Helgihald í dymbilviku og um páska

Skírdagur, 28. mars:
Guðsþjónusta verður í Ingjaldshólskirkju kl. 14.
Fermt verður í guðsþjónustunni.
Messa verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 20.
Sameiginleg messa með söfnuðinum í Grundarfirði.

Föstudagurinn langi, 29. mars:
Guðsþjónusta án prédikunar verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 14.
Lesið úr píslasögu og passíusálmum. Tignun krossins.

Páskadagur, 31. mars:
Hátíðarguðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 8 árdegis.
Messukaffi eftir athöfn.
Hátíðarmessa verður í Ingjaldshólskirkju kl. 10.
Messukaffi eftir athöfn.
Hátíðarguðsþjónusta verður á Jaðri kl. 14.