Efnisveitur

Stóra flettimyndabiblían – Beðið eftir komu Jesú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 10:12

Biblíusaga 1.

Beðið eftir komu Jesú

 

Mynd 1a

Ég ætla að leggja fyrir ykkur létta gátu. Kannski getið þið giskað strax á rétta svarið.

Fyrst ætla ég að gefa ykkur nokkrar vísbendingar. Þið megið ekki svara fyrr en ég hef gefið ykkur allar vísbendingarnar:

Fyrsta vísbending:

Í kirkjunni eru til margar bækur. Ein bók er samt alveg sérstök. Hún segir okkur allt mögulegt um Guð og Jesú.

Önnur vísbending:

Þessi bók er til á flestum heimilum. Hún er með ofboðslega margar blaðsíður og þær eru mjög þunnar og stafirnir litlir.

Þriðja vísbending:

Inni í þessari bók eru í rauninni margar minni bækur.

Hvaða bók er þetta?

Jú, auðvitað Biblían!

Guð gaf okkur Biblíuna til þess að við gætum fræðst um hann og ríki hans.

Hér sjáið þið mynd af Jesú með stóra Biblíu. Sjáið þið stóra hjartað sem er á henni? Þetta hjarta segir okkur hvað Jesú þykir vænt um okkur og hvað hann þráir að við þekkjum hann betur. Þess vegna ætlum við að fræðast svolítið um Biblíuna í vetur og kynnast nokkrum af sögunum úr henni.

 

Mynd 1b

Ég sagði ykkur áðan að í Biblíunni væru í rauninni margar bækur. En Biblían skiptist líka í tvo hluta. Annar hlutinn heitir Gamla testamentið en hinn hlutinn heitir Nýja testamentið. Gamla testamentið segir okkur frá því sem gerðist áður en Jesús fæddist. En Nýja testamentið segir okkur frá því sem gerðist eftir að Jesús fæddist og meira að segja líka frá því sem gerðist eftir að hann dó og reis upp frá dauðum.

Á einum stað í Gamla testamentinu er bók sem heitir Spádómsbók Jesaja. Hún var skrifuð nokkrum hundruðum ára áður en Jesú fæddist.

Það sem er merkilegt við þessa bók er það að þótt Jesú væri ekki fæddur, er þar sagt ýmislegt um hann. Það er sagt að hann muni fæðast og færa fólki mikið ljós og gleði. Þar er meira að segja sagt frá því að hann muni fæðast í Betlehem. Svona er Biblían merkileg.

Hér sjáið þið mynd af litla Jesúbarninu. Hann liggur þarna baðaður í ljósi. Jesús er líka oft kallaður ljós heimsins.

 

Mynd 1c

Jesús átti frænda sem hét Jóhannes. Jóhannes hafði fengið mikið og merkilegt hlutverk hjá Guði. Guð hafði ætlað honum að undirbúa heiminn undir komu Jesú.

Jóhannes bjó í eyðimörkinni og klæddist fötum úr úlfaldahári. Hann borðaði engisprettur og drakk villihunang. Fólki fannst Jóhannes örugglega mjög skrýtinn en það hlustaði vel á það sem hann hafði að segja. Hann sagði að allir ættu að gæta þess að lifa heiðarlegu og góðu lífi. Margir vildu breyta lífi sínu til góðs og fóru til hans og lét hann skíra sig.

Þess vegna var hann alltaf kallaður Jóhannes skírari.

Fólkið þekkti söguna um barnið sem sagt er frá í Jesajabók og sumir héldu að  Jóhannes

væri þetta barn. En hann sagði fólkinu að í Jesajabók væri verið að tala um Jesú frá Nasaret. Hann sagði þeim að Jesús væri miklu máttugri, hann væri maðurinn sem myndi fylla heiminn af gleði, friði og réttlæti.

Hér sjáið þið mynd af Jóhannesi skírara að skíra fólk úti í á.

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Beðið eftir komu Jesú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 10:09

Bangsablessun: Sögustund 2 + glærur – Beðið eftir komu Jesús FLM Tvö börn að leik

Flokkar: Efnisveitur

Sakkeus

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 24/05/2018 - 12:56

Saga 4 FLM (Jesús og börnin) + Bleika flettimyndabiblían/Sögustund II

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Jesú og börnum.

Flokkar: Efnisveitur

Sagan um kristniboðann Pál

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 24/05/2018 - 11:37

Flettimyndabiblían (tvö börn að leik) Það sem þið gerðuð minnum minnsta bróður

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Tveimur börnum að leik.

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Himnaríki

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 24/05/2018 - 11:31

Hvar er Guð? Guð í samskiptum manna á millum. Kærleiki, hlustun og einlægni. Sýnum að líðan annarra skipti okkur máli. Á ég að gæta bróður míns?

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Sá sem vill vera mestur hjálpi hinum

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 24/05/2018 - 11:24

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

“Sá sem vill vera mestur hjálpi hinum (Sæluboðin-leyndarmálið um gleðina)
FML: “Tvö börn að leik”

Flokkar: Efnisveitur

Verum ekki áhyggjufull

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 24/05/2018 - 11:19

Saga 6 FLM Verum ekki áhyggjufull (Tvö börn að leik)

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Tveimur börnum að leik.

Flokkar: Efnisveitur

Jesús og börnin

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 24/05/2018 - 11:12

Saga úr nokkrum FLM: Tvö börn að leik, Jesús og börnin og Bleika flettimyndabiblían.

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunum.

Flokkar: Efnisveitur

Fjölskylda Jesú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 24/05/2018 - 10:57

Saga 2 í FLM Fjölskylda Jesú (tvö börn að leik)

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Tveimur börnum að leik.

Flokkar: Efnisveitur

Góðir ávextir

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Fim, 24/05/2018 - 10:29

Flettimyndasaga – nr 3 Góðir ávextir – Tvö börn að leik

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Tveimur börnum að leik.

Flokkar: Efnisveitur

Myndbönd – Samverska konan

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 23/05/2018 - 23:37

Fríða frænka – Konan við brunninn

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Flokkar: Efnisveitur

Myndbönd – Konan sem snerti Jesú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 23/05/2018 - 22:28

Fríða frænka – Konan sem snerti Jesú

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Flokkar: Efnisveitur

Myndbönd – Jesús mettar 5000 manns

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 23/05/2018 - 22:21

Fríða frænka – Lítill strákur gefur

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur