messa

Fleiri myndir af helgigöngu og messu 30. september

Hér eru nýjar myndir af helgigöngunni á sunnudag og úr messunni á Ingjaldshóli.

Myndirnar tók Skúli Alexandersson, en hann átti drjúgan þátt í að þessum helgigöngum var komið hér á, auk þess að hann sagði frá sögunni og aðstæðum á Írskubrunni á sunnudag.

Sunnudagur til sælu!

Dagurinn í dag hófst í Ingjaldshólskirkju klukkan 11 með sunnudagaskóla. Mjög vel var mætt af bæði börnum og foreldrum. Tókst stundin vel og gott að hafa stóran hóp umsjónarmanna sem allir stóðu sig vel.

Helgiganga með keltneskum brag og messa

Sunnudaginn 30. sept. verður efnt til helgigöngu frá Gufuskálum kl. 12 sem lýkur með messu í Ingjaldshólskirkju kl. 14. Helgistundir með keltnesku trúarívafi verða haldnar á Gufuskálum, við Írskrabrunn og við steinhleðslur í flæðarmálinu.
Þetta er í annað sinn sem slík helgiganga er farin, en helgigangan fyrir tveimur árum vakti athygli og ánægju.

Subscribe to RSS - messa