Pétri þökkuð störfin við guðsþjónustu

Pétur Bogason var þakkað fyrir sín góðu og einstöku störf sem meðhjálpari og áður kirkjuvörður í Ólafsvíkurkirkju við guðsþjónustu á sunnudag.

Þau störf hefur hann unnið af mikilli trúfesti og fórnfýsi.

Við guðsþjónustuna var hann meðhjálpari, þó hann hafi formlega lokið störfum.  Gott er að vita að hann verður okkur áfram innan handar.

Kærar þakkir, Pétur!

 

Á meðfylgjandi mynd er Jóhannes Ólafsson, ritari sóknarnefndar, ásamt sóknarpresti að afhenda Pétri blóm í veglegu messukaffi, sem sóknarnefndin sá um.