Kirkjur í Þjóðkirkjunni

Jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur

Kirkjan okkar - mánud., 10/12/2018 - 14:07

Kirkjukór Ólafsvíkur og pólskir vinir syngja saman í tónleikum sem kallast "pólsk-íslensk jól".

Fögnum saman 100 ára fullveldi Póllands og Íslands 2018.

Stjórnandi: Veronice Osterhammer
Meðleikari: Elena Makeeva

Enginn aðgangseyrir - allir velkomnir!!

Jólaball Árbæjarkirkju og Fylkis – Sunnudaginn 16. desember

Árbæjarkirkja - mánud., 10/12/2018 - 11:36

Sameiginlegt jólaball Árbæjarkirkju og Fylkis verður haldið sunnudaginn 16. desember kl. 11.00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju að lokinni fjölskylduguðsþjónustu.

Jólasveinarnir líta inn með glaðning fyrir yngstu kynslóðina.

Allir hjartanlega velkomnir.

Fimmtudagur 13. desember

Glerárkirkja - mánud., 10/12/2018 - 11:31

Samvera eldri borgara verður fimmtudaginn 13. desember kl. 15:00 Gestur fundarins verður Óskar Pétursson söngvari. Mætum vel, og eigum notalega stund. Ath:. Sætaferðir verða frá Lindarsíðu og Lögmannshlíð.

Gluggamessa, verklok og aðventuhátíð

Skálholt - mánud., 10/12/2018 - 10:09
Aðventumessa verður í Skálholtsdómkirkju kl. 11 3ja sunnud. í aðventu 16. des. Það er gluggamessa, til að fagna endurnýjun listglugga Gerðar Helgadóttur og altarismyndar Nínu Tryggvadóttur. Takmarkinu er náð með mikilli vinnu og framlögum fjölda fólks, hópa, fyrirtækja og sjóða. Allt orðið sem nýtt. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, biskup, sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, þjóna. Organisti er Jón Bjarnason. Lesarar eru Jón Sigurðsson, Drífa Hjartardóttir, Erlendur Hjaltason og Matthildur Róbertsdóttir. Meðhjálpari er Elínborg Sigurðardóttir. Eftir messu býður Skálholtsstaður til hádegisverðarhlaðborðs og þar verða fluttar þakkir fyrir vinnu, söfnun og framlög. Aðventuhátíð sama dag kl. 16. Skálholtskórinn flytur kórverk og börn úr grunnskólum Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti syngja nokkur lög. Kristján Gíslason, Hringfarinn, flytur hugvekju. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, annast bæn og blessun. Organisti og kórstjóri er Jón Bjarnason. Fyrir og eftir aðventuhátíðin er heitt súkkulaði og kaffiveitingar í boði í Skálholtsskóla.Alla virka daga eru morgunbænir kl. 9 og síðdegisbænir kl. 18 í umsjá sr. Skírnis Garðarssonar og sr. Egils Hallgrímssonar.

Helgihald um jól og áramót

Hrunaprestakall - mánud., 10/12/2018 - 08:33

Aðfangadagur – 24. desember:  Guðsþjónusta á jólanótt í Hrunakirkju kl. 23.

Helgistund í Stóra-Núpskirkju kl. 23:30 í umsjá sr. Axels Njarðvík.

 

Jóladagur – 25. desember:  Hátíðarmessur.  Í Stóra-Núpskirkju kl. 11 og í Hrepphólakirkju kl. 14.  Ljósaguðsþjónusta á jóladagskvöld í Ólafsvallakirkju kl.. 22.

 

Gamlársdagur – 31. desember:  Guðsþjónusta í Tungufellskirkju kl. 14 og aftansöngur í Stóra-Núpskirkju kl. 16.

 

Þrettándinn – 6. janúar:  Nýársmessa í Hrepphólakirkju kl. 11.  Vígslubiskupinn í Skálholti prédikar.  Þjóðlegur hádegisverður á eftir.

 

Sjáumst í kirkju um hátíðarnar – gleðileg jól!

 

 

Jólastund eldriborgara þriðjudaginn 11. desember

Fella- og Hólakirkja - sun, 09/12/2018 - 11:05

Jólastund eldriborgara hefst kl. 12:00 með kyrrðarstund. Jólamatur eftir stundina. Nauðsynlegt er að skrá sig í matinn, Jólalögin sungin og jólasaga lesin.

Verið velkomin

Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn 10. desember

Skálholt - sun, 09/12/2018 - 08:08
Það verður sannkölluð jólastund í Skálholtsdómkirkju mánudaginn 10. desember kl. 20:00. Þá syngja hér Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn og flytja fallega jóladagskrá. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi dásamlega jólatónlist og hver veit nema þeir taki eitthvað sameiginlegt lag á tónleikunum. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti flytur hugvekju. Allir eru hjartanlega velkomnir að njóta hátíðlegrar söngstundar á þessu mánudagskvöldi í aðdraganda jóla. Aðgangseyrir er 1500 krónur sem rennur óskiptur í Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju en núna eru allir gluggar Gerðar Helgadóttur komnir endurgerðir í kirkjuna og altarismynd Nínu Tryggvadóttur lagfærð og gljáfægð. Stjórnandi og organisti er Jón Bjarnason.

Annar sunnudagur í aðventu Jólaball sunnudagaskólans kl. 11.

Fella- og Hólakirkja - fös, 07/12/2018 - 14:50

Annar sunnudagur í aðventu

Jólaball sunnudagaskólans kl. 11.
Sungið og dansað í kringum jólatréð, sveinkar koma í heimsók og allir fá glaðning!

Verið hjartanlega velkomin

Sigga og skessan í jólaskapi í Lágafellskirkju

Lágafellskirkja - Fim, 06/12/2018 - 13:19

Sunnudaginn 9. desember kemur Stoppleikhópurinn með leikritið Sigga og Skessan í jólaskapi í Lágafellskirkju. Sýningin hefst kl. 13 svo gott er að vera mætt tímanlega.

Hátíðarguðsþjónusta sunnudaginn 9.desember kl: 11:00.

Guðríðarkirkja - Fim, 06/12/2018 - 12:24
Hátíðarguðsþjónusta sunnudaginn 9.desember kl: 11:00. Nýtt pípuorgel verður vígt. Biskup Íslandsfrú Agnes M.Sigurðardóttir blessar orgelið. Sr. Karl V.Matthíasson, sr. Leifur R.Jónsson og dr. Sigríður Guðmarsdóttir þjóna fyrir altari. Kirkjukór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir syngur einsöng. Eftir messuna verður boðið upp á veitingar. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir og meðhjálpari Aðalsteinn Dalmann Októsson.

Þakkarorð á aðventu; Jóladagatal Landakirkju

Landakirkja - Fim, 06/12/2018 - 11:42

Jóladagatal Landakirkju sem hóf göngu sína í byrjun desember hefur vakið mikla eftirtekt og lukku. Einlægni þeirra sem koma þar fram og eru tilbúnir að deila hugsjónum sínum og tilfinningum er ómetanleg fyrir okkar góða söfnuð. Þakklæti á jólum og aðventu er sannalega mikilvægt því erillinn er hvað mest sýnilegur á þessum tíma þegar kapphlaup efnishyggjunnar stendur sem hæst.

Njótum samveru og verum þakklát á aðventu.

Hér er tengill á facebook síðu Landakirkju þar sem dagatalið má finna.

Aðventukvöld Valþjófsstaðarkirkju sunnudaginn 9. desember kl. 20:30

Egilsstaðaprestakall - Fim, 06/12/2018 - 10:24

Kór Valþjófsstaðarkirkju syngur og leiðir almennan söng, Angelika Liebermeistar syngur einsöng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson.

Steinunn Ásmundsdóttir les úr bók sinni Manneskjusaga.

Guðrún Einarsdóttir flytur jólasögu.

Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.

Aðventukaffi í lokin á gamla prestsetrinu að Valþjófsstað 1.

Verið hjartanlega velkomin!

Fjölskyldumessa kl.11.00 og Aðventuhátíð kl.19.30

Árbæjarkirkja - Fim, 06/12/2018 - 09:09

Fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00. í umsjón Ingunnar djákna og sr. Þórs. Benjamín Gísli leikur á píanó.
Aðventuhátíð Árbæjarsafnaðar kl. 19:30 – Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Leikskólabörn frá Heiðaborg syngja. Börn úr Árbæjarskóla flytja tónlistardagskrá. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla flytur hátíðarræðu, Gréta Salóme Stefánsdóttir leikur á fiðlu. Aladár Rácz leikur á píanó. Kór Árbæjarkirkju syngur nokkur lög, hljóm og kórstjóri Kristina K. Szklenár

Kirkjubrall & Kaffihúsamessa sunnudaginn 9. desember

Lindakirkja - Miðv.d., 05/12/2018 - 15:53
9. desember – Annar sunnudagur í aðventu

11:00 Kirkjubrall í sunnudagaskólanum út um alla kirkju
Fjölbreytt föndur, söngur, ratleikur og piparkökumálun. Einstök fjölskylduupplifun sem endar með sameiginlegum hádegismat.

20:00 Kaffihúsamessa – Töfratónar
Helgi Hannesson á píanó, Steinar Kristinsson á trompet og söngkonan Kristín Birna Óðinsdóttir leiða ljúfa jólasálma og tónlist á meðan kirkjugestir sitja til borðs, syngja með og njóta, japlandi á smákökum, sötrandi súkkulaði. Skátarnir afhenda friðarlogann frá Betlehem og sr. Guðni Már Harðarson leiðir stundina.

11. desember – þriðjudagur

20:00 Lofgjörðar- og fyrirbænastund
Ávextir andans leiða lofgjörðina og sr. Guðni Már Harðarson flytur jólahugvekju. Kaffi og konfekt á eftir.

Sunnudagur 9. desember.

Glerárkirkja - Miðv.d., 05/12/2018 - 14:34

Jólastund með Krossbandinu kl. 20:00 Sr. Stefanía G. Steinsdóttir stjórnar stundinni. Eftir athöfnina verða kakó og kleinur í safnaðarsal Kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagur 9. desember.

Glerárkirkja - Miðv.d., 05/12/2018 - 11:47

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista.

Aðventuhátíð 9. desember kl. 17:00

Ástjarnarkirkja - Miðv.d., 05/12/2018 - 10:36

Árleg aðventuhátíð Ástjarnarkirkju verður haldin sunnudaginn 9. desember kl. 17:00.

Kór Ástjarnarkirkju og kvennakórinn Ljósbrot syngja auk þess sem barnakór kirkjunnar flytur söngleikinn Óskir trjánna.
Keith Reed tónlistarstjóri kirkjunnar stjórnar öllum kórunum. Tónlistin í söngleiknum er eftir hann.
Prestar kirkjunnar, Kjartan og Arór Bjarki leiða stundina.

Kórinn Ljósbrot er kór KFUM og KFUK.

Á eftir verður boðið upp á kakó og piparkökur.

Sunnudagaskóli Ástjarnarkirkju 9. desember kl. 11:00

Ástjarnarkirkja - Miðv.d., 05/12/2018 - 10:15

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 sunnudaginn 9. desember undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í Þjóðkirkjunni