Vefsíður um kirkju og trúmál

Janúarnámskeið og árshátið ÆSKÞ

ÆSKÞ - Miðv.d., 11/12/2019 - 13:42

Dagana 24.-25. janúar næstkomandi mun ÆSKÞ standa fyrir janúarnámskeiði og árshátíð fyrir leiðtoga í barna og unglingastarfi. Viðburðurinn mun fara fram á Hótel B59 í Borgarnesi. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn, við hvetjum ykkur til að sameinast í bíla eða nýta strætóferðir.

Við munum fá fræðslu um sjálfseflingu og hugleiðingargerð.

Þátttakendur munu gista í tveggja til þriggjamannaherbergjum. Vilji einhverjir gista í einstaklingsherbergjum þarf að hafa samband við joninasif@aeskth.is sem fyrst.

Formleg dagskrá hefst kl 17:00 á föstudeginum og vonumst við því til að sem flestir verði mættir þá. Hinsvegar eru herbergin laus frá klukkan 14:00 og því um að gera að mæta snemma og nýta sér aðganginn í Spa-ið sem er á staðnum eða til að æfa atriði til sýningar eftir mat. Maturinn verður ekki af verri endanum og geta þátttakendur farið að láta sér hlakka til strax. Dagskrá lýkur um kl 17 á laugardag.

Námskeiðið er hugsað fyrir leiðtoga/djákna/presta í barna og unglingastarfi kirkjunnar sem hafa náð 18 ára aldri.

Við hvetjum sóknirnar til að taka þátt í kostnaði við þátttöku á námskeiðinu.

Verðið er 15000kr.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir með gistingu. Skráning fer fram í gegnum netfangið joninasif@aeskth.is

 

 

 

The post Janúarnámskeið og árshátið ÆSKÞ appeared first on Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar.

Aðalfundur 2020

ÆSKÞ - Miðv.d., 11/12/2019 - 12:37

Hvenær: Miðvikudaginn 4. mars kl 17:00. Léttar veitingar í boði frá kl 16:30.

Hvar: Safnaðarheimili Neskirkju.

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf.

Laus sæti í stjórn: Á næsta aðalfundi veriður kosið um ritara og tvo meðstjórnendur til tveggja ára auk fimm varamanna til eins árs. Einnig þarf að kjósa tvo skoðunarmenn reikninga. Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um störf stjórnar geta haft samband við joninasif@aeskth.is.

Kosningaréttur: Hvert aðildarfélag sem greitt hefur aðildargjöld á hefur tvö atkvæði. En við gleðjumst að sjálfsögðu yfir öllum þeim sem mæta á fundinn og láta til sín taka þar.

Þeir sem vilja taka þátt í gegnum skype er bent á að senda tölvupóst á joninasif@aeskth.is í síðastalagi degi fyrir aðalfund svo hægt sé að undirbúa þátttöku viðkomandi í fundinum.

Ferðastyrkur: Aðildarfélög geta óskað eftir ferðastyrk sé um langan veg að fara. Vinsamlegast sendið tölvupóst á joninasif@aeskth.is fyrir frekari upplýsingar.

The post Aðalfundur 2020 appeared first on Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar.

Undirbúningur Pak7 langt kominnn

Kristniboðssambandið - Þri, 10/12/2019 - 11:40
Á næsta ári fer starf PAK7 af stað með dreifingu sjónvarps innan Pakistan með áherslu á kærleika Guðs. Hugsunin er að styðja við bakið á kristnu fólki sem oft er á jaðri samfélagsins, efla innlenda kirkju og kynna fyrir öðrum um hvað kristin trú snýst. SÍK styður við PAK7 með fjárframlagi upp á 375.000 krónur í ár. […]

Bænasamvera 11. desember

Kristniboðssambandið - Þri, 10/12/2019 - 09:42
Miðvikudagskvöldið 11. desember kl. 20 verður bænasamvera í stað hefðbundinnar samkomu. Ragnar Gunnarsson leiðir stundina. Jólasöngsamkoman sem átti að vera á morgun frestast til 18. desember. Þá mun Guðlaugur Gunnarsson hafa hugleiðingu.

Basarinn lokar kl 14:30

Kristniboðssambandið - Þri, 10/12/2019 - 09:37
Vegna veðurs mun nytjamarkaðurinn okkar, Basarinn í Austurveri, loka í síðasta lagi kl 14:30 í dag

Kristniboðsefni á Lindnni

Kristniboðssambandið - fös, 06/12/2019 - 11:54
Kristniboðssambandið kemur með ýmsum hætti að starfssemi kristilegu útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar FM 102,9. Reglulega flytja starfsmenn SÍK boðskap dagsins sem eru daglegar hugvekjur fluttar á morgnana og einnig koma starfsmenn og sjálfboðaliðar að dagskrárgerð. Nú í haust hafa verið í gangi afar vandaðir þættir í umsjá Skúla Svavarssonar kristniboða þar sem hann fjallar um trúagöngu ýmissa […]

Icelandic course- Christmas break

Kristniboðssambandið - Fim, 05/12/2019 - 09:27
The Icelandic course is now off until January 10th New students are welcome to join us in the new year. please call 533- 4900 or send e- mail to helga.vilborg@sik.is if you need further information

Opinn jólafundur Kristniboðsfélags karla 16. des

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 04/12/2019 - 14:09
Kristniboðsfélag karla í Reykjavík heldur jólafund sem jaframt er fjáröflun fyrir kristniboðsstarfið, mánudagskvöldið 16. desember og verður hann opinn öllum jafnt konum sem körlum. Fundurinn hefst með borðhaldi kl 19:00 þar sem boðið verður upp á lambapottrétt. Hefðbundinn fundur hefst svo kl 20:00 og þá mun sr. Frank M. Halldórsson tala. Eftir fundinn er svo […]

Klúbburinn: Skreytum piparkökur + hús

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 04/12/2019 - 12:10
Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára verður með sína síðustu samveru fyrir jól annað kvöld kl. 18 í Kristniboðssalnum. Við munum bjóða upp á heitt kakó og jólatónlist á meðan við skreytum piparkökur og piparkökuhús. Undir lok stundarinnar munum við fræðast um sögu jólanna, fæðingu Jesú og merkingu hennar, og biðja saman. Öll börn á aldrinum […]

Bænasamkoma í kvöld

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 04/12/2019 - 09:24
Í kvöld, miðvikudaginn 4. desember verður bænsamkoma í Kristniboðssalnum kl 20. Ólafur Jóhannsson hefur hugleiðingu um Rakel. Eftir samkomuna er boðið upp á kaffi og meðlæti. Komum, eigum gott samfélag og uppbyggjumst í bæn og orði Drottins. Allir hjartanlega velkomnir

Jólaminningar frá kristniboðsakrinum á Lindinni

Kristniboðssambandið - Þri, 03/12/2019 - 15:04
Nú í desember verða fluttir viðtalsþættir á kristilegu útvarpsstöðinni Lindinni þar sem Helga Vilborg Sigurjónsdóttir fær til sín kristniboða og kristniboðabörn í hljóðver Lindarinnar til að rifja upp minningar frá aðventu og jólum í Keníu og Eþíópíu. Þættirnir, sem verða alls fjórir, verða frumfluttir kl. 9 á miðvikudagsmorgnum í desember og svo endurfluttir nokkrum sinnum. […]

Söfnun eftir aurskriður í Pókot

Kristniboðssambandið - fös, 29/11/2019 - 17:49
Um síðustu helgi féllu þrjár aurskriður í Pókothéraði í Keníu eftir langvarandi rigningar og úthelli. Skriðurnar tóku með sér hús, fólk og skepnur. Staðfest er að 43 eru látnir og alla vega 15 saknað. Aðrir lentu á spítala. Fólk hefur misst lífsviðurværi sitt, hús og akra. Samstarfskirkjan í Pókot hefur sent beiðni um hjálp til […]

Fundur um kristilega fjölmiðlun

Kristniboðssambandið - fös, 29/11/2019 - 14:15
Á morgun laugardag hittist í kristniboðssalnum hópur sem myndaðist í kjölfar á komu Rons Harris frá MediaALLIANCE í september sl. Ron hélt fyrirlestur um notkun fjölmiðla, netsins og samfélagsmiðla í boðun fagnaðarerindisins og var mikill áhugi hjá fólki að halda áfram að vinna að þessu málefni. Haldinn var annar fundur í byrjun nóvember þar sem […]

Fundir hjá Kristniboðsfélagi kvenna

Kristniboðssambandið - Fim, 28/11/2019 - 09:32

Annan hvern fimmtudag yfir vetrarmánuðina heldur Krsitniboðsfélag kvenna fundi í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58- 60. Samverurnar hefjast á kaffi að hætti félagskvenna kl. 16 og svo hefst sjálfur fundurinn kl 17. Það eru tveir fundir á dagskrá fram að jólum, í dag 28. nóvember og ber fundurinn yfirskriftina „Lækning“. Jólafundur félagsins verður þann 12. desember og hefur hann yfirskriftina „Ljós“ Fyrsti fundur á nýju ári verður svo 9. janúar. Allar konur eru hjartanlega velkomnar á fundina.

Fræðslukvöld: María, Marta og við

Kristniboðssambandið - Þri, 26/11/2019 - 16:06

Miðvikudaginn 27. nóvember verður fræðslukvöld kl 20 í Kristniboðssalnum. Það er María Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli, sem fræðir okkur um nöfnu sína og systur hennar – og hvað við getum lært af þeim fyrir líf okkar og trúargöngu. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffi og meðlæti eftir stundina.

Gjöf til minningar um Bjarna E. Guðleifsson

Kristniboðssambandið - Þri, 26/11/2019 - 13:05

Fjölskylda Bjarna E. Guðleifssonar hefur fært Kristniboðssambandinu veglega minningargjöf til minningar um hann, en Bjarni, sem fæddist árið 1942, lést í haust. Bjarni var náttúrfærðingur, skrifaði doktorsritgerð sína á sviði plöntulífeðlisfræði og vann við rannsóknir hjá Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins á Norðurlandi alla sína starfsævi. Hann gegndi einnig stöðu prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands. Fyrir Bjarna var aldrei vandamál að vera vísindamaður á sviði raungreina og samtímis að trúa á Guð sem skapara heimsins. Kemur það m.a. skýrt fram í bók hans Öreindirnar, alheimurinn, lífið – og Guð sem út kom fyrir þremur árum. Bjarni var skemmtilegur fræðari og penni og liggur eftir hann fjöldi greina og bækur sem og tímarit sem hann ritstýrði. Það var vissulega auðgandi að eiga stundir með Bjarna og ræða við hann um hvort sem var, trúmál eða hugðarefni hans á sviði náttúrufræði og útivistar.

Bjarni kynntist kristniboðsstarfinu sem unglingur og lagði því lið með ýmsu móti á ævigöngunni, ekki síst með þátttök sinni í kristniboðssamverum á Akureyri, en þangað flutti hann að loknu námi. Bjarni hljóp hálfmaraþon og safnaði áheitum til kristniboðsins fyrir fáeinum árum síðan. Ekki dró það úr áhuga Bjarna á kristniboðsstarfinu að systir hans, Kristín, gerðist á sínum tíma kristniboði og ruddi brautina í Konsó ásamt eiginmanni sínum Felix Ólafssyni og að Leifur Sigurðsson systursonur hans varð kristniboði, fyrst í Pókothéraði í Keníu og á seinni árum í Japan.

Við þökkum þjónustu Bjarna Eyjólfs Guðleifssonar við kristniboðið og biðjum Drottin að blessa minningu hans.

Gjöf til minningar um Bjarna E. Guðleifsson

Kristniboðssambandið - mánud., 25/11/2019 - 15:15


Fjölskylda Bjarna E. Guðleifssonar hefur fært Kristniboðssambandinu veglega minningargjöf til minningar um hann, en Bjarni, sem fæddist árið 1942, lést í haust. Bjarni var náttúrfærðingur, skrifaði doktorsritgerð sína á sviði plöntulífeðlisfræði og vann við rannsóknir hjá Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins á Norðurlandi alla sína starfsævi. Hann gegndi einnig stöðu prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands. Fyrir Bjarna var aldrei vandamál að vera vísindamaður á sviði raungreina og samtímis að trúa á Guð sem skapara heimsins. Kemur það m.a. skýrt fram í bók hans Öreindirnar, alheimurinn, lífið – og Guð sem út kom fyrir þremur árum. Bjarni var skemmtilegur fræðari og penni og liggur eftir hann fjöldi greina og bækur sem og tímarit sem hann ritstýrði. Það var vissulega auðgandi að eiga stundir með Bjarna og ræða við hann um hvort sem var, trúmál eða hugðarefni hans á sviði náttúrufræði og útivistar.

Bjarni kynntist kristniboðsstarfinu sem unglingur og lagði því lið með ýmsu móti á ævigöngunni, ekki síst með þátttök sinni í kristniboðssamverum á Akureyri, en þangað flutti hann að loknu námi. Bjarni hljóp hálfmaraþon og safnaði áheitum til kristniboðsins fyrir fáeinum árum síðan. Ekki dró það úr áhuga Bjarna á kristniboðsstarfinu að systir hans, Kristín, gerðist á sínum tíma kristniboði og ruddi brautina í Konsó ásamt eiginmanni sínum Felix Ólafssyni og að Leifur Sigurðsson systursonur hans varð kristniboði, fyrst í Pókothéraði í Keníu og á seinni árum í Japan.

Við þökkum þjónustu Bjarna Eyjólfs Guðleifssonar við kristniboðið og biðjum Drottin að blessa minningu hans.

Klúbburinn: Spilakvöld

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 20/11/2019 - 22:58

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára, verður á sínum stað kl. 18:00 á morgun. Við munum hittast í Kristniboðsalnum og spila nokkur vel valin spil saman. Við munum líka fá svar við spurningunni: Hver var Jesús eiginlega? Sjáumst!

Samkoma í kvöld, 20. nóvember

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 20/11/2019 - 13:10

Á samkomu í Kristniboðssalnum í kvöld kl 20 mun Skúli Svavarsson fjalla um hina nafnlausu eiginkonu Lots og einnig fáum við fréttir af starfinu. Eftir samkomu er boðið upp á kaffi og kruðerí. Allir hjartanlega velkomnir

Utanríkisráðuneytið styrkir nýtt menntunarverkefni í Pókot í Keníu

Kristniboðssambandið - Fim, 14/11/2019 - 22:41

Á mánudag undirrituðu Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK, og Vilhjálmur Wiium hjá þróunarsamvinnusviði utanríkisráðuneytisins samning um byggingar við þrjá framhaldsskóla í norðurhluta Pókothéraðs á starfssvæði sem áður heyrði undir Kongelai. Byggðar verða heimavistir við tvo stúlknaskóla, lokið við heimavist við þann þriðja og byggður matsalur með eldhúsi. Mun þetta bæta úr brýnni þörf og efla stúlkur til náms.

Framlag ráðuneytisins er 17 og hálf milljón, framlag SÍK tæpar tvær milljónir og framlag heimamanna rúmar tvær milljónir. Á myndinni takast þeir í hendur, Ragnar og Vilhjálmur, að lokinni undirritun við vegg ráðuneytisins með heimsmarkmiðum SÞ.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Vefsíður um kirkju og trúmál