Yfirlýsing vegna samkomubanns í febrúar

Yfirlýsing vegna samkomutakmarkanna.

Vegna almenns samkomubanns fyrir 20 og fleiri út af Coronavírusinum eru eftirtaldar breytingar í starfi kirknanna í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli til 13. febrúar. Gæta þarf sérstaklega að 2 metra reglunni og grímunotkun ef ekki er unnt að tryggja fjarlægð. Í fjölda er ekki prestur og starfsfólk kirkjunnar eða börn fædd 2005 eða síðar.

Við athafnir mega 150 vera viðstaddir.
En aðeins 20 mega vera í sfanaðarheimili í einu.

Nýtt áklæði á kirkjubekki

Áklæði á kirkjubekkjum í Ingjaldshólskirkju eru orðið lélegt og er það rifið sumstaðar. Einnig er svampurinn ónýtur. Síðast var skipt um áklæði á 75 ára afmæli kirkjunnar 1978.
Þess vegna hefur sóknarnefnd ákveðið að skipta um áklæði og svamp á bekkjum. Eins verða slitnir bekkir slípaðir og lagaðir til.
Verkefnið kostar sitt og er velunnurum kirkjunnar sem vilja styrkja verkefnið bent á að hægt er að leggja inn á reikning númer 0190-05-000948 (Kt er 660169-5209).
Hægt er að hafa samband við Hafþór, formann sóknarnefndar, til að fá upplýsingar (sími: 896-6328).

Yfirlýsing vegna samkomutakmarkanna

Yfirlýsing vegna samkomutakmarkanna.

Vegna Samkomubanns fyrir 20 og fleiri út af Coronavírusinum eru eftirtaldar breytingar í starfi kirknanna í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli til 13. febrúar. Gæta þarf sérstaklega að 2 metra reglunni og grímunotkun ef ekki er unnt að tryggja fjarlægð. Í fjölda er ekki prestur og starfsfólk kirkjunnar eða börn fædd 2005 eða síðar.

Við útfarir mega 100 vera viðstaddir.

Ljós á Leiði

Margir vilja setja ljós á leiði ástvina á hátíðum. Sá siður verður sífellt algengari. Til að koma til móts við hann hefur kirkjugarðsnefndir Ingjaldshólskirkjugarðs og Ólafsvíkurkirkjugarða lagt í mikinn kostnað til að gera aðstöðuna sem besta. Gjald er tekið vegna þjónustunnar.  

Þeir sem ætli að nota rafmagn úr kirkjugarðinum til að lýsa upp leiði fyrir jólin, greiði 2.000,- inn á reikning garðsins fyrir 15. desember. Kveikt er á ljósum aðventuna og að þrettánda.