Guð gefi ykkur öllum gleðilega páska!
Gleðidagar eru hafnir!
Kristur er upprisinn! Kristur er sannalega upprisinn!
Í tilefni páskagleði fylgir saga úr gamanmáli úr páskadagsguðsþjónustu á Ingjaldshóli á páskadag.
Ég hafði eitt sinn útbúið sem oftar auglýsingu fyrir guðsþjónustu.
Einn morguninn fór ég í heimsókn á Jaðar sá ég einhverja lesa Jökul og hlógu svo innilega. Ég greip eintak og sá fljótlega ástæðuna. Í auglýsingu kirkjunnar stóð um efni prédikunar: „Hvað þolir Guð ekki: séra Óskar Ingi Ingason.“