Styrkur vegna aðgengismála

Lionsklúbbur Ólafsvíkur afhenti nýlega sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju þrjú hundruð þúsund króna styrk í söfnun fyrir lyftu til að bæta aðgengi inn í kirkjuna. Tröppurnar inn í kirkjuna eru háar og mikill farartálmi fyrir marga sem treysta sér þess vegna ekki til að fara í kirkju. Safnast hefur þar með rúmlega fjórtán hundruð þúsund, en kostnaður vegna lyftunnar er á bilinu 2,5- 3 milljónir. Lyftan verður staðsett í barðinu við tröppurnar, sömu megin og inngangurinn í safnaðarheimilið.

Sóknarnefnd tók á móti styrknum og er þeim þakklát fyrir höfðinglega gjöf, sem og öðrum sem hafa styrkt söfnunina.

Hægt er að kynna sér hugmyndir um bætt aðgengi í kirkjuna á hér.

Þeir sem vilja legga söfnuninni lið geta lagt inn á söfnunarreikning 0190-15-10099, kt. 500269-4999.