Efnisveitur

Föndur – Góðir ávextir

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 03/07/2018 - 14:44

Samvinnuverkefni í sunnudagaskólanum. Krakkarnir geta teiknað hvað sem þeim langar til þess að setja á kærleikstréð. Góðu ávextirnir sem Jesús vill sjá vaxa hjá okkur eru t.d. vinátta og hjálpsemi. Hann vill að við séum góðir vinir sem hjálpa hver öðrum, af því hann er vinur allra og hjálpar öllum.

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Brúðkaupið í Kana

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 03/07/2018 - 13:39

Það er oft gott að gera prótótýpu fyrir samveruna svo að krakkarnir eigi auðveldara með að skilja föndrið og hvernig það er sett saman. (Sjá myndirnar hér að neðan). Vínkönnurnar geta haft allskonar form og lögun með gat í miðjunni.

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Tvöfalda kærleiksboðorðið

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 03/07/2018 - 12:55

Það er oft gott að gera prótótýpu fyrir samveruna svo að krakkarnir eigi auðveldara með að skilja föndrið og hvernig það er sett saman. (Sjá mynd hér að neðan)

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Jesús 12 ára

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 03/07/2018 - 12:09

Krakkarnir búa til poka sem þau hafa með sér í sunnudagaskólann og setja nýtt föndur í til að taka með sér heim. Þetta er bæði umhverfisvænt og skemmtilegt. Því börnin geta haldið áfram allan veturinn að bæta við skreytingum og límmiðum á pokann sinn.

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Guð er kærleikur

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 02/07/2018 - 20:40

Það er oft gott að gera prótótýpu fyrir samveruna svo að krakkarnir eigi auðveldara með að skilja föndrið og hvernig það er sett saman. (Sjá mynd hér að neðan)

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Jesús skírður

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 02/07/2018 - 20:32

Það er oft gott að gera prótótýpu fyrir samveruna svo að krakkarnir eigi auðveldara með að skilja föndrið og hvernig það er sett saman. (Sjá mynd hér að neðan)

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Verum ekki áhyggjufull

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 02/07/2018 - 18:15

Það er oft gott að gera prótótýpu fyrir samveruna svo að krakkarnir eigi auðveldara með að skilja föndrið og hvernig það er sett saman. (Sjá hér að neðan)

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Fjölskylda Jesú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 02/07/2018 - 17:22

Þegar við förum í fótspor Jesú upplifum við kærleika, traust, hjálpsemi, þolinmæði, fyrirgefningu, von, trú, velvilja, styrk, blíðu og ljúfleika. (Sjá mynd hér að neðan sem hægt er að skreyta með hjörtum og stjörnum og öllum þessum fallegu orðum hér að ofan).

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Á bjargi

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 08/06/2018 - 08:22

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Hlutbundin kennsla

Flokkar: Efnisveitur

Stóra flettimyndabiblían – Kristniboð

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 04/06/2018 - 18:24

Gott er að vera búinn að æfa frásögnina áður en samveran hefst, því það er skemmtilegra að endursegja hana með eigin orðum en lesa upp af blaði.

Sjá glærurnar í viðhenginu hér fyrir neðan.

Mynd 17a

Jesús sagði lærisveinum sínum að fara út um allan heim. Þau áttu ekki bara að ferðast, heldur fyrst og fremst að kenna og skíra fólk til trúar, jafnframt að taka vel á móti þeim sem vildu koma í kirkjuna hans. Jesús gaf öllum lærisveinum sínum loforð, hann sagði: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.“ Jesús sagði líka að Guð hefði gefið honum allt vald á himni og jörðu. Þess vegna gat hann lofað lærisveinum sínum að vera alltaf með þeim. Jesús hafði vald, það var vald kærleikans. Jesús var líka alltaf á valdi kærleikans, þess vegna gat hann fórnað sér fyrir okkur og elskað óvini sína. Jesús lét stjórnast af kærleikanum en ekki óttanum.

Hann þráði líka að lærisveinar hans gætu verið óttalausir, þess vegna gaf hann þeim þetta loforð. Eigum við að segja þetta lororð saman: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.“

Mynd 17b

Lærisveinar Jesú sem fara um og segja frá honum eru oft kallaðir kristniboðar. Það er til fullt af fólki um allan heim til að segja frá vini sínum Jesú frá Nasaret. Getum við orðið kristniboðar? (Leyfa börnunum að svara).

Ef okkur langar að segja frá Jesú og lífi hans þá skulum við gera það. Þá erum við líka kristniboðar. Vitið þið hvað margir trúa á Jesú í heiminum? (Leyfa börnunum að svara). Kristin trú eru stærstu trúarbrögð í heiminum í dag. Það eru um þrír milljarðar af fólki sem vill fylgja Jesú. Ekki þrjár milljónir heldur þrír milljarðar, sem eru þrjú þúsund milljónir. Hugsið ykkur fyrir tvö þúsund árum voru bara nokkrar manneskjur sem fylgdu Jesú.

Svona vinnur Jesús í gegnum kristniboðana sína og nú eru það um þrjú þúsund milljónir sem þekkja hann.

 

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Jesú og börnum.

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Hver er Jesús

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 04/06/2018 - 18:18

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Stóra flettimyndabiblían – Sagan um Jesú – Hver var Jesús?

Stóra flettimyndabiblían – Kristniboð

Skírnarskipunin glærusjó

Flokkar: Efnisveitur

Stóra flettimyndabiblían – Sagan um Jesú – Hver var Jesús?

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 04/06/2018 - 18:11

Gott er að vera búinn að æfa frásögnina áður en samveran hefst, því það er skemmtilegra að endursegja hana með eigin orðum en lesa upp af blaði.

Sjá glærurnar í viðhenginu hér fyrir neðan.

Mynd 16a

Margir þekkja Guð. Við þekkjum Guð í gegnum Jesú Krist. Guð þekkir alla. Í Biblíunni stendur að Guð þekki okkur svo vel að hann viti hvað við erum með mörg hár á höfðinu. Hann þekkir okkur betur en við þekkjum okkur sjálf. Guð vill að við séum börnin hans, þess vegna sendi hann Jesú til okkar svo við gætum eignast einstakan vin. En hver er Jesús? Við höfum heyrt margt um Jesú í sunnudagaskólanum í vetur og nú megið þið segja mér hver hann er. (Leyfa börnunum að svara. Einnig er hægt að vera með tússtöflu og skrifa upp stikkorð um það hver Jesús er).

Mynd 16b

Í vetur höfum við fengið að heyra sögur um Jesú frá því að hann var barn.

Þegar hann var nýfæddur þurftu mamma hans og pabbi að flýja með hann. Jesús var því flóttamaður þegar hann var pínulítill. Síðan heyrðum við söguna af Jesú þegar hann var 12 ára og varð eftir í musterinu í Jerúsalem. Pabbi hans og mamma leituðu að honum í þrjá daga. Þegar þau fundu Jesú sagði hann þeim að hann vildi vera í musterinu sem væri hús Guðs. Þannig vorum við minnt á það að Jesús er einstakur sonur Guðs. Síðan heyrðum við líka frásögur af því hvernig Jesús breytti lífi fólks, t.d. þegar hann hitti Sakkeus tollheimtumann og Bartímeus blinda. Jesús hjálpaði Sakkeusi að sjá það sem hann hefði gert rangt og Sakkeus hætti að stela og ljúga. Jesús gaf Bartímeus sjónina aftur. Þessar frásagnir segja okkur að Jesús er kennari og hjálpari. Við höfum í vor heyrt páskafrásögnina, þegar Jesús var krossfestur en reis upp frá dauðum. Páskarnir segja okkur að Jesús er kærleiksríkur og sterkari en dauðinn sjálfur.

 

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Jesú og börnum.

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur