Til hamingju með daginn sjómenn

Til hamingju með daginn sjómenn og fjölskyldur þeirra.
Í tilefni dagins fylgir með sjóferðabæn:
Mitt skip er lítið, en lögur stór og leynir þúsundum skerja. En granda skal hvorki sker né sjór því skipi’ er Jesús má verja.
Aðrar bænir:
Sjóferðabæn sr. Odds V. Gíslasonar Í nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda. Almáttugi Guð, ég þakka þér að þú hefur gefið mér líf og heilsu svo ég geti unnið störf mín í sveita míns andlits. Drottinn minn og Guð minn. Þegar ég nú ræ til fiskveiða og finn vanmátt minn og veikleika bátsins gegn huldum kröftum lofts og lagar, þá lyfti ég upp til þín augum trúar og vonar og bið þig í Jesú nafni að leiða oss á djúpið, blessa oss að vorum veiðum og vernda oss, að vér aftur farsællega heim til vor náum með þá björg sem þér þóknast að gefa oss. Blessa þú ástvini vora, og leyf oss að fagna aftur samfundum svo vér fyrir heilags anda náð samhuga flytjum þér lof og þakkargjörð. Ó, Drottinn. Gef oss öllum góðar stundir, skipi og mönnum í Jesú nafni. Amen.“
Sjóferðabæn sr. Sigurbjörns Einarssonar Vertu hjá mér drottinn,varðveittu mig og styrktu mig í störfum,í hverri hættu og raun. Blessaðu Skipið og Alla sem hér eru innanborðs. Vertu með í för. Hafðu hönd á stýri og leiddu alla heila heim. Í JESÚ NAFNI AMEN.
Sjóferðabæn: Almáttugi Guð. Hafdjúpin eru í hendi þinni,veður og öldur á valdi þínu. Líf mitt og allir hagir mínir eru í þinni umsjá og það veit ég af orði þínu, að þú lætur þér annt um mig. Þú hefur verndað mig og vakað yfir vegum mínum,þótt ég hafi oft vikið frá þér og hryggt heilagt föðurhjartað þitt. Ég þakka þér gæsku þína, góði Guð. Ég bið þig að fyrirgefa mér brot mín og bresti og leiða mig á rétta vegu. Ég fel þér skipið og alla sem á því eru. Gjör þú ferðina góða og farsæla. Ég fel þér öll mín áform og fyrirtæki. Ég fel þér heimili mitt og ástvini. Vak yfir okkur öllum allar stundir og varðveit oss hjá þér,í þeirri trú,sem tengir oss þér í lífi og dauða. Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn.
Gestir:287 Gestir í dag: 3 Gestir í allt: 442086