Fyrir verðandi brúðhjón

Ef þú ert að undirbúa brúðkaup í Ingjaldshólskirkju, Ólafsvíkurkirkju eða Brimilsvallakirkju skalt þú hafa samband við sóknarprest og panta kirkjuna sem fyrst.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar fyrir hjónaefni:

Fylla þarf út þetta form og afhenda presti í viðtali.  Það er líka neðst á síðunni (konnunarvottord.pdf)
Einnig þarf vottorð um hjúskaparstöðu frá þjóðskrá.
Hafi annað hjónaefna eða bæði lögheimili erlendis þá þarf könnunarvottorð frá sýslumanni.

Samkvæmt gjaldskrá ríkisins er greitt vegna hjónavígslu krónur 12.445-, auk kílómetragjald vegna aksturs, allt að 24 km í þéttbýli, 60 í dreifbýli, samanlagt allt að 19.045,- krónur. Nema að um annað hafi verið samið fyrirfram.
Hægt er af fá blessun hjúskapar, en sú athöfn er byggð upp að mestu eins og hjónavígsla.

Á þessum tengli er uppbygging hjónavígsluathafnarinnar.