Trú.is

Séð með augum annarra

Trú.is - postilla - sun, 10/03/2019 - 10:56
Þegar við stöndum andspænis listaverki – þá fáum við einstakt tækifæri til að víkka út okkar eigin vitund og sjónsvið.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Ný vefslóð fyrir pistla og postillur

Trú.is - pistlar - Þri, 05/03/2019 - 18:32
Pistlar og postillur eru á kirkjan.is. Valhnappur á forsíðu. Skráning er hætt á tru.is og verður framvegis á þjónustuvef. Prestar geta skráð pistla og postillur á þjónustuvef kirkjunnar.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Prédikun á konudaginn í Lágafellskirkju

Trú.is - pistlar - fös, 01/03/2019 - 11:17
Til þjónustu við lífið Náð sé með ykkur og friður, frá Guði sem hefur skapað okkur og endurleyst, og gætir og leiðir allar stundir. Amen. Á degi sem tileinkaður er Biblíunni höfum við heyrt texta lesna hér frá altarinu sem allir fjalla um orð Guðs sem „er lifandi og kröftugt og beittara ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

Logandi runnar

Trú.is - postilla - sun, 10/02/2019 - 12:06
Við erum í sporum Móse sem leit hinn logandi runna og úr honum komu boðin um rjúfa vítahringinn, fara úr þrælahúsinu yfir til hins fyrirheitna lands. Logandi runnar og tré, reykjarstókar sem standa upp úr púströrum og strompum ættu með sama hætti að tala til okkar.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Pollapredikun

Trú.is - postilla - sun, 27/01/2019 - 11:02
Það er ekki allt sem sýnist og víst eru hugmyndir okkar um trúna margvíslegar. Ég tefli þessari útgáfu fram, innblásinn af andtaktugri dótturdóttur minni þar sem hún stóð frammi fyrir pollinum góða á göngustígnum.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Ræða Ingva K. Skjaldarsonar á alþjóðlegri bænaviku

Trú.is - pistlar - Fim, 24/01/2019 - 14:19
Ég heilsa ykkur í dag á þessum drottins degi í Jesú nafni. Það er mér bæði ljúft og skylt að flytja ykkur boðskap dagsins því eins og segir í Guðspjalli dagsins þá er andi Drottins yfir mér af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

Prédikun flutt við vísitasíu í Seltjarnarneskirkju 2. sd. e. þrettánda, 20. janúar 2019

Trú.is - pistlar - Fim, 24/01/2019 - 11:06
Prédikun flutt við vísitasíu í Seltjarnarneskirkju 2. sd. e. þrettánda, 20. janúar 2019. 1. Sam. 3:1-10; Róm. 1:16-17; Lúk. 19:1-10. Við skulum biðja: Miskunnsami Guð í kærleika þínum er kraftur til umbreytingar. Leyfðu okkur að komast að raun um, að þú getur látið gleði vaxa upp úr sorginni, frið og ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

Þú ert nóg…

Trú.is - postilla - Miðv.d., 23/01/2019 - 16:11
Það getur verið kalt á toppnum og með réttu eða röngu var Sakkeus af sínu eigin heimafólki álitinn svindlari, svíðingur. En er það ekki stórkostlegt hvernig kærleiki Guðs er alltaf dýpri og sterkari en okkar mannlegu skoðanir á fólki? „Því að Guð er meiri en hjarta okkar og þekkir allt“ (1 Jóh 3.20).
Flokkar: Vefurinn trú.is

Samkirkjuleg bænavika og fimm upphrópanir

Trú.is - postilla - mánud., 21/01/2019 - 11:43
Mig langar til að vekja athygli ykkar á vikunni og hvetja ykkur til að taka þátt. Bænahópur á netinu á Facebook/Bænavika 18-25 janúar. Ef þið komist á bænastundirnar þá er það fínt en ekki síður að taka þátt í daglegri bæn. Það er bæði heimsráð kirkna og kaþólska kirkjan sem standa að þessari framkvæmd. Í meira en öld hefur kristið fólk komið saman til bæna í Jesú nafni af þessu tilefni.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Niðursokkinn í eigin hugsanir

Trú.is - postilla - sun, 20/01/2019 - 12:26
Einmana nashyrningurinn í dýragarðinum í Berlín verður eins og prestur í lítilli kirkju sem söfnuðurinn hafði svikið.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Forvitni um Guð

Trú.is - postilla - Miðv.d., 16/01/2019 - 15:46
Ég ætla í dag að reyna útskýra texta dagsins sem eru miklu nærtækari og ágengari en virðist í fyrstu. Við sem viljum vera kristin þurfum að lesa biblíuna með opnum huga. Það eru til ágæta leiðbeiningar um það sem eiga eftir að koma fram í máli mínu. Það er forvitnilegt viðfangsefni að læra um Guð.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Múrinn

Trú.is - postilla - sun, 13/01/2019 - 15:10
Voldugi maðurinn sem fann upp gasklefana eða voldugi maðurinn sem vill byggja múr? Er einhver munur hér á í grundvallaratriðum? Báðir með sama markmið því þeir ala á ótta og hræðslu í garð fólks af ákveðnum þjóðfélagsstigum eða trúarbrögðum. Það er óttinn sem sameinar þá og það er óttinn sem sundrar öllum öðrum.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Brosað með illvirkjum

Trú.is - postilla - sun, 13/01/2019 - 11:00
Umhverfi spámannsins Jesaja var ekki frábrugðið leiksviðinu undir Ríkharði og fórnarlömbum hans. Fólkið var í útlegð í landi sigurvegaranna í Babýlóníu. Þau voru svívirt og hrakin og fósturjörðin var sviðin og fótum troðin. Þetta var tími fyrir endurmat og upp úr því spratt þessi tímalausi texti sem stendur eins og varnaðarorð gegn valdafíkn og áminningu um það hvernig góðir leiðtogar eiga að vera. Það sýnir vel sannleik þessara orða og gildi að enn í dag talar þau inn í hug okkar og aðstæður.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Þú átt gott

Trú.is - postilla - sun, 06/01/2019 - 14:34
Við þurfum að horfast í augu við það að heimurinn er stundum vondur, já átakanlega vondur eins og dæmin sýna. Upp úr vanmættinum sprettur illskan. Frá óttanum vex grimmdin og skeytingarleysið.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Fagnaðarlæti í miðju lagi

Trú.is - postilla - Þri, 01/01/2019 - 19:01
Nú er jóladagur gengin í garð og við söfnumst hér saman í helgidómnum. Þessi dagur er um margt sérstakur. Nú er allt lokað. Enginn erill á götum úti verslanir og samkomustaðir opna ekki fyrr en á morgun
Flokkar: Vefurinn trú.is

Hátíð lífsins

Trú.is - postilla - Þri, 01/01/2019 - 19:01
Hátíð ljóssins er líka hátíð lífsins, við hugleiðum það samhengi sem við erum hluti af, hvort heldur það er fjölskylda, þjóð, kristinn siður, mannkyn eða allt það sem lifir og hrærist.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Tímabil

Trú.is - postilla - Þri, 01/01/2019 - 19:01
Ætli nokkur málsmetandi hugsuður eða skáld hafi ekki gefið tímanum gaum í verkum sínum? Snorri Hjartarson hefur verið okkur kórfélögum hugleikinn en á síðasta ári sungum við ljóð hans við lög Steingríms organista.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Nýársprédikun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands

Trú.is - pistlar - Þri, 01/01/2019 - 11:49
Enn á ný höfum við litið nýtt ártal. Víða um land var kveikt á blysum í fjallshlíðum eða öðrum áberandi stöðum með ártalinu 2018 sem breyttist svo í 2019 þegar klukkan sló 12 á miðnætti í gærkveldi. Á mörgum stöðum hringja líka kirkjuklukkurnar á mærum tveggja ára og minna á ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

31. desember: Gamlársdagur

Trú.is - almanak - mánud., 31/12/2018 - 00:00
Eilífi, almáttugi Guð og faðir, þú sem leiðir þennan dag til lykta og hylur hinn ókomna, og af náð þinni gefur oss aðeins eitt andartak í senn. Vér þökkum þér árið sem senn er liðið, fyrir gleði þess og sorgir, allt sem það gaf og tók. Fyrirgef oss vor...
Flokkar: Vefurinn trú.is

30. desember: Sunnudagur milli jóla og nýárs

Trú.is - almanak - sun, 30/12/2018 - 00:00
Eilífi Guð, miskunnsami faðir, þú leyfðir öldungnum Símeoni að sjá frelsarann og kenndir honum eins og ekkjunni Önnu orð til að lofa lausnarann. Opna augu okkar, að við sjáum geislandi birtu kærleika þíns í syni þínum Jesú Kristi sem með þér og heilögu...
Flokkar: Vefurinn trú.is

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Vefurinn trú.is