Atburðir

Sjómannadagsguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju

Hátíðarguðsþjónusta verður haldin í tilefni sjómannadags sunnudaginn 3. júni í Ingjaldshólskirkju kl. 11.

Sjómenn lesa ritningarlestra og lagður verður blómsveigur að minnisvarða um sjómenn sem hvíla fjarri.

Arnaldur Máni Finnsson, ný skipaður sóknarprestur Staðastaðarprestakalls, prédikar.

Karladeild Kórs Ingjaldshólskirkju syngur.

Sjómannadagsguðsþjónusta í Ólafsvík

Hátíðarguðsþjónusta verður haldin í tilefni sjómannadags í Sjómannagarðinum um kl. 14 (eftir aðra dagskrá í sjómannagarðinum, verður flutt í Ólafsvíkurkirkju ef veðrið er ekki gott).
Fulltrúar sjómanna lesa ritningarlestra.

Arnaldur Máni Finnsson, ný skipaður sóknarprestur Staðastaðarprestakalls, prédikar.