Efnisveitur

Fingraleikur

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 05/10/2015 - 11:58

Leiðbeiningar:
Leiðtogi segir setninguna og gerir hreyfingarnar um leið. Börnin eiga að herma eftir orðum og hreyfingum leiðbeinandans. Það má endurtaka leikinn.

 

Hvað ætlar þú að gera

(Rétta út lófana, spyrjandi á svip).

ef einhver segir þér að gera eitthvað sem þú veist að er alveg bannað?

(Rétta upp vísifingur hægri handar og vagga  honum til hægri og vinstri- bannað).

Hvað ætlar þú að gera

(Rétta út lófana, spyrjandi á svip).

ef einhver segir þér að stela?

(Taka eitthvað ósýnilegt til sín með snöggri hreyfingu).

Ef einhver segir þér að hrinda?

(Látast hrinda með hendinni)

Ef einhver kemur og meiðir þig?

(þurra ,,tárin”)

Þú ætlar að segja: NEI! og STOPP!

(Setjið vinstri handlegginn fram og snúið lófanum upp eins og til að segja Nei. Setjið síðan hægri handlegginn fram á sama hátt til að segja Stopp- Halda má báðum handleggjunum frammi með í einu.

Við setjum öðrum mörk og segja NEI! og STOPP!

(gera það sama með höndunum)

 

Flokkar: Efnisveitur

Jesú freistað -Matteusarguðspjall 4:1-25

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 02/10/2015 - 14:50

1Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina til þess að djöfullinn gæti freistað hans. 2Þar fastaði Jesús fjörutíu daga og fjörutíu nætur og var þá orðinn hungraður. 3Þá kom djöfullinn og sagði við hann: „Ef þú ert sonur Guðs þá bjóð þú að steinar þessir verði að brauðum.“
4Jesús svaraði: „Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“
5Þá tekur djöfullinn Jesú með sér í borgina helgu, setur hann á brún musterisins 6og segir við hann: „Ef þú ert sonur Guðs þá kasta þér ofan því að ritað er:
Hann mun fela þig englum sínum
og þeir munu bera þig á höndum sér
að þú steytir ekki fót þinn við steini.“
7Jesús svaraði honum: „Aftur er ritað: Þú skalt ekki freista Drottins, Guðs þíns.“
8Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýnir honum öll ríki heims og dýrð þeirra 9og segir: „Allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig.“
10En Jesús sagði við hann: „Vík brott, Satan! Ritað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.“
11Þá fór djöfullinn frá Jesú. Og englar komu og þjónuðu honum.

Flokkar: Efnisveitur

Sögur sem nota má með biblíusögunni Jesú freistað

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 02/10/2015 - 14:42

Gjöf af himnum ofan Vegir Guðs eru órannsakanlegir
Iðrandi syndarar Þegar samviskan nagar er gott að tala við Guð.
Óskabjúgað Tunguna er torvelt að temja! (Sögunni fylgir myndasería)
Palli- strákurinn sem sagði alltaf ósatt Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður…Tunguna er torvelt að temja.
Prins Póló Pétur Guð kennir okkur mun á réttu og röngu.
Rauðu vettlingarnir Sigga stelur vettlingum og þá fer samviskan af stað.
Sagan um Mídas konung og gullið Græðgin- hvað er mikilvægt?
Stóra systir og lillan Það getur verið erfitt að hætta að gera það sem ekki má- þess vegna er best að byrja aldrei að gera slíkt.
Þegar Aladín gat ekki sagt sannleikann Að segja sannleikann. Myndasería fylgir textanum sem þeir sem hafa skjávarpa geta nýtt sér.
Ef einn skrópar, skrópa allir. Saga af Villa og Önnu Grétu(myndskreytt fyrir skjávarpa)

Jesú freistað

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 02/10/2015 - 10:54

Flokkar: Efnisveitur

Iðja: Jesús 12 ára í musterinu

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 02/10/2015 - 10:31

María og Jósef þurftu að leita að Jesú. Þau vissu ekki að hann var að finna í musterinu.
Nú leita börnin að límmiða dagsins. Myndin á límmiðanum er af Jesú 12 ára í musterinu.
Felið nokkra límmiða hér og þar áður en samveran hefst (eftir fjölda og aðstæðum).
Þegar kemur að þessum dagskrárlið mega börnin leita í kirkjunni. Fáið foreldrana til að hjálpa. Þetta þarf að hafa afmarkaðan tíma þannig að öll börnin þurfa að vera sest niður eftir eina mínútu. Ef límmiðinn (límmiðarnir) finnst ekki á þessum tíma má gefa vísbendingar.
Athugið að þessum leik getur fylgt óróleiki þannig að betra er að hafa hann í lok samverunnar.Hópurinn er síðan róaður niður og stundinni lokið á hefðbundinn hátt.

Flokkar: Efnisveitur

Jesús 12 ára

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 01/10/2015 - 13:44

Flokkar: Efnisveitur

Er hætt að kenna kristin fræði í skólum landsins?

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/09/2015 - 15:18

Síðastliðið vor hélt dr. Sigurður Pálsson, prestur og fyrrum námsstjóri í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum, vekjandi erindi um fræðslu í kristnum fræðum í skóla og kirkju. Erindið var flutt á fræðslukvöldi í Glerárkirkju 25. mars 2015. Nú hefur erindið verið sett á vefinn í þremur hlutum. Hægt er að horfa á erindin með skýringarglærum hér á vefnum.

Erindi dr. Sigurðar Pálssonar á fræðslukvöldi í Glerárkirkju 25. mars 2015 í tilefni af 200 ára afmælis Hins íslenska Biblíufélags

1. hluti: Inngangur í tilefni af 200 ára afmælis HÍB um Ebenezer Henderson

Sigurður Pálsson sett í upphafi erindi sitt í tengsl við afmæli Hins íslenska biblíufélags með stuttri frásögn af ferð Ebenezer Hendersonar til Íslands. Hann var frumkvöðull að stofnun félagsins fyrir 200 árum og hafði með sér nýja útgáfu af Biblíunni og nýja þýðingu af Nýja testamentinu sem gefið var út á vegum Hins breska og erlenda biblíufélags. Hann var á þeirra vegum.

2. hluti: Er hætt að kenna biblíusögur í grunnskólanum? Ný aðalnámskrá 2013 – hlutverk kennara, viðbrögð kirkjunnar

Meginhluti erindi hans fjallaði um námskrá í kristnum fræðum og fræðslustarf kirkjunnar. Hann nefndi erindi sitt: Er hætt að kenna biblíusögur í grunnskólunum? Ný námskrá 2013 – hlutverk kennara, viðbrögð kirkjunnar. Hann rakti þróun kristinfræðikennslunnar frá siðbót og þau sjónarmiði sem verða svo ráðandi við námskrárgerð síðustu ára. Hann gagnrýnir nýja greinanámskrá frá 2013 fyrir að gera kristindóms- og trúarbragðafræðsluna að námsþætti í samfélagsgreinum og gera hana þar með að hornkerlingu í þegar yfirfullum híbýlun samfélagsgreinanna. Þá gagnrýnir hann nýju námskrána fyrir einhliða áherslu á hæfnimarkmið en skort á þekkingarmarkmiðum. Þá dregur hann þá ályktun að kirkjan verði að stórefla fræðslustarf sitt í þessu umhverfi og að kristindómsfræðslan í tengslum við boðunina sé á hennar ábyrgð en hlutverk skólans að fræða um kristni og önnur trúarbrögð. Hann leggur fram rök fyrir því að trúarbragðafræðsla í opinberum skólum sé nauðsynleg í samfélagi samtímans.

3. hluti: Biblíusögur

Í síðasta hluta erindisins tekur hann til umræðu biblíusöguna og eðli frásögunnar. Vísar hann þar til Hjalmars Sundén um túlkunarramma máli sínu til stuðnings. Tók hann skemmtilegt dæmi um samtal 10 ára drengs og guðfræðings um erfiða biblíusögu sem sýndi fram á að frásagnirnar gefa börnum og fullorðnum tæki til að þroskast með innlifun í þessa texta og gefur forsendur til að skilja tilveru sína í nýju ljósi. Það er því forsenda fyrir skilningi á kristinni trú að þessum frásögnum sé miðlað áfram.

Flokkar: Efnisveitur

1. Húsið (Byggt á bjargi)

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 01/09/2015 - 11:14
Almennt um þættina

 

Á upphafsmynd/menu Nebbanú þáttanna er hægt að spila hvern þátt frá upphafi til enda með því að smella á nafn þess þáttar. Hins vegar nýtast þættirnir best þegar þeim er skipt í tvennt með kennsluleiðbeiningunum hér að neðan. Skipta má þáttunum í tvennt með því að smella fyrst á „1. Hluti“ fyrir neðan nafn hvers þáttar og smella síðan á „2. Hluti“ þegar það hentar.

 

 

1. Hluti – er hugsaður til sýningar eftir að búið er að segja Biblíusögu dagsins.

Í sunnudagaskólanum er mikilvægt að segja börnunum sögur Biblíunnar á lifandi og skemmtilegan máta ekki síst vegna þess að þau heyra þær nánast hvergi annars staðar. Þættirnir eru þess vegna ekki skrifaðir sem endursögn á Biblíusögunum heldur sem viðbót til þess að varpa nýju ljósi á þær, skerpa á boðskapnum og ekki síst að skapa umræður við börnin.

 

Á milli þáttahlutanna

– er gott að fara í leik sem hefur snertiflöt við Biblíusöguna á einhvern hátt.

Leikur þessi minnir börnin ekki aðeins á Biblíusöguna heldur hitar þau upp fyrir seinni hluta þáttanna. – Biblíusöguna má einnig segja hér ef það hentar betur.

 

2. Hluti  – Hvetur til þátttöku barnanna (interactive learning) þannig að þau fái að upplifa þema hvers þáttar af eigin reynslu með því að hjálpa Nebba.

Gott er að taka þátt í áskorun þáttanna með börnunum svo vandræði Nebba fái meira vægi. Allir þættirnir enda svo á stuttri setningu sem tekur saman það sem Nebbi uppgötvar hverju sinni. Setningin virkar vel inn í spennandi umræðurnar við börnin.

 

Umræðupunktar  – tengja saman og útskýra þáttinn, leikinn og biblíusöguna.

Börn ná góðri athygli þegar horft er á myndefni og þess vegna tilvalið að nýta þá athygli í stutt spjall við þau eftir þættina. – Einnig er hægt að spjalla við börnin á milli þáttahlutanna tveggja sérstaklega ef valið hefur verið að segja biblíusöguna þar á milli. Gæta skal þess samt að geyma allar spurningar um Nebba þangað til báðir hlutarnir hafa klárast svo engu sé uppljóstrað um seinni hlutann.

 

 

Kennsluleiðbeiningar – 1. húsið

 

1. Hluti – sýndur

Í þessum þætti er unnið með dæmisöguna um húsið á bjarginu (Matteus 7.21-29). Nebbi er í vandræðum með að finna öruggan stað fyrir brothætta húsið sitt.

 

Á milli þáttahlutanna

Leikur – Jafnvægislist: Fáið krakkanna til að standa á tveimur fótum og síðan að prófa að lyfta öðrum upp og standa á einum fæti. Til að gera þetta ennþá erfiðara má láta krakkana því næst standa á tám á tveimur fótum og reyna hvort þau getið staðað á tám á einum fæti.

 

2. Hluti – sýndur

Í seinni hluta þáttanna hjálpa börnin Nebba með því að hoppa.

 

Umræðupunktar

Spurning: Hvort var auðveldara að standa á einum eða tveimur fótum?

 

Svar: Það er öruggara að standa á tveimur fótum af því að tveir fætur eru sterkari en einn og jafnvægið er betra. 

 

Spurning: Munið þið eftir mönnunum í Biblíusögunni sem fóru að byggja hús? Hvort er betra að byggja hús á sandi eða bjargi?

 

Svar: Betra að byggja hús á bjargi af því að bjargið stendur fast eins og tveir fætur og hreyfist ekki eins og sandurinn. Bjargið í sögunni er líking fyrir Jesú. Að trúa á hann er góð undirstaða í lífinu og ráðin og loforðin sem Guð gefur í Biblíunni eru traust eins og bjarg.

 

Spurning: Hvað gerði Nebbi til þess að búa til öruggan stað fyrir húsið sitt?

 

Svar: Hann fann bók sem smellpassaði undir fótinn og var ekki mjúk eins og bananinn. Nebbi sá að þetta var góð undirstaða og þá vissi hann að öllu var óhætt og sama hvað var hoppað allt stóð fast og öruggt.

 

Munum að: Góð undirstaða er nauðsynleg, bæði fyrir húsin sem við búum í og lífið sem við lifum.

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur