Sunnudaginn 7. mars kl. 14 verður æskulýðsguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.
Fermingarbörn vetrarins verða með frumsamdar bænir og kynningu á guðsþjónustunni. Auk þess sjá þau um lestra dagsins.
Skólakór Snæfellsbæjar sér um sönginn. Nemendur tónlistarskólans sjá um forspil og eftirspil.