Efnisveitur

Hver er Jesús? – Jesús er hjálpari

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 13/07/2018 - 18:45

Til leiðbeinanda: Reynið að kalla fram umræður um myndirnar og texta. Ef þið fáið engin viðbrögð spyrjið þá nánar og reynið að laða fram athugasemdir barnanna. Úr gæti orðið skemmtilegar umræður barna og leiðbeinenda um Hver Jesús er! Bætið við spurningum frá eigin brjósti út frá myndunum ef tækifæri gefst.

Samvera 14

Jesús er hjálpari.

Einu sinni kom fullt af fólki til Jesú og bað hann að kenna sér.

Hann talaði við fólkið allan daginn.

Um kvöldið voru allir orðnir svangir.

Eini maturinn sem var til var nesti sem lítill drengur átti.

Það voru fimm lítil brauð og tveir smáfiskar.

Jesús tók nestið, hann leit til himins og þakkaði fyrir matinn.

Síðan gaf hann öllu fólkinu að borða og allir urðu saddir.

Þetta litla nesti hafði dugað öllum.

Þetta var kraftaverk.

Ert þú dugleg/ur að borða?

Manstu að þakka Jesú fyrir matinn?

Flokkar: Efnisveitur

Hver er Jesús? – Bartímeus blindi

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 13/07/2018 - 18:35

Til leiðbeinanda: Reynið að kalla fram umræður um myndirnar og texta. Ef þið fáið engin viðbrögð spyrjið þá nánar og reynið að laða fram athugasemdir barnanna. Úr gæti orðið skemmtilegar umræður barna og leiðbeinenda um Hver Jesús er! Bætið við spurningum frá eigin brjósti út frá myndunum ef tækifæri gefst.

Samvera 12b

Jesús er hjálpari.

Jesús hjálpar fólki.

Einu sinni var Jesús á ferðalagi.

Á veginum þar sem hann gekk sat blindur maður.

Hann kallaði til Jesú og bað hann að hjálpa sér.

Jesús stoppaði og læknaði hann.

Jesús sagði við hann: „Trú þín hefur bjargað þér.“

Þetta var kraftaverk.

Þekkir þú einhvern sem er blindur?

Þú verður að passa að fara vel með augun þín.

Þau eru gjöf frá Jesú.

Flokkar: Efnisveitur

Hver er Jesús? Kona bogin í baki

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 13/07/2018 - 18:23

Þessa sögu er hægt að nota sem stuðning við biblíusöguna

Til leiðbeinanda: Reynið að kalla fram umræður um myndirnar og texta. Ef þið fáið engin viðbrögð spyrjið þá nánar og reynið að laða fram athugasemdir barnanna. Úr gæti orðið skemmtilegar umræður barna og leiðbeinenda um Hver Jesús er! Bætið við spurningum frá eigin brjósti út frá myndunum ef tækifæri gefst.

Samvera 12a

Jesús er hjálpari.

Jesús hjálpar fólki.

Jesús vill hjálpa þér.

Einu sinni var kona sem var bogin í baki.

Hún var svo bogin að hún gat ekki séð himininn, bara grasið og blómin.

Jesús kom til hennar og hjálpaði henni að rétta úr bakinu.

Konan varð mjög glöð að geta séð himininn aftur.

Þetta var kraftaverk.

Þekkir þú einhvern sem er veikur í bakinu?

Hefur þér verið illt í bakinu?

Flokkar: Efnisveitur

Hver er Jesús? – Góður vinur

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 13/07/2018 - 17:38

Til leiðbeinanda: Reynið að kalla fram umræður um myndirnar og texta. Ef þið fáið engin viðbrögð spyrjið þá nánar og reynið að laða fram athugasemdir barnanna. Úr gæti orðið skemmtilegar umræður barna og leiðbeinenda um Hver Jesús er! Bætið við spurningum frá eigin brjósti út frá myndunum ef tækifæri gefst.

Samvera 2a

Guð sendi Jesú til þín af því að þú þarft að eiga góðan vin.

Jesús er vinur þinn.

Hvernig er góður vinur?

Góður vinur hlustar.

Jesús hlustar á þig.

Átt þú góða vini?

Samvera 2b

Góður vinur elskar.

Jesús elskar þig.

Hvað er að elska?

Elskar þú einhvern?

Flokkar: Efnisveitur

Hver er Jesús? – Bænin

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 13/07/2018 - 17:26

Til leiðbeinanda: Reynið að kalla fram umræður um myndirnar og texta. Ef þið fáið engin viðbrögð spyrjið þá nánar og reynið að laða fram athugasemdir barnanna. Úr gæti orðið skemmtilegar umræður barna og leiðbeinenda um Hver Jesús er! Bætið við spurningum frá eigin brjósti út frá myndunum ef tækifæri gefst.

Samvera 10a

Jesús segir lærisveinum sínum að treysta sér og tala við sig.

Þegar við tölum við Jesú erum við að biðja.

Orðin sem við segjum eru kallaðar bænir.

Biður þú til Jesú?

Hvernig eru þínar bænir?

Er bara hægt að biðja í kirkjunni?

Nei! Það er hægt að tala við Jesú alls staðar.

Samvera 10b

Þegar þú biður skaltu líka muna að þakka fyrir allt sem þú átt og hefur.

Kanntu að þakka fyrir þig?

Hvernig þakkar þú fyrir þig?

Flokkar: Efnisveitur

Hver er Jesús? – Kristniboðsdagurinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 13/07/2018 - 17:18

Til leiðbeinanda: Reynið að kalla fram umræður um myndirnar og texta. Ef þið fáið engin viðbrögð spyrjið þá nánar og reynið að laða fram athugasemdir barnanna. Úr gæti orðið skemmtilegar umræður barna og leiðbeinenda um Hver Jesús er! Bætið við spurningum frá eigin brjósti út frá myndunum ef tækifæri gefst.

Samvera 9a

Jesús segir lærisveinum sínum að fara út um allt og segja öðrum frá honum.

Hann vill eiga lærisveina um allan heim, ekki bara á Íslandi.

Hefur þú farið til útlanda?

Samvera 9b

Lærisveinar Jesú eru stundum kallaðir kristniboðar.

Það eru til margir kristniboðar sem ferðast um heiminn til að vinna fyrir Jesú og segja frá honum.

Vilt þú segja frá Jesú?

Hvað getur þú sagt um Jesú?

Flokkar: Efnisveitur

Hver er Jesús? – Tvöfalda kærleiksboðorðið

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 13/07/2018 - 17:10

Til leiðbeinanda: Reynið að kalla fram umræður um myndirnar og texta. Ef þið fáið engin viðbrögð spyrjið þá nánar og reynið að laða fram athugasemdir barnanna. Úr gæti orðið skemmtilegar umræður barna og leiðbeinenda um Hver Jesús er! Bætið við spurningum frá eigin brjósti út frá myndunum ef tækifæri gefst.

Samvera 8a

Í Biblíunni er sagt frá mörgu merkilegu.

Þar er þetta sagt: „Þú skalt elska Drottinn Guð þinn.“

Það þýðir að þú skalt elska Jesú.

Manstu eftir einhverju sem stendur í Biblíunni?

Samvera 8b

Í Biblíunni stendur líka „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“

Það þýðir að þú átt að elska aðrar manneskjur eins og sjálfan þig.

Heldur þú að þú getir það?

Þú mátt aldrei gleyma því að elska sjálfa/n þig og aðra af því að þú ert Guðs barn.

Flokkar: Efnisveitur

Hver er Jesús? – Lærisveinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 13/07/2018 - 16:54

Til leiðbeinanda: Reynið að kalla fram umræður um myndirnar og texta. Ef þið fáið engin viðbrögð spyrjið þá nánar og reynið að laða fram athugasemdir barnanna. Úr gæti orðið skemmtilegar umræður barna og leiðbeinenda um Hver Jesús er! Bætið við spurningum frá eigin brjósti út frá myndunum ef tækifæri gefst.

Samvera 7a

Jesús kennir lærisveinum sínum.

Hvað er lærisveinn?

Lærisveinn er sá sem vill læra allt sem Jesús kennir og fylgja honum.

Lærisveinn er nemandi Jesú.

Vilt þú vera lærisveinn?

Samvera 7b

Lærdómsbókin hans Jesú heitir Biblía.

Það eru til Biblíur út um allan heim.

Hefur þú séð Biblíu?

Biblían er 2000 ára gömul.

Hvað er oftast framan á henni?

Það er kross.

Vegna þess að það er merkið hans Jesú.

Flokkar: Efnisveitur

Hver er Jesús? – Sakkeus

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 13/07/2018 - 16:43

Til leiðbeinanda: Reynið að kalla fram umræður um myndirnar og texta. Ef þið fáið engin viðbrögð spyrjið þá nánar og reynið að laða fram athugasemdir barnanna. Úr gæti orðið skemmtilegar umræður barna og leiðbeinenda um Hver Jesús er! Bætið við spurningum frá eigin brjósti út frá myndunum ef tækifæri gefst.

Samvera 5a

Jesús er frelsari.

Það þýðir að hann leiðbeinir þeim sem eru í erfiðleikum og vilja hlusta á hann.

Hann vill leiðbeina öllum.

Það er gott að tala við Jesú.

Talar þú stundum við hann?

Samvera 5b

Einu sinni frelsaði Jesús mann sem hét Sakkeus.

Sakkeus var alltaf að stela frá fólki. Jesús leiðbeindi honum og frelsaði hann.

Sakkeus skilaði öllu sem hann hafði stolið.

Hefur þú gert eitthvað rangt?

Heldur þú að Jesús verði reiður ef þú gerir rangt?

Nei! Hann getur orðið sorgbitinn og hann vill hjálpa þér að gera það sem er rétt.

Flokkar: Efnisveitur

Sögustund – Faðir vor

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 12/07/2018 - 18:54

Mynd 1

Faðir vor, þú, sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,

verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Þegar við förum að sofa biðjum við oftast þessa bæn sem Jesús kenndi okkur.

Við lokum augunum og spennum greipar.

Svo biðjum við bænina saman.

Í bæninni erum við að kalla á Guð og segja honum að við ætlum að tala við hann. Við biðjum hann að hlusta á bænina okkar og að allt verði eins og hann vill bæði hér á jörðinni og á himnum.

Nafn Guðs er heilagt. Þess vegna notum við það aldrei nema þegar við biðjum til hans eða þegar við tölum um hann.

Þessi börn eru að fara að sofa. Þau hafa spennt greipar og lokað augunum og svo biðja þau bænina eins fallega og þau geta.

Mynd 2

Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Þetta biðjum við í bæninni Faðir vor. Við biðjum Guð að sjá til þess að við fáum næga næringu fyrir líkama okkar, svo við þurfum ekki að svelta. En við þurfum líka næringu fyrir sálina.

Þegar við tölum við Guð og lesum í Biblíunni, eða gerum eitthvað sem er hollt og gott fyrir okkur, þá nærum við sálina.

Í sumum löndum er enginn matur til. Þar eru börnin mjög svöng. Við sem eigum nógan mat getum hjálpað þeim.

Guð vill að við hjálpum þeim sem minna eiga.

Haldið þið að þessi stelpa fái nóg að borða?

Mynd 3

Fyrirgef oss vorar skuldir.

Við gerum stundum eitthvað sem má alls ekki gera.

Við gleymum að vera góð við aðra en Guð fyrirgefur okkur allt það sem við gerum rangt, bara ef við sjáum eftir því að hafa gert það.

Mynd 4

Svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

En Guð vill líka að við fyrirgefum öðrum. Það getur stundum verið erfitt, en við eigum samt að gera það.

Þessar stelpur eru öskureiðar við strákinn. Kannski hafði hann verið að stríða þeim. Núna er hann ósköp leiður og sér eftir öllu saman.

Stelpurnar ættu að reyna að fyrirgefa honum.

Kannski gætu þau öll farið í fallegan leik saman.

Mynd 5

Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.

Að láta freistast er að geta ekki stillt sig um að gera eitthvað sem maður veit að er rangt.

Þessi strákur fann hreiður með nokkrum litlum ungum.

Ungamamma hafði farið frá hreiðrinu litla stund til þess að tína orma handa ungunum.

Ungamamma sá strákinn. Hann sat hjá hreiðrinu og horfði á ungana.

Ungarnir tístu og kölluðu á mömmu sína. Strákurinn vissi að það má ekki snerta unga í hreiðri. Mömmurnar verða hræddar þegar þær finna mannaþef af ungunum sínum og þora ekki að hugsa meira um þá.

Þessi strákur gat ekki stillt sig um að klappa ungunum og taka þá upp. Hann lét freistast.

Mynd 6

Því að þitt er ríkið

mátturinn og dýrðin

að eilífu.

Amen.

Svona endar bænin Faðir vor. Við segjum Guði að við vitum að hann sé sterkur og máttugur og ráði öllu um alla eilífð.

Svo geta börnin farið að sofa sætt og rótt því að Guð gætir þeirra.

Flokkar: Efnisveitur

Sögustund – Jesús skírður

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 12/07/2018 - 18:37

Mynd 1

Úti í óbyggðunum hafðist við maður sem hét Jóhannes.

Jóhannes klæddist fötum úr úlfaldahári og hafði leðurbelti um lendar sér. Til matar hafði hann engisprettur og villihunang. Jóhannes hrópaði: „Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd!“

Fólk streymdi til hans og lét hann skíra sig í á sem hét Jórdan. Jóhannes skírði alla sem komu til hans og allir sem komu játuðu syndir sínar, allt það sem þeir höfðu gert rangt.

Hann sagði fólkinu frá Jesú: „Bráðum mun Jesú koma. Hann mun skíra ykkur heilögum anda og eldi.“

Í því kom Jesús til Jóhannesar og vildi láta hann skíra sig.

„Þú ættir frekar að skíra mig, sagði Jóhannes auðmjúklega, ég er ekki einu sinni verðugur þess að reima skóna þína.“

Mynd 2

Jóhannes gekk þó með Jesú út í ána. Allt fólkið stóð á árbakkanum og horfði á. Hver er þessi Jesús hugsaði það með sér.

Jóhannes lyfti höndum til himins og bað til Guðs og svo skírði hann Jesú.

Mynd 3

Þegar Jesús hafði verið skírður steig hann upp úr vatninu og sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu. Og rödd af himni sagði: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“

Flokkar: Efnisveitur

Sögustund – Davíð og Golíat

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 12/07/2018 - 18:05

Mynd 1

Einu sinni var lítill drengur sem hét Davíð.

Davíð var fjárhirðir. Það þýðir að hann hafi gætt hjarðarinnar, þ.e. lambanna og kindanna.

Stundum komu ljón og birnir og ætluðu að hremma litlu lömbin. Þá varð Davíð að vera mjög hugrakkur og reka þessi óargadýr burt.

Hann hafði alltaf meðferðis slöngvuna sína. Slöngvan var næstum því eins og teygjubyssa. Hann setti stein í hana og sneri henni í marga hringi, og lét síðan steininn fljúga í óargadýrið.

Mynd 2

Þjóð Davíðs átti í stríði við aðra þjóð sem var kölluð Filistear. Bræður Davíðs voru allir í stríðinu, þeir voru eldri og stærri en Davíð.

Dag nokkurn var Davíð beðinn um að fara með nesti til bræðra sinna á vígvöllinn. Þegar hann kom þangað hitti hann á bræður sína og marga aðra hermenn, þar sem þeir höfðust við uppi á fjalli.

Þeir horfðu skelfingu lostnir niður af fjallinu en niðri í dalnum voru Filistearnir með herinn sinn.

-Af hverju eruð þið svona hræddir? Spurði Davíð.

-Líttu niður af fjallinu og sjáðu risann sem er í herliði Filistearanna. Davíð leit niður.

Úti á vellinum stóð risavaxinn hermaður. Hann barði sér á brjóst og öskraði. – Þorir einhver að slást við mig?!

Bræðurnir sögðu Davíð að ef þeim tækist að fella risann myndu þeir vinna stríðið. Annars yrðu þeir þrælar Filistea.

Þeir voru allir óskaplega hræddir og vissu ekki hvað þeir ættu að gera. Enginn þeirra var nógu stór og sterkur til þess að ráða við risann.

Þá sagði Davíð. – Ég skal fara og berjast við risann.

-Þú! Sögðu bræður hans undrandi. – En þú ert svo lítill.

-Þótt ég sé lítill þá get ég vel barist við risa. Ég er vanur að berjast við ljón og birni.

Þá fór Davíð niður í dalinn til þess að berjast við risann. Bræður hans biðu uppi á fjallinu skelfingu lostir. Þeir bjuggust ekki við að sjá Davíð framar á lífi.

Mynd 3

Þegar risinn sá Davíð, skellihló hann. – Ætlar þetta peð að berjast við mig.

Risinn var með ægilegt sverð og hann sveiflaði því fram og aftur.

Davíð beygði sig rólega niður og tók fimm steina, setti einn þeirra í slöngvuna sína og sveiflaði henni hring eftir hring og sleppti steininum sem þaut í áttina að risanum.

Mynd 4

Steinninn hæfði risann í ennið og risinn datt kylliflatur niður á völlinn.

Bræður Davíðs hoppuðu af gleði og hlupu til hans fagnandi.

Allir hermennirnir í liðinu þeirra urðu mjög glaðir.

En allir Filistearnir flýttur sér í burtu. Þeir höfðu tapað stríðinu.

Flokkar: Efnisveitur

Sögustund 2 – Allir vilja búa við frið

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 12/07/2018 - 16:57

Mynd 1

Við erum ekki öll eins. Sumir eru hvítir en aðrir eru svartir. Liturinn á húðinni er það eina sem gerir okkur ólík. Inni í brjóstum okkar allra eru hjörtu sem slá. Við höfum öll sömu tilfinningar. Hvernig sem litur húðar okkar er, viljum við búa við frið.

Við búum við frið þegar enginn stríðir okkur eða setur út á það hvernig við lítum út.

Mynd 2

Sumir eru feitir og aðrir eru mjóir. Svo eru líka sumir einhvers staðar þarna mitt á milli. Hvort sem við erum feit, mjó eða einhvers staðar mitt á milli, erum við öll jafnmikilvæg og viljum búa við frið.

Við búum við frið þegar enginn stríðir okkur eða setur út á það hvort við erum feit, mjó eða einhvers staðar mitt á milli.

Mynd 3

Sumir eru stórir og aðrir eru litlir. Bæði litlir og stórir eru jafn mikilvægir.

Þeir litlu geta hjálpað þeim stóru og þeir stóru geta hjálpað þeim litlu. Allir eiga að hjálpast að. Við eigum að leyfa öðrum að búa við frið.

Mynd 4

Stundum erum við reið og stundum erum við glöð. Sumir fara oft í vont skap á meðan aðrir eru oftast í góðu skapi. Hvort sem við erum reið eða glöð, þá erum við jafn mikilvæg og Guð elskar okkur eins og við erum.

Mynd 5

Sumir eru gamlir og aðrir eru ungir. Hvort sem við erum gömul, ung eða einhvers staðar þarna mitt á milli, þá erum við jafn mikilvæg. Við viljum öll láta umgangast okkur með væntumþykju.

Mynd 6

Sumir eru stelpur og aðrir eru strákar. Stelpur og strákar eru jafn merkileg. Þau vilja búa við frið. Stundum stríða strákarnir stelpunum … og stundum stríða stelpurnar strákunum. Stelpur og stákar eiga að vera góð við hvert annað.

Mynd 7

Allir vilja búa við frið, hvort sem þeir eru hvítir eða svartir, litlir eða stórir, feitir eða mjóir, ungir eða gamlir, reiðir eða glaðir og hvort sem þeir eru strákar eða stelpur.

Allir vilja búa við frið.

Flokkar: Efnisveitur

Söngvar – Gullna reglan

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 11/07/2018 - 23:27

Hér að neðan eru tilvalin lög fyrir þessa samveru

Flokkar: Efnisveitur

Söngvar – Guð er kærleikur

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 11/07/2018 - 23:13

Hér að neðan eru tilvalin lög fyrir þessa samveru

Flokkar: Efnisveitur

Söngvar – Faðir vor

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 11/07/2018 - 22:58

Hér að neðan eru tilvalin lög fyrir þessa samveru

Flokkar: Efnisveitur

Söngvar – Jesús skírður

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 11/07/2018 - 22:27

Hér að neðan eru tilvalin lög fyrir þessa samveru

Flokkar: Efnisveitur

Söngvar – Jesús og börnin

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 11/07/2018 - 22:09

Hér að neðan eru tilvalin lög fyrir þessa samveru

Flokkar: Efnisveitur

Söngvar – Davíð og Golíat

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 11/07/2018 - 21:34

Hér að neðan eru tilvalin lög fyrir þessa samveru

Flokkar: Efnisveitur

Söngvar – Fjölskylda Jesú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 11/07/2018 - 09:57

Hér að neðan eru tilvalin lög fyrir þessa samveru

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur