Orðskviðirnir 29:22-27

Föstudagur, 16 ágúst, 2013 - 12:00

Reiðigjarn maður vekur deilur 
og skapbráður maður drýgir marga synd. 
Hroki mannsins lægir hann 
en sæmd bíður hins hógværa. 
Þjófsnauturinn hatast við sjálfan sig, 
hann hlýðir á bölvunina en lætur þó ekkert uppi. 
Ótti við menn leiðir í snöru

en þeim er borgið sem treystir Drottni. 
Margir leita hylli valdhafans 
en réttur mannsins kemur frá Drottni. 
Andstyggð réttlátra er sá sem ranglæti fremur 
og andstyggð ranglátra sá sem breytir ráðvandlega.