Hefur þú áhuga á að starfa í barna- og æskulýðsstarfi?

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir auglýsir eftir launaðan starfsmann til að hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.

Um er að ræða kirkjuskóla, sex til níu ára (STN), tíu til tólf ára starf (TTT) og unglingastarf (æskulýðsfélagið).

Hægt er að taka að sér allt frá einum upp í alla hópana eða að þem sé skipt á milli fleiri aðila. 

STN og TTT er einu sinni í viku í október fram í desember og febrúar fram í apríl, kirkjuskólinn í Ólafsvíkurkirkju á miðvikudögum kl. 16:25 í október og fram í nóvember og Ingjaldshólskirkju febrúar fram í apríl ef áhugi er fyrir, unglingastarfið annað hvert miðvikudagskvöld í Ólafsvíkurkirkju á sama tímabili, nema að það byrjar 23. september. 

Ekki þarf að binda sig í hvert skipti.  

Gott er einnig að fá sjálfboðaliða til að aðstoða frekar við starfið.  

Allar upplýsingar eru hjá sóknarpresti í síma 844-5858 og netpósti prestur(hjá) kirkjanokkar.is

Gestir:14279 Gestir í dag: 6 Gestir í allt: 613314