Efnisveitur

Ég vil líkjast Daníel – Hugleiðing með

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 29/06/2017 - 16:29

Ég vil líkjast Daníel – Hugleiðing með söngnum

Trúður kemur í heimsókn.

Trúðurinn: Halló krakkar!

Leiðbeinandinn: Komdu sæll og blessaður. Þú ert bara mættur?!

Trúðurinn: Já, ég reyni að koma í sunnudagaskólann eins oft og ég get.

Leiðbeinandinn: Það er gott að heyra.

Trúðurinn: Veistu hvað mér finnst skemmtilegast að gera í sunnudagaskólanum?

Leiðbeinandinn: Nei, lof mér að giska.

Trúðurinn: Já.

Leiðbeinandinn: Ætli þér finnist ekki skemmtilegast að syngja.

Trúðurinn: Hvernig vissirðu það?!

Leiðbeinandinn: Ég held að það fari bara ekki framhjá neinum sem þekkir þig. Heyrðu annars. Við erum einmitt að fara að syngja mjög skemmtilegt lag. Náðu þér í stól og sestu (Trúðurinn nær sér í stól og sest þannig að hann snýr að krökkunum).

Trúðurinn: Hvaða lag erum við að fara að syngja?

Leiðbeinandinn: Ég vil líkjast Daníel og ég vil líkjast Rut.

Trúðurinn: Frrrrrrábært! Mér finnst það svo skemmtilegt lag. Þá þarf maður alltaf að standa upp og setjast og standa og setjast og standa og setjast (stendur og sest eftir því sem hann segir).

Leiðbeinandinn: Já, já…hættu nú að standa og setjast. Sparaðu það þangað til við byrjum að syngja lagið.

Trúðurinn: Allt í lagi.

(Nú byrja allir að syngja lagið en trúðurinn stoppar það).

Trúðurinn: Heyrðu, heyrði…bíðið….stopp!

Leiðbeinandinn: Hvað?

Trúðurinn: Hver er eiginlega þessi Daníel sem ég vil endilega líkjast svona mikið? Og hver í ósköpunum er þessi sanna og góða Rut sem ég á líka að vilja líkjast?

Leiðbeinandinn: Það er von að þú spyrjir.

Trúðurinn: Það er bara asnalegt að vilja herma eftir einhverjum. Ég er engin hermikráka.

Leiðbeinandinn: Hvað áttu við?

Trúðurinn: Á ég bara að fara að herma eftir einhverjum Daníel og einhverri Rut!?? Og hvernig í veröldinni á ég að fara að því þegar ég þekki þau ekki neitt?

Leiðbeinandinn: Sko, sjáðu nú til. Við erum ekkert að herma eftir neinum þótt við viljum líkjast einhverjum. Við viljum líkjast Daníel af því að hann var svo hugrakkur og trúði að Guð myndi bjarga sér frá ljónunum í ljónagryfjunni.

Trúðurinn: Nú?

Leiðbeinandinn: Já og svo viljum við líkjast Rut því hún var svo trúföst og góð.

Trúðurinn: Hvernig þá?

Leiðbeinandinn: Það er saga um hana í Biblíunni þar sem segir frá því að Rut var útlendingur. Hún átti mann sem var ekki útlendingur. Þegar hann dó ákvað hún að fylgja mömmu hans og vera með henni í stað þess að fara bara heim í sitt eigið land.

Trúðurinn: Svo þetta lag er þá um eitthvert fólk í Biblíunni.

Leiðbeinandinn: Já.

Trúðurinn: Og mig sem grunaði að þetta væri Daníel í blokkinni minni…og Rut frænka vinkonu ömmu minnar…sem ég þekki ekki neitt og ég get sagt þér að ég vil hvorki vera eins og sá Daníel né þessi Rut.

Leiðbeinandinn: Nei, ég skil. En nú skulum við syngja lagið og þá geturðu hugsað um Daníel sem treysti svo vel á Guð og Rut sem var svo trúföst. Lagið segir okkur að við eigum að treysta Guði eins og Daníel og vera sjálf traustsins verð eins og Rut.

Trúðurinn: Ég skal hugsa um það. (Lagið sungið og trúðurinn stendur upp og sest með miklum tilþrifum…gæti jafnvel ekki hitt á stólinn og dottið á rassinn).

 

 

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusagan: Marta og María

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 29/06/2017 - 14:41

Marta og María Hreyfimyndasería.

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusagan: Mustarðskornið

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 29/06/2017 - 14:18

Veljið úr það sem hentar best:

Mustarðskornið: Leyniteikning

Föndurhugmynd

Hér getið þið fundið stutta teiknimynd á íslensku:
http://s3.kirkjan.is/efnisveitan/graceland/Stora_tred.mp4

Flokkar: Efnisveitur

Kennsluleiðbeiningar AHA!

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 18:29

Kæru prestar og aðrir fermingarfræðarar
í viðhengi neðst á síðunni er að finna power point skjal sem eru drög að kennsluleiðbeiningunum sem fylgja fermingarfræðsluefninu AHA!
Efnið samanstendur af verkefnabókinni Veganesti og námskassanum AHA!
Hér er á ferðinni nýstárleg nálgun í fermingarfræðslunni og byggir efnið á kennslufræði jákvæðrar sálfræði.

Nýtt og betra skjal verður sett þarna inn fljótlega að loknu sumarfríi.
Bkv.Elín

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 17: Saga jólanna

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 17:56

Veljið söngva

Biblíusagan

DVD:Heildarmyndin

Leikrit

Saga

Ítarefni

Vinnuskjal: http://efnisveita.kirkjan.is/node-2335

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 16: Vitringarnir

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 17:55

Veljið söngva

Biblíusagan

DVD:Heildarmyndin

Leikrit

Saga

Ítarefni

Vinnuskjal:http://efnisveita.kirkjan.is/node-2421

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 15: Hirðarnir

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 17:54

Veljið söngva

Biblíusagan

DVD:Heildarmyndin

Leikrit

Saga

Ítarefni

Vinnuskjal:http://efnisveita.kirkjan.is/node-2268

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 14: Boðun Maríu

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 17:53

Veljið söngva

Biblíusagan

DVD:Heildarmyndin

Leikrit

Saga

Ítarefni

Vinnuskjal:http://efnisveita.kirkjan.is/node-2333

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 13: Játning Mörtu/Lasarus

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 17:51

Veljið söngva

Biblíusagan

DVD:Heildarmyndin

Leikrit

Saga

Ítarefni

Vinnuskjal:http://efnisveita.kirkjan.is/node-2247

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 12: Sköpunin og skaparinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 17:51

Veljið söngva

Biblíusagan

DVD:Heildarmyndin

Leikrit

Saga

Ítarefni

Vinnuskjal:http://efnisveita.kirkjan.is/node-2277

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 10: Tveir synir

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 17:48

Veljið söngva

Biblíusagan

DVD:Heildarmyndin

Leikrit

Saga

Ítarefni

Vinnuskjal:
http://efnisveita.kirkjan.is/node-2270

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 9. Aldingarðurinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 17:46

Veljið söngva

Biblíusagan

DVD:Heildarmyndin

Leikrit

Saga

Ítarefni

Vinnuskjöl:
http://efnisveita.kirkjan.is/bruduleikhusid-i-sjounda-himni-adam-og-eva/
http://efnisveita.kirkjan.is/adam-og-eva-fela-sig/

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 8: Daníel í ljónagryfjunni

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 17:44

Veljið söngva

Biblíusagan

DVD:Heildarmyndin

Leikrit

Saga

Ítarefni

Vinnuskjöl
http://efnisveita.kirkjan.is/daniel-i-ljonagryfjunni-hrefimyndaseria/
http://efnisveita.kirkjan.is/sogur-sem-nota-ma-med-sogunni-um-daniel-i-ljonagryfjunni/-vantar
http://efnisveita.kirkjan.is/leikrit-sem-henta-med-sogunni-um-daniel-i-ljonagryfjunni/

Flokkar: Efnisveitur

Mýsla, Rebbi og fjársjóðskistan: Jesús og börnin

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 17:16

Athugið:
Biblíusagan er ekki sögð í þessu leikriti,heldur er það notað sem kveikja, eða aðdragandi að því að biblíusagan verði sögð.

Efni og áhöld: „Fjársjóðskort” og fjársjóðskista. (Fjársjóðskistan hefur oft verið notuð í sunnudagaskólanum og er því trúlega til í kirkjunni).
Setjið Biblíu í fjársjóðskistuna. Felið kistuna á stað sem börnin geta fundið hana. Þegar líða tekur á leikritið eiga börnin að hjálpa til við að leita.

Rebbi: (Ánægður)Hæ, krakkar! Hæ, Mýsla.

Mýsla: (Ánægð) Hæ, hæ.
Börn svara.

Rebbi: (Ánægður)Mikið er gott að vera kominn í sunnudagaskólann aftur. Finnst ykkur það ekki?
Börn svara.

Mýsla: (Ánægð)Jú, mér finnst það mjög gott…og skemmtilegt.Ég er búin að bíða í allt sumar.

Rebbi: (Spenntur)Já, ég líka! Jæja…hvað ætli sé á dagskránni? Ég er orðinn alveg urrandi, burrandi spenntur!

Mýsla:(Spennt)Ég líka….(kemur auga á fjársjóðskortið) (Forvitin)Heyrðu Rebbi…hvað er nú þetta?

Rebbi:( Forvitinn) Já, hvað skyldi þetta vera? (Hugsi) Hmmm. Ég hef einhvern tímann séð svona áður. Ég er bara alveg búinn að gleyma hvað þetta er.

Mýsla: Kannski vita krakkarnir það.
Börnin svara.

Rebbi: (Hissa og spenntur)Fjársjóðskort! Hér! Í okkar sunnudagaskóla!!!

Mýsla: (Spennt)Ég trúi þessu ekki! Vá!

Rebbi: (Lítur tortrygginn í kringum sig) Mýsla… þá hlýtur að fjársjóður að vera falinn einhvers staðar í kirkjunni. Heldurðu það ekki? (Spenntur) Urr…burrr!

Mýsla: (Mjög spennt) Heldurðu það?

Rebbi: (Ákveðinn) Ég er næstum því alveg urrandi viss.

Mýsla: (Varfærin) En við erum bara brúður Rebbi. Hvernig eigum við að fara að því að leita að fjársjóðnum?

Rebbi: (Hugsi) Jah…ég veit það ekki. En ef þetta er alvöru fjársjóðskista, þá hlýtur að vera alvöru fjársjóður í henni.

Mýsla: (Spennt) Vandræði. Hvað eigum við að gera?

Rebbi: (Fær hugmynd) Við fáum krakkana til að hjálpa okkur. Börn eru rosalega fundvís. Ég er viss um að þau verða fljót að finna kistuna.

Leiðbeinandinn: Krakkar eigum við ekki að hjálpa þeim að finna kistuna. Kíkið í kringum ykkur. Sér einhver fjársjóðskistu? (Leiðbeinið börnunum eftir því sem við á). Kistan finnst og Mýsla og Rebbi eru látin vita.

Rebbi: En urrandi spennandi! Getið þið komið með kistuna hingað til okkar.

Börn koma með kistuna til Mýslu og Rebba.

Mýsla: En hvernig eigum við að fara að því að opna kistuna?

Rebbi: Kannski við ættum að fá börnin til að hjálpa okkur. Getur einhver hjálpað okkur. (Barn valið- opnar kistuna- tekur biblíuna upp úr kistunni).

Mýsla: (Spennt) Vá! Þetta er alvöru fjársjóðskista! Dularfull bók!

Rebbi: Já…sjáið þið bara… svona bækur eru ekki á hverju strái. Getur einhver hjálpað okkur að sjá hvaða bók þetta er?

Já ég skal hjálpa ykkur. (Les) Biblían. Heilög ritning.

Mýsla: (Spennt og hugsi) Heilög…hvað þýðir það eiginlega?

Rebbi: Uuu…örugglega það sama og dýrmæt…eða aaafar sjaldgæf bók?

Mýsla: Já, eða kannski bara guðleg bók? Við erum jú í kirkju og þetta gæti verið alveg sérstakur kirkjufjársjóður.

Rebbi: Hvað ætli sé svona merkilegt við þessa bók, fyrst hún er í fjársjóðskistunni?

Leiðbeinandinn: Þessi bók segir okkur allt mögulegt um Guð og Jesú. þess vegna er hún svona merkileg. Hún er full af sögum. Á ég að segja ykkur eina? Hún heitir:

Jesús og börnin.

Mýsla: Já endilega.

Höfundur: Elín Elísabet Jóhannsdóttir 2017

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 1. Jesús og börnin

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 28/06/2017 - 16:33

Veljið söngva

Biblíusagan- leyniteikning

DVD Tófudansinn

Leikrit aðlaga

Saga
: Saga: óþekku ungarnir hennar Huppu

Ítarefni

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur