Styrkur vegna aðgengismála

Lionsklúbbur Ólafsvíkur afhenti nýlega sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju þrjú hundruð þúsund króna styrk í söfnun fyrir lyftu til að bæta aðgengi inn í kirkjuna. Tröppurnar inn í kirkjuna eru háar og mikill farartálmi fyrir marga sem treysta sér þess vegna ekki til að fara í kirkju. Safnast hefur tæplega fjórtán hundruð þúsund, en kostnaður vegna lyftunnar er á bilinu 2,5- 3 milljónir. Lyftan verður staðsett í barðinu við tröppurnar, sömu megin og inngangurinn í safnaðarheimilið.

Helgihald á jólum

Á aðfangadagskvöld, 24. desember, verður:

kl. 16:30 aftansöngur í Ólafsvíkurkirkju.

 kl. 18 aftansöngur í Ingjaldshólskirkju.

Á jóladag 25. desember, verður:

kl. 14 helgistund á Jaðri.

kl. 21 ljósaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju.

Á annan í jólum, 26. desember, verður kl. 14 jólaguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju.

Á gamlársdag, 31. desember, verður kl. 14 hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.

Eigum saman góðar stundir á jólum, þökkum og fögnum.