Efnisveitur

Leikrit – Fjölskylda Jesú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 01/06/2018 - 14:51

Að rækta vináttuna

Eldri leikrit eru hér að neðan
Rebbi, Mýsla og fjársjóðskistan – Jesús velur lærisveina

Flokkar: Efnisveitur

Myndbönd – Jesús skírður

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - fös, 01/06/2018 - 13:33
Til leiðbeinandans

Lesið þetta yfir til þess að getað talað yfir Holy Moly myndbandið
Skírn Jesú

*Vegna höfundarréttar þá þurfið þið að eiga diskana með Holy Moly sögunum til þess að getað sýnt efnið. Það eru svo margar tölvur í dag ekki með geisladrif og því höfum við tekið til þess ráðs að setja Holy Moly myndböndin hingað inn.

Flokkar: Efnisveitur

Jesús mettar 5000 manns – Stóra flettimyndabiblían

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 29/05/2018 - 21:54

Mynd 5a

Þegar Jesús heimsótti borgir og bæi þá hópaðist fólk að honum.

Vitið þið af hverju? (Leyfa börnunum að svara).

Það var vegna þess að fólkið hreinlega þráði að hlusta á hann. Jesús talaði nefnilega alltaf um það sem skipti máli. Hann var að segja fólkinu frá kærleika Guðs, himnaríki, hvernig fólk ætti að koma fram við hvert annað og hvernig við getum orðið lærisveinar hans. Einu sinni þegar Jesús var staddur lengst úti í sveit kom fjöldi fólks gangandi til að hlusta á hann. Það voru fleiri en 100, það voru fleiri en 1000, það voru fimm þúsund manneskjur sem komu til að hlusta. Það væri eins og allir sem búa í Vestmannaeyjum og í Borgarnesi kæmu til að hlusta á einn mann.

Mynd 5b

Fólkið var hjá Jesú allan daginn og allt í einu var komið kvöld.

Tíminn er nefnilega svo fljótur að líða þegar eitthvað merkilegt og skemmtilegt er sagt og gert. Lærisveinar Jesú höfðu áhyggjur af því hvað klukkan var orðin margt vegna þess að engin virtist vera með nesti með sér og bráðum færu garnirnar að gaula í öllu fólkinu.

Vitið þið hvað það þýðir? (Leyfa börnunum að svara). Það er þegar maginn fer að syngja af hungri.

Lærisveinarnir sögðu við Jesú að nú þyrfti fólkið að fá að borða og þeir ættu enga peninga til að kaupa mat handa mörg þúsund manns. Til þess að benda Jesú á hvað þetta væri alvarlegt sýndu þeir honum dreng sem þó hafði haft með sér fimm lítil brauð og tvo fiska. Strákurinn vildi gefa öllum af nestinu sínu, en ekki myndi það duga handa öllu þessu fólki!

Mynd 5c

Jesús hélt ró sinni og bað fólk að fá sér sæti.

Allir hlýddu þessum einstaka manni og þegar allir voru sestir tók Jesús nestið sem drengurinn hafði með sér.

Haldið þið að hann hafi farið að gæða sér á nestinu? (Leyfa börnunum að svara).

Nei! Hann fór að biðja og þakka Guði fyrir matinn. Þegar hann var búin að því bað hann lærisveina sína að útdeila nestinu handa fólkinu. Vá! Vá! Nú gerðist undur. Þetta var ekki lengur fimm brauð og tveir fiskar, heldur virtist þetta vera fiskarnir og brauðin endalausu. Því allir fengu nóg að borða. Allir urðu saddir. Það urðu meira að segja tólf körfur afgangs sem hægt var að gefa fátæku fólki sem ekki hafði nóg að borða.

Þetta var kraftaverk. Það er líka mikilvægt að þakka fyrir matinn sinn, Guði og mömmu og pabba.

Munið þið ekki alltaf að þakka fyrir matinn? (Leyfið börnunum að svara).

 

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Jesú og börnum.

Flokkar: Efnisveitur

Sakkeus – Stóra flettimyndabiblían

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 29/05/2018 - 21:40

Mynd 4a

Einu sinni var maður sem sagt er frá í Biblíunni sem var mjög lítill og vann við að rukka fólk.

Vitið þið hvaða maður þetta var? (Leyfa börnunum að svara).

Þetta var hann Sakkeus.

En vitið þið hvað er að rukka? (Leyfa börnunum að svara).

Það að rukka er að taka við peningum sem fólk á að borga. Sakkeus var ekki heiðarlegur. Hann var að rukka peninga fyrir keisarann í landinu, en hann tók peninga og stakk í sinn eigin vasa. Þess vegna varð hann mjög ríkur. En það gerði hann ekki vinsælan, heldur einmana, engin vildi vera vinur hans af því að hann var ekki heiðarlegur.

Það er til orðatiltæki sem hljóðar svona „Margur verður af aurum api.“

Það þýðir að menn láta græðgina stjórna sér og það gerði Sakkeus svo sannarlega.

Mynd 4b

Einu sinni koma Jesús til borgarinnar þar sem Sakkeus bjó. Sakkeus langaði mjög mikið að hitta Jesú, en hann var ekki sá eini því þegar hann fór til að taka á móti Jesú var komið fullt af öðru fólki og Sakkeus sá ekki neitt.

Vitið þið af hverju hann sá ekki neitt? (Leyfa börnunum að svara).

Hann var svo lítill. Stundum er sagt: „Margur er knár, þótt hann sé smár.“ Vitið þið hvað það þýðir? (Leyfa börnunum að svara).

Það þýðir að margir eru snjallir eða klárir þó þeir séu litlir. Það átti við Sakkeus, því þegar hann uppgötvaði að hann gat ekki séð Jesú klifraði hann upp í tré við veginn og beið eftir því að Jesús gengi framhjá.

Mynd 4c

En haldið þið að Jesú hafi gengið framhjá? (Leyfa börnunum að svara). Nei!

Hann stoppaði undir trénu, horfði upp og sagði við Sakkeus: „Sakkeus! Komdu strax niður til mín, því ég á að heimsækja þig.“ Allt fólkið sem fylgdi Jesú varð undrandi. Af hverju vildi Jesús heimsækja Sakkeus sem var óheiðarlegur? Það var vegna þess að Jesús vissi að Sakkeus hafði gert rangt og hann átti enga vini.

Jesús vildi hjálpa honum að bæta ráð sitt. Vitið þið hvað það þýðir? (Leyfa börnunum að svara).

Hann vildi hjálpa honum að verða betri manneskja.

Mynd 4d

Sakkeus var mjög glaður að Jesús vildi heimsækja hann og vera vinur hans. Þeir fóru rakleiðis heim til Sakkeusar og voru þar góða stund og töluðu saman.

Við vitum ekki hvað þeir sögðu við hvorn annan, en þegar Jesús kom út hafði Sakkeus ákveðið að reyna alltaf að gera rétt, hann vildi vera heiðarlegur. Hann sagði að hann ætlaði að gefa öllum sem hann stal frá, fjórum sinnum meira en hann hafði tekið frá þeim.

Og ekki nóg með það heldur hafði hann ákveðið að gefa fátækum helminginn af öllu sem hann átti.

Hann vildi svo sannarlega bæta ráð sitt. Haldið þið ekki að Jesús hafi orðið glaður? (Leyfa börnunum að svara).

Þannig var það með marga sem hittu Jesú og töluðu við hann, að þau vildu gera allt til að verða betri manneskjur.

 

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Jesú og börnum.

Flokkar: Efnisveitur

Jesús og börnin – Stóra flettimyndabiblían

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 29/05/2018 - 21:27

Mynd 3a

Einu sinni var hópur af foreldrum á ferð. Sumir foreldrarnir voru með lítil börn í fanginu, aðrir leiddu börnin sín sem voru svolítið stærri og farin að ganga sjálf.

Með í hópnum voru líka eldri börn sem voru svo stór að þau gátu hoppað og skoppað á undan hópnum. En allir voru í góðu skapi vegna þess að þau voru að fara að hitta alveg sérstaklega merkilegan mann.

Vitið þið hvern þau voru að fara að hitta? (Leyfa börnunum að svara).

Foreldrarnir voru að fara til Jesú til að biðja hann að blessa börnin þeirra. Þau vissu að það yrðu allir ríkari af því að hitta Jesú, ekki ríkari af peningum heldur af hamingju. En þegar þau nálguðust staðinn þar sem Jesús dvaldi rákust þau á lærisveina hans sem tilkynntu þeim að Jesús væri svo þreyttur að þau yrðu að koma seinna, hann væri í raun of upptekinn til að hitta börnin.

Mynd 3b

Gleði foreldranna og barnanna hvarf eins og dögg fyrir sólu. Gat Jesús ekki hitt þau! Vildi hann kannski ekki hitta þau! Fannst Jesú ekki merkilegt og gaman að hitta börn?

Hvað haldið þið? (Leyfa börnunum að svara).

Auðvitað vildi Jesús hitta börnin og foreldra þeirra. Hann varð hreinlega reiður og sár þegar hann frétti hvað lærisveinarnir hefðu sagt og gert. Hann sagði þeim að leyfa börnunum að koma til sín eins og skot. Og börnin þyrptust að Jesú, strákar og stelpur, og fundu fyrir góðri nærveru hans.

Jesús tók þau í fangið og hann blessaði þau. Hann elskaði þau af öllu hjarta. Það eru allir jafn dýrmætir í augum Jesú. Við skiptum öll Jesú miklu máli.

 

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Jesú og börnum.

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Pálmasunnudagur

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 29/05/2018 - 13:55

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Pálmasunnudagur – Hreyfimyndasería

Frá pálmasunnudegi til upprisunnar (FLM Jesús og börnin + Biblía Barnsins, sami texti tvö sjónarhorn nr. Frásaga PSD til upprisu og nr 2 tilfinningar

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur