90 ára afmæli

Gjafir til Brimilsvallakirkju

Hátíðarmessa var í tilefni að 90 ára afmæli kirkjunnar  í fallegu en köldu veðri. Að messu lokinni bauð sóknarnefndin upp á kaffiveitingar á Brimilsvöllum. Þar bárust kirkjunni góðar gjafir í tilefni afmælisins. 

Kirkjuafmæli í ár

Tvö kirkjuafmæli verða í ár.

Ingjaldshólskirkja var vígð 11. október 1903 og er talin elsta steinsteypta kirkja heims. Hún verður því 110 ára í ár.

Brimilsvallakirkja var vígð 28. október 1923 og er fyrsta kirkjan á Brimilsvöllum. Brimilsvallakirkja verður því 90 ára í ár.

Subscribe to RSS - 90 ára afmæli