Æskulýðsstarfið að hefjast

Æskulýðsfundir verða annað hvert miðvikudagskvöld í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju klukkan 19:30-21:30.

Fyrsti fundurinn er miðvikudaginn 23. september.

Aðalefni fundarins er kynning á starfi vetrarins og landsmót 2020

Umsjónarmenn eru sóknarprestur og vonandi fleiri.  Æskulýðsfundir er fyrir 8.-10. bekkinga, þeir sem voru í 10. bekk í fyrra mega koma á mótið og í undirbúning þess. Sjóðandi heitt fjör og þvílíkt gefandi.

Hefur þú áhuga á að starfa í barna- og æskulýðsstarfi?

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir auglýsir eftir launaðan starfsmann til að hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.

Um er að ræða kirkjuskóla, sex til níu ára (STN), tíu til tólf ára starf (TTT) og unglingastarf (æskulýðsfélagið).

Hægt er að taka að sér allt frá einum upp í alla hópana eða að þem sé skipt á milli fleiri aðila.

Styrkur vegna aðgengismála

Lionsklúbbur Ólafsvíkur afhenti nýlega sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju þrjú hundruð þúsund króna styrk í söfnun fyrir lyftu til að bæta aðgengi inn í kirkjuna. Tröppurnar inn í kirkjuna eru háar og mikill farartálmi fyrir marga sem treysta sér þess vegna ekki til að fara í kirkju. Safnast hefur tæplega fjórtán hundruð þúsund, en kostnaður vegna lyftunnar er á bilinu 2,5- 3 milljónir. Lyftan verður staðsett í barðinu við tröppurnar, sömu megin og inngangurinn í safnaðarheimilið.

Lausar stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju

Stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju eru auglýstar lausar til umsóknar.

Í starfi fellst m.a. þrif á kirkju og safnaðarheimili, bókanir á sal og eftirlit. Um er að ræða tvær stöður sem eru 20% starf hvor. Skipta aðilar milli sín kirkjuvörslu eftir nánari samkomulagi.

Einn aðili getur einnig tekið bæði störfin að sér, jafnvel tekið að sér aðeins þrif og mokstur.