barna- og æskulýðsstarf

Viltu taka þátt í gefandi og góðu stafi í kirkjunni okkar?

Nú er tækifærið að vera virk í starfinu í kirkjunni okkar.

Það vantar fólk til að starfa með sóknarpresti í sunnudagaskóla, sex til níu ára (STN/kirkjuprakkarar), tíu til tólf ára (TTT) og unglingastarfi (æskulýðsfélagið).

Hvert starf eru einu sinni í viku, nema unglingastarfið annað hvert miðvikudagskvöld í Ólafsvíkurkirkju.  TTT er á ......dögum í Ólafsvíkurkirkju kl. 14:10-15 og sunnudagaskólinn í Ingjaldshólskirkju kl. 11 á sunnudögum og í Ólafsvíkurkirkju eftir áramót.

Ekki þarf að binda sig í sunnudagaskólann allar helgar.  Gott að fá sem flesta til að aðstoða.  

Farið verður af stað með STN starf ef umsjónarmenn fást til þess.  

Ekki þarf að vera með í öllu starfinu frekar en menn vilja, má þess vegna velja eitt starf.

Allar upplýsingar eru hjá sóknarpresti.

 

Það vantar einnig nýja félaga í kóranna okkar.  Hér eru upplýsingar um Kór Ingjaldshólskirkju og hér um Kirkjukór Ólafsvíkur.

 

Tökum þátt í gefandi og góðu stafi í kirkjunni okkar.

​Tökum þátt í gefandi og góðu stafi í kirkjunni okkar

Viltu taka virkari þátt í barnastarfinu?

 

Það vantar fólk til að starfa í sunnudagaskóla, sex til níu ára (STN/kirkjuprakkarar), tíu til tólf ára (TTT) og unglingastarfi (æskulýðsfélagið).

Lúkasarguðspjall í Biblíulestrarmaraþoni

Lúkasarguðspjall lesið með jólaguðspjallinu og öllu því sem því tilheyrir.

Börnin að taka til niðri og þvo upp.  Allt á fullu.

Barna- og æskulýðsstarfið hefst

TTT-starfið hefst núna á miðvikudaginn, 25. september strax eftir skóla kl 14:15 í Ólafsvíkurkirkju.
Æskulýðsstarfið hefst sama dag, kl. 19:30 í Ólafsvíkurkirkju.

Sunnudagaskóli alla sunnudaga

Munum eftir sunnudagaskólanum sem verður alla sunnudaga fyrir jól í Ingjaldshólskirkju kl. 11.

Ekki gleyma þeim fjársjóð sem börnin hafa aðgang að í sunnudagaskólanum og mömmur og pabbar með.

Æskulýðsdagur í kirkjunum 3. mars.

Mikil dagskrá verður í kirkjunum á æskulýðsdag Þjóðkirkjunnar, sunnudaginn 3. mars.

Dagurinn hefst klukkan 11 í Ólafsvíkurkirkju með sunnudagaskóla.

Spilakvöld/búningakvöld á öskudegi

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. febrúar, verður spilakvöld/búningakvöld í æskulýðsfélaginu. Fundurinn verður í Ólafsvíkurkirkju og hefst kl. 19:30.
Veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn

Síður

Subscribe to RSS - barna- og æskulýðsstarf