Styrkur vegna aðgengismála

Lionsklúbbur Ólafsvíkur afhenti nýlega sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju þrjú hundruð þúsund króna styrk í söfnun fyrir lyftu til að bæta aðgengi inn í kirkjuna. Tröppurnar inn í kirkjuna eru háar og mikill farartálmi fyrir marga sem treysta sér þess vegna ekki til að fara í kirkju. Safnast hefur tæplega fjórtán hundruð þúsund, en kostnaður vegna lyftunnar er á bilinu 2,5- 3 milljónir. Lyftan verður staðsett í barðinu við tröppurnar, sömu megin og inngangurinn í safnaðarheimilið.

Lausar stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju

Stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju eru auglýstar lausar til umsóknar.

Í starfi fellst m.a. þrif á kirkju og safnaðarheimili, bókanir á sal og eftirlit. Um er að ræða tvær stöður sem eru 20% starf hvor. Skipta aðilar milli sín kirkjuvörslu eftir nánari samkomulagi.

Einn aðili getur einnig tekið bæði störfin að sér, jafnvel tekið að sér aðeins þrif og mokstur.