Æskulýðsdagur í kirkjunum 3. mars

Mikil dagskrá verður í kirkjunum á æskulýðsdag Þjóðkirkjunnar, sunnudaginn 3. mars.

Dagurinn hefst klukkan 11 í Ólafsvíkurkirkju með sunnudagaskóla.

Klukkan 14 verður æskulýðsguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju.
Þar syngur barnakór Snæfellsbæjar, fermingarbörn sjá um ritningarlestra og börn úr TTT-starfinu verða með atriði.
Þessi stund er meira ætluð yngri hóp æskulýðsins og að sjálfsögðu foreldra og stórfjölskyldur.
Allir velkomnir.
Djús og kaffi eftir guðsþjónustu.

Klukkan 20 verður í Ólafsvíkurkirkju æskulýðsguðsþjónusta.
Fermingarbörnin sjá um ritningarlestra, hafa samið kirkjubænir í tilefni dagsins og útskýra fyrir kirkjugestum messuliðina.
Nemendur tónlistarskólans sjá um allan tónlistarflutning.
Þessi stund er meira ætluð eldri hóp æskulýðsins og að sjálfsögðu foreldra og stórfjölskyldur.
Allir velkomnir.
Djús og kaffi eftir guðsþjónustu.