Efnisveitur

Hlutbundin kennsla: Örkin hans Nóa- 1.Mós.5.32-10.1

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 17/08/2016 - 15:41

Hugmynd að hlut í fjársjóðskistu: – Tuskudýr   

 Hlutir: Pappakassi og tuskudýr frá börnunum (ef gleymst hefur að biðja börnin að taka tuskudýr með sér í sunnudagaskólann er nauðsynlegt að sunnudagaskólakennarar skaffi þau sjálfir fyrir þessa kennslu). Ef tími er til væri sniðugt að vera búin að skreyta kassann einhvhernveginn og/eða útbúa mastur og setja í miðjan kassann eða í eitt af hornin og búa til segl úr pappír. Þar sem notuð er fjársjóðskista og hún nægilega stór má vel nota fjársjóðskistuna sem örk. Hér er frábær útfærsla af hugmyndinni fyrir þá sem hafa góðan tíma og mikinn metnað til undirbúnings: http://www.thecrafttrain.com/1/post/2014/10/cardboard-box-noahs-ark.html

 

Kennsla: En hvað það er gaman að sjá hversu mörg ykkar með bangsa, dúkkur og tuskudýr með sér í sunnudagaskólann. (Ef sú er ekki raunin talar fræðarinn um dýrin sem hann/hún tók með sér í sunnudagaskólann). Og þegar sé þennan stóra kassa og öll dýrin ykkar dettur mér í hug ein saga úr Biblíunni.

Einu sinni fyrir langa löngu var gamall og góður maður sem hét Nói. Guð varaði hann við því að bráðum færi að rigna og þá myndi koma mikið vatnsflóð um alla jörðina. Nói fékk það hlutverk að smíða risastórt skip, sem heitir örk og þegar hann væri búinn að smíða skipið átti hann að bjarga dýrunum á jörðinni um borð í örkina, tveimur af hverri tegund. Þetta gerði Nói. Hann smíðaði risastóra örk og safnaði saman öllum dýrunum í hana. Núna er kassinn sem ég tók með mér í þykjustunni örkin. Viljið þið koma með dýrin ykkar og setja í kassann hjá mér. (Takið tíma í þetta og þegar börnin hafa lagt sitt dýr í kassann er tilvalið að setja hann upp á borð svo allir sjái. Haldið síðan áfram með söguna). Þegar Nói hafði safnað öllum dýrunum í örkina gerðist það sem Guð hafði sagt. Það rigndi stöðugt í fjörutíu daga og fjörutíu nætur og það flæddi vatn yfir alla jörðina en Nói, fjölskyldan hans og dýrin björguðust vegna þess að hann gerði eins og Guð sagði honum að gera. Þegar rigningin hætti þá minnkaði flóðið smátt og smátt. Þá setti Guð regnbogann á himininn. Í sögunni um Nóa er sagt að regnboginn sé tákn um að svona flóð muni aldrei koma aftur.


 

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 13 -20.nóvember:

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 17/08/2016 - 11:27

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 11- 6.nóvember: Þér eruð salt jarðarinnar

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 17/08/2016 - 11:17

 

Límmiði dagsins:

Flokkar: Efnisveitur

Hvar eru hinir 9? Hlutbundin kennsla

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 10/08/2016 - 14:50

Hugmynd að hlut í fjársjóðskistu:
– Takkbankinn eða miði með þakkarefni á.

Hlutbundin kennsla
Hlutur:
– Plastkassi eða stór krukka með loki (skerið rauf á lokið eða hliðina, svipað og gert er með sparibauk) og merkið: TAKKBANKINN
– Pappír (helst litaður) Klippið niður í miða (Úr A4 ætti að vera hægt að gera 10 miða).
– Skriffæri fyrir börnin.

Kennsla
Í dag ætla ég að opna nýjan banka í sunnudagaskólanum. Hann heitir Takkbankinn. Við ætlum að vera dugleg að safna þökkum í hann í vetur.
Ég man þegar ég var yngri þá gleymdi ég stundum að þakka fyrir mig. Þegar það gerðist þá var ég yfirleitt minnt(ur) á það. Kannski var einhver vinur minn að gefa mér afmælisgjöf sem ég bara tók við án þess að segja neitt. Þá leit mamma mín á mig og sagði: Hvað segir maður þá? Fyrst vissi ég ekkert um hvað hún var að tala. Vitið þið hvað ég hefði átt að segja? – Takk.
Alveg hárrétt. Takk! Það er mjög mikilvægt að vera þakklát.
Einu sinni hitti Jesús tíu menn sem voru mjög alvarlega veikir. Þeir voru með sjúkdóm sem heitir líkþrái, sem lýsir sér í því að þá fær fólk sár út um allan líkamann. Líkþrái var algengur á tímum Jesú en engin lækning var til við sjúkdómnum. Mennirnir sáu Jesú og vissu hver hann var. Þeir vissu líka að hann gæti kannski læknað þá og þeir hrópuðu til hans: Jesús, meistari, miskunna þú oss. Þegar mennirnir fóru heim af stað og sáu þeir að sárin voru horfin. Jesús hafði Þeir hrópuðu og dönsuðu af gleði því þeir voru læknaðir en einn þeirra sneri við til að þakka Jesú fyrir að hafa læknað sig. Þegar hann kom sagði Jesús: Voruð þið ekki tíu? Hvar eru hinir níu? Bara einn maður mundi eftir því að segja: Takk.
Það er mikilvægt að vera þakklát. Bæði fyrir þann sem gefur okkur eitthvað eða gerir eitthvað fyrir okkur og líka fyrir okkur sjálf að gefa þakklæti í staðinn.
Fyrir hvað getum við sagt takk? (Takið við tveimur til þremur þakkarefnum og skrifið þau á jafnmarga af miðunum og setjið þá í Takkbankann).
Þegar sunnudagaskólinn er búinn á eftir megið þið skrifa (eða fá hjálp til að skrifa) allt sem þið eruð þakklát fyrir og leggja inn í Takkbankann. (Yngri börn sem ekki kunna að skrifa geta sagt Takkbankanum þakkirnar sínar).
Það er auðvelt að segja Takk á íslensku, en getum við þakkað fyrir með fleiri orðum? Kunnið þið að segja takk fyrir á öðrum tungumálum: Thank you, mange tak, gracias (spænska), merci (franska), arigato (japanska). Fleiri tungumál?

ATH – Takkbankinn má gjarna fá að vera sýnilegur í sunnudagaskólanum eftir þetta í allan vetur og gott að minna börnin á að skrifa (alltaf eða af og til) á miða fyrir eða eftir sunnudagaskólann um eitthvað sem þau eru þakklát fyrir.

Flokkar: Efnisveitur

Nebbanú! Þakklæti

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 10/08/2016 - 14:45

Mikilvægar upplýsingar um Nebbaþættina

Kennsluleiðbeiningar

1. hluti – sýndur
Í þessum þætti er unnið með söguna Hvar eru hinir 9? Nebbi vill sýna þakklæti með því að búa til læti ÞAKK-LÆTI.

Á milli þáttahlutanna
Leikur – Herra eða Fröken Takk (Jósep segir en með örlítið breyttum hætti.) Sunnudagaskólakennarinn er stjórnandinn (Herra eða fröken Takk). Stjórnandinn gefur ýmsar skipanir sem allir verða að hlýða, en bara ef stjórnandinn setur ,,Takk …” aftan við skipun sína. Sleppi hann því og einhver framkvæmir samt skipunina er sá úr leik.

Dæmi um fyrirmæli: Allir eiga að lyfta höndum hátt upp og teygja sig, takk! (allir þátttakendur framkvæma þetta). – Hendur niður (þeir sem setja hendur niður eru úr leik). Allir eiga að klappa (þeir sem klappa eru úr leik). Allir eiga að klappa, takk! (allir klappa). Hætta (þeir sem hætta að klappa eru úr leik). Hætta að klappa, takk! (allir hætta klappinu).

Leikurinn heldur áfram þar til enginn er eftir. Stjórnandinn reynir vitaskuld að hafa fyrirmælin sem skemmtilegust (allir eiga að klípa í nefið á sér, reka út úr sér tunguna, gretta sig, toga í tærnar á sér, boxa út í loftið, rífa í hár sér, vera undrandi á svipinn o.s.frv.)

2. hluti sýndur
Í seinni hluta þáttanna hjálpa börnin Nebba með því að búa til læti.

Umræðupunktar
Spurning: Munið þið að í Biblíusögunni kom bara einn hinna holdsveiku til baka til Jesús eftir kraftaverkið af hverju snéri sá til baka?

Svar: Hann vildi þakka Jesú.

Spurning: Hinir níu gleymdu alveg að þakka fyrir sig, af hverju er svona auðvelt að gleyma að þakka?

Svar: Það er auðveldara að krefjast og ætlast til en þakka. En við vitum hversu gott okkur finnst að heyra einhvern þakka okkur þegar við höfum gefið gjöf. Þakklætið beinir líka sjónum okkar að því sem við eigum í stað þess að horfa á það sem okkur finnst vanta.

Spurning: Nebbi, bjó til gríðarleg læti, en komst svo að því að til að sýna þakklæti þarf bara eitt orð. Hvaða orð er það?

Svar: Takk! Takk er eitt besta orð sem við segjum og heyrum.

Munum að: Sýna þakklæti.
Flokkar: Efnisveitur

NEBBANÚ Almennt um þættina

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 10/08/2016 - 14:37

NEBBANÚ

Almennt um þættina

 Á upphafsmynd/menu Nebbanú þáttanna er hægt að spila hvern þátt frá upphafi til enda með því að smella á nafn þess þáttar. Hins vegar nýtast þættirnir best þegar þeim er skipt í tvennt með kennsluleiðbeiningunum hér að neðan. Skipta má þáttunum í tvennt með því að smella fyrst á „1. Hluti“ fyrir neðan nafn hvers þáttar og smella síðan á „2. Hluti“ þegar það hentar.

  1. Hluti – er hugsaður til sýningar eftir að búið er að segja Biblíusögu dagsins.

Í sunnudagaskólanum er mikilvægt að segja börnunum sögur Biblíunnar á lifandi og skemmtilegan máta ekki síst vegna þess að þau heyra þær nánast hvergi annars staðar. Þættirnir eru þess vegna ekki skrifaðir sem endursögn á Biblíusögunum heldur sem viðbót til þess að varpa nýju ljósi á þær, skerpa á boðskapnum og ekki síst að skapa umræður við börnin.

 

Á milli þáttahlutanna er gott að fara í leik sem hefur snertiflöt við Biblíusöguna á einhvern hátt.

Leikur þessi minnir börnin ekki aðeins á Biblíusöguna heldur hitar þau upp fyrir seinni hluta þáttanna. – Biblíusöguna má einnig segja hér ef það hentar betur.

 

  1. Hluti – Hvetur til þátttöku barnanna (interactive learning) þannig að þau fái að upplifa þema hvers þáttar af eigin reynslu með því að hjálpa Nebba.

Gott er að taka þátt í áskorun þáttanna með börnunum svo vandræði Nebba fái meira vægi. Allir þættirnir enda svo á stuttri setningu sem tekur saman það sem Nebbi uppgötvar hverju sinni. Setningin virkar vel inn í spennandi umræðurnar við börnin.

 

Umræðupunktar – tengja saman og útskýra þáttinn, leikinn og biblíusöguna.

Börn ná góðri athygli þegar horft er á myndefni og þess vegna tilvalið að nýta þá athygli í stutt spjall við þau eftir þættina. – Einnig er hægt að spjalla við börnin á milli þáttahlutanna tveggja sérstaklega ef valið hefur verið að segja biblíusöguna þar á milli. Gæta skal þess samt að geyma allar spurningar um Nebba þangað til báðir hlutarnir hafa klárast svo engu sé uppljóstrað um seinni hlutann.

Flokkar: Efnisveitur

Brúðuleikrit: Mahalo!

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 10/08/2016 - 14:24
Brúður: Rebbi og Vaka skjaldbaka

Ath. Brúðuleikritin skírskota ekki endilega til Biblíusögunnar.

Takkbankakrukkan er opin með nokkrum miðum ofan í. Rebbi kemur og les utan á krukkuna.

Rebbi: B-a-n-k-i. BANKI! Og hann er opinn. Þá ætla ég að ná mér í pening því það er enginn að horfa.

Rebbi stingur trýninu ofan í krukkuna
og reynir mikið að ná í miðana á botninum en nær engum.

Rebbi: Komið til Rebba, peningar. Kom, kom!

Þá heyrist bankað. Rebbi kippir hausnum upp úr krukkunni.

Rebbi: Hver var að banka?

Rebbi lítur í kring um sig og stingur svo hausnum aftur á kaf í bankann.
Aftur er bankað, Vaka kemur og heldur á miða til að setja í Takkbankann.
Rebba bregður og hann kippir hausnum upp úr krukkunni og reynir um leið að standa fyrir Takkbankanum svo Vaka sjái hann ekki.

Vaka: Halló Rebbi. Heyrðirðu ekki að ég var að banka?

Rebbi: (vandræðalegur): Ég var ekki í banka?
Vaka: Nei, ég var að banka og þú varst í banka. Haha.
Rebbi: Nei, ég var bara að … uuu, já. Jæja má eiginlega ekki vera að því að tala við þig núna því ég er upptekinn. Bless, bless.

Rebbi stingur hausnum ofan í Takkbankann.

Vaka: Ég kom með Mahalo!

Rebbi kemur með hausinn upp úr krukkunni.

Rebbi: Ég sagði ekki halló, heldur bless. Þú mátt fara.

Vaka: Ég sagði ekki halló heldur Mahalo. Á Hawaii segjum við Mahalo og það þýðir takk.

Rebbi: Og hvað með það?

Vaka: Ég ætla að setja takk miða í Takkbankann.

Rebbi: Takkbankann?

Vaka: Já, sem þú varst að kíkja ofan í.
Rebbi les utan á krukkuna.

Rebbi: TAKK-BAN-KINN Takk-bankinn? Er þetta þá ekki banki fyrir pening?

Vaka: Nei, þetta er banki fyrir Mahalo – Takk.

Rebbi: (Pirraður) Nú? Ég hélt að þetta væru peningar sem ég mætti eiga. Til hvers að vera með banka sem er ekki með peninga.

Vaka: Til að safna saman öllu því sem við viljum þakka fyrir og ég er með eitt þakkarefni á miða.

Rebbi: Þakka fyrir! TAKK BANKI ER FÁRÁNLEG UPPFINNING.

Vaka (hissa): Finnst þér það?

Rebbi: (háðskur) Og hvað ert þú búinn að skrifa á þennan takk-miða?

Vaka (vandræðaleg): Uuu … þú vilt örugglega ekki heyra það. Þér finnst þetta bara fáránlegt.

Rebbi (hæðnislega): Láttu ekki svona. Lestu það fyrir mig. Hahaha

Vaka: Allt í lagi. Ég skrifaði: Mahalo, takk fyrir Rebba, vin minn.

Rebbi: Nú? Varstu að þakka fyrir mig?

Vaka: Já. Þú ert svo góður við mig.

Rebbi: Já, hehe. Það er nú ekkert að þakka, bara alveg sjálfsagt. Hehe (þögn) Sniðugir svona Takk-bankar. Ég ætla líka að skrifa miða og setja í Takkbankann.

Vaka: Hvað á að standa á honum?

Rebbi: Takk fyrir mig og takk fyrir þig.

Vaka: Takk fyrir það!

Rebbi: Það er nú ekkert. Ég er mjög flinkur í að segja takk. Ég var einu sinni Íslandsmeistari í takk kappi. Ég get sagt takk tíu sinnum rosalega hratt. Svona: Takktakktakktakktakktakktakktakktakktakk. Núna þú?

Vaka (á venjulegum hraða): Takk, takk, takk … Er þetta gott hjá mér?

Rebbi: Já, já en við getum unnið aðeins með hraðann hjá þér. Komum heim til mín. Ég get þjálfað þig?

Rebbi og Vaka: Já! Gerum það! Bless krakkar, sjáumst næsta sunnudag.

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 2 til útprentunar

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 10/08/2016 - 14:13

Sjá viðhengin hér fyrir neðan:

Flokkar: Efnisveitur

Nebbanú: Nebbi og húsið

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 09/08/2016 - 17:06
Kennsluleiðbeiningar – 1. Húsið

1. Hluti – sýndur
Í þessum þætti er unnið með dæmisöguna um húsið á bjarginu (Matteus 7.21-29). Nebbi er í vandræðum með að finna öruggan stað fyrir brothætta húsið sitt.

Á milli þáttahlutanna
Leikur – Jafnvægislist: Fáið krakkanna til að standa á tveimur fótum og síðan að prófa að lyfta öðrum upp og standa á einum fæti. Til að gera þetta ennþá erfiðara má láta krakkana því næst standa á tám á tveimur fótum og reyna hvort þau getið staðað á tám á einum fæti.

2. Hluti – sýndur
Í seinni hluta þáttanna hjálpa börnin Nebba með því að hoppa.

Umræðupunktar
Spurning: Hvort var auðveldara að standa á einum eða tveimur fótum?

Svar: Það er öruggara að standa á tveimur fótum af því að tveir fætur eru sterkari en einn og jafnvægið er betra.

Spurning: Munið þið eftir mönnunum í Biblíusögunni sem fóru að byggja hús? Hvort er betra að byggja hús á sandi eða bjargi?

Svar: Betra að byggja hús á bjargi af því að bjargið stendur fast eins og tveir fætur og hreyfist ekki eins og sandurinn. Bjargið í sögunni er líking fyrir Jesú. Að trúa á hann er góð undirstaða í lífinu og ráðin og loforðin sem Guð gefur í Biblíunni eru traust eins og bjarg.

Spurning: Hvað gerði Nebbi til þess að búa til öruggan stað fyrir húsið sitt?

Svar: Hann fann bók sem smellpassaði undir fótinn og var ekki mjúk eins og bananinn. Nebbi sá að þetta var góð undirstaða og þá vissi hann að öllu var óhætt og sama hvað var hoppað allt stóð fast og öruggt.

Munum að: Góð undirstaða er nauðsynleg, bæði fyrir húsin sem við búum í og lífið sem við lifum.

Flokkar: Efnisveitur

Brúðuleikrit: Vaka og Rebbi kynnast

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 09/08/2016 - 16:38

Brúður: Rebbi og Vaka skjaldbaka
Athugið að brúðurnar fást í Kirkjuhúsinu.

Í þessu leikriti er ekki um beina tengingu að ræða við biblíusöguna heldur er hér fyrst og fremst um að ræða kynningu á Vöku og upphafið á vináttu þeirra Rebba.

Skjaldbakan er dregin inn í skelina sína, bæði haus og framlappir og henni haldið uppréttri. Rebbi kemur og sér skelina. Hann virðir hana fyrir sér og nálgast af varfærni.

Rebbi: Hvað er þetta eiginlega?

Rebbi þefar af skelinni nartar aðeins í hana en um leið kemur önnur framlöppin upp úr skelinni og Rebbi hrökklast í burtu.

Rebbi: Æ, æ! Hjálp! Hvað er að gerast?
Fylgist spenntur með úr fjarska meðan hin framlöppin kemur úr skelinni.

Rebbi: Þetta er mjög spennandi. Er þetta geimvera, eða hvað.
Rebbi kemur alveg upp að Vöku og þefar af henni og másar. Hausinn á Vöku kemur upp úr skelinni. Hún sér Rebba og kippir hausnum inn í skelin en gægist svo aftur út.

Vaka: (skjálfandi röddu): Hvað ert þú?

Rebbi: (þefar af Vöku) Ég er Rebbi.

Vaka: Hvað heitir þú?

Rebbi: Rebbi

Vaka: Við hvað vinnur þú?

Rebbi: Ég er svona … Rebbi. (Urrandi) En hver ert þú?

Vaka: (dregur hausinn hálfvegis inn). Ég heiti Vaka.

Rebbi: Vaka? Vaka skjaldbaka? Vaka baka! Má ég kalla þig það?

Vaka: Já, já. Ég er líka mjög flink að baka.

Rebbi: Ertu frá útlöndum?

Vaka: Já, ég er nýflutt til Íslands frá Hawaii.

Rebbi: Ha? Væ? Er Væ ekki langt í burtu?

Vaka: Það heitir Hawaii! Jú, langt, langt í burtu. En Rebbi?

Rebbi: Já.

Vaka: Hvar er skjaldbökuskólinn?

Rebbi: Það er enginn skjaldbökuskóli á Íslandi.

Vaka: Ha, enginn skjaldbökuskóli?

Rebbi: Nei, Vaka baka þetta er sunnudagskólinn í (nafn kirkju) á Íslandi.

Vaka (angistarfull): Hvernig á ég að geta lært nokkuð ef það er enginn skjaldbökuskóli á Íslandi.

Rebbi (leggur höfuðið huggandi að Vöku): Svona, svona. Það er enginn Rebbaskóli heldur en ég hef verið í sunnudagaskólanum í mörg ár og er alltaf að læra eitthvað nýtt. Þú mátt alltaf koma með mér.

Vaka: Má ég það?

Rebbi: Já, bara sjálfsagt. Ég kann líka fullt sem ég get kennt þér.

Vaka (með von í röddinni): Er það? Má ég þá kalla þig herra Rebbi kennari.

Rebbi: Uuuu, hehe, já, ætli það ekki. En nú skulum við koma. Ég get kennt þér mjög margt. Þekkir til dæmis muninn á brúnköku og túnþöku?

Vaka: Nei!

Rebbi: Komdu þá, ég skal segja þér það.

Rebbi og Vaka láta sig hverfa. Rebbi kemur strax aftur til baka.

Rebbi (stoltur): HERRRRRA RRREBBI KENNARRRRI! Heyrðuð þið það, krakkar? Sjáumst næsta sunnudag.

Vaka: Bless krakkar. 

Flokkar: Efnisveitur

Hlutbundin kennsla: Byggt á bjargi

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 09/08/2016 - 16:25

Til athugunar:
Nú notum við fjársjóðskistu. Að þessu sinni á að vera pappamál.
Þessi kennslustund þarfnast aðeins meiri undirbúnings en venjulega.

Hlutir
– Tvær skálar (djúpir diskar) önnur tóm, hin með bleyttum sandi eða jarðvegi í.
– Tveir matardiskar.
– Tvö pappamál sem má gjarna vera búið að teikna á hurð og glugga (sett í fjársjóðskistuna).
– Stór kanna með vatni.
Best er að byrja með skálarnar á borðinu og hvolfa matardiskunum yfir þær.

Kennsla
Sjáið þið hvað ég er með í dag, krakkar? (Tvær skálar og tveir diskar á hvolfi).
En í dag ætla ég að segja ykkur sögu sem Jesús sagði, af tveimur mönnum sem byggðu sér hús. Annar þeirra byggði húsið sitt á bjargi (Hvolfið disknum sem er með tómu skálinni þannig að nú er snýr diskurinn réttri hlið upp en skálin er á hvolfi). Þetta er í þykjustunni bjargið (bendið á skálina). Og maðurinn byggði húsið sitt beint ofan á því. (Setjið pappamálið ofan á skálina sem er á hvolfi). Er þetta ekki fínt hús?
(Snúið núna hinum disknum við þannig að skálin sé á hvolfi). Annar maður sem var líka að byggja sér hús ákvað að byggja sitt hús á sandi (Takið skálina burtu þannig að sanhrúgan verði eftir á disknum). Þessi maður byggði húsið sitt nákvæmlega hérna (Setjið pappamálið varlega ofan á sandinn). Er þetta ekki fínt hús líka?
Svo gerðist svolítið óvænt. Það kom mjög vont veður. Hvernig heyrist í vondu veðri? Og svo fór að rigna og rigna. Rigningin buldi á báðum húsunum (hellið yfir bæði húsin jafnt og leyfið börnunum að sjá hvernig sandurinn gefur undan). Húsið á bjarginu var kyrrt á sínum stað en húsið á sandinum eyðilagðist. Jesús sagði þessa sögu til að minna okkur á að það skiptir máli á hverju við byggjum líf okkar.

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 1 til útprentunar

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 09/08/2016 - 16:10

Hér í viðhengi má finna skjalið til útprentunar

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur