Gleðilega Páska!

Guð gefi ykkur öllum gleðilega páska!

Gleðidagar eru hafnir!
Kristur er upprisinn! Kristur er sannalega upprisinn!


Í tilefni páskagleði fylgir saga úr gamanmáli úr páskadagsguðsþjónustu á Ingjaldshóli í ár.

Ég hafði eitt sinn útbúið sem oftar auglýsingu fyrir guðsþjónustu.

Einn morguninn fór ég í heimsókn á Jaðar sá ég einhverja lesa Jökul og hlógu svo innilega. Ég greip eintak og sá fljótlega ástæðuna. Í auglýsingu kirkjunnar stóð um efni prédikunar: „Hvað þolir Guð ekki: séra Óskar Ingi Ingason.“

Athafnir í dymbilviku og Páskum og skráning

Athafnir í dymbilviku:

Athafnir í dymilviku:

Vegna breytinga á sóttvarnarreglum þarf að skrá sig í athafnir.
Nánari upplýsingar eru í fréttinni sjálfri.
Guðsþjónustum verða streymt.

Aðalsafnaðarfundir framundan

Aðalsafnaðarfundur Ingjaldhólssóknar og -kirkjugarðs er fyrirhugaður sunnudaginn 18. apríl kl. 20 í safnaðarheimili Ingjaldhólskirkju.
Takið daginn frá.

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar og kirkjugarða Ólafsvíkursókna er fyrirhugaður mánudaginn 10. maí kl. 20 í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju.
Takið daginn frá.

Yfirlýsing vegna samkomubanns í febrúar

Yfirlýsing vegna samkomutakmarkanna.

Vegna almenns samkomubanns fyrir 20 og fleiri út af Coronavírusinum eru eftirtaldar breytingar í starfi kirknanna í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli til 13. febrúar. Gæta þarf sérstaklega að 2 metra reglunni og grímunotkun ef ekki er unnt að tryggja fjarlægð. Í fjölda er ekki prestur og starfsfólk kirkjunnar eða börn fædd 2005 eða síðar.

Við athafnir mega 150 vera viðstaddir.
En aðeins 20 mega vera í sfanaðarheimili í einu.

Nýtt áklæði á kirkjubekki

Áklæði á kirkjubekkjum í Ingjaldshólskirkju eru orðið lélegt og er það rifið sumstaðar. Einnig er svampurinn ónýtur. Síðast var skipt um áklæði á 75 ára afmæli kirkjunnar 1978.
Þess vegna hefur sóknarnefnd ákveðið að skipta um áklæði og svamp á bekkjum. Eins verða slitnir bekkir slípaðir og lagaðir til.
Verkefnið kostar sitt og er velunnurum kirkjunnar sem vilja styrkja verkefnið bent á að hægt er að leggja inn á reikning númer 0190-05-000948 (Kt er 660169-5209).
Hægt er að hafa samband við Hafþór, formann sóknarnefndar, til að fá upplýsingar (sími: 896-6328).

Yfirlýsing vegna samkomutakmarkanna

Yfirlýsing vegna samkomutakmarkanna.

Vegna Samkomubanns fyrir 20 og fleiri út af Coronavírusinum eru eftirtaldar breytingar í starfi kirknanna í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli til 13. febrúar. Gæta þarf sérstaklega að 2 metra reglunni og grímunotkun ef ekki er unnt að tryggja fjarlægð. Í fjölda er ekki prestur og starfsfólk kirkjunnar eða börn fædd 2005 eða síðar.

Við útfarir mega 100 vera viðstaddir.