Aukaþjónusta í Staðastaðar-, Búða- og Hellnasóknum

Biskup Íslands hefur sett sóknarprest Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls, Óskar Inga, til að þjóna í aukaþjónustu Staðastaðar-, Búða- og Hellnasóknum frá og með 1. júlí til og með 30. nóvember 2013, en þá tekur nýr sóknarprestur við Staðarstaðarprestakalli.

 

Séra Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur á Borg á Mýrum hefur verið settur frá sama tíma til að þjóna Staðarhrauns-, Kolbeinsstaða- og Fáskrúðarbakkasóknum.

 

Báðir þjóna áfram eigin kalli.  Séra Guðjón Skarphéðinsson lætur að störfum sem sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli 30. júní.