Hæfileikafólk á Ingjaldshóli

Í guðsþjónustu í Ingjaldshólskirkju í dag söng barna- og skólakór Snæfellsbæjar og undirleikinn sá hljómsveit tónlistarskólans um og kennarar, auk Fanneyjar Gunnarsdóttur.  Forspil og eftirspil sá Hlöðver Smári Oddson um, en eftirspilið var sigurlag æskulýðsfélagins í hæfileikakeppni á Landsmóti ÆSKÞ.  

Full kirkja var til að taka þátt í stundinni og það þrátt fyrir slæmt veður og slæma spá.  Fermingarbörnin sáu um lesturinn og foreldrar um kaffið.

Um morguninn var sunnudagaskóli í kirkjunni og því mikið um að vera og góður dagur.  Augljóst er að mikið hæfileikafólk býr í Snæfellsbæ og framtíðin björt!

 

Myndirnar tók Guðrún Kristinsdóttir.