Efnisveitur

Ævintýrapokinn: Jesús og börnin- Allir með- enginn útundan

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 13/10/2015 - 16:04

Ævintýrapokinn:
Einn einnota plasthanski (t.d. latex hanski)
og svartur tússpenni (merkitúss).
Púsluspil fyrir Rebba.
Önnur hjálpargögn:
Hanskar sem hendur fyrir brúðurnar.

Rebbi refur er í óða önn að púsla þegar Mýsla mætir á svæðið.

Mýsla: (Glaðleg) Hæ, Rebbi refur. Hvað ertu að gera?

Rebbi: (Einbeittur) Urr! Ekki trufla mig!

Mýsla: (Forvitin) Ertu að púsla? Má ég hjálpa þér?

Rebbi: (Pirraður) Urrr! Þetta er bara púsluspil fyrir einn!

Mýsla: (Hissa) Ha? Má þá enginn hjálpa þér?

Rebbi: (Neikvæður) Nei!

Mýsla: (Lætur sig hafa það) Nú, jæja. Þú um það. Ég fer þá bara og kíki í ævintýrapokann.

Rebbi: (Forvitinn) Nei, bíddu, ég vil vera með í því.

Mýsla: (Þolinmóð) Allt í lagi. Eigum við ekki að fá einhvern sem getur hjálpað okkur að kíkja í pokann?
(Fáið barn til að aðstoða).

Rebbi: (Hissa) Hvað er nú þetta? Gúmmíhanskar? Hvað eigum við eiginlega að gera við þá? (Hugsar) Nú ekki get ég notað þá þegar ég er að púsla. Hmmm…

Mýsla: Réttu mér aðeins hanskana. Já…og líka tússpennann. Komdu aðeins (nefnir nafn leiðtogans og biður hann fallega) Viltu aðeins setja þennan hanska á þig fyrir mig?

Leiðtoginn klæðir sig í hanskann.

Mýsla: Viltu opna tússpennann fyrir mig.

(Leiðtoginn gerir það).

Nú hefst Mýsla handa við að teikna augu og munna á alla puttana á hanskanum.

Rebbi: (Forvitinn) Hvað ertu að gera?

Leiðtoginn: (Forvitinn) Já, segðu okkur það?

Mýsla: Ég er að teikna augu…munn…nef…augu…meiri munna og nef…á alla puttana. Þetta eru allir puttarnir og þeir eru bestu vinir!

Rebbi: Já, auðvitað! Puttar þurfa að vera vinir. Annars getur (leiðbeinandinn) ekki notað hendina.

Mýsla: (Ákveðin) Einmitt Rebbi minn. Vinir vinna saman. Vinir skilja ekki neinn út undan.

Rebbi: (Hugsar) Hmm… alveg eins og áðan, þegar ég var að púsla…hmm…var ég þá að skilja þig útundan Mýsla?

Mýsla: (Feimnisleg) Já eiginlega.

Rebbi: Æ, fyrirgefðu Mýsla mín. Komdu og hjálpaðu mér með púsluspilið. Ég þarf smá hjálp.

Mýsla: Takk Rebbi. Þú ert sko besti vinur minn.

Flokkar: Efnisveitur

Jesús og börnin

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 13/10/2015 - 15:43

Flokkar: Efnisveitur

Tveir synir

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 13/10/2015 - 13:46

Flokkar: Efnisveitur

Sáðmaðurinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 13/10/2015 - 13:37

Flokkar: Efnisveitur

Fingraleikur

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 05/10/2015 - 11:58

Leiðbeiningar:
Leiðtogi segir setninguna og gerir hreyfingarnar um leið. Börnin eiga að herma eftir orðum og hreyfingum leiðbeinandans. Það má endurtaka leikinn.

 

Hvað ætlar þú að gera

(Rétta út lófana, spyrjandi á svip).

ef einhver segir þér að gera eitthvað sem þú veist að er alveg bannað?

(Rétta upp vísifingur hægri handar og vagga  honum til hægri og vinstri- bannað).

Hvað ætlar þú að gera

(Rétta út lófana, spyrjandi á svip).

ef einhver segir þér að stela?

(Taka eitthvað ósýnilegt til sín með snöggri hreyfingu).

Ef einhver segir þér að hrinda?

(Látast hrinda með hendinni)

Ef einhver kemur og meiðir þig?

(þurra ,,tárin”)

Þú ætlar að segja: NEI! og STOPP!

(Setjið vinstri handlegginn fram og snúið lófanum upp eins og til að segja Nei. Setjið síðan hægri handlegginn fram á sama hátt til að segja Stopp- Halda má báðum handleggjunum frammi með í einu.

Við setjum öðrum mörk og segja NEI! og STOPP!

(gera það sama með höndunum)

 

Flokkar: Efnisveitur

Jesú freistað -Matteusarguðspjall 4:1-25

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 02/10/2015 - 14:50

1Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina til þess að djöfullinn gæti freistað hans. 2Þar fastaði Jesús fjörutíu daga og fjörutíu nætur og var þá orðinn hungraður. 3Þá kom djöfullinn og sagði við hann: „Ef þú ert sonur Guðs þá bjóð þú að steinar þessir verði að brauðum.“
4Jesús svaraði: „Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“
5Þá tekur djöfullinn Jesú með sér í borgina helgu, setur hann á brún musterisins 6og segir við hann: „Ef þú ert sonur Guðs þá kasta þér ofan því að ritað er:
Hann mun fela þig englum sínum
og þeir munu bera þig á höndum sér
að þú steytir ekki fót þinn við steini.“
7Jesús svaraði honum: „Aftur er ritað: Þú skalt ekki freista Drottins, Guðs þíns.“
8Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýnir honum öll ríki heims og dýrð þeirra 9og segir: „Allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig.“
10En Jesús sagði við hann: „Vík brott, Satan! Ritað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.“
11Þá fór djöfullinn frá Jesú. Og englar komu og þjónuðu honum.

Flokkar: Efnisveitur

Sögur sem nota má með biblíusögunni Jesú freistað

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 02/10/2015 - 14:42

Gjöf af himnum ofan Vegir Guðs eru órannsakanlegir
Iðrandi syndarar Þegar samviskan nagar er gott að tala við Guð.
Óskabjúgað Tunguna er torvelt að temja! (Sögunni fylgir myndasería)
Palli- strákurinn sem sagði alltaf ósatt Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður…Tunguna er torvelt að temja.
Prins Póló Pétur Guð kennir okkur mun á réttu og röngu.
Rauðu vettlingarnir Sigga stelur vettlingum og þá fer samviskan af stað.
Sagan um Mídas konung og gullið Græðgin- hvað er mikilvægt?
Stóra systir og lillan Það getur verið erfitt að hætta að gera það sem ekki má- þess vegna er best að byrja aldrei að gera slíkt.
Þegar Aladín gat ekki sagt sannleikann Að segja sannleikann. Myndasería fylgir textanum sem þeir sem hafa skjávarpa geta nýtt sér.
Ef einn skrópar, skrópa allir. Saga af Villa og Önnu Grétu(myndskreytt fyrir skjávarpa)

Jesú freistað

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 02/10/2015 - 10:54

Flokkar: Efnisveitur

Iðja: Jesús 12 ára í musterinu

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 02/10/2015 - 10:31

María og Jósef þurftu að leita að Jesú. Þau vissu ekki að hann var að finna í musterinu.
Nú leita börnin að límmiða dagsins. Myndin á límmiðanum er af Jesú 12 ára í musterinu.
Felið nokkra límmiða hér og þar áður en samveran hefst (eftir fjölda og aðstæðum).
Þegar kemur að þessum dagskrárlið mega börnin leita í kirkjunni. Fáið foreldrana til að hjálpa. Þetta þarf að hafa afmarkaðan tíma þannig að öll börnin þurfa að vera sest niður eftir eina mínútu. Ef límmiðinn (límmiðarnir) finnst ekki á þessum tíma má gefa vísbendingar.
Athugið að þessum leik getur fylgt óróleiki þannig að betra er að hafa hann í lok samverunnar.Hópurinn er síðan róaður niður og stundinni lokið á hefðbundinn hátt.

Flokkar: Efnisveitur

Jesús 12 ára

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 01/10/2015 - 13:44

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur