Brimilsvallakirkja

Helgihald um jólin

Margt verður í boði í kirkjum prestakallsins um jólin.

Í fyrsta sinn í mörg ár verður boðið upp á miðnæturguðsþjónustu á jólanótt í Ólafsvíkurkirkju.

Helgistund verður á dvalar- og hjúkrunarheimilnu Jaðar á jóladag og í ár verður aftansöngur á aðfangadagskvöld í Ingjaldshólskirkju.

Í Ingjaldshólskirkju mun hljómsveitin Ungmennafélagið sjá um tónlist í jólaguðsþjónustunni annan í jólum og notað verður léttara form.

Gjafir til Brimilsvallakirkju

Hátíðarmessa var í tilefni að 90 ára afmæli kirkjunnar  í fallegu en köldu veðri. Að messu lokinni bauð sóknarnefndin upp á kaffiveitingar á Brimilsvöllum. Þar bárust kirkjunni góðar gjafir í tilefni afmælisins. 

Kirkjuafmæli í ár

Tvö kirkjuafmæli verða í ár.

Ingjaldshólskirkja var vígð 11. október 1903 og er talin elsta steinsteypta kirkja heims. Hún verður því 110 ára í ár.

Brimilsvallakirkja var vígð 28. október 1923 og er fyrsta kirkjan á Brimilsvöllum. Brimilsvallakirkja verður því 90 ára í ár.

Helgihald fram að áramótum

Helgihald í söfnuðunum frá Þorláksmessu að áramótum:

Á Þorláksmessu, 23. desember, kl. 11 verður síðasti sunnudagaskóli vetrarins í Ingjaldshólskirkju.
Frá og með janúar verður sunnudagaskólinn í Ólafsvíkurkirkju. Nánar auglýst síðar.

Uppskeruguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju

Uppskeruguðsþjónusta verður sunnudaginn 2. september kl. 14 í Brimilsvallakirkju.

Athugið breyttan messutíma!

Eftir guðsþjónustu er stuttur fundur með fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra þar sem farið er yfir fermingarstörf vetrarins.

Subscribe to RSS - Brimilsvallakirkja