Efnisveitur

Samvera 2 til útprentunar

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 10/08/2016 - 14:13

Sjá viðhengin hér fyrir neðan:

Flokkar: Efnisveitur

Nebbanú: Nebbi og húsið

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 09/08/2016 - 17:06
Kennsluleiðbeiningar – 1. Húsið

1. Hluti – sýndur
Í þessum þætti er unnið með dæmisöguna um húsið á bjarginu (Matteus 7.21-29). Nebbi er í vandræðum með að finna öruggan stað fyrir brothætta húsið sitt.

Á milli þáttahlutanna
Leikur – Jafnvægislist: Fáið krakkanna til að standa á tveimur fótum og síðan að prófa að lyfta öðrum upp og standa á einum fæti. Til að gera þetta ennþá erfiðara má láta krakkana því næst standa á tám á tveimur fótum og reyna hvort þau getið staðað á tám á einum fæti.

2. Hluti – sýndur
Í seinni hluta þáttanna hjálpa börnin Nebba með því að hoppa.

Umræðupunktar
Spurning: Hvort var auðveldara að standa á einum eða tveimur fótum?

Svar: Það er öruggara að standa á tveimur fótum af því að tveir fætur eru sterkari en einn og jafnvægið er betra.

Spurning: Munið þið eftir mönnunum í Biblíusögunni sem fóru að byggja hús? Hvort er betra að byggja hús á sandi eða bjargi?

Svar: Betra að byggja hús á bjargi af því að bjargið stendur fast eins og tveir fætur og hreyfist ekki eins og sandurinn. Bjargið í sögunni er líking fyrir Jesú. Að trúa á hann er góð undirstaða í lífinu og ráðin og loforðin sem Guð gefur í Biblíunni eru traust eins og bjarg.

Spurning: Hvað gerði Nebbi til þess að búa til öruggan stað fyrir húsið sitt?

Svar: Hann fann bók sem smellpassaði undir fótinn og var ekki mjúk eins og bananinn. Nebbi sá að þetta var góð undirstaða og þá vissi hann að öllu var óhætt og sama hvað var hoppað allt stóð fast og öruggt.

Munum að: Góð undirstaða er nauðsynleg, bæði fyrir húsin sem við búum í og lífið sem við lifum.

Flokkar: Efnisveitur

Brúðuleikrit: Vaka og Rebbi kynnast

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 09/08/2016 - 16:38

Brúður: Rebbi og Vaka skjaldbaka
Athugið að brúðurnar fást í Kirkjuhúsinu.

Í þessu leikriti er ekki um beina tengingu að ræða við biblíusöguna heldur er hér fyrst og fremst um að ræða kynningu á Vöku og upphafið á vináttu þeirra Rebba.

Skjaldbakan er dregin inn í skelina sína, bæði haus og framlappir og henni haldið uppréttri. Rebbi kemur og sér skelina. Hann virðir hana fyrir sér og nálgast af varfærni.

Rebbi: Hvað er þetta eiginlega?

Rebbi þefar af skelinni nartar aðeins í hana en um leið kemur önnur framlöppin upp úr skelinni og Rebbi hrökklast í burtu.

Rebbi: Æ, æ! Hjálp! Hvað er að gerast?
Fylgist spenntur með úr fjarska meðan hin framlöppin kemur úr skelinni.

Rebbi: Þetta er mjög spennandi. Er þetta geimvera, eða hvað.
Rebbi kemur alveg upp að Vöku og þefar af henni og másar. Hausinn á Vöku kemur upp úr skelinni. Hún sér Rebba og kippir hausnum inn í skelin en gægist svo aftur út.

Vaka: (skjálfandi röddu): Hvað ert þú?

Rebbi: (þefar af Vöku) Ég er Rebbi.

Vaka: Hvað heitir þú?

Rebbi: Rebbi

Vaka: Við hvað vinnur þú?

Rebbi: Ég er svona … Rebbi. (Urrandi) En hver ert þú?

Vaka: (dregur hausinn hálfvegis inn). Ég heiti Vaka.

Rebbi: Vaka? Vaka skjaldbaka? Vaka baka! Má ég kalla þig það?

Vaka: Já, já. Ég er líka mjög flink að baka.

Rebbi: Ertu frá útlöndum?

Vaka: Já, ég er nýflutt til Íslands frá Hawaii.

Rebbi: Ha? Væ? Er Væ ekki langt í burtu?

Vaka: Það heitir Hawaii! Jú, langt, langt í burtu. En Rebbi?

Rebbi: Já.

Vaka: Hvar er skjaldbökuskólinn?

Rebbi: Það er enginn skjaldbökuskóli á Íslandi.

Vaka: Ha, enginn skjaldbökuskóli?

Rebbi: Nei, Vaka baka þetta er sunnudagskólinn í (nafn kirkju) á Íslandi.

Vaka (angistarfull): Hvernig á ég að geta lært nokkuð ef það er enginn skjaldbökuskóli á Íslandi.

Rebbi (leggur höfuðið huggandi að Vöku): Svona, svona. Það er enginn Rebbaskóli heldur en ég hef verið í sunnudagaskólanum í mörg ár og er alltaf að læra eitthvað nýtt. Þú mátt alltaf koma með mér.

Vaka: Má ég það?

Rebbi: Já, bara sjálfsagt. Ég kann líka fullt sem ég get kennt þér.

Vaka (með von í röddinni): Er það? Má ég þá kalla þig herra Rebbi kennari.

Rebbi: Uuuu, hehe, já, ætli það ekki. En nú skulum við koma. Ég get kennt þér mjög margt. Þekkir til dæmis muninn á brúnköku og túnþöku?

Vaka: Nei!

Rebbi: Komdu þá, ég skal segja þér það.

Rebbi og Vaka láta sig hverfa. Rebbi kemur strax aftur til baka.

Rebbi (stoltur): HERRRRRA RRREBBI KENNARRRRI! Heyrðuð þið það, krakkar? Sjáumst næsta sunnudag.

Vaka: Bless krakkar. 

Flokkar: Efnisveitur

Hlutbundin kennsla: Byggt á bjargi

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 09/08/2016 - 16:25

Til athugunar:
Nú notum við fjársjóðskistu. Að þessu sinni á að vera pappamál.
Þessi kennslustund þarfnast aðeins meiri undirbúnings en venjulega.

Hlutir
– Tvær skálar (djúpir diskar) önnur tóm, hin með bleyttum sandi eða jarðvegi í.
– Tveir matardiskar.
– Tvö pappamál sem má gjarna vera búið að teikna á hurð og glugga (sett í fjársjóðskistuna).
– Stór kanna með vatni.
Best er að byrja með skálarnar á borðinu og hvolfa matardiskunum yfir þær.

Kennsla
Sjáið þið hvað ég er með í dag, krakkar? (Tvær skálar og tveir diskar á hvolfi).
En í dag ætla ég að segja ykkur sögu sem Jesús sagði, af tveimur mönnum sem byggðu sér hús. Annar þeirra byggði húsið sitt á bjargi (Hvolfið disknum sem er með tómu skálinni þannig að nú er snýr diskurinn réttri hlið upp en skálin er á hvolfi). Þetta er í þykjustunni bjargið (bendið á skálina). Og maðurinn byggði húsið sitt beint ofan á því. (Setjið pappamálið ofan á skálina sem er á hvolfi). Er þetta ekki fínt hús?
(Snúið núna hinum disknum við þannig að skálin sé á hvolfi). Annar maður sem var líka að byggja sér hús ákvað að byggja sitt hús á sandi (Takið skálina burtu þannig að sanhrúgan verði eftir á disknum). Þessi maður byggði húsið sitt nákvæmlega hérna (Setjið pappamálið varlega ofan á sandinn). Er þetta ekki fínt hús líka?
Svo gerðist svolítið óvænt. Það kom mjög vont veður. Hvernig heyrist í vondu veðri? Og svo fór að rigna og rigna. Rigningin buldi á báðum húsunum (hellið yfir bæði húsin jafnt og leyfið börnunum að sjá hvernig sandurinn gefur undan). Húsið á bjarginu var kyrrt á sínum stað en húsið á sandinum eyðilagðist. Jesús sagði þessa sögu til að minna okkur á að það skiptir máli á hverju við byggjum líf okkar.

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 1 til útprentunar

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 09/08/2016 - 16:10

Hér í viðhengi má finna skjalið til útprentunar

Flokkar: Efnisveitur

8.samvera – Sakkeus

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 09/08/2016 - 14:31
Flokkar: Efnisveitur

6.samvera 2016

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 08/08/2016 - 15:07
Flokkar: Efnisveitur

Samvera 5

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 04/08/2016 - 16:46

Biblíutexti

Söngvar sem tengjast biblíusögunni

Hlutbundin kennsla

Brúðuleikrit

Nebbanú og húsið

Samveran í heild sinni til útprentunar

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur