Efnisveitur

Biblíusaga: Jósef og bræður hans

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 12/12/2017 - 21:40

Maður nokkur hét Jakob. Hann átti 12 syni. Tíu syni átti hann með konu sem hét Lea en hina tvo átti hann með konu sem hét Rakel. Jakob hélt mjög mikið upp á synina sem hann átti með Rakel, því mamma þeirra var dáin og hann vildi gæta þeirra sérstaklega vel.

Annar sonurinn hét Jósef en hinn hét Benjamín.

Jakob lét gera kyrtil einn, veglegan og síðan. Þennan kyrtil gaf hann Jósef. Þegar bræður Jósefs sáu það urðu þeir mjög gramir. Þeim fannst ekkert til Jósefs koma.

En Jósef dreymdi merkilega drauma. Hann sagði bræðrum sínum frá þeim en þeir urðu bara gramari en áður út í hann.

Hann sagði svo frá: ,,Mig dreymdi að við vorum allir úti á akri að binda korn og mitt kornbindi stóð upprétt. Kornbindi ykkar allra stóðu umhverfis mitt og hneigðu sig djúpt.”

Þá sögðu bræður hans: ,,Heldurðu að þú verðir konungur yfir okkur?”

Og þeim varð enn verr við Jósef en áður.

Jósef dreymdi meira.

Hann tók til máls: ,,Hlustið nú á mig! Mig dreymdi draum þar sem sól og tungl og ellefu stjörnur hneigðu sig fyrir mér.”

Eftir að hafa sagt föður sínum og bræðrum þennan draum ávítaði faðir hans hann: ,,Hvers konar draumar eru þetta eiginlega? Eigum við, fjölskylda þín, að koma til þín og hneigja okkur fyrir þér?”

Bræður Jósefs urðu mjög öfundsjúkir en Jakob faðir hans hugsaði með sér að ekki sakaði svo sem að muna þessa drauma.

Bræður Jósefs gættu kinda föður síns í haga einum sem var mjög fjarri heimili þeirra.
Jakob sagði við Jósef:,,Farðu og gættu að því hvernig bræður þínir hafa það og hvað fénu líður. Ég vil gjarnan fá einhverjar fréttir.”
Bræður hans sáu hann álengdar. Þeir fóru samstundis að tala um það sín í milli hvað það væri gott ef Jósef hyrfi.
Þeir sögðu hver við annan:,,Sjáið hver kemur þarna! Sjálfur draumamaðurinn. Við skulum ráðast á hann og kasta honum ofan í brunn og þá erum við lausir við draumatalið í honum.”
Rúben sagði:,,Þið megið ekki deyða hann. Fleygið honum bara í brunninn.”
Rúben ætlaði að bjarga Jósef seinna og sjá til þess að hann kæmist heim.
Nú kom Jósef til bræðra sinna. Þeir rifu hann úr kyrtlinum góða og vörpuðu honum í brunn. Brunnurinn var tómur. Alveg galtómur.
Bræður hans settust síðan niður til að snæða. Í fjarska sáu þeir menn nokkra ganga í langri röð. Þetta voru kaupmenn sem höfðu hlaðið varningi upp á úlfalda sína og hugðust þeir selja hann í Egyptalandi.
Þá kom Júda ráð í hug: ,,Við seljum Jósef! Veið gerum honum ekki mein, enda er hann bróðir okkar, en við getum selt hann.”
Þegar löng kaupmannalestin færðist nær þeim fóru þeir og drógu Jósef upp úr brunninum og seldu hann. Þeir fengu greitt í silfri. Kaupmennirnir fóru með Jósef sem þræl til Egyptalands.
Rúben var ekki nærstaddur þegar þeir seldu Jósef. Honum brá heldur en ekki í brún þegar hann sá að enginn var í brunninum. Hann varð mjög hryggur og vissi ekki hvað hann ætti að taka til bragðs.
Bræðurnir tóku nú fallega kyrtilinn hans Jósefs. Þeir rifu hann í sundur og ötuðu hann blóði. Nú leit svo út að villidýr hefði rifið Jósef í sig.
Þeir héldu heim á leið með kyrtilinn rifinn og alblóðugan. Jakob þekkti kyrtilinn strax og sagði að Jósef hefði lent í klónum á villidýri. Hann grét sáran og kveinaði.
Bræður og systur þeirra reyndu að hugga hann. En Jakobi fannst sem hann myndi aldrei líta glaðan dag eftir þetta.
Jósef neyddist til að fylgja kaupmönnunum til ókunnugs lands, sem hét Egyptaland. Þar var hann seldur manni sem Pótífar hét. Pótífar þessi var hirðmaður hjá faraó, konungi Egyptalands.
Nú átti Jósef að vinna fyrir Pótífar. Jósef vakti strax athygli Pótífars. Allt sem Jósef tók sér fyrir hendur var vel unnið og heppnaðist. Pótífar ákvað að Jósef skyldi vinna allt sem var mjög mikilvægt. Já, Jósef átti að ráða yfir öllu sem Pótífar átti. Ekki leið á löngu uns Pótífar þurfti engar áhyggjur að hafa. Hann sá að allt var í góðum höndum þegar Jósef var annars vegar. Og Jósef reyndi vissulega að gera allt sitt besta og meira til. Guð blessaði heimili Pótífars og fjölskyldu vegna Jósefs. En þrátt fyrir þetta lenti Jósef í fangelsi!
„Komið öllsömul eins og skot,“ hrópaði kona Pótífars til allra í húsinu. „Jósef vildi leggjast með mér!
Hún sagði ekki satt. En Pótífar trúði henni. Hann varð fjúkandi reiður og lét varpa Jósef í fangelsi.
Jósef hafði verið hrint ofan í brunn, verið seldur eins og hver annar þræll af bræðrum sínum og neyddur til að fara til framandi lands. Og nú sat hann í fangelsi!
En Guð var hjá Jósef í fangelsinu og hjálpaði honum. En þess var ekki langt að bíða að fangelsisstjórinn gæfi honum gaum. Hann sá að Jósef var traustsins verður og lét hann sinna sérstökum störfum. Menn þurftu ekki að hafa áhyggjur af því sem Jósef tók að sér því að hann leysti allt vel af hendi.

Flokkar: Efnisveitur

Leikrit B: Rebbi og Músapési: Jesús elskar líka lygalaupa

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 12/12/2017 - 16:26

Rebbi kemur að Músapésa snöktandi

Rebbi: Músapési, hvað er að?

Músapési: Æ, Rebbi ég get ekki talað um það.

Rebbi: Ekki einu sinni við gamlan Ref?

Músapési: Nei, mér líður svo illa.

Rebbi: Þá er gott að tala við einhvern.

Músapési: Jaaááá, en ég held að ég geti ekki sagt frá því.

Rebbi: Nú, gerðist eitthvað?

Músapési: Já…

Rebbi: Hvað?

Músapési: …alveg hræðilegt.

Rebbi: Gáðu hvort þér líður ekki betur ef þú segir mér frá því.

Músapési: Sko…hérna…ég hérna…

Rebbi: Já, ég er að hlusta.

Músapési: Ég plataði Mýslu alveg svakalega og nú elskar Jesú mig ekki lengur (byrjar að gráta.)

Rebbi: Hvað ertu að segja!?

Músapési: Já, ég veit…þetta er hræðilegt.

Rebbi: Ég skil vel að þér líði illa, en á ég að segja þér svolítið?

Músapési: Hvað? (Snöktir.)

Rebbi: Ég held að þú sért á villigötum.

Músapési: Já, ég er algjör lygalaupur.

Rebbi: Nei, það var nú ekki það sem ég átti við.

Músapési: Hvað þá?

Rebbi: Ég held að þú sért búinn að gleyma hvað Jesú elskar þig mikið.

Músapési: Heldur þú að honum þyki ennþá vænt um mig?

Rebbi: Ég held ekkert um það, ég er handviss um það.

Músapési: Hvernig getur þú verið svona viss?

Rebbi: Manstu eftir laginu „Elska Jesú er svo dásamleg?“

Músapési: Já…

Rebbi: (Syngur.) „Svo há að þú kemst ekki yfir hana“…Syngdu með!

Músapési: Svo djúp þú kemst ekki undir hana.

Rebbi: …Svo víð þú kemst ekki út úr henni, elska svo dásamleg!

Músapési: Ég kann þetta lag alveg.

Rebbi: Þá þarftu að fara vel með textann.

Músapési: Af hverju?

Rebbi: Hann segir allt sem þú þarft að vita núna.

Músapési: Nú?

Rebbi: Já…Það er nefnilega svoleiðis að Jesú elskar þig svo mikið að þú kemst aldrei út úr elsku hans.

Músapési: Jaaáááá, ertu að segja að Jesú hætti aldrei að elska mig?

Rebbi: Einmitt!

Músapési: Alveg sama hvað ég geri?

Rebbi: Já, en honum finnst það samt mjög leiðinlegt þegar þú ert að plata.

Músapési: Hvað get ég þá eiginlega gert!

Rebbi: Beðið Jesú fyrirgefningar á því að hafa verið að plata systur sína.

Músapési: Auðvitað!

Rebbi: Svo þarftu að fara til Mýslu, segja henni að þú hafir verið að plata og biðja hana fyrirgefningar.

Músapési: Já það er rétt hjá þér.

(Rebbi kinkar kolli.)

Músapési: Þá er best að ég drífi mig af stað.

Rebbi: Gerðu það, og gleymdu aldrei hvað Jesús elskar þig heitt.

Músapési: Það geri ég örugglega ekki aftur.

Flokkar: Efnisveitur

Leikrit A: Rebbi og biblíusagan

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Þri, 12/12/2017 - 16:24

Leiðbeinandinn: Þá er bara komið að því að fletta og finna biblíusögu dagsins.

Rebbi:  Já…þetta er meira en lítið dularfullt. Ég botna bara ekkert í því hvernig bréf þar sem verið er að rukka mig fyrir eggjaskuld, tengist Biblíunni á einhvern hátt.

Leiðbeinandinn: Nei. En svona er þetta oft. Sögurnar í Biblíunni tengjast gjarnan daglega lífinu okkar á einn eða annan hátt.

Rebbi: Já… einmitt.

Leiðbeinandinn: Jæja. Hér er sagan. Einu sinni var þjónn sem skuldaði kónginum mikla peninga. Kóngurinn vildi láta þjóninn borga skuldina og lét færa hann til sín. En þjónninn gat ekki borgað skuldina svo kóngurinn ætlaði að taka allt sem hann átti og selja það upp í skuldina.

Rebbi: Já! Nú skil ég. Þessi saga er um þjón sem skuldaði…alveg eins og ég.

Leiðbeinandinn: Já það er rétt hjá þér. Þú ert býsna glöggur refur.

Rebbi: Já…(fer hjá sér).

Leiðbeinandinn: En þjónninn var í sömu sporum og þú, Rebbi minn. Hann gat ekki borgað skuldina. Hann átti engan pening svo hann bað kónginn að gefa sér örlítinn frest.

Rebbi: Og gerði kóngurinn það?

Leiðbeinandinn: Já… hann gerði reyndar betur en það. Hann ákvað að gefa honum upp skuldina.

Rebbi: Gefa honum upp skuldina? Hvað þýðir það?

Leiðbeinandinn:  Það þýðir í rauninni að hann þurfi bara ekkert að borga!

Rebbi: Já. Vá! Heyrðu…alveg eins og þú gerðir fyrir mig. Þú ætlar að borga skuldina fyrir mig.

Leiðbeinandinn: Já… það er eiginlega eins.

Rebbi: Vá hvað þjónninn var heppinn. Hann hefði aldrei getað borgað skuldina.

Leiðbeinandinn: Nei. En veistu hvað gerðist þá?

Rebbi: Nei.

Leiðbeinandinn: Þegar þjónninn gekk út frá kónginum, hitti hann vin sinn. Vinur hans skuldaði honum smá pening.

Rebbi: Já…og gaf þá ekki þjónninn honum bara upp skuldina…

Leiðbeinandinn: Maður hefði nú haldið það. En hann gerði það ekki. Hann heimtaði að vinurinn borgaði sér alla skuldina og það strax.

Rebbi: og gat vinurinn það?

Leiðbeinandinn: Nei. Hann gat það ekki! Hann bað um frest en þjónninn vildi bara alls ekki gefa honum frest og lét varpa honum í fangelsi!

Rebbi: Vá! Sá hefur verið vondur og ósanngjarn. Ef ég myndi hitta þennan þjón myndi ég sko….urra á hann ….og bíta í rassinn á honum! Urrrr!

Leiðbeinandinn: Já, ég skil að þú sért reiður. Enda var þetta skrýtin framkoma.

Rebbi: Já….ji…en hvað ætli kóngurinn hefði sagt, ef hann hefði nú frétt af þessu?

Leiðbeinandinn: Kóngurinn frétti einmitt af þessu og hann varð öskureiður. Hann skammaði þjóninn fyrir að hafa verið svona miskunnarlaus og hætti við að gefa honum upp skuldina. Hann varpaði honum meira að segja í fangelsi!

Rebbi: Ég er ekki hissa á því. En hvað á þessi saga að kenna okkur?

Leiðbeinandinn: Þessi saga er í rauninni um fyrirgefninguna. Guð fyrirgefur okkur allt sem við gerum rangt. En hann vill líka að við fyrirgefum þeim sem gera eitthvað á okkar hlut.

Rebbi: Einmitt það já.

Leiðbeinandinn: En eigum við nú ekki að syngja eitthvað skemmtilegt?

Rebbi: Jú gerum það.

 

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 33: Bíósunnudagaskóli!

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 15:08

Hvar á límmiðinn að vera?

Veljið söngva

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 32: Jónas í hvalnum (Kirkjubrall)

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:55

Hvar á límmiðinn að vera?

Veljið söngva

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 31: Áður en hani galar

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:53

Hvar á límmiðinn að vera?

Veljið söngva

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 30: Páskar

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:51

Hvar á límmiðinn að vera?

Veljið söngva

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 29: Síðasta kvöldmáltíðin

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:47

Hvar á límmiðinn að vera?

Veljið söngva

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 28: Jesús stillir storm

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:46

Hvar á límmiðinn að vera?

Veljið söngva

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 27: Mettunin

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:45

Hvar á límmiðinn að vera?

Veljið söngva

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 26: Jesús, ljós heimsins

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:44

Hvar á límmiðinn að vera?

Veljið söngva

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 25: Æskulýðsdagurinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:44

Hvar á límmiðinn að vera?

Veljið söngva

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 24: Týndi sonurinn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:39

Hvar á límmiðinn að vera?

 

Veljið söngva

 

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 21: Verkamenn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:35

Hvar á límmiðinn að vera?

 

Veljið söngva

 

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 20: Ummyndunin

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:35

Hvar á límmiðinn að vera?

 

Veljið söngva

 

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 19: Jósef og bræður hans

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:34

Hvar á límmiðinn að vera?

 

Veljið söngva

 

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 18: Gullna reglan/Skuldugi björninn

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 14:33

Hvar á límmiðinn að vera?

 

Veljið söngva

 

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

Samvera 17: Á bjargi

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - lau, 02/12/2017 - 13:33

Hvar á límmiðinn að vera?

 

Veljið söngva

 

Biblíusagan
Hér má velja um myndaseríu fyrir skjávarpa eða hlutbundna kennslu.

Myndband: Hafdís og Klemmi – Myndin

Leikrit

Saga

Ítarefni
Viltu meira efni?

Flokkar: Efnisveitur

{“Attachments”:[{&

Efnisveita Þjóðkirkjunnar - Miðv.d., 30/08/2017 - 19:01

{“Attachments”:[{“__type”:”FileAttachment:#Exchange”,”AttachmentId”:{“Id”:”AAMkADM5OWE3N2FjLTI0ODMtNGE0OS1hZTA4LWVkNTdlODRmMTdlZABGAAAAAADpKSQZlY8ZQ7K1poEowX/wBwD25rtRLwY+RpE0GuoWdIdxAAAAadlUAACALb/Zfb3oQ7u3HaBEmzUFAABybJZIAAABEgAQACOZBBFxA0JLh2MN5NJN5lc=”},”AttachmentOriginalUrl”:””,”ContentId”:”DFC703E7EE883F4099030769794B9613@EURP194.PROD.OUTLOOK.COM”,”ContentType”:”audio/mpeg”,”LastModifiedTime”:”2017-08-29T10:10:57″,”Name”:”i_ollum_litum_regnbogans.mp3″,”Size”:4097138}]}

Flokkar: Efnisveitur

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Efnisveitur