Vefsíður um kirkju og trúmál

Messuþjónahátíð í Reykjavík – messuþjónar velkomnir!

kirkjan.is - Þri, 22/05/2018 - 15:20

Prófastar Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra bjóða messuþjónum til hátíðar þriðjudaginn 29. maí nk. sbr. boðið hér fyrir neðan:

Til messuþjóna í Reykjavíkurprófastsdæmum:

Verið öll hjartanlega velkomin á messuþjónahátíð í Safnaðarheimili Háteigskirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 20 – 22.

Við munum beina sjónum að söng, lofgjörð og útgáfu nýju sálmabókarinnar á þessu kvöldi. Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Steinar Logi Helgason og séra Jón Helgi Þórarinsson munu fjalla um efnið.

Gítarinn verður tekinn fram, rykið dustað af hristunum og píanóið sett í gang, sungið og klappað.

Góðar veitingar verða fram bornar í boði prófastsdæmanna.

Við viljum hvetja ykkur til að koma og hitta messuþjóna úr öðrum kirkjum og eiga saman uppbyggilega og gleðilega kvöldstund.

Við prófastarnir hlökkum til að sjá ykkur og viljum með þessari samveru láta í ljós örlítinn þakklætisvott fyrir trúfasta messuþjónustu ykkar.

Gísli Jónasson
Helga Soffía Konráðsdóttir

Pílagrímaganga frá Strandarkirkju í Skálholt

kirkjan.is - Þri, 22/05/2018 - 13:51

Þann 27. maí 2018 verður fyrsti pílagrímadagur göngunnar frá Strandarkirkju heim í Skálholt.  Lagt verður af stað með rútu kl. 9:30 frá íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Gengið er frá Strandarkirkju um 18 km leið með sjónum sem leið liggur austur í Þorlákshöfn. Prestarnir sr. Axel Á Njarðvík og sr. Eiríkur Jóhannsson leiða fyrstu gönguna.

Þátttakendur mæta því á áfangastað göngu og skilja bíla eftir þar. Rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar og svo er gengið til áfangastaðar. Ganga þarf frá skráningu og greiðslu fyrir kl. 15, fimmtudag fyrir ferð. Hver ferð kostar kr. 3.000 fyrir manninn en verður lækkað eftir því sem fleiri skrá sig. Gjaldið er fyrst og fremst fyrir rútubílinn. Fólk fer alfarið á eigin ábyrgð í þessa göngu, að öllu leyti. 

Göngulag pílagrímsins er með dálítið öðrum hætti. Eitt er að fara af stað og ganga, en annað er að ganga í gleðisöng pílagrímsins. Þessar ferðir gætu því komið að gagni við að temja sér hugarfar pílagrímsins og til að undirbúa sig undir pílagrímagöngur erlendis. Helgihald, kyrrð, samtal og ganga með sjálfum sér marka pílagrímagöngurnar, enda þarf hver lengst með sjálfum sér að fara,.

Skipuleggjendur á þessu þriðja ári göngunnar eru Suðurprófastsdæmi og Skálholt.

Umsjónarmaður er Axel Á Njarðvík héraðsprestur og veitir hann frekari upplýsingar í síma 8561574 eða axel.arnason@kirkjan.is.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna á www.pilagrimagongur.is.

Samkoma miðvikudag

Kristniboðssambandið - Þri, 22/05/2018 - 13:15

Samkoma verður miðvikudaginn 23. maí kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.

Yfirskriftin er: Af réttum hvötum (1. Þess. 2.1-12).

Ræðumaður er Vigfús Ingvar Ingvarsson.

Kaffi eftir samkomu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Talningu kjörstjónar í kjöri til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi er lokið

kirkjan.is - lau, 19/05/2018 - 14:00

Atkvæði hafa verið talin í kjöri til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi.  Kosið var milli tveggja frambjóðenda, sr Eiríks Jóhannssonar og sr. Kristjáns Björnssonar. Á kjörskrá voru 939 manns. Kosningaþátttaka var um 73%. Alls greiddu 682 atkvæði þar af voru sjö seðlar auðir og þrír ógildir. Úrslit urðu þannig að sr. Eiríkur Jóhannsson hlaut 301 atkvæði eða 44% og sr. Kristján Björnsson hlaut 371 atkvæði eða 54 %.

Tryggjum viðundandi framfærsluviðmið!

kirkjan.is - fös, 18/05/2018 - 13:40

Íslandsdeild evrópska tengslanetsins um farsæld fyrir alla (European Anti Poverty Network – EAPN) skorar á ráðherra, þingheim og sveitarstjórnir á Íslandi og í Evrópu að koma strax á viðunandi, aðgengilegum og viðurkenndum viðmiðum um fjárhæð sem dugar til framfærslu.

Um 119 milljónir manns, eða 23,7 % Evrópubúa eru við fátæktarmörk og eiga á hættu að einangrast félagslega vegna fátæktar. Við brýnum fyrir stjórnvöldum að sýna ábyrgð og taka pólitíska ákvörðun um að útbúa samhljóma og vel útfært viðmið um lágmarksfjárhæð til framfærslu. Tryggja þarf framfærslustuðning við alla sem þess þurfa, eins lengi og þeir þurfa. Nóg til að geta lifað með reisn og tekið fullan þátt í samfélaginu.       

Þriðjudaginn 22. maí klukkan 14:00 – 17:00 býðst frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga að stíga á stokk á Ingólfstorgi og segja frá því hvernig þeir hyggjast tryggja farsæld fyrir alla.

Á miðvikudaginn 23. maí klukkan 14:00 – 17:00 býðst frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á Norðurlandi að stíga á stokk á Glerártorgi og segja frá sínum áætlunum um farsæld fyrir alla.

Viðburðir þessir eru liðir í rútuferð EAPN um 32 Evrópuríki á 64 dögum til að vekja athygli á mikilvægi viðmiðanna fyrir fasælt samfélag. Nánar um verkefni er hér: http://eminbus.eu/

Við ítrekum ákall okkar til stjórnvalda um

að setja viðundandi viðmið um fjárhæð sem dugar til framfærslu:

 • Það veitir fólki stuðning til að vera virkt í samfélaginu og ýtir undir virka aðlögun þeirra á vinnumarkaði.
 • Það er nauðsynleg til að tryggja og viðhalda sátt í samfélaginu og til að bregðast við sífelldum breytingum á vinnumarkaði.
 • Það getur tryggt sómasamleg lágmarkslaun. Þannig er hægt að koma í veg fyrir aukna fátækt hjá vinnandi fólki.
 • Það stuðlar að auknum jöfnuði í samfélögum og almennri farsæld.
 • Fjármagn sem varið er til framfærslustyrkja skilar sér beint í verslun og þjónustu og viðheldur því góðum efnahag, sérstaklega á svæðum þar sem tækifæri eru af skornum skammti.
 • Það er því fjárhagslega hagkvæmt að setja viðmið um fjárhæð sem dugar til framfærslu og skilar miklum ávinningi til lengri tíma litið.
 • Áætlun Evrópusambandsins um félagsleg réttindi kveður á um: „réttinn til viðunandi lágmarksfjárhæðar til framfærslu sem tryggir að fólk sem skortir nægileg bjargráð geti lifað með reisn lífið á enda.“ Þessi réttur hefur verið staðfestur í sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi og er því mikilvægur fyrir trúverðugleika ESB.

Nánari upplýsingar: Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar og formaður EAPN á Íslandi, sími 5284403, vilborg@help.is.

Samband ríkis og kirkju, hvað er í spilunum?

kirkjan.is - fös, 18/05/2018 - 11:46

Áhugahópur um framtíðarskipan á sambandi ríkis og kirkju býður til opins umræðufundar í Safnaðarheimili Neskirkju 23. maí n.k. kl. 16-18.

Dagskrá:

Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup setur fundinn

Framsögur:

Dr. Hjalti Hugason, prófessor : Hvað er í spilunum á sviði trúmálaréttar?

Séra Gísli Jónasson, prófastur : Hvað er í spilunum varðandi fjárhagstengsl ríkis og kirkju?

Almennar umræður.

Fundarstjóri verður séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur.

Fundurinn er öllum opinn.

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

kirkjan.is - Miðv.d., 16/05/2018 - 17:12

Annan dag hvítasunnu, mánudaginn 21. maí nk. kl. 11 mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígja tvo guðfræðinga til þjónustu.

Cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson, verður vígður til sóknarprestsþjónustu í Staðastaðarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Mag. theol. Kristján Arason, verður vígður til sóknarprestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi.

Vígsluvottar verða sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sr. Sigurður Jónsson, sr. Sveinn Valgeirsson Dómkirkjuprestur og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur sem lýsir vígslu.

Tónleikar sendir út á fjórtán síðum samtímis

kirkjan.is - Þri, 15/05/2018 - 16:13

Vortónleikar sönghópsins Vox Felix, sem haldnir verða í Neskirkju í kvöld, verða sendir út samtímis á fjórtán samtengdum Facebook-síðum. Um er að ræða tilraunaútsendingu sem valdir kirkjusöfnuðir á SV-horni landsins standa að og er liður í því að vekja athygli á því fjölbreytta æskulýðs-, menningar- og mannræktarstarfi sem unnið er í kirkjum landsins.

Vox Felix þekkja margir, en sönghópurinn komst m.a. í úrslit í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands sem sýndur var á Stöð 2 síðastliðinn vetur. Hann er skipaður ungu fólki af Suðurnesjum sem vakið hefur athygli fyrir kraftmikinn söng og líflega framkomu. Vox Felix hefur mikið sungið í messum og öðrum kirkjulegum athöfnum og heldur tónleika sína gjarnan í kirkju.

Útsendingin í kvöld er á vegum Leitandi.is, vefsíðu sem sett var á laggirnar til að fjalla um fólkið í kirkjusamfélaginu og það fjölbreytta starf sem það innir af hendi. Sá hópur telur þúsundir einstaklinga;  fólk sem situr í sóknarnefndum, syngur í kirkjukórum, stýrir barna- og æskulýðsstarfi, veitir  trúarlega aðstoð og sáluhjálp og sinnir rekstri safnaðarheimila sem m.a. hýsa félags- og mannúðarstarf af ýmsum toga. Leitandi.is er á ábyrgð Biskupsstofu, en ýmsir aðilar leggja hönd á plóginn við þróun síðunnar.

Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 og  verða þeir sendir út á Facebook síðum Ástjarnarkirkju, Bessastaðakirkju, Grindavíkurkirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Hvalsneskirkju, Keflavíkurkirkju, Kjalarnessprófastsdæmis, Leitanda, Njarðvíkurprestakalls, Víðistaðakirkju, Vídalínskirkju og Þjóðkirkjunnar. Þá verður einnig sent út á síðu Vox Felix og á Leitandi.is.

Nánari upplýsingar veitir:
Þorvarður Goði Valdimarsson

Verkefnastjóri

s. +354 774 2299

Ljósmynd: vf.is

Börn afhentu Hjálparstarfinu debetkort

kirkjan.is - Þri, 15/05/2018 - 13:04

Börn og unglingar fyrir hönd Æskulýðssambands kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar debetkort að fjárhæð kr. 481.244.- við fjölskylduguðsþjónustu í Brautarholtskirkju, sem fram fór 13. maí sl.

Á æskulýðsdegi þjóðkirkunnar í mars tóku börn og unglingar höndum saman í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis og stóðu fyrir vöfflukaffi, kaffisölu, kaffihúsi, gengu í hús ofl. í tengslum við helgihald dagsins til söfnunar fyrir steinhúsum í Úganda. Margt smátt gerir eitt stórt og það reyndu börnin á þessum degi þegar ofangreind upphæð safnaðist. Áður höfðu börnin fengið fræðslu um aðstæður barna í Úganda, sem mörg eru munaðarlaus, eiga ekki heimili eða hafa skjól yfir höfuðið á næturna eða á rigningartímanum.

Verkefnið hófst í fyrra og þetta er í annað skiptið sem söfnunin fer fram, en nú í ár stóð hið nýtofnaða Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi að söfnuni. Það safnaðist tvisvar sinnum meira en á síðasta ári og fyrir þessa upphæð er hægt að byggja fjögur múruð steinhús með bárujárnsþaki.

Sóknarpresturinn sr. Arna Grétarsdóttir leiddi stundina og það var Kristín Ólafsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem tók við debetkortinu eftir að börninu höfðu látið það ganga til hennar. Hún þakkaði börnunum fyrir og minnti á hversu mikilvægt það er fræðast um aðstæður bágstaddra og gefa af tíma sínum til að hjálpa og láta gott af sér leiða.

Myndband og myndir frá afhendingunni má nálgast hér.

Ársskýrsla starfsins aðgengileg

Kristniboðssambandið - Þri, 15/05/2018 - 12:48

Starfsskýrsla Kristniboðssambandsins fyrir liðið starfsár er nú aðgengileg hér á vefnum en hún verður formlega lögð fram og afgreidd á aðalfundinum á morgun. Smellið á „Lesið meira“ og síðan á tengilinn.

Starfsskýrsla sik 2017-2018

Séra Elínborg Sturludóttir skipuð prestur í Dómkirkjunni

kirkjan.is - fös, 11/05/2018 - 18:18

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Elínborgu Sturludóttur í embætti prests í Dómkirkjuprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Fjórir umsækjendur sóttu um embættið. Umsóknarfrestur rann út 23. mars sl. Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins.

Kosning til vígslubiskups í Skálholti

kirkjan.is - fös, 11/05/2018 - 17:00

Síðari umferð kosningar til vígslubiskups í Skálholti er hafin, en um er að ræða póstkosningu sem fer fram á grundvelli starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 333/2017.

Eftirtaldir eru í kjöri:

            Séra Eiríkur Jóhannsson,

            Séra Kristján Björnsson.

Kjósendur hafa frest til að skila atkvæði sínu til mánudagsins 14. maí 2018.

Kjósandi getur hvort sem er lagt sendiumslag með atkvæði sínu í póst eigi síðar en 14. maí nk. eða afhent það á biskupsstofu fyrir kl. 16:00 sama dag.

Stuðningur við þolendur er ávallt í forgrunni : Yfirlýsing biskups

kirkjan.is - fös, 11/05/2018 - 14:22

Stundin gerir í dag að umfjöllunarefni kynferðisbrot frá upphafi 6. áratugar síðustu aldar. Málið lá í þagnargildi í áratugi og var ekki kært til lögreglu. Gerandinn var ungur stúdent, sem síðar varð starfsmaður kirkjunnar. Hann lét af störfum sökum aldurs fyrir nokkru. Hann var ekki starfsmaður kirkjunnar þegar brotið var framið. Hann starfaði ekki fyrir kirkjuna þegar biskup hafði spurnir af málinu og varð við ósk málsaðila um áheyrnarfund árið 2015.

Vilji minn til að bregðast faglega og rétt við í áreitnis- og ofbeldismálum er einlægur. Ég leitast við að hjálpa þeim sem óska hjálpar, hlusta á þá sem óska áheyrnar og taka réttar ákvarðanir á grundvelli óháðrar lagaráðgjafar ef hún á við. Ég hafna alfarið ásökunum um óeðlileg afskipti af viðkvæmum málum. Ég óska þess að fjallað sé um viðkvæm og erfið mál af sanngirni og án stóryrða sem standast illa og jafnvel alls ekki skoðun.

Kirkjan er ein af fáum stofnunum sem vinnur eftir skýrum reglum þegar grunur leikur á áreitni eða broti af kynferðislegum toga. Markmið reglnanna er að tryggja stuðning við þolendur sem oft geta ekki gripið til lagalegra úrræða, t.d. ef mál eru fyrnd í skilningi hegningarlaga. Þolandinn ræður því sjálfur hvort máli er vísað til meðferðar hjá úrskurðarnefnd, hvort mál er gert opinbert eða hvort unnið er úr því með öðrum hætti. Ekki er gripið fram fyrir hendurnar á þolanda og mál eru ekki sett til úrvinnslu í óþökk þolanda.

Vegna ofangreindrar umfjöllunar beindi blaðamaður Stundarinnar nokkrum spurningum til mín. Spurningarnar og svör mín við þeim eru hér meðfylgjandi, til upplýsingar fyrir þá sem vilja kynna sér málið.

Spurning 1: Hversu oft hefur þú, sem biskup Íslands, haft beina aðkomu að úrvinnslu mála sem umrætt fagráð þjóðkirkjunnar hefur haft til meðferðar? Mál sem berast fagráði þjóðkirkjunnar eru á forræði þess sem þangað leitar. Hlutverk ráðsins er að veita aðstoð og fyrirgreiðslu, svo mál komist í þann farveg sem þolandi í máli óskar. Sjálf hef ég ekki beina aðkomu að úrvinnslu mála sem fagráðið hefur til meðferðar, en hef lagt mig fram um að veita stuðning ef þolandi óskar eftir því. Sá stuðningur getur verið andlegur, en felur ekki í sér efnisleg afskipti eða frumkvæði að úrvinnslu málsins. Sem æðsti embættismaður kirkjunnar ber ég hins vegar stjórnunarlega ábyrgð á ýmsum málum og get ekki vikið mér undan því þegar erfið mál koma upp. Þannig getur það til dæmis gerst, að ég verði að senda málsaðila eða meintan geranda í leyfi á meðan mál er til úrvinnslu.

Spurning 2: Hver eru þín svör, skýringar á þessari gagnrýni úrskurðarnefndarinnar?
Af ýmsum ástæðum kom gagnrýnin mér mjög á óvart. Í fyrsta lagi hafði ég engin efnisleg afskipti af þeim málum sem úrskurðarnefnd hafði til úrvinnslu. Í öðru lagi hafði ég leitað ráða hjá lögmannsstofu embættisins sem gjörþekkir mál af þessu tagi, lög og starfsreglur kirkjunnar. Og í þriðja lagi segir nefndin sjálf í sínum úrskurði, að það sé utan hennar verksviðs að fjalla um mína málsmeðferð. Því mótmæli ég ekki.
Hinu gengst ég við, að hafa sent meintan geranda í leyfi á meðan málið var til úrvinnslu. Það var bæði gert af virðingu við söfnuðinn sem umræddur prestur þjónaði og aðila málsins, sem annars hefðu þurft að vinna saman, jafnvel daglega, á meðan málið væri í gangi.
Ég lít á það sem mína skyldu, að taka alvarlega ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Kirkjan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki á slíkum málum af nægilegri festu, en það þarf enginn að efast mína afstöðu: Mér finnst óhugsandi að biskup stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við að leysa úr erfiðum málum.

Spurning 3: Í öðru máli hafðir þú einnig aðkomu að því að sáttafundur var haldinn á milli NN og YY, sem NN beitti kynferðislegu ofbeldi þegar hún var barn.  Af hverju valdir þú að hafa aðkomu að því máli persónulega í stað þess að úrskurðarnefndin tæki það fyrir? Var það sökum þess að brotaþoli vildi ekki málið fengi efnislega meðferð hjá úrskurðarnefndinni en kaus einhvers konar lúkningu með aðkomu þinni, þjóðkirkjunnar?  Mín aðkoma að þessu máli – ef hægt er að nota það hugtak í þessu tilviki – fólst í því að taka á móti fólki sem óskaði eftir fundi með mér. Ég hafði hvorki frumkvæði að þeim fundi, né steig ég inn í umrætt mál með neinum hætti, heldur hlustaði á sjónarmið málsaðilanna og hjálpaði vonandi þannig til við að græða gömul sár. Um efnisatriðin get ég ekki tjáð mig, en ég get staðfest að málið er nærri 70 ára gamalt og tengdist kirkjunni ekki með neinum hætti á sínum tíma. Annar málsaðilanna varð síðar starfsmaður kirkjunnar, en var hættur störfum þegar leitað var til mín.

Spurning 4: Getur þú lýst málsmeðferð ofangreinds máls NN og YY innan þjóðkirkjunnar? Hvernig var ákvarðanatakan í málinu, ferlið? Hvernig kom málið til kasta fagráðsins og síðan biskups Íslands? Málið var á forræði Fagráðsins, eftir að annar málsaðila leitaði þangað. Sjálf hafði ég ekki aðkomu né vitneskju um málið fyrr en óskað var eftir áðurnefndum fundi með mér. Fagráð verður því að svara fyrir málsmeðferðina, hvernig málið upphaflega kom til þeirra og hvernig ákvarðanatakan var í málinu.

Spurning 5: Hvenær kom mál NN og YY fyrst inn á borð til þjóðkirkjunnar og af hverju var ekkert gert í því fyrr en í biskupstíð þinni? Aðilar utan fagráðs – þar með talinn sjálfur biskupinn – hafa ekki sjálfkrafa vitneskju um þau mál sem berast til fagráðs. Þolandi hefur forræði í sínu máli, nema þegar um börn er að ræða. Þá ber skilyrðislaust að tilkynna þar til bærum yfirvöldum um málið. Ég get því ekki svarað því hvenær málið kom fyrst inn á borð kirkjunnar.

Spurning 6: YY fundaði ítrekað með formanni fagráðsins í aðdraganda þess að sáttafundurinn var haldinn. Getur þú lýst því hvernig sú hugmynd kom upp að best væri að halda sáttafund á milli aðila málsins?
Í mestu vinsemd verð ég enn og aftur að vísa á fagráðið sjálft, sem svarar fyrir sitt vinnulag, væntanlega í samráði við þolandann svo trúnaður sé virtur og ekki sé gengið á rétt þolanda.

Spurning 7: Greiddi þjóðkirkjan einhvern kostnað fyrir sálgæslu eða sálfræðiþjónustu handa YY eftir að það kom upp? Hvernig var stuðningi þjóðkirkjunnar við hana, sem fórnarlambs kynferðisofbeldis kirkjunnar manns, háttað? Ég hef ekki upplýsingar um slíkt, enda vinnur fagráðið sitt verk án minnar aðkomu og deilir ekki gögnum máls með mér nema þolandi óski þess. Annars má vekja athygli á því, að fagráðið er skipað fagfólki – þ.m.t. sálfræðingi – sem getur veitt málsaðilum stuðning. Kirkjan ber vissulega kostnaðinn af starfi fagráðsins, en ég fæ ekki upplýsingar um kostnað við einstök mál.
Vegna orðalags í spurningunni þinni – um „kynferðisofbeldi kirkjunnar manns“ – vil ég árétta það sem ég sagði áður, að gerandinn starfaði ekki innan kirkjunnar þegar umrætt atvik átti sér stað.

Spurning 8: Telur þú að ofangreind gagnrýni úrskurðarnefndarinnar eigi einnig við um aðkomu þína að máli NN og YY eða telur þú svo ekki vera? Ég tel tilfellin vera lík í þeim skilningi að það er ekki ekki gert ráð fyrir aðkomu biskups að lúkningu kynferðisbrota sem koma inn á borð fagráðsins. Málin tvö eru mjög ólík en í hvorugu þeirra hafði ég efnisleg afskipti af úrlausninni. Í öðru þurfti ég að taka stjórnunarlega ákvörðun sem sneri að starfsfólki og þjónustu við söfnuðinn. Í hinu veitti ég málsaðilum áheyrn, að þeirra eigin ósk.

Spurning 9: Í kjölfar gagnrýni úrskurðarnefndarinnar munt þú þá, sem biskup Íslands, halda áfram að hafa aðkomu að kynferðisbrotamálum sem koma til fagráðsins eða muntu ekki gera það? Ég mun ekki frekar en hingað til hafa afskipti af úrvinnslu mála sem berast til fagráðsins. Ég mun hins vegar halda áfram veita málsaðilum þann stuðning sem þeir sjálfir óska eftir. Stjórnunarleg ábyrgð gagnvart starfsfólki, söfnuðum og sóknarbörnum verður áfram á mínum herðum og ég mun áfram leggja mig fram við að taka réttar ákvarðanir. 

Stuðningur við þolendur er ávallt í forgrunni : Yfirlýsing biskups

Biskup Íslands - fös, 11/05/2018 - 14:03

Stundin gerir í dag að umfjöllunarefni kynferðisbrot frá upphafi 6. áratugar síðustu aldar. Málið lá í þagnargildi í áratugi og var ekki kært til lögreglu. Gerandinn var ungur stúdent, sem síðar varð starfsmaður kirkjunnar. Hann lét af störfum sökum aldurs fyrir nokkru. Hann var ekki starfsmaður kirkjunnar þegar brotið var framið. Hann starfaði ekki fyrir kirkjuna þegar biskup hafði spurnir af málinu og varð við ósk málsaðila um áheyrnarfund árið 2015.

Vilji minn til að bregðast faglega og rétt við í áreitnis- og ofbeldismálum er einlægur. Ég leitast við að hjálpa þeim sem óska hjálpar, hlusta á þá sem óska áheyrnar og taka réttar ákvarðanir á grundvelli óháðrar lagaráðgjafar ef hún á við. Ég hafna alfarið ásökunum um óeðlileg afskipti af viðkvæmum málum. Ég óska þess að fjallað sé um viðkvæm og erfið mál af sanngirni og án stóryrða sem standast illa og jafnvel alls ekki skoðun.

Kirkjan er ein af fáum stofnunum sem vinnur eftir skýrum reglum þegar grunur leikur á áreitni eða broti af kynferðislegum toga. Markmið reglnanna er að tryggja stuðning við þolendur sem oft geta ekki gripið til lagalegra úrræða, t.d. ef mál eru fyrnd í skilningi hegningarlaga. Þolandinn ræður því sjálfur hvort máli er vísað til meðferðar hjá úrskurðarnefnd, hvort mál er gert opinbert eða hvort unnið er úr því með öðrum hætti. Ekki er gripið fram fyrir hendurnar á þolanda og mál eru ekki sett til úrvinnslu í óþökk þolanda.

Vegna ofangreindrar umfjöllunar beindi blaðamaður Stundarinnar nokkrum spurningum til mín. Spurningarnar og svör mín við þeim eru hér meðfylgjandi, til upplýsingar fyrir þá sem vilja kynna sér málið.

Spurning 1: Hversu oft hefur þú, sem biskup Íslands, haft beina aðkomu að úrvinnslu mála sem umrætt fagráð þjóðkirkjunnar hefur haft til meðferðar? Mál sem berast fagráði þjóðkirkjunnar eru á forræði þess sem þangað leitar. Hlutverk ráðsins er að veita aðstoð og fyrirgreiðslu, svo mál komist í þann farveg sem þolandi í máli óskar. Sjálf hef ég ekki beina aðkomu að úrvinnslu mála sem fagráðið hefur til meðferðar, en hef lagt mig fram um að veita stuðning ef þolandi óskar eftir því. Sá stuðningur getur verið andlegur, en felur ekki í sér efnisleg afskipti eða frumkvæði að úrvinnslu málsins. Sem æðsti embættismaður kirkjunnar ber ég hins vegar stjórnunarlega ábyrgð á ýmsum málum og get ekki vikið mér undan því þegar erfið mál koma upp. Þannig getur það til dæmis gerst, að ég verði að senda málsaðila eða meintan geranda í leyfi á meðan mál er til úrvinnslu.

Spurning 2: Hver eru þín svör, skýringar á þessari gagnrýni úrskurðarnefndarinnar? Af ýmsum ástæðum kom gagnrýnin mér mjög á óvart. Í fyrsta lagi hafði ég engin efnisleg afskipti af þeim málum sem úrskurðarnefnd hafði til úrvinnslu. Í öðru lagi hafði ég leitað ráða hjá lögmannsstofu embættisins sem gjörþekkir mál af þessu tagi, lög og starfsreglur kirkjunnar. Og í þriðja lagi segir nefndin sjálf í sínum úrskurði, að það sé utan hennar verksviðs að fjalla um mína málsmeðferð. Því mótmæli ég ekki. Hinu gengst ég við, að hafa sent meintan geranda í leyfi á meðan málið var til úrvinnslu. Það var bæði gert af virðingu við söfnuðinn sem umræddur prestur þjónaði og aðila málsins, sem annars hefðu þurft að vinna saman, jafnvel daglega, á meðan málið væri í gangi.  Ég lít á það sem mína skyldu, að taka alvarlega ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Kirkjan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki á slíkum málum af nægilegri festu, en það þarf enginn að efast mína afstöðu: Mér finnst óhugsandi að biskup stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við að leysa úr erfiðum málum.

Spurning 3: Í öðru máli hafðir þú einnig aðkomu að því að sáttafundur var haldinn á milli NN og YY, sem NN beitti kynferðislegu ofbeldi þegar hún var barn.  Af hverju valdir þú að hafa aðkomu að því máli persónulega í stað þess að úrskurðarnefndin tæki það fyrir? Var það sökum þess að brotaþoli vildi ekki málið fengi efnislega meðferð hjá úrskurðarnefndinni en kaus einhvers konar lúkningu með aðkomu þinni, þjóðkirkjunnar?  Mín aðkoma að þessu máli – ef hægt er að nota það hugtak í þessu tilviki – fólst í því að taka á móti fólki sem óskaði eftir fundi með mér. Ég hafði hvorki frumkvæði að þeim fundi, né steig ég inn í umrætt mál með neinum hætti, heldur hlustaði á sjónarmið málsaðilanna og hjálpaði vonandi þannig til við að græða gömul sár. Um efnisatriðin get ég ekki tjáð mig, en ég get staðfest að málið er nærri 70 ára gamalt og tengdist kirkjunni ekki með neinum hætti á sínum tíma. Annar málsaðilanna varð síðar starfsmaður kirkjunnar, en var hættur störfum þegar leitað var til mín.

Spurning 4: Getur þú lýst málsmeðferð ofangreinds máls NN og YY innan þjóðkirkjunnar? Hvernig var ákvarðanatakan í málinu, ferlið? Hvernig kom málið til kasta fagráðsins og síðan biskups Íslands? Málið var á forræði Fagráðsins, eftir að annar málsaðila leitaði þangað. Sjálf hafði ég ekki aðkomu né vitneskju um málið fyrr en óskað var eftir áðurnefndum fundi með mér. Fagráð verður því að svara fyrir málsmeðferðina, hvernig málið upphaflega kom til þeirra og hvernig ákvarðanatakan var í málinu.

Spurning 5: Hvenær kom mál NN og YY fyrst inn á borð til þjóðkirkjunnar og af hverju var ekkert gert í því fyrr en í biskupstíð þinni? Aðilar utan fagráðs – þar með talinn sjálfur biskupinn – hafa ekki sjálfkrafa vitneskju um þau mál sem berast til fagráðs. Þolandi hefur forræði í sínu máli, nema þegar um börn er að ræða. Þá ber skilyrðislaust að tilkynna þar til bærum yfirvöldum um málið. Ég get því ekki svarað því hvenær málið kom fyrst inn á borð kirkjunnar.

Spurning 6: YY fundaði ítrekað með formanni fagráðsins í aðdraganda þess að sáttafundurinn var haldinn. Getur þú lýst því hvernig sú hugmynd kom upp að best væri að halda sáttafund á milli aðila málsins?  Í mestu vinsemd verð ég enn og aftur að vísa á fagráðið sjálft, sem svarar fyrir sitt vinnulag, væntanlega í samráði við þolandann svo trúnaður sé virtur og ekki sé gengið á rétt þolanda.

Spurning 7: Greiddi þjóðkirkjan einhvern kostnað fyrir sálgæslu eða sálfræðiþjónustu handa YY eftir að það kom upp? Hvernig var stuðningi þjóðkirkjunnar við hana, sem fórnarlambs kynferðisofbeldis kirkjunnar manns, háttað? Ég hef ekki upplýsingar um slíkt, enda vinnur fagráðið sitt verk án minnar aðkomu og deilir ekki gögnum máls með mér nema þolandi óski þess. Annars má vekja athygli á því, að fagráðið er skipað fagfólki – þ.m.t. sálfræðingi – sem getur veitt málsaðilum stuðning. Kirkjan ber vissulega kostnaðinn af starfi fagráðsins, en ég fæ ekki upplýsingar um kostnað við einstök mál. Vegna orðalags í spurningunni þinni – um „kynferðisofbeldi kirkjunnar manns“ – vil ég árétta það sem ég sagði áður, að gerandinn starfaði ekki innan kirkjunnar þegar umrætt atvik átti sér stað.

Spurning 8: Telur þú að ofangreind gagnrýni úrskurðarnefndarinnar eigi einnig við um aðkomu þína að máli NN og YY eða telur þú svo ekki vera? Ég tel tilfellin vera lík í þeim skilningi að það er ekki ekki gert ráð fyrir aðkomu biskups að lúkningu kynferðisbrota sem koma inn á borð fagráðsins. Málin tvö eru mjög ólík en í hvorugu þeirra hafði ég efnisleg afskipti af úrlausninni. Í öðru þurfti ég að taka stjórnunarlega ákvörðun sem sneri að starfsfólki og þjónustu við söfnuðinn. Í hinu veitti ég málsaðilum áheyrn, að þeirra eigin ósk.

Spurning 9: Í kjölfar gagnrýni úrskurðarnefndarinnar munt þú þá, sem biskup Íslands, halda áfram að hafa aðkomu að kynferðisbrotamálum sem koma til fagráðsins eða muntu ekki gera það? Ég mun ekki frekar en hingað til hafa afskipti af úrvinnslu mála sem berast til fagráðsins. Ég mun hins vegar halda áfram veita málsaðilum þann stuðning sem þeir sjálfir óska eftir. Stjórnunarleg ábyrgð gagnvart starfsfólki, söfnuðum og sóknarbörnum verður áfram á mínum herðum og ég mun áfram leggja mig fram við að taka réttar ákvarðanir.

Umsækjendur um starf verkefnisstjóra á sviði samskiptamála

kirkjan.is - Fim, 10/05/2018 - 11:06

Fimmtán umsækjendur eru um starf verkefnisstjóra á sviði samskiptamála.

Umsækjendur eru (í starfrófsröð):

 1. Arna Þórdís Árnadóttir
 2. Aron Ýmir Pétursson
 3. Elías Þórsson,
 4. Gunnar Kristinn Þórðarson
 5. Guðrún Erlingsdóttir
 6. Guðrún Áslaug Einarsdóttir
 7. Hrefna Sigurjónsdóttir
 8. Jakob Ævarsson
 9. Jónína Ólafsdóttir
 10. María Gunnarsdóttir
 11. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir
 12. Sóley Herborg Skúladóttir
 13. Álfrún G. Guðrúnardóttir
 14. Árdís Sigurðardóttir
 15. Ísabella Leifsdóttir

Niðurstöður kosninga til kirkjuþings 2018

kirkjan.is - mánud., 07/05/2018 - 17:18

Aftan við aðalmenn og varamenn er fjöldi atkvæða sem viðkomandi fékk. Aftast er svo tekið fram ef sætaskipan eða röðun hefur verið ákveðin með því að varpa hlutkesti.

Reykjavíkurkjördæmi – 1. kjördæmi vígðra

Aðalmenn

1

Hreinn Hákonarson

56

2

Arna Grétarsdóttir

52

3

Bryndís Malla Elídóttir

52

4

Gísli Jónasson

49

5

Guðrún Karls Helgudóttir

45

6

Skúli Sigurður Ólafsson

42

Varmenn

1

Eva Björk Valdimarsdóttir

38

2

Elínborg Gísladóttir

36

3

Jón Helgi Þórarinsson

35

Skálholtskjördæmi – 2. kjördæmi vígðra

Aðalmenn

1

Axel Árnason Njarðvík

29

2

Hildur Inga Rúnarsdóttir

28

3

Guðbjörg Arnardóttir

23

Varamenn

1

Magnús Erlingsson

21

2

Geir Waage

15

Hólakjördæmi – 3. kjördæmi vígðra 

Aðalmenn

1

Gísli Gunnarsson

21

2

Ólöf Margrét Snorradóttir

19

3

Sigríður Munda Jónsdóttir

19

Varamenn

1

Gunnlaugur Garðarsson

15

2

Þuríður Björg W Árnadóttir

10

 Reykjavíkurprófastsdæmi vestra − 1. kjördæmi leikra  

Aðalmenn

1

Svana Helen Björnsdóttir

34

2

Jónína Ólafsdóttir

33

3

Guðmundur Þór Guðmundsson

29

Varamenn

1

Daníel Ágúst Gautason

28

2

Benjamín Hrafn Böðvarsson

24

Reykjavíkurprófastsdæmi eystra – 2. kjördæmi leikra  leikmenn

  Aðalmenn

1

Anna Guðrún Sigurvinsdóttir

22

2

Kolbrún Baldursdóttir

18

3

Þorkell Heiðarsson

15

Varamenn

1

Berglind Hönnudóttir

14

2

Kjartan Sigurjónsson

11

Kjalarnessprófastsdæmi – 3. kjördæmi leikra  

  Aðalmenn

1

Margrét Eggertsdóttir

16

2

Hreiðar Örn Zoega Stefánsson

14

3

Stefán Thordersen

12

með hlutkesti Varamenn

1

Dagur Fannar Magnússon

12

með hlutkesti

2

Jónína Bjartmarz

12

með hlutkesti

Vesturlandsprófastsdæmi – 4. kjördæmi leikra  

  Aðalmaður

1

Guðlaugur Óskarsson

40

Varamenn

1

Birna Guðrún Konráðsdóttir

36

2

Kristján Sveinsson

22

 Vestfjarðarprófastsdæmi – 5. kjördæmi leikra  

  Aðalmaður

1

Ásthildur Sturludóttir

6

Varamenn

1

Árný Hallfríður Herbertsdóttir

5

2

Lísbet Harðardóttir Ólafardóttir

3

Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi – 6. kjördæmi leikra  

  Aðalmaður

1

Steindór Haraldsson

32

Varamenn

1

Valgerður Kristjánsdóttir

18

með hlutkesti

2

Björg Baldursdóttir

18

með hlutkesti

Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi – 7. kjördæmi leikra  

Aðalmenn

1

Þóra Hjörleifsdóttir

56

2

Stefán Magnússon

50

Varamenn

1

Sindri Geir Óskarsson

34

2

Hermann Ragnar Jónsson

31

Austurlandsprófastsdæmi – 8. kjördæmi leikra  

  Aðalmaður

1

Ólafur B. Valgeirsson

21

Varamenn

1

Einar Már Sigurðarson

20

2

Gísli M. Auðbergsson

9

Suðurprófastsdæmi – 9. kjördæmi leikra  

  Aðalmenn

1

Drífa Hjartardóttir

35

2

Anný Ingimarsdóttir

30

með hlutkesti Varamenn

1

Óskar Magnússon

30

með hlutkesti

2

Gísli Stefánsson

25

Útvarpsmessur frá Vesturlandsprófastsdæmi í sumar

kirkjan.is - mánud., 07/05/2018 - 10:19

Dagana 27. -28. apríl voru teknar upp í Reykholtskirkju, sjö messur úr Vesturlandsprófastdæmi . Messunum verður síðan útvarpað á Rás 1 á eftirtöldum  sunnudögum í sumar.

Útvarpsmessa 27. júní: Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, Zsuzsanna Budai organisti og Kór Saurbæjarprestakalls.

Útvarpsmessa 10. júní: Sr. Flóki Kristinsson, Dóra Erna Ásbjörnsdóttir, organisti og söngfólk úr Hvanneyrar- og Reykholtsprestaköllum.

Útvarpsmessa 24. júní: Sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson predikaði, Jónína Erna Arnardóttir, organisti og Kór Stafholtsprestakalls.

Útvarpsmessa 1. júli: Sr. Geir Waage, Dóra Erna Ásbjörnsdóttir, organisti og Kór Reykholtskirkju.

Útvarpsmessa 8. júlí: Sr. Þráinn Haraldsson, Sveinn Arnar Sæmundsson organisti, Kristín Sigurjónsdóttir, fiðla og Kór Akraneskirkju.

Útvarpsmessa 15. júlí: Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, Steinunn Árnadóttir, organisti, Rut Berg, flautuleikari og Kór Borgarneskirkju.

Útvarpsmessa 22. júlí: Sr. Anna Eiríksdóttir, Hallór Þorgils Þórðarson, organisti og Kirkjukór Dalaprestakalls.

Þátttakendur í þessu verkefni voru prestar, organistar, kirkjukórar, hljóðfæraleikarar og lesarar.

Upptökumaður Ríkisútvarpsins var Einar Sigurðsson og umsjónarmaður verkefnisins var Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri.

Hér má nálgast fleiri myndir af þátttakendur úr hverju prestakalli: https://www.flickr.com/photos/kirkjan/albums/72157666658113967

Samkoma miðvikudag

Kristniboðssambandið - mánud., 07/05/2018 - 09:14

Samkoma verður miðvikudaginn 9. maí kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.

Hjónin Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Kristján Þór Sverrisson segja frá starfi Sat-7 sjónvarpsstöðinni. Þau tóku nýlega þátt í ráðstefnu á hennar vegum.

Ræðumaður er Kristján Þór Sverrisson.

Kaffi og meðlæti eftir samkomu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Áskorun samþykkt á aðalfundi Félags prestvígðra kvenna

kirkjan.is - Fim, 03/05/2018 - 21:50

Aðalfundur Félags prestvígðra kvenna haldinn í Bústaðakirkju þann 23. apríl 2018 hvetur kirkjuþing og biskupa að fara án tafar í heildstæða endurskoðun á verkferlum, starfsreglum og siðareglum þeim er snúa að mörkum í samskiptum, kynbundnu ofbeldi, einelti og öðru því er miður getur farið í störfum þjóna kirkjunnar. Skorað er á sömu aðila að leita leiða svo draga megi lærdóm af því sem miður hefur farið á þessu sviði.

Félag prestvígðra kvenna var stofnsett 31. júlí 2009 og fagnar því 10 ára afmæli á næsta ári. Félagið er samtök kvenna í prestastétt og allar prestvígðar konur geta orðið aðilar að félaginu.

Markmið félagsins er að efla samstarf og miðla reynslu meðal prestvígðra kvenna og auka áhrif og þátttöku prestvígðra kvenna í kirkjunni. Auk þess er félagið vettvangur til að kynna hvað prestsvígðar konur eru að gera samhliða störfum sínum, vettvangur fyrir umræður um málefni sem snúa sérstaklega að prestsvígðum konum og síðast en ekki síst vettvangur þar sem prestsvígðar konur geta sótt stuðning hver til annarrar, t.d. þegar þær telja sig beittar hverskyns kynbundnu misrétti.

Stjórn Félags prestvígðra kvenna er skipuð á aðalfundi sem fram fer ár hvert. Í stjórn sitja nú séra Jóhanna Gísladóttir formaður, séra Guðrún Karls Helgudóttir, séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, séra Sigríður Rún Tryggvadóttir og séra Hildur Björk Hörpudóttir. Varamenn eru séra Hildur Inga Rúnarsdóttir og séra María Rut Baldursdóttir. 

Kosning til kirkjuþings er hafin.

kirkjan.is - Miðv.d., 02/05/2018 - 15:03

Kosning til kirkjuþings hafin, um er að ræða rafræna kosningu sem fer fram á grundvelli starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 1075/2017.

Kosning til kirkjuþings fer fram frá kl. 12:00 hinn 2. maí 2018 til kl. 12:00 hinn 7. maí 2018.

Kosning fer fram sérstöku vefsvæði, Kosning til kirkjuþings

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Vefsíður um kirkju og trúmál