Vefsíður um kirkju og trúmál

Hugvekja dagsins, 30. mars 2020

Kristniboðssambandið - 7 klukkutímar 44 mín síðan
Hugvekja dagsins frá sr. Guðmundi Guðmundssyni. Sú þriðja í röðinni af fjórtán hugvekjum út frá ræðum Jesú

Hugvekja dagsins, 29. mars 2020

Kristniboðssambandið - sun, 29/03/2020 - 15:58
Hugvekja dagsins er frá s. Guðmundi Guðmundssyni. Önnur af fjórtán hugvekjum út frá ræðum Jesú

Hugvekjur um ræður Jesú

Kristniboðssambandið - lau, 28/03/2020 - 18:18
Guðmundur Guðmundsson, prestur á norðurlandi ,hefur sent okkur hugvekjur um ræður Jesú sem við munum birta hér og á facebook síðunni okkar, daglega fram að páskum. Við þökkum sr. Guðmundi fyrir þessa góðu sendingu og biðjum þess að þessar hugvekjur megi vera til blessunar og uppörvunar

Hugvekja dagsins, 27. mars 2020

Kristniboðssambandið - fös, 27/03/2020 - 12:26
Hugvekja dagsins kemur frá Ragnari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Kristniboðssambandsins

Hugvekja dagsins, 26. mars 2020

Kristniboðssambandið - Fim, 26/03/2020 - 16:40
Hugleiðing dagsins kemur héðan frá skrifstofunni, frá Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur, kristniboða

Uppörvandi orð frá kristniboðsvinum til kristniboðsvina

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 25/03/2020 - 14:33
Við höfum beðið nokkra vini og velunnara Kristniboðssambandsins að senda okkur upptökur með stuttum hugleiðingum, vitnisburðum og uppörvandi orðum sem við munum svo birta á youtube síðunni okkar, vonandi daglega og deila svo einnig hér og á facebook síðunni okkar. Fyrsta hugleiðingin kemur frá nágranna okkar í Grensáskirkju sr. Maríu Guðrúnardóttur Ágústsdóttur

Breyttur opnunartími á Basarnum

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 25/03/2020 - 09:43
Vegna aðstæðna sem eru í þjóðfélaginu okkar í dag, hefur salan á Basarnum dregist mikið saman og sömuleiðis koma viðskiptavina.Við höfum því ákveðið að breyta opnunartíma okkar.Frá og með fimmtudeginum 26. mars n.k. og um óákveðinn tíma, verðuropnunartíminn kl. 14-18 alla virka daga.Margir þurfa að loka en Basarinn nytjamarkaður mun eftir megni hafa opið.Velkomin

Bænastund og beint streymi í kvöld

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 25/03/2020 - 09:08
Við bjóðum þeim sem treysta sér til, á bænastund í Kristniboðssalnum kl 20 í kvöld. Eftir bænastundina, eða kl 20:30, tekur svo við beint streymi af fésbókarsíðu okkar með tónlist og uppörvandi orði.

„Það er alveg satt!“ á lokaspretti

Kristniboðssambandið - mánud., 23/03/2020 - 14:33
Stefnt er að útgáfu bókarinnar „Það er alveg satt!“ – um ævi og störf kristniboðanna Skúla Svavarssonar og Kjellrunar Langdal um mánaðrmótin apríl/maí. Vigfús Ingvar Ingvarsson er að mestu tilbúinn með handrit og myndaöflun langt komin. Enn er hægt að skrá sig á heillaóskaskrá. Það er gert með því að senda póst á sik@sik.is og […]

Æskulýðsfundur á netinu!

ÆSKÞ - mánud., 23/03/2020 - 13:52

Kæru vinir mig langar að vekja athygli ykkar á því að annað kvöld (þriðjudag 24.03.20) kl 20:00 mun ÆSKÞ og Æskulýðsfélagið í Lágafellskirkju fara live á Facebook.

Þar munu æskulýðsleiðtogar leiða æskulýðsfund í gegnum netið. Hugmyndin er að reyna að ná til unglinga sem eru heima og hafa ekki tækifæri á að mæta á æskulýðsfundi í kirkjunni sinni.

Mig langar að hvetja aðra leiðtoga til að leita svipaðra lausna til að mæta unglingunum okkar nú þegar æskulýðsfundir eru ekki í boði. Ef fleiri stefna á eitthvað svipað væri gaman að vita af því svo hægt sé að auglýsa viðburðinn og bjóða fleirum að vera með. Einnig ef þið hafið verið að gera eitthvað annað til að halda tengslum við hópinn ykkar, þá væri gaman að heyra af því.Endilega notið sms kerfið til að koma skilaboðum til ykkar unglinga um fundinn. Vonandi geta sem flestir unglingar og leiðtogar tekið þátt.

Likeið endilega síður ÆSKÞ og Lágafellskirkju og ekki missa af þessari snilld.

The post Æskulýðsfundur á netinu! appeared first on Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar.

Gleymum ekki að gefa

Kristniboðssambandið - fös, 20/03/2020 - 11:46
Eins og flestir kristnboðsvinir vita, byggir afkoma starfsins okkar að mestu leyti á gjöfum frá hópum og einstaklingum. Einn stólpinn sem við treystum á í þessu sambandi eru samskot sem tekin eru á fundum kristniboðsfélaganna og á samkomum, en þar sem nú er samkomubann eru heldur engin samskot tekin. Okkur langar því til að hvetja […]

Bænasamvera í kvöld 18. mars

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 18/03/2020 - 11:55
Í  ljósi aðstæðna sjáum við okkur ekki fært að halda úti hefðbundnum miðvikudagssamkomum á meðan samkomubann stendur yfir. Okkur langar samt sem áður að bjóða þeim sem treysta sér til að koma á bænasamveru í Kristniboðsalnum kl. 20 í kvöld og næstu miðvikudaga einnig vel gengur. Við munum lesa úr orði Guðs, syngja saman og […]

Ræður ofl á netinu

Kristniboðssambandið - Þri, 17/03/2020 - 20:56
Kæru vinirVið viljum benda ykkur á að á youtube rás Kristnboðssambandsins má finna töluvert af efni ss. ræður, upptökur af samkomum, fræðsluefni, tónleika ofl. Mest á íslensku en eitthvað er á norsku og ensku og þá yfirleitt með íslenskum texta. Við stefnum að því að setja meira efni hér inn á næstu vikum. Vonandi getur […]

Fundum kristniboðsfélaganna frestað

Kristniboðssambandið - Þri, 17/03/2020 - 16:23
Kristniboðsfélag kvenna og Kristniboðsfélag karla munu taka hlé á samverum sínum á meðan samkomubanni stendur. Kristniboðssambandið mun reyna að koma til móts við kristniboðsvini með því að senda út efni á netinu, hugleiðingar ofl. það mun verða auglýst hér von bráðar. Einnig hvetjum við fólk til að hlusta á Lindina fm 102,9 og á vefnum […]

Þau eiga trú, von og kærleika

Kristniboðssambandið - Þri, 17/03/2020 - 12:36
Rætt við sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur vígslubiskup vegna heimsóknar til Keníu. Þann 21. janúar s.l. hélt hópur 11 Íslendinga á kristniboðsslóðir í Pókot í Keníu. Hópurinn var undir leiðsögn sr. Kjartans Jónssonar sem var kristniboði á þessu svæði  á síðustu öld ásamt konu sinni Valdísi Magnúsdóttur.  Þá höfðu Skúli Svavarsson og kona hans Kjellrun Langdal […]

Æskulýðsstarf í skugga COVID-19

ÆSKÞ - mánud., 16/03/2020 - 15:24

Það er ljóst að núverand aðstæður eru stór áskorun fyrir alla sem starfa með fólki, við sem störfum í kirkjunni höfum köllun til að vinna með fólki og finnum áræðanlega sterklega fyrir henni núna þegar óvissuástand ríkir í þjóðfélaginu.

Samkomubannið á við um æskulýðsstarf eins og annað félagsstarf. Við horfu til þeirrar stefnu sem ÍTR og íþróttahreyfingin tekur í þessum málum. Til að byrja með er þó rétt að hafa í huga að starf fjölda barna og unglinga úr mismunandi skólum og árgöngum gengur ekki upp.

Hinsvegar eru eflaust sumstaðar uppi sú staða að hópurinn saman stendur af fáum einstaklingum úr sama árgangi í sama skóla, í þeim tilfellum má í raun halda úti starfi að því gefnu að hugað sé að þrifum og réttum frágangi. Þá gætu úti fundir nýst vel auk þess sem það er vissulega hægt að hittast og spjalla, horfa á mynd, fara í spurningakeppni, hæfileikakeppni og fleira þess háttar.

Ef hægt er að koma því við er líka spurning hvort hafa eigi opið hús á fundartímum eða á öðrum tíma dagsins svo þau börn og unglingar sem finna til vanmáttar, leiða, hræðslu eða einmanaleika geti kíkt við í spjall. Þá þyrfti að setja aðstöðuna upp þannig að hægt sé að halda réttri fjarlægð en á sama tíma getum við verið til staðar fyrir okkar hóp.

Hvert æskulýðsfélag verður að taka stöðuna og ákvörðun út frá sínum hóp, aðstöðu og ástandi á hverjum stað. Hugmyndir af úrlausnum á æskulýðsstarfi og fréttir af síku á þessum tímum eru vel þegnar.

Þá minnum við á handþvott, almennt hreinlæti og tillitsemi á meðan þetta ástand varir.

 

The post Æskulýðsstarf í skugga COVID-19 appeared first on Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar.

Íslenskukennsla fellur niður/ Icelandic classes cancelled

Kristniboðssambandið - sun, 15/03/2020 - 18:17
All Icelandic classes at the mission will be cancelled the next four weeks as public gatherings are not allowed and we can’t guarantee the 2 meter space between students as required. Öll íslenskukennsla á vegum Kristnboðssambandsins fellur niður næstu fjórar vikurnar vegna samkomubanns. Við treystum okkur ekki til að geta farið að þeim fyrirmælum sem […]

Kristniboðsviku 2020 lauk í dag

Kristniboðssambandið - sun, 15/03/2020 - 14:36
Kristniboðsvikunni lauk í dag með guðsþjónustu í Grensáskirkju sem streymt var beint á fésbókarsíðu Kristnbioðssambandsins og hægt verður að horfa á áfram. Þrátt fyrir stöðuna sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir um þessar mundir var mæting góð á kristniboðsvikuna og gekk vel. Þó þurfti að fresta tónleikum sem áttu að vera í gær og guðsþjónustan í […]

Messa kl. 11 15. mars

Kristniboðssambandið - sun, 15/03/2020 - 09:51
Öll sem treysta sér til eru velkomin í messu kl. 11 í Grensáskirkju í dag 15.3. Þar sem flugi Temesgen Shibru, gests vikunnar hefur verið flýtt mun hann ekki prédika í messunni heldur mun Ragnar Gunnarsson, framkvæmdarstjóri SÍK hlaupa í skarðið. Með honum þjóna Ólafur Jón Magnússon starfsmaður SÍK og Eva Björk Valdimarsdóttir prestur Í Fossvogsprestakalli. […]

Áhrif samkomubanns

Kristniboðssambandið - fös, 13/03/2020 - 15:48
Ýmsar breytingar verða nú á fyrirhugaðri dagskrá á vegum SÍK vegna samkomubanns sem gengur í garð aðfaranótt mánudags. Kristniboðsvikunni lýkur með þessum hætti: Samkoma verður í kvöld samkvæmt dagskrá (sjá aðra frétt) og kaffi á eftir með sérstökum varúðarráðstöfunum. Fyrirhuguðum tónleikum á morgun hefur verið frestað. Guðsþjónusta verður í Grensáskirkju á sunnudag, eins og ráðgert […]

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Vefsíður um kirkju og trúmál