Sameiginleg guðsþjónustu safnaðanna í Snæfellsbæ

Sameiginleg guðsþjónustu safnaðanna í Snæfellsbæ verður í Staðastaðarkirkju kl. 14 á uppstigningardag, 9. maí. Kirkjudagur aldraða.

Sóknarprestarnir þjóna fyrir altari og ræðumaður verður Erlingur Garðar Jónsson.

Eldri borgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Rúta fer frá N1 á Hellissandi kl 13 og Jaðri og Shell kl. 13:20.

Kaffiveitingar í boði vinafélags eldri borgara verða á Görðum eftir messu.

Komum í hús Drottins til bænar og þakkargjörðar.