Efnisveitur

Samvera 5 – 30.sept.18: Tvöfalda kærleiksboðorðið

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 27/04/2018 - 11:27

Límmiði
Biblíusaga
Myndband
Leikrit
Ítarefni

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 4 – 23.sept.18: Góðir ávextir

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 27/04/2018 - 11:21

Límmiði
Biblíusaga
Myndband
Leikrit
Ítarefni

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 3 – 16.09.18: Fjölskylda Jesú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 27/04/2018 - 11:11

Límmiði
Biblíusaga
Myndband
Leikrit
Ítarefni

Flokkar: Efnisveitur

Beðið eftir komu Jesú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 26/04/2018 - 18:51

Mynd 1a
Ég ætla að leggja fyrir ykkur létta gátu. Kannski getið þið giskað strax á rétta svarið.
Fyrst ætla ég að gefa ykkur nokkrar vísbendingar. Þið megið ekki svara fyrr en ég hef gefið ykkur allar vísbendingarnar:
Fyrsta vísbending:
Í kirkjunni eru til margar bækur. Ein bók er samt alveg sérstök. Hún segir okkur allt mögulegt um Guð og Jesú.
Önnur vísbending:
Þessi bók er til á flestum heimilum. Hún er með ofboðslega margar blaðsíður og þær eru mjög þunnar og stafirnir litlir.
Þriðja vísbending:
Inni í þessari bók eru í rauninni margar minni bækur.
Hvaða bók er þetta?
Jú, auðvitað Biblían!
Guð gaf okkur Biblíuna til þess að við gætum fræðst um hann og ríki hans.
Hér sjáið þið mynd af Jesú með stóra Biblíu. Sjáið þið stóra hjartað sem er á henni? Þetta hjarta segir okkur hvað Jesú þykir vænt um okkur og hvað hann þráir að við þekkjum hann betur. Þess vegna ætlum við að fræðast svolítið um Biblíuna í vetur og kynnast nokkrum af sögunum úr henni.

Mynd 1b
Ég sagði ykkur áðan að í Biblíunni væru í rauninni margar bækur. En Biblían skiptist líka í tvo hluta. Annar hlutinn heitir Gamla testamentið en hinn hlutinn heitir Nýja testamentið. Gamla testamentið segir okkur frá því sem gerðist áður en Jesús fæddist. En Nýja testamentið segir okkur frá því sem gerðist eftir að Jesús fæddist og meira að segja líka frá því sem gerðist eftir að hann dó og reis upp frá dauðum.
Á einum stað í Gamla testamentinu er bók sem heitir Spádómsbók Jesaja. Hún var skrifuð nokkrum hundruðum ára áður en Jesú fæddist.
Það sem er merkilegt við þessa bók er það að þótt Jesú væri ekki fæddur, er þar sagt ýmislegt um hann. Það er sagt að hann muni fæðast og færa fólki mikið ljós og gleði. Þar er meira að segja sagt frá því að hann muni fæðast í Betlehem. Svona er Biblían merkileg.
Hér sjáið þið mynd af litla Jesúbarninu. Hann liggur þarna baðaður í ljósi. Jesús er líka oft kallaður ljós heimsins. Þið þekkið upphafsorðin okkar þegar við kveikjum á kertunum, er það ekki? Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins“

Mynd 1c
Jesús átti frænda sem hét Jóhannes. Jóhannes hafði fengið mikið og merkilegt hlutverk hjá Guði. Guð hafði ætlað honum að undirbúa heiminn undir komu Jesú.
Jóhannes bjó í eyðimörkinni og klæddist fötum úr úlfaldahári. Hann borðaði engisprettur og drakk villihunang. Fólki fannst Jóhannes örugglega mjög skrýtinn en það hlustaði vel á það sem hann hafði að segja. Hann sagði að allir ættu að gæta þess að lifa heiðarlegu og góðu lífi. Margir vildu breyta lífi sínu til góðs og fóru til hans og lét hann skíra sig.
Þess vegna var hann alltaf kallaður Jóhannes skírari.
Fólkið þekkti söguna um barnið sem sagt er frá í Jesajabók og sumir héldu að Jóhannes
væri þetta barn. En hann sagði fólkinu að í Jesajabók væri verið að tala um Jesú frá Nasaret. Hann sagði þeim að Jesús væri miklu máttugri, hann væri maðurinn sem myndi fylla heiminn af gleði, friði og réttlæti.
Hér sjáið þið mynd af Jóhannesi skírara að skíra fólk úti í á.

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóra flettimyndabiblían með forsíðumynd af tveimur börnum að leik.

Flokkar: Efnisveitur

Ítarefni

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 26/04/2018 - 18:46

Hérna er aukaefni fyrir daginn

Jóhannes skírari myndir til þess að lita

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 26/04/2018 - 12:31

Beðið eftir komu Jesú

Ég ætla að leggja fyrir ykkur létta gátu. Kannski getið þið giskað strax á rétta svarið.
Fyrst ætla ég að gefa ykkur nokkrar vísbendingar. Þið megið ekki svara fyrr en ég hef gefið ykkur allar vísbendingarnar:
Fyrsta vísbending:
Í kirkjunni eru til margar bækur. Ein bók er samt alveg sérstök. Hún segir okkur allt mögulegt um Guð og Jesú.
Önnur vísbending:
Þessi bók er til á flestum heimilum. Hún er með ofboðslega margar blaðsíður og þær eru mjög þunnar og stafirnir litlir.
Þriðja vísbending:
Inni í þessari bók eru í rauninni margar minni bækur.
Hvaða bók er þetta?
Jú, auðvitað Biblían!
Guð gaf okkur Biblíuna til þess að við gætum fræðst um hann og ríki hans.
Hér sjáið þið mynd af Jesú með stóra Biblíu. Sjáið þið stóra hjartað sem er á henni? Þetta hjarta segir okkur hvað Jesú þykir vænt um okkur og hvað hann þráir að við þekkjum hann betur. Þess vegna ætlum við að fræðast svolítið um Biblíuna í vetur og kynnast nokkrum af sögunum úr henni.

Ég sagði ykkur áðan að í Biblíunni væru í rauninni margar bækur. En Biblían skiptist líka í tvo hluta. Annar hlutinn heitir Gamla testamentið en hinn hlutinn heitir Nýja testamentið. Gamla testamentið segir okkur frá því sem gerðist áður en Jesús fæddist. En Nýja testamentið segir okkur frá því sem gerðist eftir að Jesús fæddist og meira að segja líka frá því sem gerðist eftir að hann dó og reis upp frá dauðum.
Á einum stað í Gamla testamentinu er bók sem heitir Spádómsbók Jesaja. Hún var skrifuð nokkrum hundruðum ára áður en Jesú fæddist.
Það sem er merkilegt við þessa bók er það að þótt Jesú væri ekki fæddur, er þar sagt ýmislegt um hann. Það er sagt að hann muni fæðast og færa fólki mikið ljós og gleði. Þar er meira að segja sagt frá því að hann muni fæðast í Betlehem. Svona er Biblían merkileg.
Hér sjáið þið mynd af litla Jesúbarninu. Hann liggur þarna baðaður í ljósi. Jesús er líka oft kallaður ljós heimsins. Þið þekkið upphafsorðin okkar þegar við kveikjum á kertunum, er það ekki? Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins“

Jesús átti frænda sem hét Jóhannes. Jóhannes hafði fengið mikið og merkilegt hlutverk hjá Guði. Guð hafði ætlað honum að undirbúa heiminn undir komu Jesú.
Jóhannes bjó í eyðimörkinni og klæddist fötum úr úlfaldahári. Hann borðaði engisprettur og drakk villihunang. Fólki fannst Jóhannes örugglega mjög skrýtinn en það hlustaði vel á það sem hann hafði að segja. Hann sagði að allir ættu að gæta þess að lifa heiðarlegu og góðu lífi. Margir vildu breyta lífi sínu til góðs og fóru til hans og lét hann skíra sig.
Þess vegna var hann alltaf kallaður Jóhannes skírari.
Fólkið þekkti söguna um barnið sem sagt er frá í Jesajabók og sumir héldu að Jóhannes
væri þetta barn. En hann sagði fólkinu að í Jesajabók væri verið að tala um Jesú frá Nasaret. Hann sagði þeim að Jesús væri miklu máttugri, hann væri maðurinn sem myndi fylla heiminn af gleði, friði og réttlæti.
Hér sjáið þið mynd af Jóhannesi skírara að skíra fólk úti í á.

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr flettimyndabókinni Tvö börn að leik.

Flokkar: Efnisveitur

Sunnudagaskólinn Haust 2018

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 17/04/2018 - 11:13

Setja allar dagsetningar hér inn. Búa til fæla sem þú hleður hér inn.

Samvera 1

Samvera 2

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 2

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 17/04/2018 - 11:13
Flokkar: Efnisveitur

Samvera 1 dags.

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 17/04/2018 - 11:10

Límmiði
Biblíusaga
Saga
Leikrit
Föndur

Flokkar: Efnisveitur

Hafdís og Klemmi – Vasinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 22/02/2018 - 23:25

Hér er unnið með söguna um Týnda soninn og náð Guðs.
(Nýr þáttur væntanlegur – föstudaginn 23.02.2018)

Flokkar: Efnisveitur

Örkin hans Nóa (einfölduð útgáfa)

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 17/02/2018 - 12:38

Þessi útgáfa af Örkinni hans Nóa leggur áherslu á regnbogann og að allir ólíkir litir hans minna okkur á að öll erum við jafn mikilvæg og elskuð í augum Guðs; dýr og fólk af öllum stærðum og gerðum. Regnboginn er því ekki einungis sáttmáli um að aldei aftur komi mikið flóð heldur líka samkomulag um að saman eigum við að búa til heim þar sem við fáum öll að njóta okkar eins og við erum ,,Í öllum litum regnbogans.“

 

ÖRKIN HANS NÓA

Einu sinni var maður sem hét Nói. Hann var duglegur og góður. Fólkið í kringum hann var hins vegar eigingjarnt og hugsaði lítið um aðra.

Dag einn sagði Guð við Nóa að mikið flóð væri að koma yfir jörðina og að hann yrði að byggja stóra og mikla Örk til að bjarga sér og dýrunum.

(Gott að spyrja krakkanna hvort þau viti hvað Örk er – Rétt svar: Stórt skip)

Nói byrjaði að byggja örkina og fólkið sem sá hann byggja hana hló að Nóa og sagði að hann væri ruglaður að byggja örk – (stórt skip) inni í miðju landi. Nói sagði þeim að það væri að koma flóð og þau yrðu að passa sig.

Síðan fór Nói og fann tvö dýr af hverri tegund eins og Guð hafði beðið hann um, dýr af öllum stærðum og gerðum:

(Gaman að fá börnin til að nefna dýrategundir sjálf og/eða leika þau)

Stór og mikil dýr eins og flóðhesta og fíla, meðalstór dýr eins og zebrahesta og krókódíla. Lítil dýr eins ketti og grísi og svo pínkulítil dýr eins og mýs og fiðrildi.

Það tók Nóa ábyggilega langan tíma að finna öll dýrin. En þegar hann hafði komið öllum dýrunum fyrir í örkinni byrjaði að rigna og það rigndi svo mikið að flóð kom yfir jörðina og Nói og fjölskylda hans sigldu um í 40 daga og 40 nætur. Þegar rigningin hætti sendi Nói dúfu af stað til að athuga hvort hún finndi land sem þau gætu búið í. Dúfan kom til baka með lauf af ólífutré í gogginum. Þá vissi Nói að dúfan hefði fundið þurrt land. Skömmu eftir það birtist regnbogi á himninum en regnboginn er tákn frá Guði að aldrei aftur muni koma svona mikið flóð og að náttúran og dýrin skipti máli.

Regnboginn og allir ólíkir litir hans minna okkur þannig á að öll erum við jafn mikilvæg og elskuð í augum Guðs. Dýr og fólk af öllum stærðum og gerðum. Saman eigum við að búa til heim þar sem við fáum öll að njóta okkar eins og við erum  ,,Í öllum litum regnbogans“. Við þurfum því að fara vel með náttúruna og passa upp að það sé til nægur matur handa öllum og hreint og gott loft.

Eldra efni:
Börnin stíga inn í biblíusöguna: Örkin hans Nóa

Flokkar: Efnisveitur

Nebbanú – Húsið

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 04/01/2018 - 10:10

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Í þessum þætti er unnið með dæmisöguna um húsið á bjarginu (Matteus 7.21-29). Nebbi er í vandræðum með að finna öruggan stað fyrir brothætta húsið sitt.

 

———————————————————————————

SMELLIÐ HÉR! Mikilvægar upplýsingar um Nebbaþættina.

 

Kennsluleiðbeiningar – 1. Húsið

1. hluti sýndur
Í þessum þætti er unnið með dæmisöguna um húsið á bjarginu (Matteus 7.21-29). Nebbi er í vandræðum með að finna öruggan stað fyrir brothætta húsið sitt.

Á milli þáttahlutanna
Leikur – Jafnvægislist: Fáið krakkanna til að standa á tveimur fótum og síðan að prófa að lyfta öðrum upp og standa á einum fæti. Til að gera þetta ennþá erfiðara má láta krakkana því næst standa á tám á tveimur fótum og reyna hvort þau getið staðað á tám á einum fæti.

2. hluti sýndur
Í seinni hluta þáttanna hjálpa börnin Nebba með því að hoppa.

Umræðupunktar
Spurning: Hvort var auðveldara að standa á öðrum fæti eða í báða fætur?
Svar: Það er öruggara að standa í báða fætur af því að tveir fætur eru sterkari en einn og jafnvægið er betra.

Spurning: Munið þið eftir mönnunum í Biblíusögunni sem fóru að byggja hús? Hvort er betra að byggja hús á sandi eða bjargi?
Svar: Betra að byggja hús á bjargi af því að bjargið stendur fast eins og tveir fætur og hreyfist ekki eins og sandurinn. Bjargið í sögunni er líking fyrir Jesú. Að trúa á hann er góð undirstaða í lífinu og ráðin og loforðin sem Guð gefur í Biblíunni eru traust eins og bjarg.

Spurning: Hvað gerði Nebbi til þess að búa til öruggan stað fyrir húsið sitt?
Svar: Hann fann bók sem smellpassaði undir fótinn og var ekki mjúk eins og bananinn. Nebbi sá að þetta var góð undirstaða og þá vissi hann að öllu var óhætt og sama hvað var hoppað allt stóð fast og öruggt.

 

Munum að: Góð undirstaða er nauðsynleg, bæði fyrir húsin sem við búum í og lífið sem við lifum.

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur