Efnisveitur

Biblíusaga – Guð er kærleikur

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 22:29

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Að elska Guð af öllu hjarta – Myndasería

(Sunnudagaskólahátíð – Hallgrímskirkju = Allt Landið?) Ath flettimyndasögu til þess að setja hér inn.

Flokkar: Efnisveitur

Verkefnabók – Trú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 22:24

Trú

Hafið þið séð nýfætt barn?

Nýfætt barn er pínulítið. Það veit ekki margt. Kannski er það eina sem það veit að því finnst gott að fá mjólk hjá mömmu sinni. Það veit kannski ekki einu sinni að mamma er mamma og pabbi er pabbi. Það getur ekki einu sinni stjórnað höndunum sínum. Kannski hefur það ekki hugmynd um hvað hendur eru og til hvers þær eru notaðar.

En litla barnið lærir, það vex og þroskast. Smátt og smátt verður það fullorðið og getur gert alla mögulega hluti.

Svona er þetta líka með trúna okkar. Þegar við erum nýfædd börn vitum við ekkert um trú. Smátt og smátt áttum við okkur á því að það er eitthvað þarna sem heitir Guð og Jesús og brátt lærum við að biðja til Guðs. Trúin vex og dafnar í hjörtum okkar. Það er gott því trúin getur gefið okkur styrk þegar eitthvað bjátar á. Hún getur líka hjálpað okkur að hjálpa öðru fólki.

Á verkefnablaðinu stendur hvernig við getum hjálpað trúnni að vaxa.

Flokkar: Efnisveitur

Verkefnabók – Boðun

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 22:15

Hugleiðingar

BOÐUN

Er hægt að vita eitthvað sem enginn hefur sagt manni frá?

– Það er hægt að vita ýmislegt þótt enginn hafi sagt manni það. En hvernig fer maður að því?

– Það getur t.d. verið þannig að maður hafi lent í einhverju eða séð eitthvað.

Geta aðrir vitað í hverju maður lenti eða hvað maður sá, ef þeir voru ekki á staðnum?

– Nei þeir geta það ekki nema þeim sé sagt frá því.

Á Íslandi eru flestir kristinnar trúar. Vitið þið hvað það þýðir?

– Það þýðir að við sem erum kristinnar trúar, við trúum á Guð og Jesú.

En hvernig stendur á því að við trúum einmitt á Guð og Jesú en ekki bara eitthvað allt annað – eða kannski bara á ekki neitt?

– Við trúum af því að einhver sagði okkur frá Guði og Jesú. Kannski gerðist það þegar við vorum svo lítil að við munum ekkert eftir því. Þess vegna finnst mörgum að þeir hafi hreinlega alltaf trúað því að Guð sé til.

En hvers vegna er gott að trúa því að Guð sé til?

Börnin nefna dæmi: Ef þess þarf má aðstoða börnin með hugmyndir: Gott þegar maður er hræddur, áhyggjufullur eða langar að biðja um eitthvað, bænasvör, himnaríki, o.s.frv.

Kristniboðar boða kristna trú. Það gera þeir með því að segja öðrum frá. Þið getið líka verið kristniboðar.

Nú skulum við skoða verkefnablaðið. Þar eru krakkar að bjóða öðrum krökkum með sér í kirkjuna. Eins og þið sjáið á myndinni eru börnin að leika sér í alls kyns leikjum og þau heita ýmsum fallegum nöfnum. Kannski er Hávarður að bjóða Stínu með sér í sunnudagaskólann og Stína býður svo Óla með sér, og svo koll af kolli þar til öll börnin koma sér vel fyrir í sunnudagaskólanum og syngja fjörug og skemmtileg lög, fara með bænir og hlusta á biblíusögur.

Flokkar: Efnisveitur

Ítarefni – Æskulýðsdagurinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 21:57

Söfnun fyrir steinhúsum í Kjalarnessprófastdæmi (Allir velkomnir að taka þátt)

Verkefnabók – Umhverfisvernd

Flokkar: Efnisveitur

Ítarefni – Vinir lamaða mannsins

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 21:52

söfnunarbaukar (kaflinn Gat á þaki – Biblía Barnsins)

Verkefnabók – Góðverk og hjálparstarf

Flokkar: Efnisveitur

Verkefnabók – Góðverk og hjálparstarf

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 21:51

Góðverk og hjálparstarf

 

Á verkefnablaðinu í dag sjáum við mynd af stelpu og strák. Getið þið ímyndað ykkur hvað þau eru með? Hefur eitthvert ykkar átt svona?

Þetta eru pappabaukar. Svona bauka er hægt að fá í kirkjunni. Kannast einhver við svona bauka? Hafið þið prófað að safna í þá?

Hjálparstarf kirkjunnar hefur látið búa þessa bauka til. Fólkið í Hjálparstarfinu er að safna peningum til þess að hjálpa fólki sem býr við fátækt og neyð.

Sums staðar er ekki hægt að fá hreint vatn að drekka. Fólkið hefur ekki krana í húsunum sínum. Það þarf að fara langar leiðir til þess að ná í vatn og vatnið er ekki einu sinni gott. Okkur dytti ekki í hug að drekka það. Óhreina vatnið getur líka valdið alls kyns sjúkdómum. Mörg börn deyja á hverju ári af því að þau fá ekki hreint vatn.

Hjálparstarf kirkjunnar er að hvetja fólk til þess að gefa í söfnun svo að hægt sé að grafa eftir hreinu vatni sem fólkið getur drukkið.

Hvað gætuð þið gert til þess að aðstoða við söfnunina?

(Leyfið börnunum að koma með hugmyndir. Tombóla, setja allt klink sem börnin finna í baukinn, gefa t.d. nammi peninginn sinn …)

Flokkar: Efnisveitur

Verkefnabók – Umhverfisvernd

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 21:42

Umhverfisvernd

Þegar þið búið eitthvað til finnst ykkur ömurlegt ef einhver kemur og skemmir það fyrir ykkur. Það er hundleiðinlegt að lenda í því að hafa verið að vanda sig og svo bara er það skemmt fyrir manni.

Guð skapaði jörðina. Þegar hann gerði það – hlýtur hann að hafa vandað sig mikið. Það er heilmikil vinna að skapa heila jörð með trjám og alls konar gróðri og alls konar dýrum, fuglum og fiskum, já og mannfólki.

Hann setti okkur mennina sem ráðsmenn yfir jörðinni. Það þýðir í rauninni að hann bað okkur um að passa jörðina vel. En hvað hafa mennirnir gert? Þeir hafa höggvið niður skóga, mengað loftið, löndin og höfin. Getum við ímyndað okkur hvað Guði finnst um það? Hvernig liði okkur ef við værum Guð?

Hvernig geta mennirnir bætt fyrir þetta? Er eitthvað sem við getum gert til þess að vernda jörðina og laga það sem hefur skemmst?

Hvernig?

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Umhverfið okkar

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 21:40

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Umhverfisþema- Vorhreingerning í huga og hjarta. Jesús fór á milli fólks og sagði þeim sögur sem hafði áhrif á hug og hjarta. Hann hjálpaði fólki sem átti bágt og með því stuðlaði hann að betri heimi sem hefur áhrif á líf okkar enn þann dag í dag. Með því að laga til og hreinsa út þá verður lífið léttara og betra. Kolefnisspor Jesú voru ekki mikil, en hann skildi eftir sig önnur heillaspor. Hvernig getum við hjálpað til við að minnka okkar kolefnisspor, en um leið haft góð áhrif á fólkið í kringum okkur? Hvað er kolefnisspor?

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Eyrir ekkjunnar

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 21:11

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Ath glærusjó + hlutverkaleik

Leyniteikning – Peningar fátæku ekkjunnar

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Páskar

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 20:57

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Páskar (FLM Frá pálmasunnudegi til upprisunnar – Jesús og börnin + Sögustund II: Utan við eggjaskurnina)

Síðasta kvöldmáltíðin – Leyniteikning

Krossfestingin – Leyniteikning

Upprisan – Leyniteikning

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Samverska konan

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 20:47

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Leyniteikning – Jesús og konan við brunninn

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Jesús mettar 5000 manns

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 20:35

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Stóra flettimyndabiblían – Jesús og börnin + Sögustund I

Leyniteikning – Jesús mettar 5000 manns

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusaga – Konan sem snerti Jesú

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 20:26

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Leyniteikning – Jesús læknar konu

Flokkar: Efnisveitur

Stóra flettimyndabiblían – Skuldugi þjónninn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 11:54

Biblíusaga 10.

Skuldugi þjónninn

 

Mynd 10a

Jesús vill að við séum hjálplegar og góðar manneskjur. Þá þurfum við líka að geta fyrirgefið. Stundum verðum við fyrir óréttlæti, einhver tekur eitthvað frá okkur eða segir eitthvað ljótt við okkur, þá getum við orðið reið. En það er líka vont að vera reiður.

Hvernig líður ykkur ef þið verðið reið? (Leyfa börnunum að svara.)

Ef við viljum losna við reiðina þá verðum við að fyrirgefa.

Hvernig líður ykkur þegar þið eruð búin að fyrirgefa? (Leyfa börnunum að svara.)

Hvernig haldið þið að sé að vera í leikskólanum, skólanum eða inni á heimilinu ef enginn er tilbúinn að fyrirgefa öðrum? (Leyfa börnunum að svara.)

Það er ekki gott að vera í leikskóla, skóla eða inni á heimili þar sem allir eru reiðir. Það er miklu skemmtilegra að vera vinir en óvinir. Þetta vissi Jesús, þess vegna var hann alltaf að segja lærisveinum sínum og vinum að vera tilbúnir til að fyrirgefa.

 

Einu sinni sagði Jesús dæmisögu um þetta. Sagan er svona:

Einu sinni var konungur. Hann var réttlátur og góður. Einn af þjónum hans skuldaði honum mikla peninga, en átti enga peninga til að borga skuld sína. Þegar konungurinn komst að því að skuldugi þjónninn var svona blankur ákvað hann að reynast honum vel.  Hann sagði við þjóninn að hann vissi að hann ætti enga peninga til að borga skuldina og þess vegna þyrfti hann ekki að borga krónu til baka. Hann mætti bara eiga peningana sem hann hafði skuldað. Þjónninn varð mjög feginn og glaður.

 

Mynd 10b

Því miður hafði þetta ekki kennt þjóninum að vera góður við aðra því þegar hann kom út frá konunginum hitti hann annan þjón sem skuldaði honum peninga en þó miklu minna en þjónninn hafði skuldað konunginum. Hann heimtaði að fá peningana strax til baka, en samþjónn hans átti ekki peninga til þess að borga og bað um frest. En þjónninn vildi ekki gefa honum frest, heldur lét setja hann í fangelsi.

Í höllinni voru fleiri þjónar. Þegar þeir fréttu þetta urðu þeir mjög sorgmæddir. Þeir létu konunginn vita. Konungurinn varð líka sorgmæddur og lét kalla á þjóninn. Konungurinn sagði við hann: – Grimmi þjónn. Ég sagði að þú þyrftir ekki að borga mér skuldina. Ég var góður við þig! Á sama hátt áttir þú að vera góður við samþjón þinn.

Konungurinn er eins og Guð, hann er alltaf tilbúinn að fyrirgefa okkur og þá eigum við líka að vera tilbúin að fyrirgefa hvert öðru.

 

*Ef þið hafið ekki skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Tveimur börnum að leik.

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusagan – Týndi sonurinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 11:33

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Stóra flettimyndabiblían – Týndi sonurinn

Týndi sonurinn (FLM Tvö börn að leik + Sögustund II – Glataður sonur)

Flokkar: Efnisveitur

Stóru flettimyndabiblían – Týndi sonurinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 11:32

Biblíusaga 8.

Týndi sonurinn

 

Mynd 8a

Jesús sagði lærisveinum sínum margar dæmisögur, til að kenna þeim hvað væri rétt og rangt, gott og illt. Nú skuluð þið hlusta afar vel, því ég ætla að segja ykkur eina af dæmisögunum sem Jesús sagði:

Einu sinni voru tveir bræður sem áttu heima á sveitabæ hjá pabba sínum. Pabba þeirra þótti mjög vænt um þá. Þeir áttu nóg af öllu og bræðurnir vissu að þeir myndu eignast það allt eftir að pabbi þeirra væri látinn.

Dag nokkurn fékk yngri bróðirinn þá flugu í höfuðið að hann vildi fá arfinn sinn strax. Vitið þið hvað arfur er?

Arfur er það sem fólk skilur eftir sig þegar það er dáið. Það geta t.d. verið peningar, hús, myndir, bækur eða föt.

Yngri bróðirinn vildi sem sagt fá arfinn sinn strax. Hann nennti ekki að bíða eftir því að faðir hans myndi deyja. Það var nú eiginlega dálítið skrýtið. Hann fór til pabba síns og sagði honum að hann vildi fá peningana strax, nú væri hann ungur og hress og vildi fara að skoða heiminn. Og hvað haldið þið að pabbi hans hafi gert?

 

Mynd 8b

Pabbinn ákvað að treysta stráknum sínum, hann þekkti strákinn vel og hugsaði með sér að líklega þyrfti hann að læra af lífinu til að verða betri manneskja. Þegar pabbinn var búinn að afhenda honum peningana fór strákurinn af stað út í hinn stóra heim. En því miður var hann ekki skynsamur. Hann fór illa með arfinn og líf sitt. Hann hugsaði bara um það að skemmta sér. Hann hugsaði ekkert um að gera gott eða undirbúa lífið sem hann átti framundan. Hann hugsaði t.d. ekkert um það, að kannski myndi hann eignast börn sem hann þyrfti að hjálpa og styðja eins og foreldrar hann gerðu. Nei! Hann var eigingjarn.

Vitið þið hvað er að vera eigingjarn? Það er að hugsa bara um sjálfan sig en ekki aðrar manneskjur. Dag einn voru allir peningarnir búnir og þá varð hann að finna sér vinnu.

Hann fékk starf við það að gæta svína. Hann fékk lítið að borða og suma daga var hann svo svangur að hann langaði að borða svínamatinn. Hann hugsaði með sér: – Hér er ég að passa svínin og er alltaf svangur. Ef ég fengi að vera vinnumaður í sveitinni hjá pabba fengi ég nóg af góðum mat. Ég ætla að fara aftur heim til hans. Ég get kannski ekki verið áfram strákurinn hans, en hann leyfir mér kannski að vera vinnumaður hjá sér. Eftir þessar vangaveltur lagði strákurinn af stað heim.

 

Mynd 8c

Þegar strákurinn nálgaðist æskuheimilið sitt, sá pabbi hans hann koma eftir veginum.

Haldið þið að pabbinn hafi verið reiður að sjá hann koma niðurlútan og fátækan til baka? Nei! Hann kenndi í brjósti um hann. Hann hljóp á móti stráknum sínum, faðmaði hann og kyssti. Strákurinn var auðmjúkur og sagði við pabba sinn að hann gæti ekki verið lengur strákurinn hans, því hann hefði klúðrað öllu lífi sínu. En pabbinn hlustaði ekkert á það, heldur bað alla á heimilinu að undirbúa stórkostlega veislu. – Sonur minn var týndur, en nú er hann fundinn! sagði hann hamingjusamur. Allir urðu mjög glaðir og tóku þátt í þessari miklu veislu, nema einn. Vitið þið hver það var? Það var eldri bróðirinn. Hann varð alveg ótrúlega reiður þegar hann kom og sá að litli bróðir hans, sem hafði klúðrað öllu, var kominn heim aftur og allir voru að fagna honum. Hann vildi ekki koma í veisluna. Hann sem hafði alltaf verið góður sonur, heima að hjálpa pabba sínum! Enginn hafði haldið veislu fyrir hann! Hann var afbrýðisamur. Pabbinn fór út að hugga eldri strákinn sinn. Hann sagði við hann: – Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. En bróðir þinn var týndur en nú er hann fundinn. Þess vegna verðum við að halda hátíð.

Jesús sagði lærisveinum sínum þessa dæmisögu til að minna þá á að Guð er eins og pabbinn í sögunni. Hann gefst aldrei upp á okkur, börnunum sínum. Hann er fullur af kærleika og tekur okkur í fangið og fyrirgefur okkur, þó svo að við förum illa með það sem hann gefur okkur í lífinu. En hann vill líka að við lærum í gegnum dæmisögurnar sem Jesús sagði. Þá rötum við alltaf til hans. Guð er himneskur faðir okkar og móðir og við erum fjölskyldan hans.

 

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Tveimur börnum að leik.

Flokkar: Efnisveitur

Stóra flettimyndabiblían – Gullna reglan

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 11:23

Biblíusaga 14.

Gullna reglan

 

Mynd 14a

Það eru til margar reglur sem við verðum að fara eftir í lífinu. Við höfum t.d. margar umferðarreglur.

Hvað gerist ef við förum ekki eftir reglum í umferðinni? (Leyfa börnunum að svara.)

Það geta orðið alvarleg slys á fólki og bílar farið í klessu.

Munið þið eftir einhverjum umferðarreglum? (Leyfa börnunum að svara)

Það er mjög mikilvægt að stoppa á rauðu ljósi og fara ekki af stað fyrr en græna ljósið er komið. Við eigum alltaf að muna að hlaupa ekki út á götu. Við þurfum fyrst að líta vel til beggja hliða. Ef það eru götuljós megum við aldrei gleyma því að græni karlinn er vinur okkar. Það væri hræðilegt ástand í umferðinni ef fólk stoppaði ekki á rauðu ljósi. Þá væru allir í lífshættu. Svo má aldrei gleyma að setja á sig bílbeltið. Beltin bjarga!! En við eigum líka reglur til að nota í samskiptum við aðrar manneskjur. Við eigum t.d. boðorðin tíu úr Biblíunni. Munið þið eftir einhverju boðorði?(Leyfa börnunum að svara.)

Þar stendur t.d. að við eigum ekki að ljúga eða stela. Þar stendur líka að við eigum ekki að drepa fólk. Boðorðin tíu eru mjög mikilvægar reglur sem við verðum öll að fara eftir.

 

Mynd 14b

Jesús kom með eina mjög merkilega reglu. Kannski er það besta og merkilegasta reglan sem til er enda er hún kölluð ,,Gullna reglan”. Gull er mjög dýr og merkilegur málmur og þessari reglu er því líkt við gull.

Reglan er einföld og ef allir færu eftir henni væri heimurinn miklu betri. Sem betur fer fara margir eftir henni, en því miður ekki allir.

Vitið þið hvernig þessi regla er? (Leyfa börnunum að svara.)

Hún er svona: – Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.

Sem sagt, allt sem við viljum að sé gert fyrir okkur, eigum við að vera tilbúin að gera fyrir aðra. Hvað viljum við að aðrir geri fyrir okkur? (Leyfa börnunum að svara.)

Við viljum að aðrar manneskjur sýni okkur virðingu, þá verðum við líka að vera tilbúin að sýna virðingu. Við viljum að aðrar manneskjur sýni okkur kurteisi en þá verðum við sjálf að vera kurteis. Við viljum að annað fólk sé gott við okkur og sýni okkur kærleika, þá verðum við að vera tilbúin til þess að vera góð við aðra. Við getum ekki ætlast til þess að aðrir sýni okkur virðingu, kurteisi og kærleika, ef við viljum ekki gera eins á móti.

 

*Ef þið eruð ekki með skjávarpa þá er þessi saga tekin úr Stóru flettimyndabiblíunni með forsíðumynd af Tveimur börnum að leik.

Flokkar: Efnisveitur

Biblíusagan – Gullna reglan

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - mánud., 28/05/2018 - 11:20

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Stóra flettimyndabiblían – Gullna reglan

Gullna reglan (allt sem þér viljið … ) FLM Tvö börn að leik

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur