Gleðileg jól !

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól  !
"Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. ".

 

Þá mildum rómi mælir

hún mamma þessi orð:

„Frá Guði loga ljósin,

er lýsa okkar borð;

hann gefur allar gjafir,

hann græðir sérhvert mein,

í náðarlind hans laugast

litlu börnin hrein.“

 

Er helgar klukkur hringja

inn hátíð frelsarans,

við sálma skulum syngja

um sálargöfgi hans.

Í einum anda krjúpa

að alvalds dýrðarstól

og þakka góðum Guði,

er gaf oss eilíf jól.“

(Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti (Jólaljóðin hennar Rúnu))