jól

Gleðileg jól

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól  !

"Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. "

Helgihald um jólin

Margt verður í boði í kirkjum prestakallsins um jólin.

Í fyrsta sinn í mörg ár verður boðið upp á miðnæturguðsþjónustu á jólanótt í Ólafsvíkurkirkju.

Helgistund verður á dvalar- og hjúkrunarheimilnu Jaðar á jóladag og í ár verður aftansöngur á aðfangadagskvöld í Ingjaldshólskirkju.

Í Ingjaldshólskirkju mun hljómsveitin Ungmennafélagið sjá um tónlist í jólaguðsþjónustunni annan í jólum og notað verður léttara form.

Gleðileg jól!

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og megi ljós kærleikans lýsa ykkur !

Helgihald fram að áramótum

Helgihald í söfnuðunum frá Þorláksmessu að áramótum:

Á Þorláksmessu, 23. desember, kl. 11 verður síðasti sunnudagaskóli vetrarins í Ingjaldshólskirkju.
Frá og með janúar verður sunnudagaskólinn í Ólafsvíkurkirkju. Nánar auglýst síðar.

Subscribe to RSS - jól