Efnisveitur

Helgileikur – Jólin við jötuna

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 18/05/2018 - 21:05

Jólin við jötuna

Jólaguðspjallið í tali og tónum

 

Sögumaður: Nú fáum við að heyra og sjá söguna um fæðingu frelsarans hin fyrstu jól.

 

Söngur (allir): Það bar til um þessar mundir

þá var uppi keisari,

Ágústus hinn ógurlegi’

að skrásetja heilt heimsveldi.

Ágústus: „Látið sjá ykkur,

komið öll að skrá ykkur,

nafnið á ykkur,

nú viljum við fá ykkur”.

(Lag: Pabbi segir…)

 

Leikarar víkja fyrir Jósef og Maríu sem birtast fyrir miðju.

 

Söngur(allir): Þá fór hver til sinnar borgar,

líka Jósep Jakobsson,

já, og María, elskan hans

sem þunguð var af heimsins von.

(J&M):           „ Látum sjá okkur,

förum nú að skrá okkur,

nafnið á okkur,

Ágústus vill fá okkur.“

(Lag: Pabbi segir)

 

Eitt erindi leikið á píanó meðan Jósef og María eru að ganga til Betlehem.

 

Söngur(allir): Og þau gengu lengi, lengi

alla leið til Betlehem.

Jósef barði oft á dyr

á hótelum og sagði (Jósef):„Ehemm,

ekki eigið þér,

herbergi að leigja mér,

því mín kona er

komin að því að fæða hér.

(Lag: Pabbi segir)

 

Sögumaður: En allt kom fyrir ekki…

 

Allir syngja með í næsta lagi, nema María og Jósef sem eru að koma sér fyrir við jötuna.

 

Söngur(allir): Gistihúsin voru yfirfull,

það var orðið áliðið.

Loksins fundu þau fjárhús eitt,

það þoldi’ ei lengri bið

og þau komust þangað inn,

konan var aðframkomin,

þar skyldi ungbarn fæðast,

en hlýtt var þar,

hún fann það var

ei neitt að hræðast.

 

Það var aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld

á jólahátíðinni.

Þetta aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld

er enn barnahátíðin mest, trarallala, barnahátíðin mest.

(Lag: Aðfangadagskvöld) – https://www.youtube.com/watch?v=NO02GbOBldM

 

Sögumaður: Fæddi þá María son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu.

 

Söngur(allir): Þá nýfæddur Jesú í jötunni lá

á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá,

þá sveimuðu englar frá himninum hans

því hann var nú fæddur í líkingu manns.

 

Sögumaður: En hverfum nú aðeins úr fjárhúsinu og út í haga til hirðanna.

 

Söngur(allir): Nú hverfum við í hagann til hirða skjótt

er gættu hjarðar sinnar þá sömu nótt,

geispuðu’ upp í himininn (smá pása meðan hirðarnir geispa hressilega),

stóð þar hjá þeim engillinn.

Rétt og slétt þá var þeim sko ekki rótt.

(Lag: Það búa litlir dvergar)

Sögumaður: Og engillinn sagði…

 

Engill: Ekki vera hræddir, því ég hef stórkostlegar fréttir að flytja ykkur og þessar fréttir breyta heiminum. Frelsarinn er fæddur í Betlehem! Farið þangað og sjáið bara sjálfir. Hann fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu.

 

Sögmaður: Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita.

 

Söngur(allir): Þeir sungu „Hallelúja”, með hátíðarbrag.

„Nú hlotnast guðs börnunum friður í dag.”

Og fagnandi hirðarnir fengu að sjá

hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.

 

Sögumaður: Hirðarnir komu til Betlehem og fundu þar allt eins og engillinn hafði sagt þeim. Þeir veittu litla drengnum í jötunni lotningu, því þeir vissu að hann var frelsarinn þeirra. Konungur hjartans og heimsins var nú fæddur.

 

Söngur(allir): Ég bið þig, ó, Drottinn, að dvelja mér hjá

að dýrðina þína ég fái að sjá

ó, blessa þú Jesús öll börnin þín hér

að búa þau fái á himnum hjá þér.

 

Endir

Guðmundur Karl Brynjarsson setti saman og orti þar sem með þurfti.

Flokkar: Efnisveitur

Bænir

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 16/05/2018 - 19:35

Hér að neðan eru nokkrar glærur með bænum sem hægt er að nota í samverunum

Flokkar: Efnisveitur

Söngvar – Sakkeus

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 16/05/2018 - 09:31

Hér að neðan er lag sem tilheyrir biblíusögunni

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Marta og María

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 16/05/2018 - 08:13

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Hreyfimyndasería

Brúða og leikur

Leyniteikning

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur