Sálmarnir 34:19-23

Miðvikudagur, 28 ágúst, 2013 - 12:15

Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta,
hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda.
Margar eru raunir réttláts manns
en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.
Hann gætir allra beina hans,
ekki eitt þeirra skal brotið.
Ógæfa drepur óguðlegan mann,
þeir er hata hinn réttláta verða sekir fundnir.
Drottinn frelsar líf þjóna sinna,
enginn sem leitar hælis hjá honum mun sekur fundinn.