Trú.is - Óskar Ingi

Subscribe to Trú.is - Óskar Ingi feed
Nýjustu prédikanirnar og pistlarnir á Trú.is sem Óskar Ingi Ingason hefur ritað.
Slóð: http://tru.is/
Uppfært: 6 klukkutímar 41 mín síðan

Jólagjöfin bezta

sun, 25/12/2011 - 20:30
Við viljum láta hið ytra endurspegla fegurð og helgi jólanna, því hreinsum við allt í kringum okkur, tökum til, skreytum og lýsum upp skammdegið með okkar fegurstu ljósum. Allt á þó að vera aðeins endurskin af kærleika í okkar brjósti sem komið er með kærleiksljósi barnsins sem lagt var í jötu á fyrstu jólanótt. Jólafriðurinn var úti. Svo er oft með jólin. Þau fjara út, eða jafnvel koma varla í huga okkar. Þau ná ekki að lifa eftir eftirvæntingu okkar. Við náum jafnvel ekki að sjá ljósið eða taka við því. Jólin geta einmitt bent okkur á myrkrið í kringum okkur, hinn andlega skort.

Ljósið sem kom í myrkrið

sun, 25/12/2011 - 17:00
Af þessu er ljóst að það var einmitt í myrkrið sem ljósið kom. Það kom ekki í veisluna, ekki í gleðina heldur í sorgina, í kvíðann, í einsemdina og fátæktina. Hann fæddist í fátæka fjölskyldu, hann upplifði missi og einsemd. Hann var ljós í myrkrinu dökka. Því eru jólin aldrei merkingarríkari en einmitt í myrkri og erfiðleikum. Því barnið sem lagt var í jötu varð góði hirðirinn og hann gætir okkar.

Frelsarinn er fæddur

lau, 24/12/2011 - 18:00
En það er svo merkilegt að eins og ljósið á kertinu er háð okkur, sem og ungbarnið í jötunni eða á örmum okkar er algjörlega háð okkur, að þá komumst við að því að það er í raun öfugt. Við erum háð ljósinu. Við erum háð börnunum okkar, við erum háð hinum upprisna frelsara sem eitt sinn var ungbarn lagt í jötu. Því með ljósi, trú, von og kærleika hans fær líf okkar tilgang og kraft. Með því fær þroskumst við og döfnum. Verðum að þeim einstaklingi, þeirri fjölskyldu, því samfélagi sem við getum orðið.

Vísifingur sýnir tilgang lífsins

Miðv.d., 09/07/2008 - 00:00
Hver er tilgangur lífsins? Getur verið að aldraður kúreki í Hollywood bíómynd geti kennt okkur um tilgang lífsins? Vísifingur hans gaf svarið. En það er ekki það eina svar sem við þurfum. Ungur maður, sem fæddist löngu áður en elstu kúrekar, hefur sitt að segja okkur.

Léttmeti eða sundurrifið hjarta hins iðrandi manns.

Fim, 29/03/2007 - 12:10
Við virðumst eiga erfitt með að samþykkja galla okkar og þá staðreynd að við þurfum hjálp. Þess í stað leitum í skyndilausnir og léttmeti. En lausnina er að finna í Kristi og kostar þá mikið að tileinka sér hana, en gefur þess meira.