Bleik síða í tilefni mánaðarins

Ekki var hægt að lýsa upp Ólafsvíkurkirkju í ár með bleikum lit til að minna á átak krabbameinsfelagsins og sýna stuðning með þeim sem glíma við þann sjúkdóm og eins þá sem hafa glímt við hann.  

Búið er að laga lýsinguna, en það þarf að hanna sérstakan útbúnað til að bleika filman bráðni ekki og eyðileggist ekki strax.  Stefnan er að þetta verði komið í lag fyrir október 2014.  

Hugur okkar er enga síður með þeim sem glímt hafa við sjúkdóminn og glíma, og eins ástvina þeirra sem hafa misst vegna hans.  Heimasíðan hefur verið í bleikum lit í þessum mánuði þess í stað.

Umræða hefur verið í Ólafsvík vegna þess að kirkjan var ekki lýst upp í bleikum lit og biðjumst við afsökunar á að það hafi ekki verið gert.  En þetta er skýringin.