barnakór

Hæfileikafólk á Ingjaldshóli

Í guðsþjónustu í Ingjaldshólskirkju í dag söng barna- og skólakór Snæfellsbæjar og undirleikinn sá hljómsveit tónlistarskólans um og kennarar, auk Fanneyjar Gunnarsdóttur.  Forspil og eftirspil sá Hlöðver Smári Oddson um, en eftirspilið var sigurlag æskulýðsfélagins í hæfileikakeppni á Landsmóti ÆSKÞ.  

Augljóst er að mikið hæfileikafólk býr í Snæfellsbæ og framtíðin björt!

 

Vetrarstarfinu að ljúka

Eftir lokahátíð barnastarfsins er sunnudagaskólinn, TTT og barna- og skólakórinn kominn í frí fram á haust.

Æskulýðsstarfið hefst einnig aftur í haust.

Foreldramorgnar héldu sinn síðasta fund í morgunn og verður í sumarfríi fram á haust.

Æskulýðsdagur í kirkjunum 3. mars.

Mikil dagskrá verður í kirkjunum á æskulýðsdag Þjóðkirkjunnar, sunnudaginn 3. mars.

Dagurinn hefst klukkan 11 í Ólafsvíkurkirkju með sunnudagaskóla.

19 nóvember 1892 og 1967

Í dag eru 45 ár síðan Ólafsvíkurkirkja var vígð.

En það eru liðin 120 ár í dag frá því að fyrsta kirkjan í Ólafsvík var tekin í notkun.

Subscribe to RSS - barnakór