stækkunarglerið eða enter. Sækið síðan um aðgang og bíðið eftir að vera samþykkt)

Morgunmessa miðvikudaginn 19. september kl 8.15 – 8.45

Hafnarfjarðarkirkja - mánud., 17/09/2018 - 14:45

Orgelleikur,  sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Allir velkomnir

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 18. september

Hafnarfjarðarkirkja - mánud., 17/09/2018 - 14:42

Kl. 16  Öldutúnsskóli, Áslandsskóli og Nú
Kl. 17 Lækjarskóli og Hraunvallaskóli
Börnin fá afhenta verkefnabók.
Ferðalag í Vatnaskóg 21. – 22. september. Sjá bréf sem sent hefurv erið til allra foreldra /forráðamanna.

Endurbætur á Kópavogskirkju

Kópavogskirkja - mánud., 17/09/2018 - 13:20

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = 'https://connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v3.1'; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, 'script', 'facebook-jssdk'));

Kostnaðarsamar endurbætur á Kópavogskirkju

Kostnaðarsamar endurbætur á Kópavogskirkju standa nú yfir.

Posted by Lifandi mynd on Sunnudagur, 16. september 2018

Æskulýðsfundir hefjast fimmtudagskvöldið 20. september kl. 20:00

Kópavogskirkja - mánud., 17/09/2018 - 13:13

Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast fimmtudagskvöldið 20. september kl.20:00-21:30. Dagskrá er sniðin af þörfum þessa aldurshóp og allir hjartanlega velkomnir.

Stöndum með náttúrunni

Ísafjarðarkirkja - mánud., 17/09/2018 - 12:14

Við, sem störfum í kirkjunni, viljum taka höndum saman við aðrar hreyfingar og einstaklinga, sem láta sig náttúruvernd og baráttuna gegn loftslagvá varða.  Samstillt átak og stuðning almennings þarf til þess að knýja fyrirtæki og stjórnvöld til þess að standa við markmið í loftslagsmálum og náttúruvernd.

Kirkjan lætur sig varða náttúruvernd og sýnir í orði og verki að hún tekur loftslagsmálin alvarlega.

KOTTOS - með kraft og tilfinningu

Skálholt - mánud., 17/09/2018 - 11:41
Danski tónlistarhópurinn KOTTOS heldur tónleika í Skálholtskirkju þann 26. september.Aðgangseyrir klr. 3.000. Ókeypis fyrir börn að 14 ára aldri. Posi á staðnum.Tónlist KOTTOS er bæði sígild og þeirra eigin. Hinir fjóru margverðlaunuðu tónlistarmenn í KOTTOS sameinuðust um ástríðuna fyrir hinu fullkomna, því sem er öðruvísi, þjóðlagatónlistinni og tengingunni þar á milli. Með áhrifamikilli blöndu af norrænum tónlistaráhrifum sem eru fléttuð saman með áhrifum frá grískri tónlist, nær kvartettinn að skapa einstæða tónlist sem geislar af hlýju, snilld og krafti. En tónlist KOTTOS ber ekki keim af hefðbundinni þjóðlagatónlist. Það má helst skilgreina hana sem tónlist frá landi sem hefur aldrei verið til.Meðlimir KOTTOS eru: Bjarke Mogensen, accordion Josefine Opsahl, cello Pernille Petersen, flauta Christos Farmakis, bouzouki

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í Þjóðkirkjunni