Efnisveita Þjóðkirkjunnar

Subscribe to Efnisveita Þjóðkirkjunnar feed
Uppfært: 48 mín 37 sek síðan

Bangsablessun

Þri, 10/07/2018 - 15:22

Bangsablessun

(Hafið vatn í skál við höndina)

Ávarp:

Góði Guð vertu með okkur hér á þessum blessaða degi tuskudýranna. Megi kærleikur þinn umvefja okkur og vera mitt á meðal okkar í samfélagi við þig.

Blessun:

Mönnum og tuskudýri (segja tegund og nafn) hjálpar þú Drottinn.

Vertu með Xx og fjölskyldu hans/hennar. Amen.

(Blessið öll tuskudýrin og farið svo með bænina hér að neðan)

Bæn:

Takk góði Guð fyrir öll tuskudýrin sem hér eru saman komin. Takk fyrir að þau hjálpi börnunum að sofna á kvöldin og verndi þau meðan þau sofa á nóttinni. Takk fyrir að þau séu góðir leikfélagar á daginn. Takk fyrir mýkt þeirra og hlýtt faðmlag. Amen.

Flokkar: Efnisveitur

Sögustund 2 – Glataði sonurinn

Þri, 10/07/2018 - 13:40

Glataði sonurinn

Lúkas 15.11-32

Mynd 1

– Pabbi, þegar þú deyrð, hver eignast þá alla peningana þína og allt sem þú átt?

– Þú, drengur minn. Þú eignast helminginn af öllu sem ég á en bróðir þinn fær hinn helminginn.

– Vá! Við verðum þá ríkir þegar þú deyrð, sagði strákurinn og eitt andartak fór hann að láta sig dreyma um allt sem hann gæti gert fyrir peningana sem hann fengi. En svo fór hann að hugsa. Hann vildi alls ekki missa pabba sinn. Það væri alls ekki gaman að fá alla peningana þegar hann væri dáinn, því þá yrði hann svo sorgmæddur. Hann vildi frekar hafa pabba hjá sér en alla peningana í heiminum. En brátt fór strákurinn aftur að hugsa um hvað hann gæti gert fyrir peningana. Hann gæti ferðast fyrir þá og keypt sér falleg föt. Svo gæti hann búið í dýru og fínu húsi sem hann gæti keypt sér og haft þjóna á hverjum fingri.

Mynd 2

Allt í einu fékk hann snjalla hugmynd. – Pabbi, get ég ekki bara fengið minn hluta af peningununum strax, fyrst ég á að fá þá hvort sem er? Pabba stráksins þótti ákaflega vænt um hann og vildi allt fyrir hann gera. Þótt honum litist ekki vel á hugmyndina þá ákvað hann samt að láta son sinn fá peningana. Strákurinn tók græðgislega við þeim og ákvað síðan að fara út í heiminn og freista gæfunnar.

Mynd 3

Hann byrjaði á því að fara til borgarinnar. Þar eyddi hann peningunum sínum í skemmtanir, sælgæti, dýran og fínan mat og alls kyns óþarfa. Hann eignaðist fullt af nýjum vinum og eyddi peningunum líka í þá. En einn góðan veðurdag voru allir peningarnir búnir. Það var ekki ein króna eftir. Hann reyndi að fá vini sína til þess að lána sér svolitla peninga, en þeir vildu ekki vera vinir hans lengur og brátt varð strákurinn aleinn eftir.

Mynd 4

Strákurinn varð að fá sér vinnu. En það var ekki auðvelt. Loks fékk hann vinnu við það að hugsa um svín á bóndabæ nokkrum í útjaðri borgarinnar.

Í laun fékk hann að borða sama mat og svínin. Svínin voru ekki hreinleg og maturinn þeirra var ógeðslegur. Nú sá strákurinn eftir því að hafa farið svona illa að ráði sínu. Hann langaði að fara aftur heim til pabba síns. En hann skammaðist sín svo mikið fyrir það að hafa eytt öllum peningunum í vitleysu að hann þorði varla að fara til hans aftur. En hvað gat hann svo sem gert?

Allt í einu fékk hann hugmynd. Hann gæti verið vinnumaður hjá pabba sínum. Hann þyrfti ekki að fá neitt kaup, bara mat að borða.

Glaður og bjartsýnn lagði strákurinn af stað heim á leið.

Mynd 5

Eftir langa göngu sá hann glitta í hús pabba síns í fjarska. Þegar hann kom nær sá hann að einhver kom hlaupandi á móti honum. – Hver gat þetta verið?

Sá sem kom hlaupandi kom með útbreiddan faðminn og hann hrópaði nafn hans: – Sonur! Ertu kominn heim? Nú sá strákurinn að þetta var pabbi hans. Strákurinn var glaður og feginn að sjá pabba sinn og þegar þeir mættust á veginum tók pabbinn strákinn sinn í stóra, mjúka og hlýja faðminn sinn og þrýsti honum að sér. Á leiðinni heim að húsinu sagði strákurinn við pabba sinn: – Leyfðu mér að vera hjá þér sem vinnumaður. En pabbinn lét sem hann heyrði þetta ekki og kallaði á þjónana sína og sagði við þá: – Útbúið stóra veislu. Sonur minn sem var týndur er fundinn.

Pabbinn elskaði son sinn þótt sonurinn hefði gert ýmislegt af sér. Svona elskar Guð öll sín börn heitt og jafnvel enn heitar en pabbinn í sögunni. Hann tekur á móti öllum í mjúka, hlýja og stóra faðminn sinn.

Flokkar: Efnisveitur

Sögustund 2 – Miskunnsami samverjinn

Þri, 10/07/2018 - 13:25

Sagan af

Flokkar: Efnisveitur

Stutt endursögn – Samverska konan

fös, 06/07/2018 - 00:19

Einu sinni var samversk kona að ausa vatni upp úr brunni. Þá kom Jesús gangandi að. Hann var mjög þyrstur. Þegar konan sá Jesú varð hún feimin. Hún var viss um að Jesús mundi ekki vilja tala við hana. En Jesús talaði við konuna. Hann bað hana að gefa sér vatn að drekka úr brunninum. Konan gaf Jesú vatn að drekka. Þá sagði Jesús við konuna: Sá sem drekkur þetta vatn verður aftur þyrstur en ég get gefið þér vatn lífsins. Sá sem drekkur af því verður aldrei framar þyrstur. Hvað ætli Jesús hafi átt við með því?
Jóhannesarguðspjall 4:5-30

Til leiðbeinandans

Á þeim tíma sem þessi saga gerist voru konur svo lágt settar í þjóðfélaginu að á þær var varla yrt. Samverjar voru fyrirlitnir af Gyðingum. Sagan kennir okkur um mikilvægi jafnréttis og virðingar fyrir öllum.
Vatn lífsins er táknmynd um hið eilífa líf sem Jesús vann okkur með krossdauða sínum og upprisu.

Flokkar: Efnisveitur

Hlutverkaleikur og hlutbundin kennsla

Fim, 05/07/2018 - 20:55
Hlutverkaleikur

Krakkarnir ganga inn í söguna og gerast ríkir og gjafmildir ríkisbubbar í musterinu og svo er það fátæka ekkjan með börnin sín tvö sem gefa 2 smá peninga. Lærisveinarnir og Jesús.

Hlutbundin kennsla: Eyrir ekkjunnar Hlutur

Lítil budda með tveimur krónum í.
Kennsla:
Í dag tók ég með mér litla peningabuddu og ég ætla að sýna ykkur hvað ég á mikinn pening í henni. Opnið budduna og kíkið ofan í. Þetta er nú ekki mikið. Sýnið krökkunum krónurnar. Veit einhver hvað þetta er mikið? Ein króna er minnsti peningur sem til er á Íslandi og þetta eru tvær krónur!! En þessar tvær krónur minna mig á svolítið sem ég las. Einu sinni sá Jesús margt ríkt fólk gefa mikla peninga til musterisins/kirkjunnar (á dögum Jesú var kristin kirkja ekki til). Þar sá hann fátæka ekkju (ekkja er kona sem er búin að missa manninn sinn). Þessi fátæka kona gaf tvo smápeninga, eins og þessar tvær krónur hérna. Ríka fólkið gaf mikinn pening en fátæka ekkjan bara tvær krónur. Samt sagði Jesús að hún hafi gefið mest. Þá meinti hann að hver einasta króna skipti ekkjuna miklu máli, miklu meira máli en fyrir fólkið sem átti nóga peninga. Samt gaf hún það sem hún átti.

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Páskadagur

Miðv.d., 04/07/2018 - 18:49

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Pálmasunnudagur

Miðv.d., 04/07/2018 - 18:34

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Hver er Jesús?

Miðv.d., 04/07/2018 - 18:13

Jesús hittir alltaf í mark með boðskapi sínum.

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Davíð og Golíat

Miðv.d., 04/07/2018 - 16:35

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Týndi sonurinn

Miðv.d., 04/07/2018 - 16:30

Hér að neðan eru ýmsir möguleikar á föndri.

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Gullna reglan

Miðv.d., 04/07/2018 - 16:12

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Samverska konan

Miðv.d., 04/07/2018 - 13:11

Brunnurinn þar sem samverska konan gaf Jesú vatn að drekka.

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Bartímeus blindi

Miðv.d., 04/07/2018 - 11:32

Blindur fær sýn (teikni og litamynd í fylgiskjölum).

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Himnaríki

Miðv.d., 04/07/2018 - 10:33

Guð sér hjörtu okkar.
Krakkarnir teikna stækkunargler og það sem þau vilja að Guð sjái í þeirra fari. Það getur verið hjarta, geislabaugur eða bros á vör.

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Freistingarfrásagan

Þri, 03/07/2018 - 23:27

Í þetta sinn förum við í leik um það hvað er rétt og hvað er rangt.
Spyrjið einfaldra spurninga og aldursmiðað.
Glærur hér að neðan í fylgiskjölunum.

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Miskunnsami samverjinn

Þri, 03/07/2018 - 22:45

Athugið fylgiskjalið hér að neðan.

Flokkar: Efnisveitur

Föndur – Eyrir ekkjunnar

Þri, 03/07/2018 - 22:32

Guð elskar gjafmildiFlokkar: Efnisveitur

Föndur – Jesús mettar 5000 manns

Þri, 03/07/2018 - 21:51

Hér fyrir neðan í fylgiskjölunum eru fiskar og brauð til að lita og klippa.

Flokkar: Efnisveitur

Síður