19 nóvember 1892 og 1967

Í dag eru 45 ár síðan Ólafsvíkurkirkja var vígð.

En það eru liðin 120 ár í dag frá því að fyrsta kirkjan í Ólafsvík var tekin í notkun.

Haldið var upp á daginn í gær með guðsþjónustu.
Þar léku nemendur tónlistaskólans á hljóðfæri í forspili og eftirspili.
Barnakórinn sá um söng og eftir athöfn var boðið upp á kaffi og köku.
Yndislegt að fá kórinn og nemendurna, en þar að auki lásu fermingarbörnin lestra að vanda í guðsþjónustunni og foreldrarnir sáu um kaffið.
Kærar þakkir!
Góður dagur og góð stund.

Kirkjunni voru færðar gjafir frá Ingjaldshólssöfnuði, og eru það fjölskyldur í Afríku sem njóta hennar, sjá gjofsemgefur.is .
Var það vel til fundið og þökkum við kærlega.

Til hamingju með daginn!